Morgunblaðið - 23.11.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.11.2020, Blaðsíða 32
Myndlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson hefur unnið tvær raðir grafíkverka, 25 ætingar og sjö tréristur, með hinu þekkta grafíkverkstæði Borch Editions í Kaup- mannahöfn sem rekið er af prentmeistaranum Niels Borch Jensen. Tréristurnar sýna eldtungur en æting- arnar eru unnar upp úr skissubókum listamannsins. Verkin má sjá í i8 galleríi og einnig á heimasíðu þess. Áhugaverð heimildarkvikmynd, Kunsten at trykke, var gerð um samstarf Ragnars og Jensens. Hún er einnig aðgengileg á heimasíðu gallerísins og er ferlið við gerð ætinganna útskýrt þar með athyglisverðum hætti. Ragnar gerði tvær raðir grafíkverka með kunnum prentmeistara MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 328. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Áfrýjunardómstóll Knattspyrnusambands Íslands vís- aði málum Fram og KR gegn stjórn KSÍ aftur til aga- og úrskurðarnefndar og skulu málin fá efnislega meðferð en áður hafði þeim verið vísað frá. Morgunblaðið ræddi við Ragnar Baldursson, lögmann og sérfræðing í íþróttarétti, um málin sem hafa mikið verið í um- ræðunni. Nú reynir af alvöru á hvort ákvörðun KSÍ um að hætta keppni í Íslandsmótum sínum hafi verið í samræmi við lög og reglur sambandsins en bæði félög- in og stjórnin hafa nokkuð til síns máls. »26 Fagnaðarefni að mál Fram og KR gegn KSÍ fái efnislega meðferð ÍÞRÓTTIR MENNING „Aðallega við eldhússtörfin. Þegar ég raulaði hástöfum vorkenndi ég þeim sem áttu heima í sama stiga- gangi.“ Íþróttir hafa fylgt henni alla tíð. Hún var mikið í sundi og fimleikum á yngri árum, byrjaði að spila golf rúmlega fertug og hélt því áfram fram á tíræðisaldur, en eiginmað- urinn gekk í Golfklúbb Reykjavíkur 1942. „Mér krossbrá þegar hann kom heim með golfkylfur, því mér fannst þetta svo dýrt, en hann var mjög góður golfari. Ég skrölti stundum með honum en gat annars ekkert farið frá litlu börnunum. Krakkarnir fóru snemma að spila og urðu bara nokkuð góðir.“ Þess má geta að hún var lengi sjálfboðaliði í GR þar sem hún er ævifélagi, bakaði til dæmis ásamt öðrum konum pönnukökur og brúnar kökur með kremi fyrir mót, þegar fjárhagur klúbbsins var erfiður vegna bygg- ingarframkvæmda í Grafarholti. „Ég hef verið með í ýmsu,“ heldur Guðrún áfram, en í því sambandi getur hún þess að fermingarveislur barnanna hafi gjarnan byrjað á fé- lagsvist. „Andrúmsloftið var stund- um svolítið þvingað í svona veislum og þá hjálpaði félagsvistin til. Ég lét fólkið spila til að sameina það.“ Þegar börnin voru komin á legg ferðaðist hún töluvert eftir að hafa lesið sér til um áhugaverða staði innanalands og utan. Hún tók snemma upp á því að ráða kross- gátur í Morgunblaðinu og gerir enn. „Ég er bara venjuleg manneskja og geri allt í hófi,“ segir afmælisbarn dagsins. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Ég segi bara allt ágætt, man eig- inlega ekki eftir neinu öðru,“ segir Guðrún Ósk Sigurjónsdóttir Ise- barn, sem er 100 ára í dag. „En það er svolítið skrýtið að vera orðin svona gömul.“ Erfitt var að fá leigt húsnæði í Reykjavík á æskuárum Guðrúnar og bjó fjölskyldan á nokkrum stöðum. Þegar hún var níu ára fór hún í sveit að Steindórsstöðum í Reykholtsdal í Borgarfirði og var þar nokkur sum- ur. Í samtali við Bergdísi Bjarna- dóttur, dótturdóttur hennar, 2007 kemur fram að eitt sinn hafi hún set- ið yfir ánum og misst þær frá sér niður í flóa. Hún hafi óttast að hún yrði skömmuð, hafi sest niður og beðið til Guðs að þær kæmu til baka. „Viti menn! Þær komu aftur.“ Á unglingsárunum fór Guðrún að vinna í fiski. „Á sólardögum breidd- um við krakkarnir fiskinn á stakk- stæðið hinum megin við götuna þar sem við bjuggum og fengum smá pening fyrir,“ rifjar hún upp. Eigin- maður hennar var Ingólfur Hans Hermann Isebarn, sem andaðist 2001, og eiga þau sex börn. „Ég átti mjög góða mömmu og hún hjálpaði mér,“ segir Guðrún, sem var þriðja elst af sex alsystkinum, dóttir Sig- urjóns Jónssonar og Ingiríðar Jó- hannesdóttur. „Hún vildi alltaf vera kölluð Inga, fannst hitt ekki skemmtilegt.“ Pavarotti frábær Guðrún var handlagin, saumaði föt og prjónaði peysur, vettlinga og sokka á fjölskylduna. Eftir að hún varð ekkja varð hún félagi í kvenna- deild Rauða krossins og þar kom handlagnin sér vel. Hún var fróð- leiksfús, las sögur og ljóð og hlustaði mikið á tónlist. „Þegar börnin voru að leika sér sat ég með eyrað við út- varpið og hlustaði á klassíska músík. Það þótti þeim skrýtið.“ Hún fór meðal annars á tónleika með Pav- arotti á Listahátíð í Laugardalshöll 1980. „Við áttum ekki oft peninga til þess að fara í leikhús eða á tónleika en Pavarotti var stórkostlegur og hafði skemmtilega framkomu. Var í miklu uppáhaldi hjá mér eins og Plácido Domingo.“ Sjálf segist hún bara hafa sungið fyrir sig sjálfa. Söng og skrölti í golf  Guðrún Ósk Sigurjónsdóttir á Hrafnistu er 100 ára í dag Morgunblaðið/Árni Sæberg Á Hrafnistu Guðrún Ósk Sigurjónsdóttir Isebarn er 100 ára í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.