Morgunblaðið - 23.11.2020, Side 8

Morgunblaðið - 23.11.2020, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2020 Harðplast • Viðhaldsfrítt, slitsterkt og hitaþolið yfirborðsefni • Háglans, matt og yrjótt áferð • Auðvelt að þrífa og upplitast ekki Gylfaflöt 6-8, 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is Mánuður til jóla og jólastuðiðlæðist að. Jens Guð skrifar: Á æskuheimili mínu, Hrafnhóli í Hjaltadal, var hefð fyrir jólaboð- um. Skipst var á jólaboðum við næstu bæi. Það var gaman. Veislukaffi og veislumatur. Full- orðna fólkið spilaði bridge fram á nótt. Yngri börn léku sér saman. Þau sem voru nær ung- lingsaldri eða kom- in á unglingsaldur glugguðu í bækur eða hlustuðu á músík.    Í einu slíku jólaboði 1969 barsvo við að í hús var komin splunkuný plata með hljómsveit- inni Trúbroti. Þetta var fyrsta plata hljómsveitarinnar. Dúndur góð og spennandi plata. Lokalag- ið á henni heitir Afgangar (nafn- ið hljómar ekki vel á færeysku.) Þar er bróðir minn ávarpaður með nafni - ásamt öllum hans nöfnum. „Þarna ertu Stebbi minn / sanni og góði drengurinn. / Þú ert eins og afi þinn / vænsti kall, já, og besta skinn.“    Við bræður, ég 13 ára, lugum íafa að lagið væri um Stebba bróður og afa. Afi, alltaf hrekk- laus, trúði því. Hann fékk mikið dálæti á laginu og allri plötunni. Þó að hann þyrfti að staulast kengboginn með erfiðismunum á milli hæða þá lét hann sig ekki muna um það til að hlusta enn einu sinni á „lagið um okkur“. Í jólaboðinu safnaðist unga fólkið saman til að hlýða á Trúbrot. Græjurnar voru þandar í í botn. Bóndinn af næsta bæ hrópaði: „Þvílíkur andskotans hávaði. Í guðanna bænum lækkið í þessu gargi!“    Afi kallaði á móti: „Nei, þettaer sko aldeilis ljómandi fínt. Þetta er Trúbrot!““ Jens Guð Afi góður STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Alexander Kristjánsson alexander@mbl.is Allir stjórnmálaflokkar sem eiga sæti á Alþingi, og hafa þegar skilað ársreikn- ingi, skiluðu hagnaði á síðasta ári. Ríkisendurskoðun hefur nú farið yf- ir ársreikninga þeirra flokka sem skil- uðu ársreikningi fyrir lögbundinn frest, en það gerðu allir flokkar nema Píratar og Flokkur fólksins. Mestur var hagnaður Samfylkingarinnar, 71 milljón króna, en hagnaður Sjálfstæð- isflokks og Miðflokks litlu minni. Minnstur var hagnaður Viðreisnar, 24 milljónir króna. Stærstur hluti tekna stjórnmálaflokka kemur úr ríkissjóði, en á fjárlögum ársins 2019 var 740 milljónum króna ráðstafað til stjórn- málaflokka. Fjármununum er skipt milli flokkanna í hlutfalli við atkvæða- magn í síðustu alþingiskosningum. Fær Sjálfstæðisflokkurinn því mest, rúmar 178 milljónir króna, en minnst fær Flokkur fólksins, rúmar 57 millj- ónir. Framlög til stjórnmálaflokka voru aukin um 127%, þ.e. rúmlega tvö- földuð milli áranna 2017 og 2018, eftir að allir þingflokkar, nema Píratar og Flokkur fólksins, samþykktu tillögu þess efnis. Voru flokkarnir þá margir hverjir illa staddir eftir tvennar kosn- ingar á einu ári með tilheyrandi dýrri kosningabaráttu. Allir flokkar á þingi skila hagnaði  Píratar og Flokkur fólksins skiluðu ekki ársreikningi fyrir lögbundinn frest Morgunblaðið/Hari Alþingi Stærstur hluti tekna stjórn- málaflokka kemur úr ríkissjóði. Ágústa K. Johnson, fyrrverandi deildar- stjóri í Seðlabanka Ís- lands, lést á heimili sínu laugardaginn 21. nóvember. Hún var fædd í Reykjavík 22. mars 1939, dóttir hjónanna Sigríðar Kristinsdóttur Johnson gjaldkera, f. 24. októ- ber 1908, d. 11. júní 2009 og Karls Johnson bankamanns, f. 12. september 1905, d. 22. júní 1939. Ágústa lauk stúd- entsprófi frá Verslunarskóla Íslands vorið 1959 og hóf þá störf í Lands- banka Íslands. Við stofnun Seðla- banka Íslands fluttist hún yfir til Seðlabankans og var í hópi fyrstu starfs- manna hans við stofn- un, ritari hjá nýskip- uðum bankastjóra. Hún vann hjá Seðla- banka Íslands nær all- an sinn starfsferil eða í tæpa hálfa öld, lengst af sem deildarstjóri skrifstofu bankastjóra. Ágústa var fé- lagslynd, trúuð og kirkjurækin og tók virkan þátt í safn- aðarstarfi Dómkirkj- unnar. Hún var í stjórn Kirkjunefndar kvenna Dómkirkj- unnar. Hún var ógift og barnlaus en eftirlifandi bróðir hennar er Krist- inn Johnson, fyrrv. skrifstofumaður. Andlát Ágústa K. Johnson Hvar er næsta verkstæði? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.