Morgunblaðið - 23.11.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.11.2020, Blaðsíða 12
AFP Skerðing Smitvarnir röskuðu framleiðslu Tesla í sex vikur fyrr á árinu. ● Hertar smitvarnaaðgerðir tóku gildi í Kaliforníu á laugardag og kveða á um að aðeins fyrirtæki sem framleiða nauðsynjavöru eða bjóða upp á ómiss- andi þjónustu megi hafa starfsemi í gangi frá kl. 10 á kvöldin til 5 að mogni. Að sögn Reuters hafa stjórnvöld í rík- inu ákveðið að framleiðslufyrirtæki verði undanþegin þessari kvöð og því muni takmarkanirnar ekki eiga við Tesla sem starfrækir risaverksmiðju í borg- inni Fremont í Alameda-sýslu, skammt frá San Francisco. Sveitarstjórn Alameda er heimilt að setja strangari reglur ef henni þykir þörf á en virðist ekki ætla að gera það að svo stöddu. Kastaðist í kekki á milli Tesla og ráðamanna í Kaliforníu fyrr á árinu þeg- ar smitvarnaaðgerðir ollu verulegri röskun á starfsemi bílaframleiðandans yfir sex vikna tímabil. Náðu deilurnar hámarki þegar Elon Musk, forstjóri fyrirtækisins, boðaði fólk til starfa í trássi við bann stjórnvalda, höfðaði mál á hendur embættismönnum á svæðinu og hótaði að flytja starfsemi fyrirtækis síns til annars ríkis. ai@mbl.is Starfsfólk Tesla fær undanþágu 12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2020 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 ., '*-�-,�rKu KIEL/ - OG FRYSTITJEKI Iðnaðareiningar í miklu úrvali 22. nóvember 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 135.96 Sterlingspund 180.43 Kanadadalur 104.15 Dönsk króna 21.655 Norsk króna 15.129 Sænsk króna 15.783 Svissn. franki 149.21 Japanskt jen 1.3094 SDR 193.73 Evra 161.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 195.3661 Hrávöruverð Gull 1867.0 ($/únsa) Ál 1983.0 ($/tonn) LME Hráolía 44.15 ($/fatið) Brent STUTT FRÉTTASKÝRING Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Rafmyntin bitcoin hefur hækkað í verði undanfarna mánuði og er núna farin að nálgast fyrra met frá árs- lokum 2017 þegar myntin kostaði mest rúmlega 19.700 dali. Tók bitcoin að hækka skarplega í verði um miðj- an október og fór úr u.þ.b. 11.000 döl- um upp í rúmlega 18.200 dali í dag sem er hækkun upp á liðlega 65%. Verð bitcoin hefur verið nokkuð sveiflukennt á árinu; var tæplega 7.200 dalir í ársbyrjun, hækkaði í upphafi kórónuveirufaraldursins í febrúar, en tók skarpa dýfu í mars og fór þá lægst niður í tæplega 5.000 dali. Mikill sýnileiki í fjölmiðlum og spá- kaupmennska blésu lofti í heljarinn- ar bólu á bitcoin-markaði árið 2017 svo að verð rafmyntarinnar rauk upp í hæstu hæðir. Sprakk bólan í árs- byrjun 2018 og í lok sama árs hafði verð bitcoin lækkað um rösklega 80%, niður í 3.200 dali. Aftur sveifl- aðist verðið upp sumarið 2019 og fór þá yfir 11.000 dala markið en lækkaði eftir það. Spákaupmennska frekar en vörn gegn áhættu Að sögn Reuters benda áhuga- menn um bitcoin á að markaðurinn sé þroskaðri í dag en hann var fyrir þremur árum og að öflugar fjármála- stofnanir og sjóðir stundi háþróuð viðskipti með bitcoin og aðrar raf- myntir. Er þó erfitt að koma auga á hvað annað en spákaupmennska kann að vera að ýta verði bitcoin upp í dag og hæpið að fjárfestar séu t.d. að leita í rafmyntir til að verja sig gegn skakkaföllum á fjármála- og gjaldmiðlamörkuðum. Til saman- burðar má benda á að verð á gulli hefur farið lækkandi að undanförnu en löng hefð er fyrir því að fjárfestar kaupi gull þegar óvissuástand ríkir á mörkuðum, með þeim afleiðingum að gullverð hækkar í takt við vaxandi óvissu. Hefur verð á gulli verið á uppleið frá því haustið 2018 og náði hámarki í ágúst rétt yfir 2.050 dölum á únsuna, en gaf svo eftir og kostar