Morgunblaðið - 23.11.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.11.2020, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 3. N Ó V E M B E R 2 0 2 0 Stofnað 1913  276. tölublað  108. árgangur  EKKI ER ALLT SEM SÝNIST Í KRÚNUNNI LIVERPOOL MEÐ GÓÐAN SIGUR BAGGALÚTUR MEÐ BLÆTI FYRIR KÁIN ENSKI BOLTINN 26 KVEÐJU SKILAÐ 29SJÓNVARP OG SAGA 14 Morgunblaðið/Eggert Skólastarf Heimsfaraldurinn hefur haft nokkur áhrif á skólastarf í landinu.  Skólar og skólastarf færir sig nú sífellt nær teymiskennslu, þar sem kennarar bera sameiginlega ábyrgð á námshópi. Ingvi Hrannar Ómarsson, grunnskólakennari og kennsluráðgjafi í Skagafirði, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að aukin samvinna innan og á milli skóla hafi gjörbreytt starfsum- hverfi kennara. Þá hafi aukin notk- un upplýsingatækni hjálpað til við að halda kennslu gangandi í heims- faraldrinum. »6 Aukin samvinna gjörbreytti starfs- umhverfi kennara Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Ríkisstjórnin hefur samþykkt tvo af þremur liðum í áætlun um að koma til móts við íþrótta- og æskulýðsstarf í landinu. Þegar hefur verið ákveðið að veita styrki upp á 970 milljónir króna og í burðarliðnum eru einnig tekjufalls- styrkir. Af þeim styrkjum sem þegar er búið að samþykkja eru 470 milljónir króna sem eiga að koma til móts við rekstrarútgjöld íþrótta- félaga. Þá hefur einnig verið ákveðið að veita íþróttafélögum stuðning vegna launaútgjalda, sem Ásmundur Einar Daðason, barna- og fé- lagsmálaráðherra, hefur þegar kynnt, upp á 500 milljónir króna að lágmarki. Í vor voru 500 milljónir króna veittar til æskulýðsfélaga. Í því tilviki úthlutaði ÍSÍ um 500 milljónum króna í almennar og sértækar aðgerðir til æskulýðsfélaga. Tekjufallsstyrkir stærsti hlutinn Verið er að leggja lokahönd á útfærslu tekjufallsstyrkja. Er þeim ætlað að koma til móts við tekjufall sem hlotist hefur af Co- vid-19-faraldrinum. Er þá m.a. vísað í sam- komutakmarkanir sem hafa komið í veg fyrir eðlilega starfsemi félaganna og tekjuöflun þar með. Á það meðal annars við um miðasölu vegna kappleikja svo dæmi sé nefnt. Ekki liggur fyrir heildarupphæð vegna tekjufallsstyrkjanna en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er um talsverða upphæð að ræða. Lætur nærri að heildarupphæð launa-, rekstrar- og tekjufallsstyrkjanna hlaupi á nærri tveimur milljörðum króna. Í heild munu því beinir styrkir til æskulýðs- og íþróttafélaga nema um 2,5 milljörðum króna á árinu. Á einnig við um íþróttir fullorðinna Er því munurinn á aðgerðunum nú og þeim sem voru í vor sá að styrkirnir ná ekki ein- göngu utan um barna- og unglingastarf heldur geta íþrótta- og æskulýðsfélög sem hafa starf- semi í meistaraflokki, eða fyrir fullorðna, sótt um styrki til að bæta sér upp tekjufall. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningar- málaráðherra, segir að tilgangur styrkjanna sé að standa vörð um íþróttastarf í landinu. „Hug- myndafræðin gengur út á að gera heldur meira en minna þannig að þegar við komum út úr þessu þá verði íþróttafélögin í lagi,“ segir Lilja. Milljarðar í íþróttastyrki  Til stendur að styrkja íþróttastarf með milljarða framlagi  Styrkir vegna launa, reksturs og tekju- falls  Menntamálaráðherra vill að íþróttafélögin verði „í lagi“ þegar veirufaraldrinum lýkur Morgunblaðið/Eggert Íþróttir fullorðinna Gert er ráð fyrir því að fé- lög með fullorðna iðkendur geti sótt um styrk. M Íþróttafélögin eru „gimsteinar“ »10 Þau Ania og husky-hundurinn Vikur skemmtu sér vel á Pollinum á Akureyri í gær þegar ljós- myndara Morgunblaðsins bar að garði. Þótti veðrið enda ágætt til róðurs og hitastigið einungis rétt undir frostmarki. Náði hitinn á Akureyri að vísu að kíkja nokkr- ar gráður yfir það á laugardaginn, en óvíst er að sú gæfa muni halda áfram næstu daga. Gerir langtímaspá þó ráð fyrir hita á fimmtudag. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Skemmtu sér við róður á Pollinum  Sigurður Ingi Jóhannsson, for- maður Fram- sóknarflokksins, sendi við- skiptabönkum skýr skilaboð í ræðu sinni á mið- stjórnarfundi Framsóknar- flokksins sem fram fór um helgina. Hann sagði vaxtahækkun bankanna ekki til þess fallna að hvetja til fjárfestingar. Þá benti hann á að bankaskattur hefði verið lækkaður hraðar en til stóð upp- haflega. „Nú er komið að bönk- unum að sýna á spilin.“ »11 Skilaboð til bank- anna á miðstjórn- arfundi Framsóknar Sigurður Ingi Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.