Morgunblaðið - 23.11.2020, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.11.2020, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2020 Bifröst Íbúar Grafarvogs urðu þeirrar gæfu aðnjótandi á dögunum að vera við enda regnbogans. Ætli hinir fornu æsir hafi verið að heimsækja hverfið, eða skyldi gullkista hafa leynst þar? Eggert Árið 2020 hefur reynst alveg ótrúlegur prófsteinn á þann ríka sið að börnin vilja ferm- ast í kirkjunni sinni. Í vor varð að fresta ferm- ingum og einnig mörg- um kynningarfundum fyrir fermingarbörn næsta fermingarárs. Marga sunnudaga og laugardaga í sumar, síðla sumars og fram á haust voru prúðbúin og spennt ung- menni að fara með minnisversins sín og svara fermingarspurningunni ját- andi í söfnuðinum. Fermingar í kirkjum landsins voru skipulagðar þannig að þær féllu að tilmælum sóttvarnalæknis og heilbrigðisyf- irvalda á hverjum tíma. Hjá sumum var fermingarmessan endur- skipulögð oftar en einu sinni. Hópum fermingarbarna sem upphaflega ætl- uðu að fermast saman var skipt upp þannig að þau fermdust fá í einu og fáein af fjölskyldum þeirra gátu verið viðstödd. Í sumum kirkjum var ferm- ingarmessan nánast samfelld messa allan daginn og fermingarbörnin komu hvert á fætur öðru með fólkinu sínu. Elja og eindrægni fermingar- barnanna er aðdáunarverð og gleðin er rík. Ég hef fengið að fylgjast með mörgum fermingardögum rætast vítt og breitt í landinu og einnig þar sem þessi siður er fastur fyrir víða um heim. Sami háttur var hafður á með fermingar í nágrannalöndum okkar og fylgdist ég sérstaklega með dönsku þjóðkirkjunni sem fór alveg eins að með nýjar lausnir í breyttum heimi. Siðurinn hélst og hátíðisdag- urinn í lífi fermingarbarnanna var jafn heilagur af því að heit þeirra var jafn einlægt frammi fyrir altarinu í kirkjunni heima. Sami Kristur í öll- um löndum. Ég óska fermingarbörn- unum og fjölskyldu og vinum þeirra til hamingju með daginn sinn og unn- ið heit. Allir prestar sem ég hef talað við um fermingarstarfið hafa verið vakin og sofin yfir því að veita þessa þjón- ustu og mikilvæga fræðslu um kristna trú. Í raun hafa allar þessar breytingar varpað nýju ljósi á þann ríka og góða sið sem við viljum halda. Í fermingarathöfn er líf barnsins á vissan hátt að taka breytingum. Fermingarbarnið breytist og nýtur sín á helgu augnabliki ævinnar. Margt breytist í fjölskyldunni og það er gaman að heyra og sjá hvað það er margt sem miðast við ferm- inguna. Sagt er að þetta eða hitt hafi gerst fyrir fermingu eða „á fermingarárinu mínu“. Það er ekki undarlegt því það eru svo miklar breytingar í lífi unga fólksins þegar þessum upptakti unglings- áranna er náð. Fram- undan eru líka miklar breytingar í lífi ein- staklingsins og þau fara inn í ótrú- legt þroskaskeið. Kannski er það vegna breytinga sem fermingin felur í sér í lífi barnsins að hún heldur fullu gildi sínu þrátt fyrir breyttar að- stæður í samfélaginu og allar þær breytingar sem við urðum að gera á þjónustunni og fræðslunni í kirkj- unni. Ef til vill heldur athöfnin fullu gildi sínu einmitt vegna þess að hvert og eitt fermingarbarn er að svara fermingarspurningunni ját- andi sem prestarnir beina til þeirra upp við altarið. Hópurinn svarar ekki saman sem hópur. Það er ein- staklingurinn sem er á játast Jesú Kristi og vill leitast við að fylgja hon- um. Fermingarbarnið á sína eigin stund, sitt eigið minnisvers og sinn fermingardag að fagna. Allir sem að þeim standa fagna með þeim. Gleðin geislar af þeim og alveg sérstaklega eftir messuna þegar það er í bland við létti. Þá á það við sem ferming- ardóttir mín sagði fyrir mörgum ár- um eftir að ég hafði komið í veisluna hennar og hitt alla fjölskyldu hennar saman komna: „Þetta er mesti ham- ingjudagur í lífinu.