Morgunblaðið - 23.11.2020, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.11.2020, Blaðsíða 21
upp. Hann hélt sér vel við fag- lega, og til stóð að Jón einbeitti sér enn meira að faglegri þróun, miðlun þekkingar og ráðgjöf á efri árum starfsævinnar. Af því getur því miður ekki orðið. Fyrir hönd EFLU verkfræði- stofu vil ég þakka frábæra sam- leið með Jóni Vilhjálmssyni, og votta Jóhönnu Rósu, eiginkonu Jóns, Vilhjálmi syni þeirra, þeim Svavari og Ernu Dís stjúpbörn- um Jóns og börnum Jóhönnu Rósu og öðrum aðstandendum innilega samúð. Megi minningin um góðan dreng lifa. Guðmundur Þorbjörnsson. Það var snemma á níunda ára- tugnum sem leiðir okkar Jóns Vilhjálmssonar lágu saman í starfshópi raforkufyrirtækja, Jón þá nýkominn úr framhalds- námi í Bandaríkjunum og starfs- maður Orkustofnunar og ég starfandi á Landsvirkjun. Á næstu árum var samstarf okkar mikið og kom þá vel í ljós hæfi- leiki Jóns til að vinna skipulega að lausn flókinna verkefna. Svo fór að við stofnuðum saman Verkfræðistofuna Afl árið 1987 og ári síðar bættist Júlíus Karls- son í hópinn. Við þrír rákum saman fyrirtækið um 20 ára skeið, en tókum þá þátt í stofnun Eflu ásamt fleiri verkfræðistof- um. Jón sinnti margvíslegum verkefnum fyrir orkufyrirtæki og ráðuneyti og var eftirsóttur ráðgjafi og fyrirlesari. Hann lagði grundvöll að vandaðri gerð orkuspáa fyrir Ísland, skipulagði söfnun og tölfræðilega úrvinnslu á truflunum í raforkukerfinu og aðstoðaði rafveitur við gjald- skrárgerð svo nokkur dæmi séu nefnd. Þá vann hann mikið fyrir iðnaðarráðuneytið við greiningu á smásöluverði raforku og nið- urgreiðslum þess. Jón sinnti ekki aðeins verk- efnum á orkusviði, heldur stýrði hann einnig hugbúnaðardeild verkfræðistofunnar þar sem sinnt var fjölbreytilegum verk- efnum, einkum á sviði gagna- grunna. Stærsta verkefni á því sviði var skipulagning gagna- grunnskerfis öldrunarrannsókna fyrir Hjartavernd, en rannsókn- in var samstarfsverkefni Hjarta- verndar og bandaríska heilbrigð- isráðuneytisins. Í því verkefni þurfti að uppfylla strangar kröf- ur bandaríska ráðuneytisins og stóðst vinna Jóns þær með prýði. Aldrei bar neinn skugga á samstarf okkar Jóns og við gát- um rökrætt um málefni á fagleg- um grunni. Starfsvettvangur okkar var að mörgu leyti ólíkur, en skaraðist þó að nokkru. Oft unnum við hvor fyrir sitt fyrir- tækið sem höfðu ólíka hagsmuni og það kom fyrir að við vorum beðnir að kíkja yfir Kínamúrinn á milli okkar og reyna að finna lausn á ágreiningsefnum þeirra. Jón var fjármálastjóri Afls frá upphafi og sinnti því með stakri prýði eins og öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Honum var annt um starfsmenn stofunnar og reyndist þeim vel ef eitthvað bjátaði á. Fljótlega eftir að við stofnuð- um verkfræðistofuna kom Rósa eiginkona hans til sögunnar og var það til að auka samveru- stundir okkar þriggja eigenda ásamt mökum. Hægt er að minn- ast margra góðra stunda yfir mat og drykk og ferðalaga inn- an- og utanlands með starfs- mönnum og mökum þeirra. Jón hafði stundað laxveiði frá unga aldri með föður sínum og var góður veiðimaður. Um nokk- urra ára skeið veiddi hann í Hít- ará í góðum hópi félaga sem unnu í orkugeiranum, sem minn- ast hans nú sem góðs félaga. Jón var mikill fjölskyldumað- ur og umhyggja hans fyrir börn- unum greinileg. Hann starfaði mikið í barna- og unglingastarfi Fylkis þar sem Vilhjálmur æfði knattspyrnu frá unga aldri. Í dag kveðjum við Jón vin okkar hinstu kveðju