Morgunblaðið - 23.11.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.11.2020, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2020 NOREGUR Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Knattspyrnumaðurinn Alfons Samp- sted rak smiðshöggið á góða viku í gærkvöldi er hann varð norskur deildarmeistari með félagsliði sínu Bodö/Glimt. U21-árs landslið Ís- lands, þar sem Alfons er fyrirliði, tryggði sér fyrr í vikunni sæti í loka- keppni Evrópumeistaramótsins á næsta ári sem haldið verður í Slóv- eníu og Ungverjalandi. Norski meistaratitillinn var í höfn eftir 2:1-sigur á Strömsgodset í úr- valsdeildinni í gærkvöldi en Alfons og félagar hafa haft ótrúlega yfir- burði í deildinni. Það eru enn þá fimm umferðir eftir en ekkert lið getur náð Bodö/Glimt sem er með 68 stig eftir 25 umferðir, átján stigum meira en Molde í öðru sæti. Alfons lagði upp seinna mark heimamanna er hann spilaði allan leikinn í hægri bakverðinum og mætti félögum sín- um í U21-árs landsliðinu. Valdimar Þór Ingimundarson spilaði einnig allan leikinn og skoraði mark gest- anna en Ari Leifsson sat á vara- mannabekknum. Lygilegur uppgangur „Þeir einu sem trúa þessu erum við sjálfir, þetta er svona hálf- lygilegt,“ sagði glaðvær Alfons Sampsted í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi, nýkrýndur norskur meistari. Þetta er fyrsti meistaratitill Bodö/ Glimt í sögunni en félagið hefur vak- ið heimsathygli fyrir framgöngu sína. Blaðamaðurinn Rory Smith bauð lesendum sínum í The New York Times upp á frásögn af félag- inu sem hefur boðið lögmálum knatt- spyrnunnar birginn. Í Bodö búa um 50 þúsund manns og hefur knatt- spyrnuliðið ekki unnið til mikilla af- reka. Liðið var í B-deildinni árið 2017 en hafnaði í öðru sæti efstu deildar í fyrra og hefur nú farið alla leið, þrátt fyrir að vera ekki nálægt því að eyða sömu fjármunum í leik- mannahópinn sinn og stærstu lið Noregs gera. Liðið er búið að skora 85 mörk í 25 leikjum og aðeins feng- ið á sig 28. Sigrarnir eru 22, jafntefli tvö og aðeins einn leikur hefur tap- ast. Þá stóð liðið í ítalska stórveldinu AC Milan í Evrópudeildinni, tapaði naumlega 3:2 á San Síró í Milanó. Alfons gekk til liðs við Bodö/Glimt í byrjun ársins og kom frá Norrköp- ing í Svíþjóð. Varnarmaðurinn hefur verið lykilmaður í meistaraliðinu, spilað alla deildarleikina til þessa nema einn. Hann segist hafa fundið það snemma að liðið hefði það sem til þyrfti til að fara alla leið. „Ég fór að finna það frekar fljótlega, hvernig liðið er á æfingum, leikplanið sem þjálfarinn setur upp. Hægt og ró- lega fór ég að hafa meiri og meiri trú á því að við gætum farið langt.“ Sem fyrr segir hefur vikan hjá Alfons ekki verið slæm. Sæti á EM U21, svo var hann kallaður upp í A- landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Englandi og svo meistaratitillinn í gær. „Þessi vika hefur ekki verið af verri endanum, þetta hefur verið draumi líkast. Það er ótrúlega gam- an að vera í þeirri stöðu að geta keppt um eitthvað svona. EM-sætið, gullið hérna í Noregi.“ Evrópumeistaramótið verður síð- asta verk Alfons með U21-árs liðinu þar sem hann á leikjametið, 30 leiki. Hann er orðinn 22 ára og stefnir nú á sæti í A-landsliðinu. „Ég hugsa að það sé ekki til leik- maður á Íslandi sem á ekki þann draum að spila fyrir A-landsliðið. Það er stóra markmiðið að komast þangað en hvenær það verður er ekki mitt að ákveða. Ég mun hins vegar gera allt í mínu valdi til að vera klár þegar kallið kemur.