Morgunblaðið - 23.11.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.11.2020, Blaðsíða 6
Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum á föstudag að greiða umsækjendum um alþjóðlega vernd viðbót við fast- ar framfærslugreiðslur í desember. Greiðslan nemur 10 þúsund krón- um fyrir fullorðinn einstakling og 5 þúsund krónum fyrir barn. Þetta kemur fram á vef Stjórnar- ráðsins. Samkvæmt reglugerð um útlend- inga er gert ráð fyrir 8.000 krónum í fæðispeninga á viku fyrir ein- staklinga, 13.000 krónum fyrir hjón eða sambúðarfólk og 5.000 krónum fyrir barn, þó aldrei meira en 28.000 krónum fyrir hverja fjöl- skyldu. Þessu til viðbótar eiga umsækj- endur rétt á vikulegum greiðslum eftir fjögurra vikna dvöl hér á landi sem nema 2.700 krónum fyrir full- orðinn og 1.000 krónum fyrir barn. Gert er ráð fyrir að greiðslan komi af ráðstöfunarfé ríkisstjórn- arinnar og má gera ráð fyrir að heildarkostnaður verði um 4,5 milljónir miðað við fjölda umsækj- enda 13. nóvember. Umsækjendur fá desemberviðbót 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2020 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Þegar ég hóf kennaraferilinn varð mér ljóst að tækin sem notuð var innan skólanna var ólík því sem nemendur höfðu utan þeirra. Þetta bil þurfti að minnka svo nám innan og utan skóla væri á svip- uðum stað. Efling upplýs- ingatækni var því lykilatriði,“ seg- ir Ingvi Hrannar Ómarsson grunnskólakennari og kennslu- ráðgjafi í Skagafirði. „Margir telja að inntak skóla- starfs séu fjórir veggir, einn kenn- ari og svo nemendur, ferköntuð borð og stólar, alls tuttugu af hverju. Þetta er breytt. Skólar færa sig æ meira í átt að teym- iskennslu þar sem kennarar bera sameiginlega ábyrgð á námshópi. Í samtali verður starfsþróun. Þeg- ar þú fylgist með öðrum kenn- urum og lærir af þeim gerast góð- ir hlutir.“ Ótæmandi lindir þekkingar og upplýsinga Á dögunum veitti forseti Ís- lands Íslensku menntaverðlaunin sem eru í fjórum flokkum. Einn þeirra eru hvatningarverðlaun sem að þessu sinni komu í hlut Ingva Hrannars og Utís-hópsins; lærdómssamfélags brautryðjenda í kennsluháttum þar sem miðlun framsækinna hugmynda og upp- lýsingatækni eru í aðalhlutverki Utís-hópinn mynda kennarar sem Ingvi Hrannar segir ein- hverja þó mögnuðustu á landinu. Sköpunargleði, kraftur, og sam- vinna séu í fyrirrúmi starfs, sem byggist á samtölum og skoð- anaskiptum í hinum stafræna heimi. Ráðstefnur í raunheimum hafa svo haldnar allt frá árinu 2015 á Sauðárkróki að und- anskildu því að í ár mættist fólk á netinu. „Aukin samvinna innan og á milli skóla hefur gjörbreytt starfs- umhverfi kennara. Fólk í stéttinni er margt orðið svo óhrætt við að deila reynslu sinni, þekkingu og viðhorfum og slíkt leiðir af sér áhugaverða framþróun. Þá hafa kórónaveiran og yfirstandandi ástand breytt ýmsum viðhorfum,“ segir Ingvi Hrannar og heldur áfram. „Af veirunni höfum við séð hvað samskipti augliti til auglitis eru mikilvægt og hvað skólar eru mikilvægir félagseiningar í hverju samfélagi. Starfið snýst um miklu meira en að börn læri á bókina og til þess að allt gangi upp nú á tölvuöld þarf að beita upplýs- ingatækni. Að breyta kennsluhátt- um og innleiða tækni var ekki gert til þess að undirbúa vegna heims- heimsóknir og upplifa vonandi tengsl en ekki einangrun í starfi.“ Í Skagafirði eru grunnskólar á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð. Áherslur í upplýsinga- tæknimálum skólanna breyttust um 2014 þegar ákveðið var að endurskoða málin. Eitt skólasamfélag „Sveitarfélagið og samfélagið allt hefur tekið forystu skólaþró- un og í upplýsingatæknimálum á landsvísu,“ segir Ingvi Hrannar. „Stóra breytingin er samt sú að með tækni nútímans er auðveld- ara fyrir fólk að miðla sín á milli upplýsingum og viðhorfum sem skila þekkingu, reynslu og tengslum. Loksins nú er hægt að tala um eitt skólasamfélag á Ís- landi og að tilheyra því eru for- réttindi. Íslenskir kennarar og skólastjórnendur eru stór- stjörnur; árangur og framþróun í starfinu leyfir slíka einkunagjöf.“ faldurs heldur til að undirbúa nemendur fyrir framtíð þeirra en ekki fortíð hinna fullorðnu. Á net- inu eru ótæmandi lindir þekk- ingar og upplýsinga, en það er ekki sama hvernig við nálgumst slíkar uppsprettur. Að kenna slíkt er hlutverk skóla.