Morgunblaðið - 21.11.2020, Side 46

Morgunblaðið - 21.11.2020, Side 46
46 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 2020 Sara Björk Gunnarsdóttir og stöll- ur í Lyon töpuðu í uppgjöri stór- veldanna í frönsku efstu deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. PSG vann 1:0-sigur á Lyon í París og hirti þar með toppsætið í leiðinni. Íslenski landsliðsfyrirliðinn hóf kvöldið á varamannabekknum en hún kom inná á 69. mínútu, þá var staðan orðin 1:0 en sigurmarkið var skorað strax á 10. mínútu leiksins. PSG er á toppnum með 25 stig en ríkjandi meistarar Lyon koma þar næstir með 24 stig eftir níu umferð- ir. Töpuðu slag stórveldanna AFP Toppbaráttan Sara kom inn af bekknum er Lyon missti toppsætið. Knattspyrnumaðurinn Guðmann Þórisson hefur framlengt samning sinn við FH um eitt ár. Guðmann, sem er 33 ára, spilaði fjórtán leiki með FH í Pepsi Max-deildinni á síð- ustu leiktíð. „Við FH-ingar þekkjum Guðmann vel enda hefur hann spilað hátt í 80 leiki fyrir FH í deild og bik- ar. Guðmann átti frábært tímabil í ár og er því mikill fengur að því að hafa tryggt sér krafta hans áfram,“ segir á facebooksíðu FH. Varnarmaðurinn er uppalinn hjá Breiðabliki en hefur einnig leikið með KA. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Áfram Guðmann er uppalinn hjá Breiðabliki en lék einnig með KA. Guðmann áfram í FH FÓTBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Ófáir íþróttaáhugamenn ráku upp stór augu þegar Fylkir tilkynnti á dögunum að félagið hefði gert nýjan samning við Helga Val Daníelsson um að leika með Fylki í efstu deild karla í knattspyrnu á næsta ári. Manninn sem fjórbrotnaði í leik í lok júní og átti ekki von á öðru en að ferlinum væri lokið en Helgi verður fertugur næsta sumar. Fyrstu við- brögð Helga þegar Morgunblaðið ræddi við hann eftir fótbrotið síðasta sumar voru þau að ferlinum hlyti að vera lokið. Hann gaf sig hins vegar ekki og segist nú vera farinn að sjá til lands en Morgunblaðið hafði sam- band við Helga í gær. „Þetta hefur gengið mjög vel held ég og ég var aðeins byrjaður að taka þátt í æfingum með Fylki síðustu vikuna áður en Íslandsmótið var flautað af. Liðnar eru nokkrar vikur og ég held ég sé ennþá betri núna. Það er svekkjandi að engar æfingar séu í gangi um þessar mundir til að geta unnið betur í þessu, varðandi ýmsar hreyfingar sem tengjast fót- boltanum. Ég á náttúrlega langt í land með formið enda hef ég ekki keppt í marga mánuði né verið á æf- ingum þar sem ákefðin er mikil,“ segir Helgi og hann hefði ekki skrif- að undir nýjan samning við Fylki nema hann líti svo á að hann muni geta beitt sér með liðinu í úrvals- deildinni næsta sumar. „Eins og staðan er núna ætti það alveg að ganga. Maður veit ekki al- veg hvernig það verður þegar maður er kominn í alvörufótbolta. Þá fer maður að taka spretti, tækla og gera ýmislegt sem ég hef ekki gert ennþá eftir aðgerðina. Ég gerði samning og stefni á að vera tilbúinn áður en Ís- landsmótið hefst. Ég hef því tölu- verðan tíma áður en tímabilið byrjar fyrir alvöru. Fljótlega í desember hefjast væntanlega fótboltaæfingar aftur og ef það verður góð stígandi í þessu hjá mér ætti ég alveg að geta spilað. Annars hefði ég ekki skrifað undir samning á þessum tímapunkti. Hjá Fylki skilja menn auðvitað að gangi þetta ekki upp af heilsufars- ástæðum þá verður það bara að vera þannig. Mér líður alla vega þannig að ég geti spilað fótbolta og það er ekkert mál að sparka í bolta. En þegar maður þarf að gera hlutina hratt, hvort sem það eru stefnu- breytingar eða annað, verður að koma í ljós hvernig fóturinn bregst við því.