og segjum að þar hafi drengur góður farið allt of snemma. Við sendum Rósu, Vilhjálmi, Svavari, Ernu Dís, tengdabörnum og barna- börnum innilegar samúðarkveðj- ur. Jón Bergmundsson og Þórunn Ingimundardóttir. Kæri vinur, það voru ekki góðar fréttir sem þú færðir okkur fyrir ári um að þú hefðir greinst með krabbamein. Eftir aðgerð kom í ljós að meinið var dreifðara og við tók erfið og krefjandi með- ferð. En eins og venjulega varst þú bjartsýnn og staðfastur og tókst á við þessa baráttu með það að leiðarljósi að hafa betur. Því miður var meinið of langt gengið þegar hér var komið. Þrátt fyrir það áttum við ekki von á að baráttan yrði svona stutt. Ég naut þess að hafa haft þig sem vin frá því í landsprófi í Laugalækjarskóla og þar til yfir lauk. Við fórum saman í eðlisfræði- deild Menntaskólans við Tjörn- ina. Þar komu vel í ljós helstu mannkostir þínir, dugnaður, staðfesta, iðni, einbeiting og viss- an hvert þú ætlaðir í lífinu. Stefnan var sett á raunvísindi og þú lagðir þig fram og uppskarst eins og til var sáð. Varðst síðar einn af okkar helstu sérfræðing- um í orkumálum. Þú varst hlé- drægur og lést ekki mikið fyrir þér fara en traustur vinur varstu. Við vinirnir héldum tengslum eftir menntaskóla, þú í raf- magnsverkfræði og ég í bygg- ingarverkfræði. Minnist ég þess er við um helgar sátum í her- berbergi þínu í Skildinganesinu að leysa lífsins gátur undir co- untry-tónlist áður en haldið var í Sigtún eða Óðal. Oftar en ekki kom það í hlut föður þíns að keyra okkur þangað. Country- tónlist var þín tónlist og þú sökktir þér niður í hana eins og síðar þegar þú hófst að stunda götuhlaup. Ekkert var gert með hálfkáki. Þegar háskólanámi lauk fórum við í skemmtiferð til Mallorka, þar sem margt var brallað og góðar minningar lifa. Minnisstætt er líka þegar þú komst til okkar hjóna þegar ég var í framhaldsnámi í Colorado og ferðaðist með okkur um vest- ur-miðríki Bandaríkjanna. Heppnin var með þér þegar þú kynntist Rósu sem vann með þér á Orkustofnun og hugir ykkar náðu saman. Með Rósu fékkstu tvö yndisleg börn, þau Ernu Dís og Svavar. Síðar kom Vilhjálmur sem varð augasteinn ykkar hjóna. Eftir að við kynntumst eiginkon- um okkar hefur vinátta okkar tekið nýtt flug. Við höfum ferðast saman eins og til Ítalíu á skíði og líklega ein besta ferð okkar er ævintýra- ferðin til Peking. Gott var að koma í matarboð í Árbæinn en þar voru ævinlega miklar kræsingar á borðum og góð vín með. Lengi verður hægt að njóta minninganna af góðum kynnum og skemmtilegum sam- verustundum með þér og síðar ykkur Rósu. Við brosum þegar við hugsum til nýárskvölds á Borginni og Food & Fun sem við höfum farið nokkrum sinnum á saman og notið framandi rétta. Það er með söknuði sem við kveðjum þig, góði og trausti vin- ur sem fórst frá okkur alltof fljótt. Við munum ylja okkur við ljúfar minningar. Elsku Rósa, Vilhjálmur, Svavar, Erna Dís, Valur og barnabörn, blessun ykkur til handa. Guð blessi minningu þína. Tryggvi og Inga. ✝ Eggert Þor-steinsson pípu- lagningamaður fæddist á Akureyri 26. nóvember 1938. