Morgunblaðið - 21.11.2020, Side 53
MENNING 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 2020
Þetta er fallega útgefin bók,bundin í harðspjöld,prentuð á góðan pappír,myndir skýrar, mættu
sumar vera stærri. Innan á bókar-
spjöldum og á saurblöðum eru
nafnspjöld gam-
alla apóteka,
býsna lagleg sum
hver. Fyrri
helmingur ritsins
fjallar um upphaf
skipulegrar lyfja-
gerðar, lög um
lyf og lyfsölu og
þróun apóteka
allt frá 1760 til
2008. Í seinni hluta ritsins er fé-
lagsstarf lyfjafræðinga og menntun
í brennidepli. Víða er fróðleiks-
molum, frásögnum o.fl. skotið inn í
meginmál í rastagreinum og
krydda þessar greinar efnið.
Segja má að öll lyfjamál hafi um-
hverfst á sögutíma bókar, öll lyfja-
gerð var áður unnin með höndum
meira og minna heima í hverri
lyfjabúð, nú koma nær öll lyf í
miklum umbúðum frá alþjóðlegum
fyrirtækjum með skýringarseðli á
móðurmáli. Lyfjabúðir selja auk
þess alls konar aðrar vörur, bæti-
efni, umbúðir, fæðubótarefni
o.s.frv. Flestar meginbreytingar
urðu á 20. öld og ber þar hæst nýj-
ungar á borð við pensilín og upp-
götvun vítamína (25). Áður voru
jurtir uppistaðan í lyfjum, fyrirtæki
voru lítil. Nú eru gríðarlegir fjár-
munir í lyfjagerð og eftirlitsskylda
rík (27).
Björn Jónsson var fyrsti lyfsali
Íslands og apótekið hans var á
Nesi við Seltjörn þar sem hann
hafði jurtagarð (46). Það var flutt
til Reykjavíkur snemma á 19. öld.
Apótek var síðan opnað á Akureyri
1819 og í Stykkishólmi 1838 (42-4).
Bannlögin svokölluðu gengu í gildi
1915 og lögðu þá margir hart að
læknum sínum að ávísa áfengi á þá
með lyfseðli. Dæmi er um lækni
sem skrifaði 2.500 slíka seðla á ári
(53). Árið 1937 voru níu lyfsalar ut-
an Reykjavíkur dæmdir í sektir
fyrir bannlagabrot og sviptir lyf-
söluleyfi. Hæstiréttur sýknaði
mennina vegna formgalla. Áfengis-
verslun ríkisins var stofnuð 1921,
löngu áður en bannlögum var af-
létt, og var forstjóri hennar lyfja-
fræðingur. Mörkin milli áfengis og
lyfja voru mörgum hulin.
Lagagrundvöllur lyfsölunnar var
gamaldags enda reistur á tilskipun
frá 1672 og kansellibréfi frá 1796.
Eftir nokkrar atrennur tókst að
setja lög árið 1963 eftir miklar deil-
ur þar sem einkum tókust á Vil-
mundur Jónsson landlæknir og
apótekarar. Í kjölfarið hófst hér
formleg lyfjaskráning. Ný lög voru
sett 1994 sem juku mjög frelsi í
lyfsölu. Apótekum snarfjölgaði í
kjölfarið og smám saman urðu til
keðjur sem ráða mestu á markaði
þótt allmargir lyfsalar séu enn ein-
yrkjar. EES-samningarnir tóku
gildi 1994 og hafa haft áhrif hér á
lög og reglugerðir. Samhliða hafa
öflug lyfjaframleiðslufyrirtæki hasl-
að sér völl.
Lyfjafræðingafélag Íslands var
stofnað 1932, en þremur árum fyrr
höfðu apótekarar stofnað sitt félag;
þeir áttu oft í stímabraki við yfir-
völd og hafa verið öflug hagsmuna-
samtök. Lyfsala varð hins vegar
frjáls með lögunum 1994. Stéttar-
félag lyfjafræðinga var síðan stofn-
að 1985 til að fara með kjaramál
stéttarinnar. Menntun sína hlutu
lyfjafræðingar hér lengst af í apó-
tekum en urðu í framhaldinu að
sigla til Danmerkur til að ljúka
kandídatsprófi. Lyfjafræðingaskóli
Íslands starfaði 1940-1957, stofnun
hans bein afleiðing hernáms Þjóð-
verja í Danmörku. Skólinn braut-
skráði aðstoðarlyfjafræðinga og
nemendur héldu áfram að læra í
apótekum eftir sem áður en þurftu
enn að leita út fyrir landsteina til
að ljúka kandídatsprófi. Nokkrir
fóru til Bandaríkjanna meðan Dan-
mörku var lokuð, en eftir stríð
komust á hefðbundin tengsl við
danska skólann. Lyfjafræði var síð-
an kennd í H.Í. 1957-82 og
aðstoðarlyfjafræðingar braut-
skráðir. Það er síðan 1987 að sam-
þykkt var að stofna lyfjafræðideild
við HÍ og flytja námið alveg heim.