“ Hvaðan kemur hvatningin? Helgi hefur verið lengi að og var til að mynda kominn út til Englands árið 1998 þegar hann gerðist leik- maður Peterborough. Ferillinn er því orðinn langur. Talið berst að því hvað hvetji hann áfram þegar hann er orðinn 39 ára. Er keppikefli eftir langan feril að ferlinum ljúki ekki á börum á leið út af Fylkisvellinum og í sjúkrabíl? „Já það er hluti af þessu. Tímabil- ið í fyrra var fínt en eftir það setti kórónuveiran svip sinn á undirbún- ingstímabilið og Íslandsmótið. Það var því svekkjandi að ná ekki að spila nema tvo leiki og helming þess þriðja. Eftir að ég meiddist fylgdist ég með leikjunum og ég fann að fer- illinn er ekki búinn. Ég fann að mig langaði að spila fótbolta aftur. Þá fór ég að kynna mér sambærileg meiðsli og hversu lengi knattspyrnumenn hefðu verið að ná sér eftir slík meiðsli. Ég komst að því að dæmi eru um að menn hafi náð ágætri heilsu eftir fjóra mánuði og hafi getað spilað al- vöruleiki á ný eftir sex til sjö mán- uði. Ég var einmitt orðinn góður eft- ir svona fjóra mánuði og gat þá tekið þátt í æfingum. Ég notaði þetta sem hvatningu því þetta er ekki svo lang- ur tími og áttaði mig á því að ferl- inum væri ekki endilega lokið. Hægt er að lenda í verri málum og það tek- ur lengri tíma að ná sér eftir kross- bandsslit sem dæmi. Mér leið mjög vel á æfingum og í leikjum fram að slysinu. Mér gekk mjög vel þótt ég sé orðinn eitthvað eldri en aðrir leik- menn. Ég var alveg í standi til að spila síðasta sumar og þá ætti ég að geta spilað næsta sumar. Ég væri al- veg til í að ljúka ferlinum á aðeins skemmtilegri nótum en þetta.“ Tvö bein tvíbrotin Fyrir fólk sem ekki hefur mikla þekkingu á beinbrotum og afleið- ingum þeirra er erfitt að skilja hvernig Helgi getur jafnað sig jafn fljótt og útlit er fyrir. Hann fjór- brotnaði því tvö brot urðu í tveimur beinum. Sjálfur segir hann að brotin sjálf hafi verið fínleg og það geti spil- að inn í. Aðgerðin sé einfaldari fyrir vikið en hann þurfti vitaskuld að taka það mjög rólega í mánuð eftir slysið. Var þetta ekki stórmál? „Jú jú, þetta var það. Þetta voru bæði sköflungurinn og bátsbeinið. Þau fóru alveg í sundur rétt fyrir of- an ökkla en einnig rétt fyrir neðan hné. Það kom mér líka sjálfum á óvart að afleiðingarnar væru svona miklar þegar ég sá fyrstu röntgen- myndirnar. Læknarnir tóku sér svo- lítinn tíma að ákveða hvernig þeir ætluðu að framkvæma aðgerðina. Þegar ég sá myndirnar eftir aðgerð- ina leit þetta allt betur út. Þetta voru allt hrein brot og pinninn sem var setur í nær í gegnum allt. Leggurinn er því mun sterkari en hann var áð- ur. En annað í kring eins og hné og ökkli er stíft og stirt eins og er. Ef viljinn er til staðar getur maður náð sér 100%“ segir Helgi. Rúmliggjandi í júlí „Ég var allan júlímánuð uppi í rúmi meira og minna. Ég fékk ýms- ar æfingar til að gera alveg strax. Fékk teygju til að nota við æfingar og reynt var að virkja sem flest sem hægt var til að byrja með. Þeir fóru inn í gegnum hnéð þegar þeir settu pinnann í og ég var því líka stokk- bólginn