“ Íslendingar víðar í Noregi Axel Óskar Andrésson kom inn á í uppbótartíma er Viking vann 2:1- útisigur gegn Sarpsborg en Samúel Kári Friðjónsson var ónotaður vara- maður. Þá vann Start 2:1-útisigur gegn Odds en Jóhannes Þór Harð- arson þjálfar lið Start. Guðmundur Andri Tryggvason er á mála hjá lið- inu en var ekki í leikmannahópnum í gær. Viðar Ari Jónsson kom inn á á 58. mínútu og Emil Pálsson á þeirri 78. er Sandefjord mátti þola 3:2-tap á útivelli gegn Haugesund. Hefur verið draumi líkast  Alfons er norskur meistari og á leiðinni á EM með U21-árs landsliði Íslands Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Meistari Vikan hjá Alfons Sampsted hefur verið draumi líkust. Hann er á leiðinni á EM og er nú norskur meistari. New York City tapaði fyrir Orlando City í vítaspyrnukeppni í fjórðungs- úrslitum Austurdeildar MLS í knattspyrnu í Bandaríkjunum og er því úr leik. Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma og framleng- ingu, 1:1, og þurfti að grípa til víta- spyrnukeppni en Guðmundur Þór- arinsson kom inn á sem varamaður hjá New York á 115. mínútu. Orlando vann 6:5 þótt liðið væri með útileikmann í markinu eftir að markvörður liðsins fékk rauða spjaldið og varði hann síðustu spyrnuna frá Guðmundi. Brenndi af í víta- spyrnukeppni Bandaríkin Guðmundur og sam- herjar eru úr leik vestan hafs. Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur þurft að gera tvær breytingar á hópnum fyrir leikina við Slóvakíu og Ung- verjalandi í undankeppni EM sem fram fara ytra 26. nóvember og 1. desember. Dagný Brynjarsdóttir getur ekki tekið þátt vegna meiðsla og Sandra María Jessen er í sóttkví þar sem smit hefur komið upp hjá félagsliði hennar, Leverkusen. Í þeirra stað voru valdar þær Kristín Dís Árna- dóttir úr Breiðabliki og Bryndís Arna Níelsdóttir úr Fylki. Breytingar hjá landsliðinu Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Tækifæri Kristín Dís Árnadóttir var valin í landsliðshópinn. Þýskaland Göppingen – Wetzlar .......................... 33:30  Janus Daði Smárason skoraði 2 mörk fyrir Göppingen. Leipzig – Lemgo.................................. 32:32  Bjarki Már Elísson skoraði 5 mörk fyrir Lemgo. Bergischer – Füchse Berlín ............... 29:31  Arnór Þór Gunnarsson skoraði 4 mörk fyrir Bergischer en Ragnar Jóhannsson skoraði ekki. Flensburg – Stuttgart......................... 34:30  Viggó Kristjánsson skoraði 11 mörk fyr- ir Stuttgart en Elvar Ásgeirsson lék ekki með. Staðan: Kiel 14 stig, RN Löwen 14, Flensburg 12, Stuttgart 11, Göppingen 10, Wetzlar 10, Melsungen 9, Füchse Berlín 9, Erlangen 9, Lemgo 9, Magdeburg 8, Leipzig 8, Berg- ischer 7, Hannover - Burgdorf 6, Nordhorn 6, Balingen 4, Minden 3, Ludwigshafen 3, Essen 2, Coburg 0. B-deild: Gummersbach – Dessauer ................. 34:26  Elliði Snær Viðarsson skoraði 3 mörk fyrir Gummersbach. Guðjón Valur Sigurðs- son þjálfar liðið. Sachsen Zwickau – Nord Harrislee .. 35:24 Díana Dögg Magnúsdóttir var ekki í leik- mannahópi Sachsen Zwickau. Spánn Barcelona – Cuenca ............................ 38:26  Aron Pálmarsson skoraði 1 mark fyrir Barcelona. Danmörk Kolding – Aalborg............................... 32:29  Ágúst Elí Björgvinsson varði 2 skot í marki Kolding.  Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aal- borg. Lemvig – GOG...................................... 26:28 Viktor Gísli Hallgrímsson varði 6 skot í marki GOG. Pólland Kielce Chobry – Glogów..................... 35:26  Sigvaldi Björn Guðjónsson lék ekki með Kielce og Haukur Þrastarson er meiddur. Frakkland Cesson Rennes – Aix ........................... 23:24  Kristján Örn Kristjánsson skoraði 4 mörk fyrir Aix. B-deild: Nice – Angers....................................... 