Morgunblaðið - 21.11.2020, Síða 52

Morgunblaðið - 21.11.2020, Síða 52
52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 2020 VIÐTAL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Ég skal vera ljósið nefnist nýútkomin bók Þorsteins J. Vilhjálmssonar. Bók er kannski ekki rétta orðið þar sem verkið er vissulega bók en um leið miklu meira. „Þetta er eiginlega svona sögusvið með raunveruleika og skáldskap sem er slippurinn og svo einhvern veginn prjóna ég í kring- um það, bæði fyrir bókverkið sem er gefið út í 300 ein- tökum og er ákveðið svið og svo er hljóðbókin annað með músík og umhverfis- hljóðum. Í þriðja lagi er það rafbókin og skemmtilegt að geta setið og stækkað myndirnar og flett,“ svarar Þorsteinn. – Svo er líka hlaðvarp og það er sérstakt verk eða hvað? „Það var í raun ferlið. Þegar ég var að skrifa bókina birti ég efni úr henni jafnóðum, bæði í stuttum hljóð- brotum og svo sendi ég líka síður og stutta kafla úr bókinni á ákveðinn hóp. Sumir svöruðu og aðrir ekki en þá var ég að skrifa fyrir áheyrendur og lesendur og það hjálpaði mér tölu- vert. Ég fékk slatta af hugmyndum í gegnum það, fólk sem ég rakst á eða svaraði, skrifaði eða sagði mér eitt- hvað þannig að þetta ár sem ég tók mér í að búa til verkið mótaðist tölu- vert líka af umhverfinu.“ Vantaði sögu á sviðið Blaðamaður hlustaði á hlaðvarpið áður en hann kynnti sér bókina og segir Þorsteini að hann hafi upplifað varpið eins og útvarpsleikhús. Þegar hann fór að fletta bókinni var ljós- mynd af leiksviði svo það fyrsta sem blasti við. Þorsteinn segir að þar sé kominn uppbúinn salur á ljósmynd sem hann hafi keypt í Ljósmynda- safni Reykjavíkur. „Þar byrjaði þessi hugmynd um leiksviðið, hvort það væri hljóðheimur eða hljóðverk eða bara bíó, hreinlega,“ útskýrir Þor- steinn og segist hafa fengið sér sæti í salnum og gerst þátttakandi í verk- inu. Fjöldi ljósmynda prýðir bókverkið og segist Þorsteinn hafa verið undir áhrifum frá þeim vinum sínum sem hafa menntað sig í ljósmyndun og starfa við hana. Hann segist sjálfur í flokki áhugamanna í þeirri list en þótt aðkallandi að vera ekki eingöngu með texta þar sem myndirnar segi líka svo mikla sögu. „Mér fannst mjög mikil- vægt líka, þegar ég fór að skoða og hugsa hvernig þetta verk gæti orðið til, að taka ljósmyndir, eins og í slippnum, til að fá hugmyndir. Marg- ar hugmyndir komu út frá ljósmynd- unum og svo var erfitt líka að velja myndir í bókina til að fylgja eftir text- anum, passa sig að taka ekki of mikið frá textanum eða segja of mikið með þeim.“ Varað við vanrækslu – Slippurinn er myndlíking fyrir manninn eða lífið? „Já, þetta er auðvitað sögusvið og tenging við lífsins sjó sem við siglum og troðum marvaðann í og mótar okkur, hvert með sínum hætti. Þetta er líka þessi hugmynd um viðhald, einhvers konar viðhaldsvinnu og að við hættum vanrækslu á eigin lífi og förum að hugsa aðeins betur um okk- ur.“ Þorsteinn segir að í sínum huga sé slippurinn hjarta Reykjavíkur. „Þetta er höfnin og þaðan komum við að stórum hluta. Að sjá skip dregið á land er stórbrotið, að sjá hvernig þessi dráttarbraut getur dregið þetta flikki á land og svo drífur að her manna, lagar bátinn til og síðan er honum bara rennt út aftur,“ segir Þorsteinn. Skipin snúi svo aftur í yfir- halningu eftir nokkur ár. „Það er mjög áhrifamikið að fylgjast með því sem er gert í slippnum og það hjálp- aði mér gríðarlega í þessu verki að skrifa og tengja það við sögurnar,“ segir Þorsteinn. Honum hafi þótt mikilvægt að tengja saman hljóðin í hljóðbókinni, ljósmyndirnar og text- ann og mynda eina heild. Atburðir líkt og álög – Í verkinu ertu að gera upp mik- inn harm í þinni fjölskyldu og í því er fólgin ákveðin hreinsun, er það ekki? „Bæði er þetta möguleiki á ein- hvers konar endurvinnu á gömlum hlutum, einmitt, bæði að skoða sög- una, hvað hafi gerst og annað slíkt en líka tækifæri til að endurskrifa sög- una í bókstaflegri merkingu og það er líka hlutur sem ég hef verið svolítið að skoða og vinna með út frá því að það sé hægt. Mín reynsla er sú að það sé hægt vegna þess að