“ Tæknin hjálpar í faraldri Ingvi Hrannar segir að í skól- um þar sem upplýsingatækni er virkur þáttur í starfinu hafi reynst mun auðveldara en annars staðar að halda starfi áfram í heimsfar- aldri. „Ég tala vissulega fyrir teymiskennslu, samvinnu innan og á milli skóla og aukinni tækni- notkun. Fyrir þessu er mikill áhugi meðal kennara sem deila og miðla reynslu, aðstoða, hringja og senda skilaboð sín á milli, fara í Fékk hvatningu Íslensku menntaverðlaunanna fyrir nýjungar í skólastarfi í Skagafirði Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skólamaður Undirbúa nemendur fyrir þeirra framtíð en ekki fortíð hinna fullorðnu, segir Ingvi Hrannar Ómarsson hér í viðtalinu. Kennarar eru stórstjörnur  Ingvi Hrannar Ómarsson er fæddur árið 1986. Hann út- skrifaðist sem grunnskóla- kennari árið 2010 og hóf það sama ár störf sem kennari við Árskóla á Sauðárkróki, sem er heimabær hans. Hann aflaði sér síðar meistaragráðu í kennslufræðum, hönnun og tækninotkun frá Stanford- háskóla í Bandaríkjunum með hæstu einkunn.  Nú starfar Ingvi Hrannar sem kennsluráðgjafi í skólaþróun, við nýsköpun og upplýsingatækni hjá Sveitarfé- laginu Skagafirði og þjónar öll- um þremur grunnskólunum á svæðinu. Hver er hann? Landsbankinn hf. býður til sölu, í heild eða að hluta, allt að 12,1% eign- arhlut í Stoðum hf. Stoðir hf. er fjárfestingarfélag í meirihlutaeigu einkafjárfesta. Söluferlið fer fram í samræmi við stefnu Landsbankans um sölu eigna og er öllum opið sem uppfylla skilyrði um að teljast hæfir fjárfestar. Áhugasamir fjárfestar geta haft samband við Fyrirtækjaráðgjöf Lands- bankans með því að senda tölvupóst á netfangið soluferli@landsbank- inn.is. Þá má nálgast trúnaðaryfirlýsingu, eyðublað vegna hæfismats og tilboðsskilmála á vef bankans, www.landsbankinn.is. Fjárfestar sem undirritað hafa trúnaðaryfirlýsingu og uppfylla hæfis- skilyrði fyrir þátttöku í söluferlinu fá afhent kynningargögn um Stoðir hf. og gera tilboð á grundvelli þeirra. Eingöngu verður tekið við til- boðum á sérstöku tilboðsformi og samkvæmt þeim skilmálum sem þar koma fram. Tilboðsformið má nálgast hjá umsjónaraðila söluferlisins, Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans. Tilboðsfrestur er til kl. 17.00, þriðjudaginn 8. desember 2020. Opið söluferli á eignarhlut Landsbankans í Stoðum „Þetta var oft fjör. Ég lék meira við systkinabörnin en systkinin. Börnin þeirra eru á sama aldri og ég og voru meira hjá mömmu og pabba,“ segir Sigþrúður Jónasdóttir sem er yngst sextán barna Jónasar Ólafs- sonar og Sigríðar Gústafsdóttur frá Kjóastöðum í Biskupstungum. Í dag fagnar Þórey Jónasdóttir 74 ára afmæli og ná systkinin sam- tals árafjöldanum 1.100, en í sept- ember 2014 urðu þau samanlagt þúsund ára gömul. Yngst er Sig- þrúður, 54 ára og elst er Sigríður, sem fæddist árið 1941 og er orðin 79 ára. „Eins og mamma segir þá voru aðrir tímar og aðrar kröfur þá, þess vegna gekk þetta. Ég á tvær stelp- ur,“ segir Sigþrúður. Nokkrir íslenskir systkinahópar hafa náð svipuðum aldri og Kjóa- staðafólkið og jafnvel komist yfir þúsund árin en tímamót sem þessi eru eigi að síður sjaldgæf. Systkinin hafa haldið hópinn ágætlega og hitt- ast reglulega. Eiga systkinin það sameiginlegt að vera glaðlynd og vinnusöm – systurnar eru almennt góðar í höndunum og prjónar og saumaskapur liggur vel fyrir þeim. Bræðurnir eru hins vegar miklir hagleiksmenn og hafa margir hverj- ir verið í allskyns verkamannavinnu. Ljósmynd/Aðsend Systkinin Kjóastaðasystkinin eru 1.100 ára gömul samtals í dag. Kjóastaðasystkinin ná 1.100 ára aldri  Sextán systkini ná samanlagt 1.100 ár- um í dag  Þórey fagnar 75 ára afmæli Jarðskjálfti að stærð 3,1 varð austarlega í Kötluöskjunni klukk- an átta mínútur yfir ellefu í gær- morgun. Að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands hafði engin skjálftavirkni mælst í kjölfarið í gær. Þá er enginn gosórói á ná- lægum svæðum. Jarðskjálfti fannst í Kötluöskjunni Morgunblaðið/RAX Mýrdalsjökull Jarðskjálfti að stærð 3,1 fannst í Kötlu í gær, en enginn gosórói.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.