Morgunblaðið - 23.11.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.11.2020, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2020 ✝ Jón Vilhjálms-son rafmagns- verkfræðingur fæddist í Reykjavík 5. maí 1955. Hann lést á líknardeild Landspítalans 13. nóvember 2020. Foreldrar Jóns voru Vilhjálmur Jónsson, hrl. og for- stjóri Olíufélagsins, f. 9.9. 1919, d. 30.9. 2005, og Katrín Sigríður Egils- dóttir ritari, f. 1.6. 1923, d. 19.2. 2001. Systur Jóns eru: Málfríður Ingunn, f. 30.1. 1951, og Sig- urlaug, f. 20.6. 1953. Jón kvæntist 22.6. 1991 Jó- hönnu Rósu Arnardóttur fé- lagsfræðingi, f. 20.4. 1962. Barn þeirra er Vilhjálmur Jónsson, nemi í rafmagnsverkfræði við HÍ, f. 24.11. 2000. Stjúpbörn Jóns og börn Rósu eru: 1) Svavar Brynjúlfsson bóksali, f. 14.10. 1979, börn hans eru Brynjar Smári, f. 2011, og Sóldís Rún, f. AFL árið 1987 og rak hana ásamt Jóni Bergmundssyni og Júlíusi Karlssyni til ársins 2008 er hún ásamt þremur öðrum stofum var sameinuð í eitt fyrir- tæki sem nú er Efla verkfræði- stofa. Jón var í stjórn Eflu 2008- 2010 og sviðsstjóri orkusviðs 2010-2020. Eftir hann liggur fjöldi greina og skýrslna um orkumál hér á landi. Jón tók að sér ýmis félags- og trúnaðarstörf og var ritari orkuspárnefndar, í menntamálanefnd Verkfræð- ingafélagsins, formaður 1988- 1990, og formaður matsnefndar FEANI á Íslandi frá 1989. Hann vann einnig mikið starf fyrir barna- og unglingaráð knatt- spyrnudeildar Fylkis og var þar formaður 2010-2012. Útför Jóns fer fram frá Ár- bæjarkirkju í dag, 23. nóvember 2020, klukkan 13. Í ljósi að- stæðna verða aðeins nánustu að- standendur viðstaddir jarðarför- ina en streymt verður frá athöfninni: https://youtu.be/JLunPCX_xik/. Virkan hlekk á streymið má nálgast á: https://www.mbl.is/ andlat/. 2012. 2) Erna Dís Brynjúlfsdóttir heilbrigðisverk- fræðingur, f. 20.4. 1981, maki Valur Tómasson sölu- stjóri, f. 12.9. 1979, og dóttir þeirra er Birta Rós, f. 2006. Jón var stúdent frá Mennta- skólanum við Tjörnina 1975. Lauk prófi í rafmagnsverkfræði frá HÍ 1979 og meistaraprófi í rafmagnsverkfræði (M.S.E.E.- prófi) frá Georgia Institute of Technology í Atlanta í Banda- ríkjunum 1980. Hann starfaði hjá þessum háskólum á náms- árunum en hann fékk Fulbright- styrk og Thor Thors-styrk til að stunda nám í Bandaríkjunum. Jón starfaði á Orkustofnun 1980- 1986, lengst sem deildarstjóri orkubúskapardeildar. Hann var stundakennari hjá HÍ 1981-1985. Jón stofnaði Verkfræðistofuna Elsku tengdafaðir minn er lát- inn langt fyrir aldur fram en aldrei bjóst ég við að þurfa að kveðja hann svona snemma. Er maður lítur yfir minning- arnar sem eru margar þá man ég sérstaklega eftir því þegar Jón bauð mér fyrst með í árlegu fjölskyldulaxveiðina. Honum fannst nú alveg ómögulegt að ég væri bara með kaststöng og hefði aldrei veitt á flugustöng þannig að nokkrum mánuðum seinna gaf hann mér flugustöng og hjól í afmælisgjöf. Hann var þá búinn að þræða allar veiði- búðirnar í leit að réttu stönginni fyrir mig. Næsta sumar var aftur farið í árlegu veiðiferðina og þá var hann Jón ekki mikið að renna fyrir lax heldur hafði hann miklu meiri áhyggjur af því að fylgjast með og leiðbeina mér hvernig ég ætti nú að kasta rétt. Þetta var ekta Jón fyrir mér, ósérhlífinn og alltaf tilbúinn að leiðbeina og kenna. Okkur Jóni kom mjög vel saman og við gátum setið lang- tímum saman og