hugur manns er alltaf að endurskrifa söguna, það ger- ist eitthvað á ákveðnum tíma og svo líður ár, tíu ár eða tuttugu og allt í einu er ég kominn með nokkurn veg- inn sama atburð en ekki alveg þann sama. Þetta er það sem hugurinn ger- ir, held ég, og þá lífssjórinn,“ svarar Þorsteinn. Hann segist hafa einbeitt sér að því að láta ekki söguna stjórna lífi sínu. „Það var eitthvað sem ég hafði í huga líka og þar eru skírskotanir í mitt eig- ið líf og mína persónulegu reynslu sem maður. Auðvitað er auðvelt að setja fram heimspekilegar vangavelt- ur og segja fólki að þær eigi svo bara að ganga upp í raunverulegu lífi en mín reynsla er sú að þær geri það,“ útskýrir Þorsteinn. Ákveðnir atburð- ir úr fortíðinni verði eins og álög og leggist á heilu fjölskyldurnar en ekki bara þá sem voru persónur og leik- endur í þeim. Þorsteinn líkir þessu við genetísk álög en atburðurinn sem kemur við sögu í verkinu er banaslys. Móðurbróðir Þorsteins, Jens Krist- inn Þorsteinsson, varð fyrir her- bifreið á Kaplaskjólsvegi þar sem hann bjó, 4. desember árið 1943. Hann var þá fimm ára og er Þor- steinn skírður í höfuðið á honum, Þor- steinn Jens Vilhjálmsson. Líkt og kvikmyndahandrit Þorsteinn segir andlát Jens hafa tekið mjög á alla fjölskylduna, eins og gefur að skilja. „En hvað gerist svo?“ spyr hann og svarar því til að þá taki skáldskapurinn við í verkinu því hann hafi ekki verið á staðnum og viti ekki nákvæmlega hver atburðarásin var í kjölfar slyssins og hvað fór fólks á milli. Þá taki slippvinnan við, að sjóða saman atburði og persónur, búa til þrívíða frásögn. „Þetta er svolítið eins og kvik- myndahandrit að því leyti að það eru nokkur sögusvið og það er klippt á milli sjónarhorna, nánast eins og í bíómynd og við fylgjum eftir ákveðnum persónum. Í byrjun er þessi söguhetja, slippsstjórinn, sem virðist vera að skrifa endurminningar sínar og eiga í einhvers konar samtali við blaðamann um þær, líf sitt og starf. En svo kemur í ljós að hann er líka að nota endurminningar annarra, og þá þessarar konu, sem hann hefur komist í einhvern veginn, og er að leiðrétta þær stöðugt. Svo koma aðrir að líka eins og útfararstjórinn sem tengist þessu á einhvern hátt og síðan bein ræða konunnar úr leiðréttum dagbókum. Þannig að ég veit að frá- sagnarhátturinn er krefjandi en ef fólk sýnir smá þolinmæði held ég að þetta komi til með að renna úr slipp í lokin,“ segir Þorsteinn kíminn. Raddirnar séu nokkrar og ólíkar og í hljóðbókinni ákveðin músík sem tilheyri hverri rödd en höfundur tón- listar er tónlistar- og útvarpsmað- urinn Pétur Grétarsson. „Það er ótrúlega mikil dýpt og mikið í mús- íkinni sem bætir við hljóðheim verks- ins sem mér finnst skipta miklu máli,“ segir Þorsteinn. Að máta eigið líf við slippinn Þorsteinn segir ákveðinn leik fólg- inn í þessu marghliða verki sínu og líkir því við gamaldags tölvuleik með ólíkum borðum. „Þú þarft að finna einhverja vísbendingu til að komast áfram og það eru slíkar vísbendingar í bókinni ef fólk kýs,“ segir hann glettinn. Undir lok bókarinnar er gef- ið upp símanúmer og einfaldlega skrifað að hægt sé að hafa samband með því að hringja í það. Tilgang- urinn liggur ekki fyrir en Þorsteinn ábyrgist að alltaf verði svarað. „Ég held að tækifærið í þessu verki, fyrir þann sem er að lesa eða hlusta á það, sé að máta eigið líf inn í slippinn og sjá hvað er að gerast,“ segir hann. „Eru einhverjar spurningar sem ég þarf að spyrja mína nánustu og fá svör við eða þarf ég að spyrja sjálfan mig spurninga og fá svör við þeim? Að því leyti vona ég að þetta sé hvatn- ing og einhvers konar veganesti og næring ef fólk kýs að fara í þessa slippvinnu.“ Ljósmynd/Atli Már Hafsteinsson Hugurinn endurskrifar söguna  Slippurinn verður að sögusviði og tengingu við lífsins sjó í marghliða verki Þorsteins J., Ég skal vera ljósið  „Ég veit að frásagnarhátturinn er krefjandi,“ segir Þorsteinn um textann Í slipp Þorsteinn J. hefur sent frá sér marghliða verk, innblásið af slippn- um í Reykjavíkurhöfn þar sem myndin var tekin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.