Morgunblaðið - 23.11.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.11.2020, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2020 Góð þjónusta í tæpa öld 10%afslátturfyrir 67 ára og eldri samfélaginu og hefur stundað rannsóknir út um allan heim, í Leipzig, París, Göttingen, Münch- en, Róm, Princeton, Kaupmanna- höfn, Hamborg, Marseille, Singa- púr og Grenoble. Hann er höfundur að á annað hundrað vís- indaritgerða og bóka á ýmsum sviðum kennilegrar eðlisfræði, einkum um skammtasviðsfræði, varmafræði og skammtafræði fjöl- eindakerfa, og hefur hlotið marg- víslegar viðurkenningar fyrir störf sín í þágu vísinda. Fjölskylda Eiginkona Jakobs er Guðrún Kvaran, f. 21.7. 1943, prófessor em- eritus í íslenskum fræðum, lengi starfsmaður og síðar forstöðumað- ur Orðabókar HÍ. Foreldrar henn- ar eru Böðvar Kvaran, fulltrúi í Reykjavík, f. 17.3. 1919, d. 16.9. 2002 og Guðrún Kvaran húsfrú, f. 15.3. 1921, d. 15.3. 2008. Börn Jak- obs og Guðrúnar eru 1) Böðvar Yngvi, f. 12.2. 1977, heimspekingur og listamaður í Reykjavík. Sam- býliskona a) Marta Guðrún Jó- hannesdóttir, kennari og skóla- stjóri, f. 1978; þau slitu sambúð, b) Kristín Lilja Gunnsteinsdóttir mód- el, f. 1990, d. 14. júlí 2020. 2) Stein- unn Helga, f. 26. apríl 1981, kynn- ingarstjóri UNICEF á Íslandi, Reykjavík. Sambýlismaður Andri Már Arnlaugsson, f. 1982, málari. Barnabörn: 1) Einar Hugi Böðv- arsson, f. 9.8. 1999, nemandi í Listaháskóla Íslands; 2) Ylfa Björk Andradóttir, f. 27.8. 2019. Systir Jakobs er Helga Björg Yngvadótt- ir, f. 6.7. 1943, áður kennari á Ak- ureyri, nú búsett í Reykjavík. Foreldrar Jakobs eru Yngvi Pálsson, f. 24.5. 1909, d. 2.7. 1980, fulltrúi í Reykjavík, og eiginkona hans Katrín J. Smári, f. 22.7. 1911, d. 13.1. 2010, kennari, varaþing- maður og læknaritari í Reykjavík. Jakob Yngvason Björg Sigurðardóttir húsfreyja í Álfsnesi, síðar í Reykjavík Þorkell Ingjaldsson bóndi í Álfsnesi á Kjalarnesi Helga Þ. Smári kjólameistari, Reykjavík Jakob Jóh. Smári máfræðingur, kennari og skáld, Reykjavík Katrín J. Smári kennari, varaþingmaður, læknaritari, Reykjavík Steinunn Jakobsdóttir húsfreyja á Sauðafelli, síðar í Reykjavík Jóhannes Lárus Lynge Jóhannesson prestur á Kvennabrekku og málfræðingur, síðar í Reykjavík Kristín Ólafsdóttir húsfreyja á Hyrningsstöðum í Reykhólasveit Pétur Pétursson bóndi á Hyrningsstöðum í Reykhólasveit Björg Pétursdóttir ljósmóðir í Flatey á Breiðafirði, síðar í Reykjavík Páll Andrés Sigurður Nikulásson verslunarmaður í Flatey á Breiðafirði, síðar í Reykjavík Anna Sigríður Pálsdóttir vinnukona, A.-Húnavatnssýslu Nikulás Guðmundsson vinnumaður A.-Húnavatnssýslu Úr frændgarði Jakobs Yngvasonar Yngvi Pálsson fulltrúi, Reykjavík „ÉG ANDMÆLI - ÁSAKANIRNAR ERU SETTAR FRAM AF HÖFUÐLAUSUM HULDUHER.” „HÉR STENDUR AÐ ÞÚ EIGIR ÞAÐ TIL AÐ VERA OF UNDIRGEFINN.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að fá sér sneið af heimabökuðu kökunni hennar. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG ELSKA ÞAÐ ÞEGAR JÓN SEFUR HANN ER SVO FRIÐSÆLL… OG VARNARLAUS SKIPIÐ ÞITT ER TILBÚIÐ! ÉG LÆT ÞIG FÁ TÓLF BJÖRGUNARVESTI Í KAUPBÆTI ÞVÍ ÞAÐ ER ALDREI AÐ VITA! ALDREI AÐ VITA HVAÐ? ÞAÐ ER ERFITT AÐ META ÞAÐ HVORT NÝI GAURINN VITI HVAÐ HANN ER AÐ GERA! SLIPPUR Góður er hver genginn. Í Blöndusegir svo: „Af því að margt ófrægilegt hafði verið sagt og ort um Magnús konferensráð (Steph- ensen, 1762-1833) í hans lifanda lífi, þá voru, þegar lofsamleg erfiljóð tóku að berast eptir hann dáinn, gerðar þessar vísur: Fyrst menn létu hann lífs um bil líkjast döfli snauðum, gera munu þeir, get ég til, guð úr honum dauðum. Löstunum á oss logið er lífs á meðan varir töf, en dygðunum, þegar dánir vér dysjaðir hvílum lágt í gröf.“ Torfi stúdent Eggerts (d. 1836) orti líklega þegar hann var að læra undir skóla í Odda: Vestra dalir, fjara fjöll, fljót, grös, klettar, steinar gleði veita hugar höll, hér sem austrið meinar. Sigluvíkur-Sveinn var dóttur- sonur Árna Eyjafjarðarskálds. Hann var einn af liprustu hagyrð- ingum í Eyjafirði á síðari hluta 19. aldar og kastaði oft fram gaman- vísum: Það er ætíð meining mín mestan bæti trega brúður mæt og brennivín brúkað gætilega. Hann var spurður um efnahag sinn: Ekki bíður svarið Sveins, síst eru hagir duldir. Ég á ekki neitt til neins nema börn og skuldir. Ein beinakerlingarvísa sakar ekki: Kerling ein á kletti sat Kötlusands á stræti, vísað mönnum veginn gat var þó kyrr í sæti. Helgi R. Einarsson yrkir „Ábótin (n): „Ábótin er til bóta, iðrumst en fyrst er að njóta,“ kvað ábótinn aldni, ástríðuhaldni og færði sig því næst til fóta. Hér koma hestavísur. Stefán frá Hvítadal orti: Gráni fljót og geymi sig, gráni rót og fylli, gráni hótin – gleðji þig Grána fótasnilli. Óvíst um höfund: Mesta gull í myrkri og ám mjúkt á lullar grundum. Einatt sullast eg á Glám og hálffullur stundum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Sitthvað gamalt og nýtt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.