spjallað hvort sem var um fótbolta eða málefni líðandi stundar. Einnig áttum við yndislegar stundir þegar við sátum saman og hlustuðum á tónlist og kynnt- um hvor fyrir öðrum tónlist úr öllum áttum. Jón var nefnilega ekki bara tengdafaðir minn, hann var líka góður vinur og ég var einstak- lega heppinn að hann fylgdi með Ernu Dís konunni minni. Þrátt fyrir veikindin áttum við yndislegar stundir seinasta árið og eyddum miklum tíma saman. Hvort sem var uppi í sumarbú- stað, að grilla góðan mat uppi í Eyktarási eða ferðin okkar til Siglufjarðar sem var ómetanleg og skapaði góðar minningar. Birta Rós var mikil afastelpa og þau áttu svo fallegt samband. Það var unun að horfa á það. Jón var mikil fyrirmynd hjá Ernu Dís og Vilhjálmi og ákváðu þau bæði að fylgja sporum hans og fara í verkfræðinám. Síðustu dagar hafa verið ólýsanlega erf- iður tími og tekið mikið á okkur öll - mikið sem við söknum hans. Ég mun standa við loforðið sem ég gaf þér á kveðjustund- inni elsku tengdafaðir minn og passa upp á þau og Rósu. Hvíldu í friði elsku Jón minn. Þinn Valur. Elsku afi minn. Þú náðir að gera svo margt í lífinu og minn- ingar okkar eru óteljandi. Þú passaðir upp á að það væri til uppáhaldsísinn minn og alltaf þegar ég fór í heimsókn mátti ég fá mér einn. Þegar ég gisti hjá ykkur ömmu lastu alltaf stuttar sögur fyrir mig áður en ég fór að sofa. Þú gerðir alltaf bestu kara- mellusósu í heiminum á áramót- unum og auðvitað var annar eft- irréttur með. Þú kenndir mér líka svo mikið í lífinu. Potturinn uppi í sumarbústað þar sem við og fjölskyldan gerðum allt mögulegt. Það var líka hrikalega gaman að fara með þér og fjöl- skyldunni á Siglufjörð í sumar, við fórum á söfnin og þú sagðir okkur skemmtilegar sögur og gerðum margt fleira. Ég elska þig svo mikið og ég mun sakna þín gríðarlega mikið. Vonandi líður þér betur á þess- um stað sem þú ert á núna. Afastelpan þín, Birta Rós. Höggvið er stórt skarð í okkar litlu fjölskyldu við fráfall Jóns bróður. Hann lést aðeins 65 ára eftir rúmlega eins árs baráttu við krabbamein. Jón var kröftug- ur strákur, hjólandi um allar trissur og spilandi fótbolta. Ung- ur fór hann í sveit að Hrafna- björgum í Hvalfirði, til þeirra heiðurshjóna Láru og Guðmund- ar og var hjá þeim sumarlangt fram að fermingu. Honum gekk vel í skóla, sérstaklega í raun- greinum. Eftir nám í Háskóla Ís- lands hélt hann til Bandaríkj- anna til framhaldsnáms. Þar hóf hann götuhlaup, sem hann stundaði áfram eftir heimkom- una. Það var ekki algengt þá og vakti hann athygli í Skerjafirði og Vesturbæ þegar hann kom hlaupandi. Við systkinin hófum skíðaiðk- un saman fljótlega eftir að hann fluttist heim, þá var farið snemma á laugardagsmorgnum í Bláfjöll, Jón kom og sótti mig og strákana mína og ég útbjó nesti. Hann varð reyndar fljótlega miklu betri en ég. Ógleymanleg er 60 ára afmælisferð Jóns til Grikklands. Þeir feðgar ásamt Ernu Dís skiplögðu ferðina, fundu lítið fallegt hótel, þar sem við horfðum á Akrópólis úr and- dyrinu. Skoðuðum allt það mark- verðasta og nutum okkar. Jón var þessi rólegi, trausti maður, sem alltaf var hægt að treysta á. Hann hugsaði vel um heilsuna og fannst gaman að elda góðan mat, góð nautasteik og sérvalið rauðvín var í miklu uppáhaldi. Jón var mikill og góð- ur pabbi og afi og fylgdist af áhuga með öllu sem börn og barnabörn tóku sér fyrir hendur. Nú fetar Vilhjálmur í fótspor pabba síns, en hann stundar nám í rafmagnsverkfræði við Háskóla Íslands. Elsku Rósa, Vilhjálmur, Svav- ar, Erna Dís, Valur og barna- börn, nú þurfum við öll að læra að lifa án hans, en góð minning lifir. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Valdimar Briem) Málfríður I. Vilhjálmsdóttir. Minn kæri vinur og sam- starfsfélagi til áratuga Jón Vil- hjálmsson er látinn langt um aldur fram, 65 ára. Mín fyrstu kynni af Jóni voru á námsárunum en hann var ári á eftir mér í rafmagnsverkfræði í HÍ. Það varð strax ljóst að Jón var afburðanámsmaður. Leiðir okkar og félaga okkar Jóns Bergmundssonar lágu sam- an árið 1987 þegar við í sam- vinnu unnum okkar fyrsta verk- efni, sem var hússtjórnar- og upplýsingakerfi fyrir Alþingi. Fljótlega var Jón fenginn til að leiða þróun á umsjónar-, af- greiðslu- og eftirlitskerfi fyrir ol- íutanka Olíufélagsins Esso í Ör- firisey og síðar framsækið kortakerfi fyrir Esso sem sett var upp um allt land. Þróaði Jón einnig gagnagrunnskerfi fyrir rannsókn Hjartaverndar á öldr- un í samstarfi við bandarísk heil- brigðisyfirvöld. Að auki leiddi hann þróun fjölda kerfa og lausna fyrir raforkumarkaðinn en þar var Jón einn af mestu sérfræðingum þjóðarinnar. Jón var frábær félagi, góður vinur og traustur í alla staði. Hvergi kom maður að tómum kofunum hvort sem málin fjöll- uðu um tækni og tölvur, orkumál eða annað sem tengist verkfræð- inni. Við ræddum oft um tónlist og önnur hugðarefni. Alls staðar var Jón á heimavelli og vissi ótrúlega margt um hljómsveitir og meðlimi þeirra, tónlistar- stefnur og hvaðeina sem að tón- list sneri. Áhugamálin voru margvísleg eins og hlaup, knattspyrna og ýmsar aðrar íþróttir. Frá unga aldri hafði Jón stundað laxveiði með föður sínum og bjó hann vel að þeirri reynslu. Í rúma tvo ára- tugi fórum við ásamt góðum fé- lögum til laxveiða. Við Jón vor- um ávallt saman með stöng og naut ég þá þekkingar Jóns á þeim veiðiskap. Það var frábært að veiða með Jóni, aldrei vesen, vol eða væl. Tvær ferðir í Sval- barðsá standa nokkuð upp úr en ána þekkti Jón eins og lófana á sér. Það kom glampi í augu Jóns og sporin urðu létt og hröð þeg- ar við komum í Þistilfjörðinn. Hann hafði veitt í þessari á frá unga aldri og hafði landað mörg- um stórum laxi þar, þar á meðal einum 27 punda þegar hann var 12 ára er aðrir höfðu farið inn vegna slæms veðurs. Á hugann leita margvíslegar minningar um góðan félaga og ýmislegt sem við sýsluðum. Árshátíðir og skemmtiferðir inn- anlands, ferðir til útlanda með allt starfsfólkið og maka. Upp- bygging á góðu fyrirtæki með öflugu og góðu fólki var ávallt í fyrirrúmi. Það var mikið gæfuspor fyrir bæði Jón og Rósu þegar þau ákváðu að rugla saman reytum. Með Rósu fylgdi fjölskylda og gekk Jón Svavari og Ernu Dís í föðurstað. Þegar Vilhjálmur kom í heiminn hafði það mikil áhrif á Jón og fylgdi hann syninum eftir af miklum áhuga og elju ekki síst þegar Vilhjálmur fór að spila fót- bolta. Hellti Jón sér í foreldra- starfið í Fylki og hafði mjög gaman af. Frá fyrsta degi voru þau Rósa óvenju samstiga og heilsteypt hjón og viljum við Þóra þakka frábærar stundir með þeim í gegnum árin. Þær minningar ylja nú. Elsku Rósa og fjölskylda, við Þóra vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Megi góður guð styrkja ykkur á erfiðum tímum. Minn- ingin lifir um góðan dreng. Ég