“ Ég óska þess að þau sem eru núna á fullu í ferming- arfræðslu vetrarins eignist sína eig- in gleði í fræðslunni og njóti þess að játa sína kristnu trú opinberlega að vori. Eftir Kristján Björnsson »Kannski er það vegna breytinga sem fermingin felur í sér í lífi barnsins að hún heldur fullu gildi sínu þrátt fyrir breyttar að- stæður í samfélaginu Kristján Björnsson Höfundur er vígslubiskup í Skálholti. biskup@skalholt.is Ríkur siður að fermast og fagna Guðmundur G. Þór- arinsson verkfræðingur og fyrrverandi alþing- ismaður hefur skrifað bók um Einvígi ald- arinnar, sem svo var nefnt. Bókin ber nafnið „Einvígi allra tíma – Spassky vs. Fischer í Reykjavík 1972“. Mikill fengur er að bók Guð- mundar. Hann tefldi hina pólitísku skák, sem var refskák á milli stórveldanna, Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Guðmundur var for- seti Skáksambands Íslands á þessum tíma og eðlilega spyr hann sjálfan sig í formála bókarinnar: „Hvers vegna í ósköpunum að skrifa enn eina bókina um heimsmeistaraeinvígið í skák 1972. Nú þegar hafa verið ritaðar um 150 bækur um einvígið auk kvik- mynda, sjónvarpsþátta, útvarpsþátta og blaða- og tímaritsgreina um þenn- an viðburð.“ Engin bók hefur verið rituð fyrr en bók Guðmundar, af þeim mönnum sem eldurinn brann heitast á. Margir sem hvöttu hann sögðu: „Það vantar frásögn innan frá, frá þeim sem stóðu þar sem sprengjurnar féllu.“ Frá- sögnin í meðferð Guðmundar verður spennusaga, lifandi og litrík, eins og við munum sem fylgdumst með ein- víginu mikla. Aldrei hafði Ísland verið jafn mikið í fréttum alls umheimsins eins og í þeim átökum sem fylgdu Bobby Fischer í þessu áskor- endamóti, og í raun átökum milli stór- veldanna tveggja. Einvígið var stærra og meira en taflmenn á borði. Það voru átök á milli austurs og vest- urs, pólitísk átök. Leiða má getum að því hvers vegna Ísland var valið til að halda leiðtogafundinn í Höfða fjórtán árum síðar, þar sem aðrir tefldu skákina, þeir Ronald Reagan forseti Bandaríkjanna og Mikhail Gorbatsj- ev leiðtogi Sovétríkjanna. Það var vegna þess hversu vel tókst til hér í fyrra einvíginu á hvítum og svörtum reitum. Ennfremur má fullyrða að skákeinvígið hefði aldrei verið haldið hér nema vegna þess að við áttum Friðrik Ólafsson, einn besta skák- mann heimsins í áratugi, dáðan mann heima og heiman. Guðmundur G. Þórarinsson tefldi líka hina stóru skák með aðdáendum Bobbys Fischers þegar hann var frelsaður úr tukthúsi í Japan. Frá því segir einnig í bókinni. Þar beið Fisc- her þeirra örlaga, að verða fram- seldur til Bandaríkj- anna, sem höfðu dæmt snilling sinn landráða- mann, og það sem beið hans var beiskur dauð- dagi í tukthúsi. Þá bætt- ist að vísu annar sterk- ur skákmaður á hinu pólitíska sviði í lið Fisc- hers, Davíð Oddsson utanríkisráðherra. Við sem sátum á Alþingi þá minnumst enn skila- boða Davíðs, sem fór gegn vini sínum George Bush forseta Bandaríkjanna, og skilaboðin voru þessi: „Þetta er hrað- skák.“ Það var eina björgunar- aðgerðin sem gat frelsað Bobby Fisc- her frá tukthúsvistinni að gera hann að íslenskum ríkisborgara. Alþingi af- greiddi tillögu utanríkisráðherrans á 12 mínútum, og hersveitin sem var í Japan náði honum út og hann slapp með naumindum hingað. Herútkall Bandaríkjanna um handtöku var krafa á hverjum flugvelli. Guðmundur rekur aðdragandann að einvíginu og hann ræðir um upp- haf skáklistarinnar. Þar kemur í ljós að Friðrik Ólafsson stórmeistari hef- ur fengist við rannsóknir á uppruna skáklistarinnar og er langt kominn með að finna fyrsta skákmann ver- aldarinnar. Bókin fjallar um æsku og uppruna bæði Fischers og Spasskys, snilld þeirra og órjúfandi vináttu og úr hverju þeir voru gerðir. Enn frem- ur fjallar bókin um alla heimsmeist- arana áður en kemur að aðdraganda einvígisins 1972. Og síðar einvíginu sjálfu: „Einvígi allra tíma.“ Eftir það leggur enginn bókina frá sér, slík er spennan og frásagnargleðin. Átökin berast inn á borð æðstu ráðamanna Íslands, Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna, átökin og kröfugerð Bobbys Fischers eru svo hörð að einvígið er hvað eftir annað að fara út um þúfur. Jafnaðargeð Spasskys er ótrúlegt og í raun Sovétríkjanna, en duttlungar og sérviska Fischers yfirgengileg. Fram að einvíginu hefur hann aldrei unnið skák í viðureigninni við heims- meistarann. Heimurinn stóð á önd- inni og allra augu mændu á Ísland og hér voru hundruð fréttamanna og öll helstu blöð þess tíma. Fischer gjör- sigrar Spassky og Sovétríkin, stór- veldi skáklistarinnar, verða að lúta í lægra haldi. Bókinni lýkur svo með öðru og enn magnaðra einvígi og uppgjöri Fisch- ers við heimaland sitt Bandaríkin. Hann er landlaus og talinn land- ráðamaður við föðurland sitt. Neyð- arkall Bobbys Fischers berst úr tukt- húsi í Tókýó til Sæma rokk eða Sæmundar Pálssonar vinar hans um hjálp. Samtökin RJF eru stofnuð um frelsun Fischers. Þar eru þeir Einar S. Einarsson, Sæmundur Pálsson, Guðmundur G. Þórarinsson, Garðar Sverrisson, Helgi Ólafsson og Magn- ús Skúlason. Nú jaðrar við heims- styrjöld við litla Ísland. George Bush forseti og Donald Rumsfeld varnar- málaráðherra eru snaróðir yfir fram- ferði Íslendinga: „Ætlar þessi litla þjóð að ganga í berhögg við helsta stórveldi heimsins og gera það aft- urreka með framsalsbeiðni sína?“ Þannig voru viðbrögðin. Bobby Fischer kom hingað og eignaðist annað föðurland og hvílir nú í kirkjugarðinum í Laugardælum. Jarðarförin fór fram um miðja nótt og tók 12 mínútur. Hún var hraðskák því að Bandaríkjamenn ætluðu að ná Fischer lifandi eða dauðum eins og Norðmenn Snorra Sturlusyni forð- um. Mögnuð var neitun Davíðs Odds- sonar þegar sendiherra Bandaríkj- anna krafðist þess að Fischer yrði framseldur, Davíð svaraði: „Það er ekki hægt, við framseljum ekki Ís- lendinga,“ og þar við sat. Guðmundur segir svo frá afleiðingunum á al- þjóðavísu og hefnd Bandaríkjanna. Þeir fóru með herinn og allt sitt haf- urtask frá Íslandi. Í bankahruninu hjálpuðu Bandaríkjamenn öllum Norðurlandaþjóðum um reiðufé, nema neituðu að hjálpa Íslandi. Og sagan segir að samkomulag ESB og Bandaríkjanna í bankahruninu hafi verið það að Lehman Brothers- bankarnir yrðu gjaldþrota þar, og vegna Icesave og hörku Íslendinga í því máli yrði Ísland gert gjaldþrota. En bókin er mögnuð lesning, allir þeir sem muna einvígið verða að lesa hana og ekki hinir síður sem fæddir eru eftir „einvígi allra tíma“. Guðmundi ferst eins og bóndanum á Svínafelli forðum í höll Sigurðar jarls. Hann ber öllum mönnum gott orð og því er honum trúað. Eftir Guðna Ágústsson » Guðmundur G. Þór- arinsson tefldi líka hina stóru skák með aðdáendum Bobbys Fischers þegar hann var frelsaður úr tukt- húsi í Japan. Guðni Ágústsson Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Bókin „Einvígi allra tíma“ reyfarakennd spennubók

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.