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Skógarbæ fimmtu- daginn 12. nóv- ember 2020. Foreldrar hans voru Þorsteinn Stefánsson húsa- smiður frá Nýjabæ í Keldu- hverfi, f. 4. nóvember 1902, d. 28. október 1964, og Óla Guðný Sigríður Sveinsdóttir húsmóðir frá Naustahvammi í Norðfirði, f. 27. ágúst 1906, d. 9. júní 1994. Systkini Eggerts eru: 1) Stef- án, f. 14. janúar 1928, d. 3. júní 2001; 2) Erna, f. 21. desember 1929, d. 13. október 1980; 3) Sveinn Ingvi, f. 22. febrúar 1931, d. 26. október 2007; 4) Ingibjörg, f. 30. ágúst 1932, d. 19. janúar 2002; Þráinn, f. 19. nóvember 1935 og Bergþóra, f. 17. ágúst 1949. Eggert fæddist á Akureyri en ólst upp í Neskaupstað. Hann fluttist til Keflavíkur ásamt for- 12. mars 1968 og Kristínar Pét- ursdóttur, f. 30. ágúst 1905, d. 14. ágúst 1977. Börn Eggerts og Birnu eru: 1) Kristín, f. 1963, gift Ölveri Thorstensen. Sonur þeirra er Olivert Andreas, f. 1998. Dóttir Kristínar er Hrafn- hildur Ýr Þrastardóttir, f. 1983. 2) Linda Hrönn, f. 1964, gift Guðmundi Erni Guðmundssyni. Synir hennar eru Ragnar Eldur Linduson, f. 1989 og Aron Þór Hermannsson, f. 1991. 3) Þor- steinn Freyr, f. 1966, kvæntur Önnu Dagbjörtu Hermanns- dóttur. Börn hans eru Andri Már, f. 1991, Rebekka Rut, f. 2007 og Karlotta Ósk, f. 2009. 4) Óla Björk, f. 1969, gift Hólmari Ástvaldssyni. Börn þeirra eru Orri Þór, f. 1994 og Birna Hrund, f. 1995. 5) Edda Birna, f. 1972, gift Þresti Sigurjónssyni. Börn þeirra eru Ísabella Mjöll, f. 2001, Ísak Máni, f. 2003, og Ísa- dóra Myrra, f. 2008. Fyrsta barnabarn Eggerts og Birnu, Hrafnhildur Ýr Þrastardóttir, f. 1983, ólst að mestu upp á heimili afa síns og ömmu. Útför Eggerts fer fram frá Grafarvogskirkju í dag kl. 13, að viðstöddum nánustu aðstand- endum. Athöfninni verður streymt. Stytt slóð á streymið er: https://tinyurl.com/yynnbbd6/. Virkan hlekk á streymið má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat/. eldrum og systk- inum á unglings- aldri þar sem hann vann með föður sín- um við uppbygg- ingu Keflavík- urflugvallar. Hann starfaði um tíma sem aðstoðar- kokkur á Vellinum. Fjölskylda Egg- erts flutti svo til Reykjavíkur og settust þau að í Heiði í Blesu- gróf. Um tíma var Eggert kokk- ur á Tungufossi en mestalla starfsævi sína var hann sjálf- stætt starfandi pípulagninga- maður. Eggert átti sitt fyrsta barn, Þórhildi, árið 1958 með Ástu Gústafsdóttur. Ástu og honum var vel til vina allt til æviloka. Þórhildur er gift Ársæli Sigur- þórssyni. Dóttir þeirra er Rakel Ársælsdóttir, f. 1978. Þann 1. desember 1963 kvæntist Eggert eftirlifandi konu sinni, Birnu Bjarneyju Kristinsdóttur, fædd 13. september 1943. Hún er dóttir Kristins Guðfinns Péturs- sonar, f. 28. september 1898, d. Elsku Eddi minn, með þessu fallega ljóði vil ég minnast þín og þakka þér fyrir samfylgdina á lífsleiðinni. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Með tárum og trega kveð ég þig, elsku Eddi. Minning þín mun ávallt lifa. Þín Birna. Elsku pabbi okkar, Eddi píp- ari, hefur kvatt þess jarðvist. Pabbi fæddist á Akureyri en sleit barnsskónum á Norðfirði. Fjölskyldan flutti til Keflavíkur þegar hann var 16 ára gamall þar sem hann vann með föður sínum við uppbyggingu Keflavíkurflug- vallar. Pabbi starfaði síðan sem aðstoðarkokkur á Vellinum. Fjöl- skyldan flutti í Heiði í Blesugróf og réð pabbi sig sem messagutta á Tungufossi. Þegar kokkurinn forfallaðist leysti pabbi hann af. Þótti hann afbragðskokkur og var ráðinn eftir að hafa eldað kjötsúpu eftir uppskrift Ólu móð- ur sinnar. Á siglingaárum sínum á Tungufossi ferðaðist pabbi víða um heiminn og kynntist þá ólík- um löndum og menningarheim- um. Hafði hann yndi af því að segja frá ævintýrum sínum og björgunarafrekum. Eftirminni- legustu sögurnar eru frá því þeg- ar hann kom tveimur skipsfélög- um sínum til bjargar. Í siglingunum skoðaði pabbi sig vel um og tók fjölda ljós- og stutt- mynda