Hér hefur verið tæpt á ýmsu, en
skautað fram hjá öðru, svo sem
rekstri háskólaapóteks, baráttu
gegn bramalífselexír o.fl. Þetta er
fróðlegt yfirlitsrit um sögu lyfja-
fræði og lyfsölu í landinu, skil-
víslega vísað til heimilda og bókin
líflega skrifuð. Frásagnir ein-
staklinga af lífi og starfi í apótek-
um eru upplýsandi. Breytingarnar
sem orðið hafa á lyfsölunni eru
gagngerar. Mortel eru nú til
skrauts í lyfjabúðinni, voru áður
þörfust verkfæra.
Oft má lyf af eitri brugga
Morgunblaðið/Kristinn
Nesstofa „Björn Jónsson var fyrsti lyfsali Íslands og apótekið hans var á
Nesi við Seltjörn þar sem hann hafði jurtagarð,“ er rifjað upp í umsögn.
Sagnfræði
Þættir úr sögu lyfjafræðinnar á
Íslandi frá 1760 bbbmn
Eftir Hilmu Gunnarsdóttur.
Útgefendur: Iðunn og Lyfjafræðinga-
félag Íslands 2020. Innb., 334 bls.
SÖLVI
SVEINSSON
BÆKUR
Hingað og ekki lengrafjallar um þrjár þrettánára stúlkur, VigdísiFríðu og vinkonur henn-
ar, sem ætla sér að breyta heim-
inum. Eins og all-
ir vita sem hafa
ætlað sér í slíka
hetjuför þá koma
slíkar breytingar
ekki án blóðs,
svita og tára og
það er nákvæm-
lega það sem Vig-
dís Fríða og vin-
konur hennar
þurfa að reyna á eigin skinni. Þær
ganga jafnvel svo langt að fremja
glæp fyrir málstaðinn og úr verður
spennandi og spaugilegur söguþráð-
ur.
Málstaðurinn er dýravelferð og að
einhverju leyti umhverfisvernd.
Stelpurnar átta sig skyndilega á því
sem þær telja vera skekkju í nútíma-
samfélagi, því að mannfólk leggi sér
enn dýr til munns, og ákveða að
grípa til aðgerða þegar í stað.
Sama á hvaða skoðun lesendur
kunna að vera um dýraát þá er Hing-
að og ekki lengra sprenghlægileg og
spennandi bók sem er tilvalin fyrir
hressa krakka og unglinga sem vilja
láta sig málin varða, eða vilja jafnvel
helst bara lesa um aðra krakka sem
láta sig málin varða.
Teikningarnar í bókinni, sem eru
eftir Helgu Valdísi Árnadóttur, eru
líflegar og skemmtilegar og er hæfi-
lega mikið af þeim. Þær krydda sög-
una passlega og bæta gjarnan við
húmorinn sem bókin er smekkfull af.
Höfundum tekst sérlega vel að
gera persónur bókarinnar fjöl-
breyttar og fá ólík sjónarmið til að
mætast. Söguþráðurinn er skemmti-
legur og vel ígrundaður. Hann talar
beint inn í samtímann þar sem ungt
fólk er í auknum mæli farið að velta
fyrir sér einmitt því sem Vigdís
Fríða og félagar brenna fyrir, dýra-
velferð og framtíð jarðarinnar. For-
eldrar Vigdísar Fríðu, sem eru í
eldri kantinum, standa fyrir fortíð-
ina og hafa önnur gildi í heiðri en
stúlkurnar en bókin birtir fallega
mynd af því hvernig fortíð og fram-
tíð geta mæst í nútíð og gert mála-
miðlanir.
Höfundarnir Hildur Knútsdóttir og Þórdís Gísladóttir. Þeim tekst „vel að
gera persónur bókarinnar fjölbreyttar og fá ólík sjónarmið til að mætast“.
Að breyta
heiminum
Skáldsaga
Hingað og ekki lengra
bbbbn
Eftir Hildi Knútsdóttur og
Þórdísi Gísladóttur.
JPV, 2020. Innbundin, 137 bls.
RAGNHILDUR
ÞRASTARDÓTTIR
BÆKUR Sjónir lesenda út um heims-byggðina hafa löngumbeinst að stórmeisturumRússa í bókmenntum 19.
aldar, eins og Dostojevskí, Tolstoj
og Tsjekhov. Framúrskarandi smá-
sögur eftir þá þrjá og nokkra landa
þeirra til voru teknar saman í hinu
góða sagnasafni
Sögur frá Rúss-
landi sem kom út
fyrir þremur ár-
um, valdar og
þýddar listavel af
Áslaugu Agnars-
dóttur. Vitaskuld
blómstraði
sagnahefð áfram í
hinu víðfeðma
landi. Bylting og gríðarlegar sam-
félagsbreytingar á tuttugustu öld
skyggðu þó löngum á listsköpun
þarlendra, og bættu kröfur stjórn-
valda um að listin þjónaði ríki og
skipulagi ekki úr skák hvað áhuga
erlendis varðaði, eða dreifingu verk-
anna til dæmis vestur fyrir járntjald.
