Morgunblaðið - 23.11.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.11.2020, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2020 SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALINánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is 71% SPLÚNKUNÝ MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. HÖRKUSPENNANDI MYND BYGGÐI Á SANNRI SÖGU. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Baggalútur sendi frá sér plötu í byrj- un mánaðar og ber sú titilinn Kveðju skilað. Platan inniheldur lög eftir Braga Valdimar Skúlason við vísur og kvæði vesturíslenska skáldsins Káins sem fæddist árið 1860 og lést 1936. Platan kom út á streymis- veitum og á geisladiski og verður fá- anleg á vínil eftir 10. des- ember. Vínil- útgáfan mun, auk nýju lag- anna, inni- halda valin lög af plötunni Sólskinið í Dakóta sem kom út á geisladiski árið 2009 og hafði að geyma frumsamin lög við ljóð vesturíslenskra skálda og þá flest eftir Káin. Gjöf á hundraðsafmæli Stínu Bragi rifjar upp að Baggalútur hafi farið á Íslendingaslóðir árið 2008 og hitt þar afskaplega gott fólk, bæði í Gimli og nágrenni og í Mountain í Norður-Dakota. Á síðarnefnda staðnum hitti Baggalútur Christine Hall sem þá var 99 ára og var af annarri kynslóð Vestur-Íslendinga. „Við komumst að því að hún hafði þekkt Káin þegar hún var krakki, hann var vinnumað- ur á bænum sem hún bjó á og hafði meðal annars samið vísur um krakk- ana í sveitinni og ein hét „Stína litla“ og var um hana,“ segir Bragi og að Baggalútur hafi ákveðið að gefa Christine lag við þessa vísu og fleiri vísur. „Ég bara datt svolítið í Káin við þetta og það varð þarna til fullt af lögum og við settum þau á litla plötu, Sólskinið í Dakóta, og gáfum henni í 100 ára afmælisgjöf. Hún varð nú 106 ára gömul á endanum sem er vel af sér vikið.“ Bragi segir að síðan hafi liðið mörg ár og hann áfram grúskað í Káin, hafi ekki getað lagt hann frá sér. Fleiri lög hafi verið samin og úr orðið heil plata sem nú er komin út, sem fyrr segir. „Þetta er nú stutta útgáfan af þessu skrítna blæti okkar fyrir Ká- in,“ segir Bragi en að gefnu tilefni skal tekið fram að Káinn í þágufalli getur bæði verið Káin og Káni. Ekki endilega fyndið í dag – Káinn hefur verið mjög skemmtilegt ljóðskáld og það er mik- ill húmor í þessum ljóðum hans. Er ekki þarna kominn forfaðir Bagga- lúts? „Jú og það stendur á legsteininum hans „kímniskáld“. Ég tengi mjög mikið við það því ég held að ég sé ein- mitt kímniskáld. En hann býr þarna úti, yrkir á íslensku og slettir mikið. „Karið“ er bíll og hann notar alls konar skrítin orð og þetta er ekki alltaf alveg rétt beygt. Það er oft eitt- hvað skrítið í þessu hjá honum en það er einhver hrynjandi í þessu, þetta er eitthvað svo létt og gott að semja við þetta, það er enginn rembingur, ein- hvern veginn. Svo er kannski það sem átti að vera fyndið og var fyndið þá ekkert rosalega fyndið í dag en þessar melankólísku litlu vísur eru rosalega flottar og mikil sál í þeim.“ Vísnaplata – Mér heyrist öll lögin á plötunni vera angurvær … „Já, þetta er ekki mikið stuð,“ svarar Bragi kíminn, „þetta eru ein- faldar útsetningar og einföld lög. Þetta er vísnaplata, í raun og veru. Það er mikil munnharpa, við fengum Þorleif Gauk til að vera með okkur og svo okkar góðu menn, Guðmund Pét- ursson og Steina í Hjálmum og Sigga. Ég held að það sé bara svolítið hjarta í þessu hjá okkur og fílingur,“ segir Bragi. Hann segir Káin hafa samið margar stakar vísur og stök erindi og því hafi hann þurft að raða saman líkum vísum til að búa til texta fyrir heilt lag, gripið viðlag hér og vísu þar. „Þetta var svolítill búta- saumur og sjaldnast alveg heil kvæði,“ segir Bragi. Kallast á við hrunjólalagið Baggalútur hefur haft þann sið að gefa árlega út jólalag og er jólalag ársins 2020 komið út og nefnist „Það koma samt jól“. „Það kallast aðeins á við jólalagið sem við gerðum eftir hrun sem hét „Það koma vonandi jól“,“ segir kímniskáldið kímið. „Við náðum að koma þarna inn orðum eins og heimkomusmitgát, spritti og svona.“ Tenórinn Guðmundur Pálsson syngur flest lögin og bassinn Karl Sigurðsson er á kantinum og stuðn- ingsaðili, eins og Bragi orðar það. Óvíst var hvort Baggalútur næði að halda sína árvissu jólatónleika þegar viðtalið fór fram og var Bragi ekki bjartsýnn á tónleikahaldið. Nú hefur tónleikum verið aflýst en um að gera að orna sér við jólalög Bagga- lúts og auðvitað líka lögin við kveð- skap Káins. Pelsklæddir Karl Sigurðsson, Bragi Valdimar Skúlason, Guðmundur Kristinn Jónsson og Guðmundur Pálsson. „Datt svolítið í Káin“  Einfaldar útsetningar og einföld lög má finna við vísur Káins á nýjustu plötu Baggalúts, Kveðju skilað  Bragi Valdimar Skúlason segir Baggalút með skrítið blæti fyrir kímniskáldinu góða Á vef Árna- stofnunar, þar sem finna má fjölda ljóða eftir Káin, seg- ir eftirfarandi um skáldið: „Káinn fædd- ist á Akureyri 1860, sonur Jóns Jóns- sonar járnsmiðs og konu hans, Þórunnar Kristjánsdóttur frá Dvergstöðum. Á Akureyri ólst hann upp til þess er hann missti móður sína, 14 ára gamall, en þá fór hann til móðurbróður síns, Davíðs Kristjánssonar bónda á Jódísarstöðum og var hjá honum uns hann flutti til Ameríku 18 ára gamall árið 1878. Þar vestra bjó hann lengst af í Norður- Dakota. Hann var þar jafnan í vinnumennsku og ýmsu því er til féll. Hann var skemmtinn og sá lífið og til- veruna jafnan í kímilegu ljósi eins og fjölmargar vísur hans bera vott um og er hann án nokkurs vafa þekktasta íslenskt kímniskáld í Vesturheimi. Káinn kvæntist aldrei og dó barnlaus.“ Kímniskáld í Vesturheimi HVER VAR KÁINN? Kristján Níels Jónsson/Káinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.