Morgunblaðið - 23.11.2020, Side 22

Morgunblaðið - 23.11.2020, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2020 Raðauglýsingar Tilkynningar Aðalskipulag Dalabyggðar 2004-2016 Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 18. nóvember 2020 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016 í landi Hróðnýjarstaða í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Aðalskipulagsbreytingin felst í því að allt að 400 ha landbúnaðarland er breytt í skilgreint iðnaðarsvæði til vindorkunýtingar. Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð verða til sýnis í Stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar í Búðardal og hjá Skipulagsstofnun, frá mánu- deginum 23. nóvember til miðvikudagsins 20. janúar 2021. Skipulagsgögnin eru einnig á vefsíðu Dalabyggðar www.dalir.is. Athugasemdafrestur vegna ofangreindrar tillögu er til 20. janúar 2021 og skal athuga- semdum vinsamlegast skilað til skipulags- fulltrúa Dalabyggðar, Stjórnsýsluhúsinu að Miðbraut 11, 370 Búðardal eða með tölvu- pósti í netfangið: skipulag@dalir.is, merkt Hróðnýjarstaðir - Breyting á aðalskipulagi. Aðalskipulag Dalabyggðar 2004-2016 Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 18. nóvember 2020 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016 í landi Sólheima í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Aðalskipulagsbreytingin felst í því að allt að 400 ha landbúnaðarland er breytt í skilgreint iðnaðarsvæði til vindorkunýtingar. Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð verða til sýnis í Stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar í Búðardal og hjá Skipulagsstofnun, frá mánu- deginum 23. nóvember til miðvikudagsins 20. janúar 2021. Skipulagsgögnin eru einnig á vefsíðu Dalabyggðar www.dalir.is. Athugasemdafrestur vegna ofangreindrar tillögu er til 20. janúar 2021 og skal athuga- semdum vinsamlegast skilað til skipulags- fulltrúa Dalabyggðar, Stjórnsýsluhúsinu að Miðbraut 11, 370 Búðardal eða með tölvupósti í netfangið: skipulag@dalir.is, merkt Sólheimar - Breyting á aðalskipulagi. Félagsstarf eldri borgara Seltjarnarnes Námskeiðin í leir og gleri eru í samráði við leiðbein- endur. Jóga í dag á Skólabraut kl. 10 fyrir íbúa Skólabrautar og kl. 11 fyrir íbúa utan Skólabrautar. Pössum upp á allar sóttvarnir og 10 manna hámarkið í hverju rými. Kaffikrókurinn og samveran eftir hádegi er eingöngu fyrir íbúa Skólabrautar. Smáauglýsingar Bækur Bækur til sölu Ljóðabók Jóns Þorlákssonar Bægisá. Alfreð Flóki teikningar . Um Grænland að fornu og nýju. Árbækur Espolín 1. til 12. 1.útg. Ævisaga Árna Þórarinssonar 1 - 6. Aldarfar og örnefni í Önundarfirði. Gestur Vest- firðingur 1 - 5. Stjórnartíðindi 1885 til 2000. 130.bindi. Mann- talið 1703. Kollsvíkurætt. Ponzi 18. og nítjánda öldin. Fjalla- menn. Hæstaréttardórmr 1920 til 1960 40. bindi. Þjóðsögur Jóns Árnasonar. Kvennablaðið fyrsta til fjórða ár Bríet 1895. Ódáðahraun 1 - 3. Fritzner orðabók 1 - 4. Flateyjarbók 1 - 4. Ferðabók Eggerts og Bjarna 1981. Íslenskir Sjávarhættir 1 - 5. Sýslumannaævir 1 - 5. Tímrit Verkfræðinga Íslands 1 - 20 ár. Tímarít hins íslenska Bókmenntafélags 1 - 25. Ársskýrsla sambands íslenskra Rafveitnaa 1942 - 1963. Hín fyr- sti til 44. árgangur. Skýrsla um Landshagi á Íslandi 1 - 5. Töllatunguætti 1 - 4. Síðasti musterisriddarinn