og áskotnuðust honum ýmsir áhugaverðir munir. Færði hann fjölskyldu sinni og frænd- systkinum ýmsar gjafir. Pabbi lærði pípulagnir og átti hann farsælan feril í þeirri grein sem einyrki og gekk undir nafn- inu Eddi pípari. Það var aldrei lognmolla í kringum pabba og er glaðværð hans, spaugsemi, hlýja og hláturmildi í minningu þeirra sem þekktu hann. Hann var úr- ræðagóður, útsjónarsamur og snyrtilegur í allri umgengni. Eddi pípari var trúr og tryggur sínum stóra kúnnahópi. Hann var mikill nákvæmnismaður og gerði allt eftir kúnstarinnar reglum. Á síldarplani austur á fjörðum árið 1962 kom pabbi auga á vest- firsku blómarósina sína, hana Birnu frá Bíldudal. Felldu þau hugi saman og komu sér fyrir í kvistherbergi á Heiði í Reykjavík hjá tilvonandi tengdaforeldrum Birnu. Þeirra fyrsta heimili var á Segulhæðum við Rafstöð þar sem þau eignuðust sitt fyrsta barn, Kristínu. Börnin komu svo eitt af öðru á næstu 9 árum. Kristín varð móðir þegar hún bjó enn í for- eldrahúsum í Hamrabergi og naut Hrafnhildur dóttir hennar atlætis ömmu sinnar og afa. Eddi og Birna lifðu saman til æviloka pabba eða í alls 58 ár. Pabbi var ástríðufullur maður sem hafði einstaklega gaman af því að segja lífsreynslusögur af lífi sínu. Áhugamál hans voru ótal mörg og hann var líka mikill dýravinur og hlúði að ýmsum dýrum í neyð. Pabbi var mikill fjölskyldu- maður og fór í fjölda ferða með okkur. Á sumrin var farið í tjald- útilegur og voru veiðistangirnar ætíð teknar með. Í þeim ferðum voru ættingjar og vinir heimsótt- ir landshornanna á milli. Á vet- urna var farið á skíði og skauta. Hafði pabbi gaman af að sýna listir sínar enda fimur og léttur á sér. Um helgar var farið í Bláa lónið, baðað sig í læknum í Naut- hólsvík og svamlað í sjónum við Korpúlfsstaði. Einnig fór fjöl- skyldan í ógleymanlegar ferðir upp á Sandskeið þar sem pabbi flaug flugmódelum sínum af mik- illi list. Margs er að minnast og af mörgu að taka en minningin um pabba, Edda pípara, lifir og eftir situr stór hópur afkomenda. Elsku pabbi okkar, blessuð sé minning þín. Þórhildur, Kristín, Linda Hrönn, Þorsteinn Freyr, Óla Björk og Edda Birna. Eggert Þorsteinsson, tengda- faðir minn, var ákaflega lifandi maður. Æskuárin í Neskaupstað, árin í siglingunum, vinnan uppi í virkjunum o.fl. voru bakgrunnur sem hann var stoltur af, en hann var líka hugfanginn af nýjungum og tækni sem auðvelduðu honum leik og starf. Eggert átti til að mynda verk- færi til að leysa flest það sem iðn- aðarmaður getur lent í, hvort sem það tengdist hans atvinnugrein pípulögnum, trésmíðum eða öðru. Enda var hann iðnaðarmaður með stórum staf og gerði allt sjálfur. Laghentur var hann og sérstaklega vandvirkur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Flísa- lagnir, arinhleðslur, veislutertur og skrautskrift eru dæmi um hversu mikill verkmaður hann var. Eggert var mér góður tengda- faðir. Hann var hjálpsamur og úr- ræðagóður ef maður leitaði til hans og það þurfti heldur ekkert alltaf að leita til hans því hann hafði gaman af að gefa af sér og kom oft með góðar hugmyndir og ráðleggingar. Hann var líflegur og skemmti- legur í öllum fjölskylduboðum og samkomum, sagði sögur, tók myndir, dansaði og renndi sér jafnvel í splitt á áttræðisaldri ef svo bar undir. Börnum var hann góður afi og fyrirmynd. Við fjölskyldan þökkum Egg- erti innilega fyrir samfylgdina. Hólmar Ástvaldsson. Elsku afi okkar. Við bræðurnir minnumst þín með bros á vör. Þú varst alltaf svo