Morgunblaðið - 23.11.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.11.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2020 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkj- anna, hyggst tilkynna um fyrstu ráð- herraefni sín á morgun, þriðjudag, þrátt fyrir að Donald Trump Banda- ríkjaforseti hafi enn ekki viðurkennt ósigur sinn í forsetakosningunum, sem fram fóru 3. nóvember síðastliðinn. Ron Klain, sem þegar hefur verið skipaður sem verðandi starfsmanna- stjóri Hvíta hússins, vildi ekki greina frá því við ABC-fréttastofuna í gær hvaða ráðuneyti myndu fá útnefningar í fyrstu atrennu, en Biden hefur þegar lýst því yfir að hann hafi fundið verð- andi fjármálaráðherra sinn. Biden þykir hins vegar vera í þröngri stöðu varðandi útnefningar, þar sem öld- ungadeildin þarf að samþykkja allar skipanir forsetans í svo há embætti, en þar verða repúblikanar í meirihluta allavega fram til 5. janúar næstkom- andi. Harðorður úrskurður Viðleitni Trumps til þess að snúa niðurstöðum kosninganna sér í hag varð fyrir áfalli á laugardaginn þegar alríkisdómari í Pennsylvaníu vísaði frá kröfu framboðs hans um að öll póst- atkvæði í ríkinu yrðu ógilt, eða að öðr- um kosti að ríkisþinginu yrði falið að útnefna kjörmenn þess. Sagði dómarinn, repúblikani sem skipaður var í forsetatíð Baracks Obama, í harðorðum úrskurði sínum að hann vissi ekki til þess að svo um- fangsmikil beiðni um ógildingu kosn- inga hefði áður verið sett fram, og bætti við að þegar svo væri, hefði hann átt von á því að slíkri kröfu fylgdu svo óyggjandi sannanir um svik, að ekki yrði hjá því komist að ógilda kosning- arnar. Þess í stað hefðu lögfræðingar framboðsins sett fram „útteygð laga- rök sem ekki stæðust skoðun og ásak- anir byggðar á ágiskunum“. Sagði dómarinn það ekki standast stjórnar- skrá að svipta alla kjósendur sjötta fjölmennasta ríkis Bandaríkjanna kosningarétti sínum á ekki sterkari grundvelli. Er gert ráð fyrir að Penn- sylvaníuríki muni því staðfesta niður- stöðu kosninganna í ríkinu í dag, en Bi- den leiðir þar nú með um það bil 75.000 atkvæðum. Fleiri repúblikanar snúast Flestir repúblikanar hafa til þessa ekki viljað skorast undan merkjum Trumps, og varið rétt hans til þess að fara dómstólaleiðina til þess að leið- rétta meint svik í kosningunum. Eftir úrskurðinn í Pennsylvaníu hafa hins vegar fleiri framámenn í flokknum við- urkennt að Biden hafi haft betur í bar- áttunni um Hvíta húsið, eða í það minnsta kallað eftir því að valdaskiptin verði hafin með formlegum hætti. Chris Christie, fyrrverandi ríkis- stjóri New Jersey, sem aðstoðaði framboð Trumps bæði 2016 og í ár, sagði við ABC-fréttastofuna að lög- fræðiteymi forsetans væri „þjóðar- skömm“ og að kominn væri tími til að láta Biden fá það fjármagn sem verð- andi forseta ber samkvæmt lögum til að aðstoða við valdaskiptin. Larry Hogan, ríkisstjóri repúblik- ana í Maryland, sagði Trump hafa látið Bandaríkin líta út eins og bananalýð- veldi, og hvatti hann til að leggja árar í bát. Kevin Cramer, öldungadeildar- þingmaður Norður-Dakóta, varði hins vegar rétt Trumps til að sækja mál sitt áfram, en bætti við að betra væri ef Bi- den fengi meira en einn dag til að und- irbúa sig, ef svo færi að hann yrði for- seti á endanum. AFP Kosningar Stuðningsmenn forset- ans eru hvergi af baki dottnir. Hvattur til að leggja árar í bát  Biden hyggst útnefna í fyrstu ráðherrastöður sínar á morgun  Úrskurður alríkisdómara í Pennsyl- vaníuríki þykir áfall fyrir málstað Trumps  Christie segir lögfræðingateymi Trumps „þjóðarskömm“ Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Tvö fórnarlömb eldgossins Vesúví- usarfjalli í Pompei fyrir nærri tvö þúsund árum voru nýlega grafin úr jörðu. Ítalskir fornleifafræðingar til- kynntu um fundinn á laugardag. Telja þeir að um sé að ræða ungan þræl og velmegandi eldri mann um fertugt sem talinn er eigandi þræls- ins. Er matið byggt á rannsóknum á þeim klæðum sem þeir báru þegar þessir voveiflegu atburðir urðu. Báð- ir lágu þeir á bakinu við andlátið ef marka má stöðu líkamsleifanna. Pompei var ein ríkasta borg róm- verska keisaradæmisins en eins og frægt er orðið féll þykkt lag af ösku yfir borgina eftir eldgosið úr Vesú- víusi. Hafa því líkamsleifar þeirra sem létust í gosinu varðveist vel. Rústir Pompei eru vinsælasti áfangastaður ferðamanna til að heimsækja á Ítalíu á eftir hringleika- húsinu í Róm. Fundu líkams- leifar í Pompei  Leifarnar af þræl og eiganda hans AFP Pompei Líkamsleifar tveggja manna fundust í rústum Pompei. Heiko Maas, utan- ríkisráðherra Þýskalands, gagnrýnir mót- mælendur sótt- varnaaðgerða í landinu harðlega fyrir að líkja sjálfum sér við fórnarlömb nas- ista í síðari heimsstyrjöldinni. Sakaði hann mótmælendurna um að gera lítið úr voðaverkum helfararinnar og því hugrekki sem andspyrnumenn í heimsstyrjöldinni hefðu sýnt. Ma- as lét ummælin falla eftir að ung kona steig á svið á mótmælum í borginni Hanover í gær og sagði að sér liði „alveg eins og Sophie Scholl“ en Scholl var háskólanemi sem nasistar tóku af lífi árið 1943 fyrir þátt sinn í andspyrnuhreyf- ingunni. MÓTMÆLI Í ÞÝSKALANDI Ráðherra gagnrýnir mótmælendur Heiko Maas Mikill fjöldi mótmælenda tók sig saman og vann skemmdarverk á þinghúsinu í Gvatemala á laugardag- inn og kveikti í því. Mótmæli brutust út við afgreiðslu fjárlaga og kalla mótmælendur eftir afsögn forseta Gvatemala, Alejandro Giammattei. Meira en 20 manns voru handteknir vegna mótmælanna og beitti lög- reglan táragasi til að leysa þau upp. Þá voru fleiri en 50 sendir á sjúkra- hús eftir átökin. Giammattei hefur heitið því að mótmælendur sem staðnir hafa verið að skemmdarverkum verði sóttir til saka. Óánægja hefur ríkt með störf Giammattei og hann talinn skorta getu til takast á við Covid-farald- urinn og afleiðingar hans. Þingið samþykkti nýlega stærstu fjárlög í sögu Gvatemala en þau þykja hygla ríkum í landi þar sem mikil fátækt er. AFP Þinghús Gvatemala í logum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.