kveð þig með söknuði, kæri vinur. Júlíus Karlsson. Í störfum mínum að orkumál- um síðustu fjóra áratugina hefur hugsunin „ég hringi í Jón Vil- hjálmsson“ gjarnan skotist upp í hugann þegar sinna þurfti flókn- um verkefnum. Ávallt var Jón reiðubúinn að ræða málið, leita lausna og oft enduðu samtölin á því að Jón tók verkefnið að sér og leysti á undraskömmum tíma. Þetta voru góð samtöl, það var gott að hugsa upphátt með Jóni. Ég kynntist Jóni fljótlega eft- ir að hann hóf störf á Orkustofn- un árið 1980. Fyrstu misserin lágu verkefni okkar ekki mikið saman, en samvinnan hófst fyrir alvöru þegar mentor okkar beggja á þessum árum, Jakob Björnsson orkumálastjóri, skip- aði okkur í starfshóp 1982 með Landsvirkjun og RARIK til að endurskoða aðferðafræði við að meta hversu mikið rafmagn mætti selja frá vatnsaflsvirkjun- um og hvenær þyrfti að bæta við nýjum virkjunum. Árin áður höfðu verið þurr og köld, raf- orkukerfið fullnýtt og þurft að skammta rafmagn og keyra olíu- stöðvar með háum kostnaði fyrir samfélagið. Verkefnið var gríðarlega viða- mikið og flókið og kallaði á að- komu sérfræðinga á mörgum fagsviðum og mikla gagna- vinnslu. Styrkleikar Jóns og góð yfirsýn nutu sín sérstaklega vel við undirbúning og skipulagn- ingu verkefnisins sem og við að deila ábyrgð og umsjón með verkþáttum. Sjálfur tók hann að sér marga flóknustu þættina og er margt af afrakstri þeirrar vinnu nýtt enn í dag. Stuttu eftir að þessu verkefni lauk skildi leiðir okkar á Orkustofnun þegar Jón stofnaði fyrirtæki með fleir- um, en það leið ekki langur tími þar til ég fór að leita til hans með verkefni, sem hann leysti sem fyrr hratt og vel af hendi. Jón sinnti margvíslegri ráð- gjöf fyrir Orkustofnun, orkufyr- irtæki, iðnfyrirtæki og síðast en ekki síst stjórnvöld. Ég tel að hann hafi haft víðtækari og betri yfirsýn yfir allan málaflokkinn en aðrir um langt skeið. Með störfum sínum ávann Jón sér mikið traust og hann gegndi stóru hlutverki við endurskipu- lagningu orkumála í landinu, einkum raforkumála, í lok síð- ustu aldar og byrjun þessarar. Hann vann fyrir marga starfs- hópa og nefndir stjórnvalda og þá reyndi oft mikið á hug- kvæmni, þekkingu og hæfni hans til að greina og skýra viðfangs- efnin og leiða fram ólíkar leiðir sem hægt væri að fara. Jón sinnti einnig félagsstarfi af alúð. Meðal slíkra var seta hans og formennska í mennta- málanefnd Verkfræðingafélags- ins. Hlutverk nefndarinnar var meðal annars að leggja mat á menntun þeirra sem sækja um aðild að félaginu. Jón lagði mikið upp úr því að fyllsta samræmis væri gætt og átti stóran þátt í að setja nákvæmar reglur sem nefndin fylgdi við afgreiðslu um- sókna um aðild að félaginu og að mega nota titilinn verkfræðing- ur. Það var gott fyrir stjórnar- menn að vita af því mikilvæga verkefni í góðum höndum Jóns. Ég veit að ég á oft eftir að hugsa „ég hringi í Jón Vilhjálms- son“, en framvegis verð ég að ímynda mér hvað Jón hefði lagt til. Það er sárt að sjá á eftir svo góðum fagmanni og vini. Við Kristín vottum Rósu og fjölskyldunni okkar innilegustu samúð. Góðar minningar um góðan og heildsteyptan öðling lifa. Jón Ingimarsson. Kær samstarfsfélagi og vinur er fallinn frá. Við Jón Vilhjálms- son kynntumst fyrst þegar EFLA verkfræðistofa varð til haustið 2008 við samruna fjög- urra verkfræðifyrirtækja. Jón var þá einn eigenda Afls sem var eitt