hress og skondinn á skemmtilegan hátt. Við munum þegar þið amma og Hrafnhildur frænka komuð í heimsókn til okk- ar þegar við bjuggum í Svíþjóð. Þá fórum við öll saman á strönd- ina og syntum í sjónum. Kennari mömmu, Anna Lundgren, og maðurinn hennar Lars buðu okk- ur í siglingu á skútu til lítillar eyj- ar. Þar gróf Lars lambakjöt niður og borðuðum við það með bestu lyst. Þú hafðir gaman af að spjalla við Önnu og þið hlóguð mikið saman. Þið amma og Hrafnhildur gistuð hjá þeim í litlu gestahúsi á lóð þeirra við sjóinn í Västervik. Mamma flutti síðan með okkur til Íslands og þá vorum við hjá ykkur í nokkra mánuði. Afi, þú kenndir okkur að veiða og við fór- um öll saman í skemmtilegar úti- legur sem við gleymum aldrei. Þú varst alltaf að sýna okkur hvernig ætti að gera hlutina og við hugs- um til þín þegar við erum að vanda okkur við hin ýmsu verk. Hvíl í friði, elsku afi, og megi guð geyma þig. Ragnar Eldur Linduson og Aron Þór Hermannsson. Elsku afi, þú gekkst mér í föð- urstað. Ég á margar dýrmætar minningar um þig eins og um allt sem þú kenndir mér. Þú sagðir alltaf „að vel skal vanda það sem lengi skal standa“. Við áttum það sameiginlegt að vera miklir dýravinir. Þú settir aldrei fyrir þig þó ég kæmi heim með hin og þessi gæludýr. Ég var ansi dugleg við það. Afi minn, ég gat alltaf leitað til þín eins og til dæmis þegar ég rataði ekki á þann stað sem ég ætlaði þar sem þú þekktir allar götur borgarinn- ar eins og lófann á þér. Þú varst alltaf tilbúinn að hjálpa, sama hversu lítið eða stórt það var. Ekki aðeins þegar ég bjó hjá ykkur heldur alla tíð á meðan þú hafðir heilsu til. Þá reyndist þú manni mínum, Svavari, ein- staklega góður tengdafaðir og lærði hann endalaust af þér og verkviti þínu sem hann nýtir sér á hverjum degi í vinnu sinni. Afi minn, þú varst líka dásam- legur langafi barna minna, Mím- is, Janettu, Amíru og Adríans. Við vorum alltaf velkomin í Hamrabergið til ykkar ömmu. Við fjölskyldan söknum þín og þú lifir ávallt í minningu okkar. Takk fyrir allt sem þú gafst mér og fjölskyldu minni. Þitt afabarn, Hrafnhildur Ýr. Eggert Þorsteinsson HINSTA KVEÐJA Elsku afi. Ég á æðisleg- ar minningar um þig en mest langar mig að segja hversu leiðinlegt mér finnst að hafa ekki verið duglegri að hitta þig. Tíminn líður hratt en heimurinn breytist hraðar. Tæknibyltingin togar mann í allar áttir, all- ar áttir nema heim til sín. Sakna þín. Orri Þór. Elsku afi minn. Ég á svo bágt með að trúa því að hann sé farinn frá okkur og að hann muni nú ekki leng- ur sitja í sófanum í Hamra- berginu með Birnu ömmu og segja mér sögur. Það var alltaf svo gaman að spjalla við afa því hann hafði frá svo mörgu skemmtilegu að segja. Hann var líka svo hlýr og góður. Elsku afi, allar góðu minningarnar um þig mun ég geyma í hjarta mínu. Þín Birna Hrund. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2020 Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRDÍS SIGURÐARDÓTTIR, Árgerði, Eyjafjarðarsveit, lést 20. nóvember í Kollugerði á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð. Útför fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir færum við MND-teyminu og starfsfólki hjúkrunarheimilisins Lögmannshlíðar fyrir einstaka umönnun og hlýju. Herdís Ármannsdóttir Stefán Birgir Stefánsson Alda Björg Ármannsdóttir Sigurður Helgi Ármannsson Gyða Gissurardóttir barnabörn og barnabarnabörn  Fleiri minningargreinar um Jón Vilhjálmsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.