31:35  Grétar Ari Guðjónsson varði 13 skot í marki Nice. Noregur Bikarkeppni, undanúrslit: Elverum – Drammen .......................... 30:28  Óskar Ólafsson skoraði 3 mörk fyrir Drammen og gaf 1 stoðsendingu. Svíþjóð Kristianstad – Skövde......................... 23:25  Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði 8 mörk fyrir Kristianstad og Teitur Örn Ein- arsson 1 mark.  Bjarni Ófeigur Valdimarsson lék ekki með Skövde. Varberg – Alingsås ............................. 30:28  Aron Dagur Pálsson skoraði 4 mörk fyr- ir Alingsås. Heid – Lugi........................................... 22:20  Hafdís Renötudóttir lék ekki með Lugi. Ungverjaland Budakálász – Pick Szeged.................. 24:33  Stefán Rafn Sigurmannsson lék ekki með Pick Szeged vegna meiðsla.   Spánn Zaragoza – Barcelona......................... 85:97  Tryggvi Snær Hlinason skoraði 6 stig og tók 4 fráköst fyrir Zaragoza. Valencia – Tenerife............................. 89:95  Martin Hermannsson skoraði 6 stig og gaf 5 stoðsendingar fyrir Valencia. Gran Canaria – Andorra .................... 62:79  Haukur Helgi Pálsson skoraði 3 stig, tók 5 fráköst og gaf 2 stoðsendingar fyrir An- dorra. Þýskaland Oldenburg – Fraport .......................... 82:69  Jón Axel Guðmundsson skoraði 12 stig, gaf 5 stoðsendingar og tók 4 fráköst fyrir Fraport. Litháen Siaulai – Neveziz ................................. 87:85  Elvar Már Friðriksson skoraði 16 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 4 fráköst fyrir Siaulai. Bretland Leicester Riders – Nottingham ........ 61:48  Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 11 stig, tók 6 fráköst og gaf 4 stoðsendingar.   Meistararnir í Liverpool létu ekki skakkaföll á sig fá þegar þeir fengu Leicester City í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi en Leicester var í efsta sæti fyrir umferðina. Með sigrinum fer Liverpool upp í annað sætið og er þar fyrir neðan Tottenham á markatölu, með 20 stig. Leic- ester er með 18 stig í 4. sæti. Brendan Rodgers, fyrrverandi stjóri Liverpool, stýrir Leicester og hefði vafalaust viljað ná í stig á Anfield en svo fór ekki. Töluvert marga leikmenn vantar í lið Liver- pool, sérstaklega í vörnina, og þá fór miðjumað- urinn Naby Keita meiddur af velli snemma í síð- ari hálfleik. Heimamenn tóku forystuna á 20. mínútu er Jonny Evans varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í kjölfar hornspyrnu. Staðan varð 2:0 á 41. mínútu er Diogo Jota skoraði með skalla eftir frábæra fyrirgjöf frá Andrew Robert- son. Roberto Firmino rak svo smiðshöggið á sannfærandi sigur með skallamarki á 86. mínútu. Tottenham hafði betur þegar „stórvinirnir“ Jose Mourinho og Pep Guardiola mættu með sín lið á Tottenham Hotspur-leikvanginn. Tott- enham vann 2:0 og er liðið í efsta sæti eins og áður segir. Manchester City hefur aðeins unnið þrjá af fyrstu átta leikjum sínum og er með 12 stig. Suður-Kóreumaðurinn frábæri, Heung- Min Son, kom heimamönnum yfir strax á fimmtu mínútu eftir að Tanguy Ndombéle lyfti boltanum inn fyrir vörn City. Heimamenn juku forystuna á 65. mínútu. Giovani Lo Celso sem var nýkominn inn af varamannabekknum skor- aði eftir stoðsendingu frá Harry Kane. „Þetta er opnari deild en oft áður, ef við náum að vinna nokkra í röð þá er aldrei að vita,“ sagði Kane í viðtali við Sky Sports, spurð- ur um möguleika liðsins á að vinna deildina. sport@mbl.is AFP Sigur Jose Mourinho leiddist ekki að vinna Man- chester City með Pep Guardiola í brúnni. Liverpool lét ekki meiðslin trufla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.