Morgunblaðið - 21.11.2020, Síða 50

Morgunblaðið - 21.11.2020, Síða 50
50 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 2020 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Dægursveifla er heiti sýningar Kristins E. Hrafnssonar myndlistar- manns sem verður opnuð í Hverfis- galleríi við Hverfisgötu í dag. Dægursveifla flóðs og fjöru birtist í lágmynd á vegg; á gólfi eru stálverk með áletrunum sem snúast um sam- hverfu daganna og tíminn kemur víða við sögu; á gólfi aðalsalarins er til dæmis helmingur lábarins hnull- ungs sem hefur verið klofinn og í sárið skrifað orðið „Norðanvið“. Hinn helminginn er að finna í innri sal og á honum stendur „Sunnan- við“. Á einum veggnum er síðan fjöldi myndverka sem byggjast á bókarkápum. „Þessi myndröð heitir „Farið um heiminn“ og er um bækur, skáldverk að mestu, þar sem titlarnir bera í sér áttir,“ segir Kristinn. „Að baki er sú hugmynd að bókmenntirnar séu áttaviti í lífinu og geti verið manni innblástur eða hjálpað við að skilja heiminn – eins og listin gerir. Listin er um lífið, um heiminn. Hún er ekki bara skrásetning á einhverju heldur heimspekileg vídd um hvað felst í því að vera manneskja og fara um heim- inn,“ segir hann. Í þessum verkum hefur Kristinn tekið heiti bókanna og nöfn höfunda og endurskapað titlana með letur- týpunni af frumverkinu og ráðandi lit af kápunum. „Ef menn hafa áhuga á þessu verki þá búa þeir til sína áttavita úr því sjálfir,“ segir hann. „Þeir geta tekið fjórar áttir og búið til sinn kompás.“ Það gætu til dæmis verið Seld norðurljós eftir Björn Th. Björnsson, East of Eden eftir Steinbeck, Úr landsuðri eftir Jón Helgason og Ode to the West Wind eftir Percy Bysshe Shelley. Má í þessum vísunum í bók- menntaverk lesa traust Kristins á listunum sem vegvísi? „Algjörlega,“ er svarið. „Ég hef lengi fengist við áttir og áttavita, siglingafræði, stjörnufræði og slíkt og allt er það leit að einhverskonar skilningi á veruleikanum. Á stað- setningu okkar í þessu kosmíska stóra samhengi. Mér fannst þetta verk með titlum bóka eiga heima í þessu samhengi, sem snýst um dæg- ursveifluna, því dægursveiflan er í grunninn kosmískt ástand líka. Það snýst um áhrif himintunglanna á all- ar hreyfingar og líðan okkar, og það hvernig spilast úr deginum. Himin- tunglin ráða miklu um það. Flóð og fjara, nótt og dagur. Það er eins í sálinni, þetta hangir allt saman.“ Kristinn tekst á við þessi öfl á ýmsa vegu og á sýningunni skiptast á létt pappírsverk og massi skúlp- túranna. „Það er viss frásögn í þeim öllum þótt þau líti út eins og konkretljóð,“ segir hann. „Ég skef hugsanirnar niður í einhverja hreyfingu, tæra hugmynd eða sveiflu, og það ber ég á borð. Mér finnst það ánægjulegt ferðalag.“ Þess má geta að Kristinn er með aðra sýningu í borginni en í Smiðs- búðinni í gömlu verbúðunum við höfnina lýkur sýningu með verkum hans um helgina. Listin sem innblástur og skilningur á lífinu  Sýning Kristins E. Hrafnssonar opnuð í Hverfisgalleríi Morgunblaðið/Einar Falur Listamaðurinn „Ef menn hafa áhuga á þessu verki þá búa þeir til sína átta- vita úr því sjálfir,“ segir Kristinn um verk úr bókartitlum sem bera í sér áttir. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Það er sýnigin Formfast sem við er- um að setja hér upp. Með verkum sem hafa búið í skissubókunum mín- um í tæp tíu ár,“ segir myndlistar- maðurinn Árni Már Erlingsson þeg- ar hann er truflaður við uppsetningu sýningar sinnar í Gallery Porti á Laugavegi 23b. Sýningin verður opin frá klukkan 12 í dag, laugardag, og segir hann að sóttvarnareglum verði fylgt í hvívetna. Á málverkunum sem Árni er að festa á veggi þessa litla salar, þar sem hann hefur staðið ásamt fé- lögum sínum undanfarin ár fyrir líf- legu sýningarhaldi, eru endurtekin form; sum sett fram í skrautlegu samhengi en eru í öðrum verkum einlit. „Þetta eru já mismunandi form og myndir af formum sem ég hef lengi verið að dúlla mér við á bak við önn- ur verk. Ég held ég hafi byrjað að teikna þau upp og mála í góðum fíl- ing árið 2012 en hef aldrei tekið þau föstum tökum. Það er ekki fyrr en nú, við undirbúning þessarar sýn- ingar, sem ég geri það. Nú ákvað ég að taka þessi form fyrir í heilli sýn- ingu,“ segir Árni Már og honum hef- ur unnist mjög vel á tímum veir- unnar, hefur skapað á milli 30 og 40 verk. Árni Már segir rætur sýningar- innar ná aftur til þess tíma er þeir Sigurður Atli Sigurðsson mynd- listarmaður voru með opna vinnu- stofu á LungA á Seyðisfirði árið 2012. Síðan hefur Árni leikið sér með form í anda þeirra sem nú má sjá á málverkunum en þá helst í skissu- bókinni eða stökum verkum. Hann hafi aldrei skapað heild úr þeim eins og nú, með málverkum, verkum úr spartli, skúlptúrum og einum tíu rísóprentum sem hann gerir í tölu- settu upplagi. Útlitsleg pæling – Standa þessi form eða tákn fyrir eitthvað ákveðið? „Nei,“ svarar Árni Már ákveðinn. „Nei, þetta er bara fagurfræði og einhvers konar dúllerí. Útlitsleg pæling.“ – Og þú ferð með það í ýmsar átt- ir; frá mónókróm útgáfum yfir í býsna mikið skraut. „Já, mér finnst til dæmis gaman að blanda þeim saman við aggressív- an bakgrunn einss og hér,“ segir hann og bendir. „Þarna eru alls kon- ar litir en ofan á þá kemur formið stóra með rólegum lit sem lokar heildinni.“ – Þú hefur sýnt oft á undanförnum árum. Þessi form hér hafa verið að mótast lengi í skissubókum hjá þér segirðu, vinnurðu venjulega þannig? „Nei. Yfirleitt ekki. Nú er ég samt kominn með hugmynd að tveimur til þremur sýningum en hingað til hef- ur ferlið verið meira spontant. Og satt best að segja átti þessi sýning að vera öðruvísi til að byrja með, þetta áttu að vera portrettmyndir, en svo þóttu mér þessi form svo skemmtileg að ég ákvað að leggja þessa sýningu undir þau og kæla portrettin fram á næsta ár. Þar næsta sýning verður svo væntanlega ljósmyndasýning.“ – Það er þinn gamli miðill. „Algjörlega, og ég hef beðið eftir rétta tækifærinu til að hella mér aft- ur í hann. Taka aftur fram traktor- inn, Mamyia-myndavélina.“ Reksturinn gengur vel Árni Már stofnaði Gallery Port með þeim Skarphéðni Bergþórusyni og Þorvaldi Jónssyni árið 2016 og hafa þeir haldið úti hátt í 100 sýn- ingum og viðburðum á þeim tíma. Þá eru listamenn með vinnustofu í hús- inu. Segir Árni aðsóknina í rýmið hafa farið langt fram úr þeirra björt- ustu vonum. En þrátt fyrir að hafa komið að rekstrinum frá byrjun er þetta fyrsta einkasýning Árna Más í Porti. „Ég veit í raun ekki hvers vegna ég hef ekki sýnt hér sjálfur fyrr. Ég hef einu sinni verið með á samsýn- ingu Listar án landamæra. Ég hef bara verið að sýna annars staðar. Uphaflega átti Gallery Port bara að vera til í stuttan tíma, þrjá til fimm mánuði, en húsið var ekki rifið eins og fyrst stóð til og reksturinn hefur gengið vel. Skarphéðinn sem stofnaði þetta með mér var með einkasýningu hér í fyrra og ég varð að ná að hafa eina svoleiðis líka.“ Morgunblaðið/Einar Falur Formleikur „Nú ákvað ég að taka þessi form fyrir í heilli sýningu,“ segir Árni Már um verkin sem hann sýnir á Formfast í Gallery Porti. Fagurfræði og alls kyns dúllerí  Formfast Árna Más í Gallery Porti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.