þeirra fyrirtækja sem runnu saman. Nýja verkfræðistofan var vart orðin til þegar efnahagshrunið dundi yfir og allar forsendur breyttust. Við þær aðstæður var gríðarlegur fengur að Jóni Vil- hjálmssyni í nýja félaginu. Jón tók strax sæti í stjórn EFLU ár- ið 2008, sat þar í þrjú ár og varð fyrsti ritari stjórnar félagsins. Traustur, yfirvegaður og ráða- góður, með afburða þekkingu og mikla reynslu. Árið 2011 varð Jón sviðsstjóri orkusviðs EFLU og veitti því sviði forystu allt fram á yfirstandandi ár. Jón var með meistarapróf í rafmagnsverkfræði og haslaði sér sérstaklega völl á sviði raf- orkukerfa og orkumála almennt. Var hann einn fremsti sérfræð- ingur landsins á því sviði, naut trausts meðal viðskiptavina og var ráðgjafi helstu orkufyrir- tækja landsins og stjórnsýslunn- ar. Jón byggði upp nýtt fagsvið orkumálaráðgjafar á EFLU og náði þar miklum árangri með samstarfsfólki sínu. Jón kom víð- ar við og þróaði meðal annars umfangsmikil hugbúnaðar- og gagnagrunnskerfi á starfsferli sínum. Eftir Jón liggur fjöldi greina og skýrslna, einkum um orkumál, og tók hann þátt í fund- um og hélt fyrirlestra um þau efni. Jón var virtur og farsæll leið- togi innan EFLU, og gaf af þekkingu sinni og reynslu til samstarfsfélaga. Hann tranaði sér ekki fram, en hafði ávallt til málanna að leggja þegar eftir því var leitað. Hann var fagmað- ur fram í fingurgóma, kröfuharð- ur á sína vinnu og samviskusam- ur með afbrigðum. Þau verkefni sem Jón tók að sér voru kláruð. Og þægilegri og betri samstarfs- félaga er ekki hægt að hugsa sér. Það var ómetanlegt, ekki síst fyrir samstarfsfólk af yngri kyn- slóðum, að geta dreypt af visku- brunni Jóns sem ávallt var að- gengilegur. Drjúgur hópur starfsmanna EFLU mun búa að því um ókomin ár. Jón hafði mikla ánægju af störfum sínum, og enginn var ánægðari en hann þegar samstarfsfólkinu tókst vel Jón Vilhjálmsson Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, ÓLAFUR KJARTAN EIRÍKSSON, Hlíðarhvammi 12, Kópavogi, lést á Hrafnistu í Laugarnesi sunnudaginn 15. nóvember sl. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 26. nóvember kl. 13. Vegna aðstæðna geta aðeins nánir aðstandendur og vinir verið viðstaddir. Athöfninni verður streymt á slóðinni https://promynd.is/olafur Erik Bo Eiríksson Tove Andersen Alex Örn Eiríksson Racel Eiríksson Oddur Garðarsson Svava Eiríksdóttir barnabörn og barnabarnabörn PÁLMAR VÍGMUNDSSON verkstjóri, Hlaðhömrum 2, áður Árholti, Mosfellsbæ, lést 15. nóvember sl. Útförin fer fram frá Lágafellskirkju föstudaginn 27. nóvember kl. 13:00. Vegna fjöldatakmarkana verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir athöfnina. Streymt verður frá útförinni á slóðinni: https://promynd.is/palmar Ragnheiður Jónasdóttir Ingi Ragnar Pálmarsson Guðrún Ólafsdóttir Vígmundur Pálmarsson Anna Hansdóttir Sigrún Pálmarsdóttir Þröstur Þorgeirsson og afabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, BERTHA STEFANÍA SIGTRYGGSDÓTTIR, Heiðarási 26, Reykjavík, lést á heimili sínu aðfaranótt 14. nóvember. Útför fer fram frá Árbæjarkirkju 26. nóvember klukkan 13 að viðstöddum nánustu aðstandendum. Streymt verður frá athöfninni á slóð www.streyma.is/utfor Helena Hákonardóttir Sveinbjörn Sigurðsson Harri Hákonarson Lísa Birgisdóttir Tryggvi Hákonarson Sólveig Árnadóttir og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.