í hné. Ég hitti fljótt sjúkra- þjálfarann hjá Fylki og það má vera að ég hafi byrjað fyrr í endurhæf- ingu en almennur borgari hefði gert eftir svona aðgerð. Rúnar sjúkra- þjálfari er einnig sjúkraþjálfari landsliðsins og hann hefur séð ýmis- legt í þessum bransa. Hann sagði að ég gæti treyst pinnanum í leggnum og ætti þá að reyna að gera það sem ég gæti upp að sársaukamörkum. Ég held að megi segja að ég hafi keyrt nokkuð ákveðið á endurhæf- inguna fyrstu mánuðina á eftir. Ég tók framförum nokkuð hratt og það hvetur mann áfram,“ segir Helgi Valur Daníelsson. Löngun Helga til að spila hvarf aldrei Morgunblaðið/Eggert Garðabær Helgi Valur í leik gegn Stjörnunni í júní áður en ógæfan dundi yfir.  Helgi Valur Daníelsson hristir af sér fjórfalt fótbrot á fertugasta aldursári Frakkland París SG – Lyon ....................................... 1:0  Sara Björk Gunnarsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Lyon á 69. mínútu. Staða efstu liða: Paris SG 25, Lyon 24, Bor- deaux 14, Montpellier 13, Paris FC 12. Holland B-deild: Excelsior – Jong AZ ................................ 4:1  Elías Már Ómarsson lék allan leikinn með Excelsior og skoraði eitt mark. Maastricht – Jong PSV ........................... 3:3  Kristófer Ingi Kristinsson kom inn á sem varamaður hjá Jong PSV á 61. mínútu og skoraði tvö mörk. Danmörk Lyngby – Horsens.................................... 1:1  Frederik Schram var á varamannabekk Lyngby.  Ágúst Eðvald Hlynsson var ekki í leik- mannahópi Horsens og Kjartan Henry Finnbogason var í leikbanni. Staðan: SønderjyskE 8 5 2 1 16:9 17 Midtjylland 8 5 1 2 15:11 16 AGF 8 4 3 1 16:9 15 Brøndby 8 5 0 3 15:13 15 Vejle 8 4 2 2 16:14 14 AaB 8 4 2 2 10:10 14 Nordsjælland 8 3 3 2 16:11 12 OB 8 3 1 4 12:14 10 København 8 3 1 4 14:17 10 Randers 8 2 1 5 10:9 7 Lyngby 9 0 3 6 9:20 3 Horsens 9 0 3 6 5:17 3 B-deild: Viborg – Hobro ........................................ 2:1  Patrik Sigurður Gunnarsson lék allan leikinn með Viborg. Kolding – Fredericia............................... 1:2  Elías Rafn Ólafsson lék allan leikinn með Fredericia.  Evrópudeildin Valencia – Maccabi Tel Aviv.............. 82:80  Martin Hermannsson spilaði í 15 mín- útur fyrir Valencia, skoraði þrjú stig og gaf tvær stoðsendingar. Staðan: Barcelona, Bayern, CSKA Moskva, Valencia, Real Madríd.   Knattspyrnukon- an Ólöf Sigríður Kristinsdóttir hefur framlengt samning sinn við Val. Ólöf er 17 ára gömul og var að láni hjá Þrótti á síðustu leiktíð. Ólöf skoraði sex mörk í 14 leikjum með nýliðunum í sumar. Lék framherjinn með ÍA í 1. deild sumarið á undan og spilaði sex leiki, skoraði eitt mark. Þá lék hún einn leik með Val fyrir tveim- ur árum. Ólöf á 20 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands. Ólöf verður áfram hjá Völsurum Ólöf Sigríður Kristinsdóttir Júdókappinn Sveinbjörn Iura féll úr leik í 2. umferð á Evr- ópumótinu í Prag í gær er hann mætti Rúmenanum Marcel Cercea. Sveinbjörn, sem keppir í -81 kg flokki, sat hjá í 1. umferð. Cercea mætir Ivaylo Ivanov frá Búlgaríu í 3. umferðinni. Tapið gæti haft mikil og nei- kvæð áhrif á baráttu Sveinbjörns um að komast á Ólympíuleikana í Tókýó en hann hefur sett stefnuna á að komast á leikana. Áfall fyrir ólympíuvon Sveinbjörns Sveinbjörn Iura

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.