únsan nú 1.870 dali. Segir FT að hækkun gull- verðs hafi einkum verið drifin áfram af slæmum horfum í alþjóðahagkerf- inu vegna kórónuveirufaraldursins en að fréttir af nýjum bóluefnum hafi orðið til þess að hughreysta fjárfesta. Megi því vænta frekari lækkunar gullverðs á komandi mánuðum þegar fjárfestar selja gullbirgðir sínar til að geta beint fjármagni til annarra eignaflokka. Bitcoin í uppsveiflu en gull fikrast niður á við AFP Risastökk Viðskiptavinir í rafmyntabúð í Istanbúl. Verðhækkun bitcoin stangast á við lækkun á verði gulls.  Hækkun bitcoin undanfarinn mánuð minnir á bóluna sem blés út árið 2017 Hæstiréttur Manhattan hefur úrskurðað að snyrtivöru- framleiðandinn Johnson & Johnson skuli greiða banda- rískum hjónunum 120 milljónir dala í bætur vegna asbestagna í talkúmpúðri. Annað hjónanna fékk fleiðru- krabbamein sem rakið er til daglegrar notkunar á púðrinu í rösklega hálfa öld. Í maí á síðasta ári ákvað kviðdómur að hjónunum skyldu greiddar 325 milljónir dala í bætur en hæstirétt- ur lækkaði upphæðina. Að sögn Reuters hyggst John- son & Johnson áfrýja málinu og segir verulega ann- marka á því hvernig sönnunarfærslu og túlkun laga var háttað. Fyrirtækið fullyrðir að talkúmpúðrið sem það framleiðir sé fullkomlega öruggt, innihaldi ekki asbest og valdi ekki krabbameini. Johnson & Johnson hyggst einnig áfrýja dómi sem féll í Missouri þar sem fyrirtækið var dæmt til að greiða 2,12 milljarða dala bætur til kvenna sem töldu talkúmpúður hafa átt þátt í að þær fengu krabbamein í eggjastokka. Rannsókn Reuters árið 2018 leiddi í ljós að yfir rösk- lega þriggja áratuga tímabil hefði starfsfólk Johnson & Johnson vitað af því að asbest hefði stundum verið að finna í litlu magni í því hráefni sem notað var við fram- leiðslu talkúmpúðurs. ai@mbl.is Ljósmynd/AFP Óvissa Johnson & Johnson neitar sök. Deilt hefur verið um það fyrir dómstólum hvort púðrið sé skaðlegt. Greiði risasekt vegna púðurs  Johnson & Johnson hyggst áfrýja og segir vöruna örugga Bandarísk og bresk flugfélög vinna hörðum höndum að því að fá stjórn- völd til að liðka fyrir flugsamgöngum á milli stórborganna New York og London. Um er að ræða eina af arð- bærustu flugleiðunum á milli Evr- ópu og Bandaríkjanna en strangar sóttvarnir í bæði Bretlandi og New York valda því að eftirspurn eftir flugi er nú með minnsta móti. Að sögn FT vilja flugfélögin skoða hvort við komuna til New York eða London megi láta sýnatöku koma í stað 14 daga sóttkvíar. Fyrir viku hóf United Airlines til- raunir með að skima farþega á leið frá Newark til Heathrow á vissum dögum, þeim að kostnaðarlausu. Er notast við veirupróf sem skilar niðurstöðu áður en haldið er í loftið en farþegar þurfa engu að síður að fara í sóttkví við komuna til Bret- lands, óháð niðurstöðu skimunarinn- ar. Standa vonir til að tilraunaverk- efnið leiði í ljós að með skimunum fyrir brottför megi byrja að slaka á kröfum um sóttkví og koma farþega- flugi á milli landa aftur í eðlilegt horf. Þó að flug á milli Evrópu og Bandaríkjanna sé ekki nema svipur hjá sjón þá er innanlandsflug í Bandaríkjunum byrjað að ná sér aft- ur á strik. Þannig áætlar flugfélagið Delta að í kringum þakkargjörðar- hátíðina verði flugframboð um 35- 40% af því sem það var á sama tíma í fyrra. Þakkagjörðarhátíðin er há- annatími hjá bandarískum flugfélög- um en heilbrigðisyfirvöld hafa ráðið Bandaríkjamönnum frá því að leggja land undir fót þetta árið til að fagna hátíðinni með ástvinum sínum. ai@mbl.is Erfitt að tengja New York og London  Krafa um sóttkví við komu lamar arðbæra leið  Prófa skimun fyrir brottför

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.