Morgunblaðið - 23.11.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.11.2020, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2020 ✝ Grétar S. Sæ-mundsson fæddist á Bjarna- stöðum í Saurbæj- arhreppi í Dala- sýslu 17. mars 1943. Hann lést á líknar- deild Landspítalans 8. nóvember 2020. Foreldrar hans voru Margrét Jó- hannsdóttir ljós- móðir, f. 1898, d. 1981, og Sæmundur Guðmunds- son bóndi, f. 1889, d. 1957. Grétar var yngstur af sínum systkinum en þau eru Jóhann, f. 1928, Lilja Lára, f. 1933, d. 1998, og Kristján Finnur, f. 1937. Grétar giftist 20. ágúst 1967 Auði Baldursdóttur frá Orms- stöðum í Klofningshreppi, f. 1947. Foreldrar hennar voru Selma Kjartansdóttir og Baldur Gestsson. Börn Auðar og Grétars an af hrognkelsaveiðum í fjör- unni. Hann fór ungur að heiman til vinnu og tók gagnfræðapróf og landspróf á Laugum í Reykja- dal í Þingeyjarsýslu. Hann stund- aði síld- og loðnuveiðar og fór á vertíð. Árið 1967 hófu Grétar og Auður búskap í Reykjavík og fór hann þá um haustið í lögreglu- skólann. Hann starfaði sem lög- reglumaður til 2003 og var lengst af rannsóknarlögreglu- maður hjá RLR og aðstoðaryfir- lögregluþjónn. Tók hann þá við starfi sem dómvörður í Hæsta- rétti til 2011. Grétar hafði gaman af skóg- rækt, stundaði fiskveiðar og skotveiðar og var skákmaður góður. Hann sinnti börnum og barnabörnum af stakri kostgæfni og var ávallt reiðubúinn að að- stoða alla. Útförin fer fram í dag, 23. nóv- ember 2020, klukkan 13 frá Sel- tjarnarneskirkju. Streymt verð- ur frá athöfninni. Slóð á streymið: https://www.sonik.is/ gretar Virkan hlekk á streymið má einnig nálgast á: https://www.mbl.is/andlat eru: 1) Baldur, f. 1967, maki Ásthild- ur Jóhanna Krist- jánsdóttir. Börn þeirra eru: a) Auður Ásta, sambýlis- maður hennar er Þorbjörn Þór- arinsson, b) Kristján Hilmir. 2) Sæmund- ur, f. 1968, maki Guðrún Þorleifs- dóttir. Börn þeirra eru: a) Grétar Guðmundur, sam- býliskona hans er Guðný Árna- dóttir, b) Pétur Matthías, c) Gunnar Axel, d) Agnes Lóa. 3) Selma, f. 1972, maki Søren Pet- ersen. Börn þeirra eru: a) Hel- ena, b) Gústaf, c) Magnús. Grétar ólst upp á Bjarnastöð- um til 1945 er fjölskylda hans flutti að Neðri-Brunná í sömu sveit. Þar ólst hann upp við hefð- bundin sveitastörf og hafði gam- Það brá stundum fyrir alveg sérstöku bliki í augum tengda- pabba þegar barnabörnin hans voru annars vegar. Það er ekki auðvelt að lýsa þessu augnaráði með orðum en það geislaði af bæði væntumþykju og stolti. Barna- börnin voru honum mikilvæg en það var líka fjölskyldan öll, bæði nánasta fjölskylda og stórfjöl- skyldan. Hann sýndi umhyggju bæði í stóru og smáu og krafa um eitthvert endurgjald fyrir greiða heyrðist aldrei. Grétar var félagslyndur, naut þess að segja sögur og vildi helst fara fremur nákvæmlega yfir málavexti í sinni frásögn. Sumar sögurnar heyrði maður oftar en einu sinni en þær voru eitt af hans einkennum sem verður svo sárt saknað. Hann sagði ósjaldan frá uppvaxtarárum sínum í Saurbæn- um og ýmsum ævintýrum sem hann upplifði með foreldrum sín- um, systkinum, sveitungum og vinunum Dedda og Birgi. Tilfinn- ingin er sú að uppvöxturinn hafi verið ánægjulegur tími. Ský dró fyrir sólu þegar hann missti föður sinn ungur en fljótlega tóku við námsár, svo árin á sjónum og