Og þær kröfur bitnuðu líka hart á
mörgum listamönnum, sem eðlilega
kusu að skapa út frá eigin hug-
myndum, óháð kröfum frá Kreml –
en liðu margir fyrir slíka afstöðu og
verkin fengust ekki birt.
Nú hefur Áslaug valið sögur í nýtt
safn, 19 smásögur sem gefa fjöl-
breytta og heillandi mynd af sov-
éskum bókmenntum allt frá byrjun
tuttugustu aldar og fram til fyrstu
áranna eftir að Sovétríkin liðuðust
sundur. Í fyrra sagnasafninu eru
sögur átta höfunda en hér eru þeir
15; ólíkir rithöfundar með marg-
breytilega nálgun og efnistök, en allt
áhugaverðar sögur enda höfund-
arnir í fremstu röð á sovéttímanum
og lýsa oft á tíðum meistaralega
daglegu lífi borgaranna, sem margir
glíma við örbirgð og sorgir en
dreymir um betra líf.
Í bókarlok er stutt og mikilvæg
samantekt þýðanda á helstu ævi-
atriðum og ferli allra höfundanna.
Þar má til að mynda sjá hvernig
sumir þeirra liðu fyrir ritskoðun og
kúgun af hálfu stjórnvalda, voru
fangelsaðir, misstu heilsu og létust
jafnvel vegna þess að þeir sinntu
þeirri köllun sinni að skrifa og segja
hug sinn. Einn höfundur á sögur í
báðum sagnasöfnunum, Teffí (1872-
1952). Eins og fleiri höfundanna
flutti hún til Frakklands og bjó þar
fjarri ættjörðinni. Eftir hana er birt
sagan „Fallöxin“, kolsvört satíra um
fjöldaaftökur, skrifuð fljótlega eftir
byltinguna. Fyrsta sagan í safninu
er hinsvegar skrifuð fyrir byltingu,
af Maksím Gorkí (1868-1936), áhrifa-
rík saga um miskunnarleysið í
mannlegu eðli þar sem segir af körl-
um sem vinna í dimmum kjallara og
hvernig afstaða þeirra til ungrar
konu, sem þeir í upphafi dá, breytist.
Fyrr á árinu kom út merkilegt
safn örsagna eftir Daníil Kharms
(1905-1942), Gamlar konur detta út
um glugga, sem Áslaug þýddi ásamt
Óskari Árna Óskarssyni. Hér er enn
ein hrífandi absúrdsaga höfundarins
(sem svalt í hel á geðsjúkrahúsi á
stríðsárunum), um ofbeldi og upp-
nám innan veggja heimilis. Saga
Ísaaks Babels (1894-1940) í safninu
er einnig listavel skrifuð og grimm,
eins og örlög hans – tekinn af lífi eft-
ir að hafa lent á alræmdum svörtum
lista Bería árið 1940.
„Heimkoman“ eftir Andrej Plat-
onov (1899-1951) er raunsæisleg,
tregafull og rómuð frásögn af her-
manni sem snýr heim eftir að hafa
verið í burtu frá fjölskyldunni öll
stríðsárin. En þegar kemur að sög-
unum sem fjalla um veruleika dag-
legs lífs á seinni hluta 20. aldar verð-
ir írónían oft sterkari og þungi
ádeilunnar meiri en í hinum eldri, en
mannskilningurinn og innsæið í eðli
fólks áfram áhrifaríkt. Gott dæmi
um það eru sögur Ljúdmílu Petrús-
hevskaja (f. 1938) og Ljúdmílu Úlíts-
kaja (f. 1943) sem sýna vel hvað sam-
tímahöfundar í Rússlandi skrifa enn
fínar smásögur. Og ein allra besta
sagan er „Á gylltri verönd“ eftir
Tatjönu Tolstaja (f. 1951); draum-
kennd og knöpp frásögn af brösóttu
sambýli ættingja, listavel sviðsett og
tímasett, og áhrifarík.
Áslaug er afar snjall þýðandi.
Hver saga hefur sína rödd, sinn stíl,
og safnið er um leið einstaklega
heildstætt. Hér sannast enn og aftur
hversu mikilvægar góðar þýðingar
eins og þessar eru heilbrigðu og
blómlegu bókmenntalífi.
Heildstætt og afar
áhrifaríkt sagnasafn
Áslaug
Agnarsdóttir
Maksím
Gorkí
Daníil
Kharms
Ísaak
Babel
Tatjana
Tolstaja
Ljúdmíla
Úlítskaja
Smásögur
Sögur frá Sovétríkjunum bbbbb
Smásögur eftir Maksím Gorkí, Teffí,
Míkhaíl Zostsjenko, Daníil Kharms,
Ísaak Babel, Andrej Platonov, Alexander
Solzhenítsyn, Andrej Bítov, Júrí Kaza-
kov, Gajto Gadzanov, Varlam Shalamov,
Viktoríu Tokareva, Tatjana Tolstaja,
Ljúdmílu Petrúshevskaja og Ljúdmílu
Úlítskaja.
Áslaug Agnarsdóttir valdi sögurnar,
þýddi og skrifar um höfundana.
Ugla, 2020. Innbundin, 240 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR