Morgunblaðið - 23.11.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2020
Missið ekki af áhugaverðum þætti um sögu og starfsemi
Framtakssjóðsins og viðtölum við stjórnarformann,
fyrrv. framkvæmdastjóra, seðlabankastjóra og
bankastjóra Landsbankans.
Hringbraut næst á rásum
7 (Síminn) og 25 (Vodafone)
ATVINNULÍFIÐ ÁdagskráHringbrautar
í kvöld kl. 20.00
• 16 lífeyrissjóðir lögðu fram 43milljarðar króna stofnframlag sem fór í arðbærar fjárfestingar
• Einn mikilvægasti björgunarpakki í íslenskri viðskiptasögu
• Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri skrifaði bókina Framtak við endurreisn
• Landsbankinn seldi eignasafn fyrirtækja semvoru í vanda stödd en flest náðu sér á strik
Framtak við endurreisn
eftir fjármálahrunið
Heimsókn til Framtakssjóðs sem starfaði á árunum 2010-2020 í
þættinum Atvinnulífið sem er á dagskráHringbrautar kl. 20.00 í kvöld
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
„Íþróttafélögin eru algjörir gim-
steinar og við erum mjög stolt af
þeim. Það var aldrei að fara að ger-
ast á okkar vakt að við myndum
ekki styðja við þau. Öll ríkisstjórnin
er sammála um það,“ segir Lilja Al-
freðsdóttir, mennta- og menningar-
málaráðherra.
Hún segir að Co-
vid-áætlun
stjórnvalda
gangi út á að
gera meira frek-
ar en minna. „Við
erum að nota
góða stöðu ríkis-
sjóðs til þess að
koma okkur í
gegnum þetta,“
segir Lilja.
Mun hún ásamt Ásmundir Einari
Daðasyni, félags- og barnamálaráð-
herra, á næstunni kynna aðgerðir
um styrkveitingar til íþrótta- og
æskulýðsstarfs í landinu. Munu
styrkveitingarnar vera í formi
launa-, rekstrar- og tekjufalls-
styrkja. Gera má ráð fyrir því að
heildarupphæð styrkja nemi allt að
tveimur milljörðum króna.
Þá er ótalinn tæpur milljarður
króna sem ríkisstjórnin veitti til frí-
stundastyrkja sem til þessa hafa al-
farið verið á könnu sveitarfélaga.
„Við höfum alla burði til að ná utan
um þennan vanda sem hefur komið
upp innan íþróttahreyfingarinnar,“
segir Lilja. Vísar hún til þess hve
staða ríkissjóðs sé góð og það gefi
það svigrúm sem þurfi til þess að
geta farið í aðgerðir af þessu tagi.
Halda starfseminni gangandi
Hún segir að meðal annars sé með
þessari styrkveitingu komið til móts
þá sem hafa orðið af tekjum vegna
þess að æfingagjöld féllu niður í kjöl-
far þess að æfingar barna og ung-
linga voru bannaðar, sem hluti af
sóttvarnaaðgerðum yfirvalda. „Við
eru passa upp á það að við náum að
halda starfsemi íþróttafélaganna
gangandi þrátt fyrir sóttvarnaráð-
stafanir og þá þurfum við að styðja
svona við bakið á þeim,“ segir Lilja.
Fremst á meðal jafningja
Hún segir að íþróttahreyfingin
hafi kallað eftir þessu framlagi.
„Þetta eru stærstu heildarsamtök á
landinu og iðkendur eru nærri 100
þúsund. Við erum að gera rosalega
vel á Íslandi með þessu skipulagða
íþróttastarfi okkar. Ég vil meina að
við séum fremst á meðal jafningja á
Norðurlöndunum hvað það varðar,“
segir Lilja og nefnir þau mannvirki
sem byggð hafa verið upp máli sínu
til stuðnings. „Þess vegna tel ég það
skyldu mína sem íþróttamálaráð-
herra að styðja við hreyfinguna
með þessum hætti. Samhliða að sjá
til þess að það sé ekkert barn sem
geti ekki stundað skipulagt íþrótta-
starf í kjölfar Covid,“ segir Lilja.
Íþróttafélögin eru „gimsteinar“
Menntamálaráðherra segir að ekki hafi komið til greina að styðja ekki íþrótta-
félög Styrkveitingin til marks um skyldu hennar sem íþróttamálaráðherra
Morgunblaðið/Kristinn
Fimleikar Styrkveitingarnar eru hugsaðar til stuðnings við íþróttafélögin í landinu. Gera má ráð fyrir allt að
tveggja milljarða króna framlagi frá ríkinu til málaflokksins. Styrkveitingin nær til launa, reksturs og tekjufalls.
Lilja
Alfreðsdóttir
Dagur B. Egg-
ertsson, borg-
arstjóri Reykja-
víkur, segir
mikilvægt að Ís-
lendingar séu
stoltir af árangri
sínum í við-
brögðum við
kórónuveiru-
faraldrinum og
nýta þurfi hvert
tækifæri til að tala máli Íslands á al-
þjóðavettvangi. „Það er verðmætt
og mun skila sér margfalt og á
margvíslegan hátt þegar við komum
út úr kófinu,“ segir hann, í tilefni af
gagnrýni sem komið hefur fram í
kjölfar myndbands frá fréttastof-
unni Bloomberg.
„Læknisfræðimenntun Dags B.
Eggertssonar, borgarstjóra í
Reykjavík, hefur nýst vel í við-
brögðum borgarinnar við kórónu-
veirufaraldrinum,“ sagði Mike Blo-
omberg, stofnandi fréttastofunnar, í
myndskeiðinu.
„Við fórum að undirbúa okkur
fyrr en flestir aðrir. Strax í lok jan-
úar lýstu almannavarnir ríkisins yfir
óvissustigi á Íslandi vegna veir-
unnar. Í kjölfarið hafi neyðarstjórn
sveitarfélaganna hafið að uppfæra
viðbragðsáætlanir til að geta brugð-
ist við um leið og fyrstu smit greind-
ust.
veronika@mbl.is
Borgin hafi
brugðist
hratt við
Myndband Bloom-
berg vakti gagnrýni
Dagur B.
Eggertsson