loks Auður. Eftir að hún kom til varð það þannig að nafnið hans var oft- ar en ekki nefnt í sömu andrá og annað nafn; Auður og Grétar. Þeirra tími saman varð 55 ár, börn, tengdabörn og barnabörn bættust við eitt af öðru og fjöl- skyldan stækkaði. Í vinnunni voru viðfangsefnin ærin; ekki síst innan lögreglunnar. Fálkagatan varð heimilið nær allan búskapinn en miklum tíma var líka varið í sveit- inni á Ormsstöðum við ýmis bú- störf og síðar skógrækt. Grétar sinnti öllum sínum ólíku verkefnum af mikilli samvisku- semi, vandvirkni og dugnaði. Hann var heilsteyptur og traustur en hann var líka skemmtilegur, fyndinn og stríðinn og það var aldrei leiðinlegt að verja tíma með honum. Grétar skilur eftir sig stórt skarð en það er stútfullt af dýr- mætum minningum um góðan mann. Takk fyrir samfylgdina. Guðrún Þorleifsdóttir. Elsku afi safi. Það er erfitt að setjast niður og setja saman texta sem fangar hversu mikilvægur þú varst mér og hversu mikil áhrif þú hafðir á mig. Eftir því sem ég sökkvi mér dýpra í minningabrunn okkar verður söknuðurinn enn meiri en á sama tíma ylja þessar minningar mér um hjartarætur. Þú varst fljótur að vinna þér sess í hjarta mínu og munt eiga þann sess að eilífu. Frá fyrsta degi var ég mikil afastelpa og var því vel við hæfi að mitt fyrsta orð hafi verið „afi“. Það var einnig ósjald- an sem ég fékk að heyra setn- inguna „mikið ofboðslega ertu lík honum afa þínum“. Þegar ég var yngri fannst mér ekki töff að vera líkt við afa minn en í dag kann ég svo sannarlega að meta það. Þær eru margar minningarnar úr æsku af stundum okkar saman. Dýrmætar stundir í sveitinni þar sem þú leyfðir okkur barnabörn- unum að hanga aftan í þér á meðan þú gróðursettir plöntur. Þú hafðir yndi af því að dunda þér við skóg- ræktina allt fram á síðasta dag. Í sumar sást þú til þess að koma eins miklum fróðleik um skógræktina yfir til okkar Þorbjarnar og þú gast og við munum sjá um skógræktina þína um ókomin ár. Þú varst ótæmandi brunnur fróðleiks á svo ótal mörgum svið- um. Þú varst afi sem vissi allt. Ég minnist stunda okkar á Fálkagöt- unni þar sem þú lagðir fyrir okkur barnabörnin þrautablöð til að leysa. Það var miserfitt að leysa þrautirnar þínar en þú hafðir allt- af trú á því að við gætum það og hvattir okkur áfram. Þér þótti einnig gaman að stríða okkur með þrautum. Hvert okkar hefur feng- ið þrautina „hvað verður þú gömul á næsta ári“ kl. 00:01 á gamlárs- kvöld. Þú hafðir gaman af því að sjá viðbrögðin okkar þegar við átt- uðum okkur á gildrunni sem við höfðum fallið í. Þegar ég var yngri var minn helsti draumur að verða rann- sóknarlögreglukona þegar ég yrði stór. Ég hélt lengi vel að sá draumur væri innblásinn af löggu- þáttum sem ég hef alltaf haft gam- an af. Þegar ég rifjaði upp æsku- minningarnar um afa löggu þá rann loks upp fyrir mér hvaðan þessi draumur kom. Þú varst fyr- irmyndin mín – afi lögga sem náði öllum vondu bófunum. Mér þykir vænt um það hversu mikið þú hélst upp á myndina sem ég teikn- aði fyrir þig á tveggja ára afmæl- inu mínu. Þá varst þú ekki mættur því að þú varst að elta bófa. Ég settist niður og teiknaði mynd af bófa fyrir þig til þess að hjálpa þér að leysa málið. Að sjálfsögðu náðir þú bófanum þann daginn eins og svo ótal marga aðra. Það er svo margt sem þú hefur kennt mér, afi. Bæði almennan fróðleik og ekki síður um það hvernig manneskja mig langar að vera og hvaða eiginleika ég vil til- einka mér. Þú hafðir ómælda þol- inmæði fyrir því að leiðbeina og kenna okkur nýja hluti. Þú varðst aldrei reiður og sýndir aldrei neinn pirring. Það hvíldi alltaf yfir þér notaleg yfirvegun sem gerði nærveru þína svo góða. Ég vona að í framtíðinni verði ég jafn góð amma og þú varst góður afi. Við sjáumst aftur seinna, elsku afi. Auður Ásta Baldursdóttir. Í dag kveðjum við afa Grétar með miklum söknuði. Ég kynntist Grétari þegar ég kom inn í fjöl- skylduna 19 ára gömul, þegar leið- ir okkar Baldurs lágu saman. Grétar tók hlýlega á móti mér og ég áttaði mig fljótt á því að tilvon- andi tengdapabbi var skarp- greindur og víðlesinn, lúmskt stríðinn og orðheppinn maður. En fyrst og fremst var honum um- hugað um fólkið sitt og það sem það var að sýsla. Grétar var afinn sem mætti á leiki og fylgdist vel með því sem barnabörnin tóku sér fyrir hendur, hvernig þeim gekk í skólanum eða almennt í lífinu. Hann var líka alltaf til í að sækja og skutla og dekra við liðið ef á þurfti að halda. Afi var þolinmóð- ur að leiðbeina unga fólkinu, leggja fyrir það ýmsa hugarleik- fimi og hann hafði einstaka unun af því að segja sögur. Auður mín var fyrsta barnabarnið og afi kíkti oft í heimsókn og var mjög áhuga- samur að fylgjast með henni þroskast. Eitt kvöldið þegar hann var að vinka henni bless þá rann fyrsta orðið af vörum hennar og það var stoltur afi sem fór heim það kvöldið því að hún hafði kvatt hann með því að segja afa. Eitt- hvað svo táknrænt. Afi Grétar og amma Auður eyddu sumrunum á Ormsstöðum og eftir að hann fékk áhuga á skógrækt undi hann sér vel niðri í skógræktargirðingu. Það var því dýrmætt að við fengum að eiga helgar með honum í sveitinni í sumar og fylgjast með honum nota síðustu kraftana í að klippa niður trjágreinar og njóta sín í sveitinni. Grétar glímdi við krabbamein og í veikindum sínum sýndi hann óbilandi æðruleysi og baráttuvilja og var ótrúlega vel áttaður þrátt fyrir mikil veikindi. Þar skein hans sterki hugur í gegn. Það sýndi hann þegar hann kvaddi okkur á messenger á Covid-tím- um með því að veifa okkur tveim- ur dögum áður en hann dó, sár- þjáður en samt enn þá með hugann hjá fólkinu sínu. Hvíl í friði, elsku Grétar, ég veit að þú heldur áfram að gæta okkar. Ásthildur J. Kristjánsdóttir. Mig langar að segja nokkur orð um hann afa Grétar sem féll frá sunnudaginn 8.11. 2020. Ég held að ég geti talað fyrir alla sem hann þekktu þegar ég segi að hann afi hafi verið yndislegur maður sem gerði allt fyrir fjölskyldu sína og vini. Frá því að ég man eftir mér gat ég alltaf leitað til afa ef eitt- hvað bjátaði á. Það eru forréttindi að eiga afa sem elskar mann og dáir, hvetur mann áfram og hjálp- ar manni að ná þeim árangri sem maður vill. Frá því að ég var krakki fannst mér alltaf gaman að vera í kringum ömmu og afa, ég fékk ósjaldan að fara með þeim í sveitina þar sem ég fékk að njóta mín einn með þeim. Þegar maður var lasinn og fór í pössun til þeirra þá mátti maður fá hvað sem var því afi vildi alltaf hjálpa manni að líða betur. Við barnabörn afa dutt- um sannarlega í lukkupottinn og hefðum ekki getað beðið um betri mann í starfið en hann afa Grétar. Maðurinn sem við litum öll upp til og elskuðum af öllu hjarta. Margir muna ábyggilega eftir einhverri af þeim ótal sögum sem afi Grétar kunni og sagði. Hann var botnlaus uppspretta af upp- lýsingum, vitneskju og sögum. Sumar þeirra voru eflaust lygar og þvæla en það skipti mann aldr- ei máli því þær heilluðu mann allt- af. Ég mun sakna þess að heyra sögur frá afa en þær sem ég fékk að heyra munu lifa í minningunni. Afi Grétar tók stóran þátt í að móta mig í þann mann sem ég er í dag. Hann kenndi mér að hafa sterka réttlætiskennd, trúa á sjálfan mig og að Manchester United væri og muni alltaf vera besta fótboltalið í heimi. Kannski mætti segja að uppeldið hafi loks- ins tekist hjá afa þegar ég kom til, þar sem enginn annar í fjölskyld- unni er United-maður. Þrátt fyrir að seinustu dagar hafi verið afar erfiðir og sorglegir er þó fallegt að hugsa til þess að afi fái loksins að hvílast eftir erfiða baráttu. Við fáum að kveðja þenn- an fallega og yndislega mann og minnast þeirra góðu stunda sem við áttum með honum. Börnin mín munu aldrei fá að kynnast afa Grétari en þau munu svo sannar- lega vita hver hann var. Þau munu fá að heyra allar sögurnar og allar minningarnar og ég vona af öllu mínu hjarta að einn daginn þegar ég verð afi geti ég verið eins og hann. Elsku afi, þín verður sárt sakn- að. Ég veit að þú munt vaka yfir okkur öllum og halda áfram að hvetja okkur til dáða. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og ég hlakka til að sjá þig aftur á endanum og heyra allar nýju sögurnar. Kristján Hilmir Baldursson. Þá er mágur okkar horfinn á braut eftir erfið veikindi. Ótíma- bært en enginn spyr að leikslok- um. Eins og gerst hafi í gær mun- um við þegar Auður systir okkar kom með þennan „töffara“ inn í líf okkar. Við höfðum heyrt af honum og séð hann keppa á íþróttamót- um en áttum ekki von á að hann yrði einn af fjölskyldunni. Í gegn- um tíðina hefur hann reynst okkur vel og alltaf tilbúinn að gera allt fyrir okkur. Önnur okkar býr út á landi og þurfti oft að koma til Reykjavíkur vegna veikinda eig- inmanns og dætra. Fékk fjöl- skyldan þá að gista hjá Auði og Grétari og var Grétar ötull að að- stoða og hjálpa til. Hann var ekki maður margra orða en traustari og áreiðanlegri mann var vart hægt að finna. Á sumrin fór hann í sínum fríum í sveitina til foreldra okkar og aðstoðaði við búskapinn og í seinni tíð tók hann þátt í skóg- rækt með móður okkar. Allt sem hann tók sér fyrir hendur var unn- ið af mikilli kostgæfni. Grétar var mikill húmoristi og alltaf til í grín. Á sínum skólaárum bjó Unnur hjá Grétar S. Sæmundsson ✝ Þórey Hvann-dal, Tóta, fæddist á Akureyri 12. mars 1950. Hún lést 5. nóvember 2020. Foreldrar hennar eru Jón Eggert Hvanndal, f. 1930, og Hjördís Hvanndal, f. 1931, d. 2015. Systkini Tótu eru Dóra, f. 1955, Björg, f. 1957, og Ólafur, f. 1962, d. 2014. Tóta giftist John Flemming Jensen, f. 1943, d. 2013, árið 1973, þau skildu. Dóttir þeirra er Hjördís Þóra Hvanndal, f. 1973, gift Andra Hlyni Guð- mundssyni, f. 1968, og eiga þau tvær dætur, Eydísi Björt A. Hvanndal, f. 1996, og Aldísi Ósk A. Hvanndal, f. 2000. Tóta ólst upp í Reykjavík. Að loknu skyldunámi fór hún í Versl- unarskóla Íslands og lauk þaðan verslunarskóla- prófi. Tóta starfaði við fjármálastjórn og bókhald en rak einnig eigin verslun með móður sinni um árabil. Útförin fer fram frá Fríkirkj- unni í Reykjavík í dag, 23. nóv- ember 2020, klukkan 14. Í ljósi aðstæðna verða eingöngu nán- ustu ættingjar og vinir við- staddir útförina. Elsku hjartans systur mína og frænku kveðjum við með ljóði eftir Hannes Pétursson, sem var hennar eftirlætis- ljóðskáld. Þú gekkst mér við hlið að garði sofenda vorkvöld þegar sólin seig rauð til eyja. Svo reikaði ég einn hjá algrónum þúfum og rýndi, fávís þau rök: að deyja. Línur sem ég kvað um kvöldstund þessa um leiðin og grasið og gamlan nafna minn þær lagðir þú allar þér á ljóðelskt hjarta - sem nú er komið í næturstað sinn því nú ert þú sjálfur sofnaður í jörðu. Þú heyrir mig ekki er ég hugsa til þín né veizt þó ég signi yfir svörð þinn grænan þegar vorkvöldsbjarmi um Vesturdal skín. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. Dáinn er ég þér. En þú munt lifa undir himni mínum þar til myrkvast hann. Missa hlýt ég þá eins og þú hefur gert ljós dagsins land, sögu, hvern mann. Þú verður ávallt í hjarta okk- ar, elsku Tóta. Þínar Dóra og Valgerður. Elsku Tóta mín, með sorg í hjarta kveð ég þig í þetta sinn. Í huga mér verður þú alltaf þessi fallega kona, með sterka út- geislun, sjarma og yndislegan hlátur. Það var alltaf svo nota- legt að vera í návist þinni, tala við þig og hlæja með þér. Ég elskaði hláturinn þinn. Þó svo að við höfum ekki sést svo mikið undanfarin ár, þá varst þú ávallt í huga mér, reyndar á hverjum degi, þegar ég þarf að nota smjördolluna. Ég hef nefnilega alltaf notað þína aðferð til þess að skafa uppúr smjördollunni, eftir að þú komst því svo fínt frá þér að þú þoldir ekki þegar það var byrjað að skafa úr miðju smjördollunni. Svo núna byrja ég alltaf við annan endann og hugsa til þín í hvert skipti, með bros á vör. Elsku Tóta mín ég er svo óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og ég elska þig fyrir að hafa eign- ast hana Þóru okkar. Með þessum fáu orðum vil ég segja bless til þín elsku Tóta mín. Hvíl í friði. Þín Bryndís. Fallin er frá vinkona mín, Þórey Hvanndal. Við kynntumst í 1. bekk í Verslunarskóla Ís- lands fyrir 55 árum og höfum haldið vináttu síðan. Ég var tíð- ur gestur á æskuheimili Tótu, þar sem Hjördís mamma henn- ar tók mér opnum örmum. Tóta Þórey Hvanndal Elsku bróðir okkar, frændi og vinur, AUÐUNN GESTSSON, blaðasali og ljóðskáld, lést á heimili sínu í faðmi fjölskyldu og vina miðvikudaginn 18. nóvember. Gerður og Heiður Gestsdætur og aðrir aðstandendur Elsku besti pabbi minn, sonur okkar, bróðir, mágur, barnabarn og frændi, LEÓ JÓHANNSSON, kafari og vélvirki, lést af slysförum hinn 17. nóvember sl. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á reikning á nafni dóttur hans, kt. 200314-3520, reikningur nr. 0114-18-751558. Útför Leós fer fram frá Vídalínskirkju hinn 3. desember kl. 15:00. Ísey Hrönn Leósdóttir Hrönn Jónsdóttir Jóhann Heiðmundsson Unnur Ármannsdóttir Atli Guðjónsson Íris Scheving Edwardsdóttir Tjörvi Guðjónsson Ingunn Grétarsdóttir Hanna Carla Jóhannsdóttir Ólafur Víðir Ólafsson Elvar Örn Jóhannsson Kristján Geir Fenger Eyleif Þóra Heimisdóttir Iðunn Elíasdóttir Guðrún Jóhannsdóttir og systkinabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.