Parceval. Aus- tan tórur 1 - 3. Kerling vill hafa nokkuð fyrir snúð sinn. Nína. Ferðabók Þ. TH 1- 4. önnur útgáfa. Fólkð í fyrðinum 1 - 3. Ættir Austfirðinga 1 - 9. Heims- meistaraeinvígið í skák 1972. Landfræðisaga Íslands 1 - 4. Lýsing Íslands 1 - 4 plús min- ningarbók Þ.HT. Almannak hins Íslenska Bókmenntafélags 1875 - 2006., 33. bindi. Inn til fjalla 1 - 3. Fremra Hálsætt 1- 2. Kirkju- ritið 1 - 23. árgangur. Bergsætt 1 - 3. V-Skafeftellingar 1 - 4. Uppl. í síma 898 9475 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Bílar Nýr Svartur Mitsubishi Outlander á Black Friday tilboði ! Vetrardekk og mottu sett fylgir. 5 ára ábyrgð. Flottasta typa. Verðtilboð kr. 5.690.000,- www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. Húsviðhald ✝ Gunnar Árna-son fæddist á Akureyri 1. mars 1938. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 13. nóv- ember 2020. Foreldrar Gunn- ars voru Árni Jó- hannesson vélstjóri á Akureyri, f. 1894, d. 1958 og Elísabet Sumarrós Jakobsdóttir húsfreyja, f. 1912, d. 1992. Systkini Gunnars eru: Björg- vin, f. 1939, d. 1960. Guð- mundur Hreinn, f. 1943, d. 2005. Guðlaug, f. 1946. Anna Bryndís, f. 1947, d. 2009. Jak- ob, f. 1949, d. 2019. Edda Skagfjörð, f. 1952. Hinn 30. júní 1962 giftist Gunnar Svövu Engilbertsdóttur frá Vatnsenda í Skorradal, f. 1938, d. 2011. Var hún dóttir hjónanna Engilberts Runólfs- sonar og Bjargar Eyjólfsdóttur. Börn Gunnars og Svövu: 1) Björgvin Guðmundur, f. 1960, d. 1961. 2) Elísabet Björg, f. 1961, maki Sigurgeir Vagnsson og eiga þau sex syni. 3) Björgvin Árni, f. 1965, maki Patch- aree Srikonkawe og eiga þau þrjú börn. 4) Gunnar Viðar, f. 1968, maki Kristín Ólafs- dóttir og eiga þau þrjá syni. Gunnar starfaði sem flutn- ingabílstjóri lengst af og var með sinn eigin rekstur. Útför Gunnars fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 23. nóv- ember 2020, kukkan 13.30. Vegna fjöldatakmarkana verða aðeins nánustu aðstand- endur viðstaddir athöfnina en streymt verður frá henni á vef Akureyrarkirkju. Stytt slóð á streymið: https://tinyurl.com/yybfk6f4/. Hægt er að nálgast virkan hlekk á streymið á: https://www.mbl.is/andlat/. Kæri frændi og br. H.t.au.ei. „Áfram veginn í vagninum ek ég“ eru þær ljóðlínur sem koma upp í huga minn þegar ég sest niður og minnist föður- bróður míns, Gunnars Árnason- ar flutningabílstjóra, enda ófáir kílómetrarnir sem lágu að baki eftir langa starfsævi á vegum landsins. Ég var ekki hár í loft- inu þegar ég fór fyrst að fara með þér á milli Reykjavíkur og Akureyrar í þeim erindagjörð- um að heimsækja fólkið mitt fyrir norðan. Sæll púki, var kveðjan sem ég fékk þegar ég brölti upp í bílinn og lifði sú kveðja vel fram á unglingsárin. Hann frændi minn var ótæm- andi sagnabrunnur þegar við vorum á þessari leið Akureyri- Reykjavík og margar sögur sagðar sem aldrei hafa birst á prenti. Þegar ég svo fór í meiraprófið og byrjaði að keyra varstu óspar á að koma með góð ráð og sum þeirra oftar en einu sinni til þess að ganga úr skugga um að þau festust. „Notaðu keðjurnar og láttu þér vera alveg sama þó þú verðir kallaður keðjuglaður“ var eitt þeirra, „settu í lágan gír og dól- aðu þér niður brekkur og þá áttu fullar bremsur þegar þú kemur niður og ert ekki búinn að steikja allt draslið“ var ann- að og þau voru mörg svoleiðis ráðin. Eitt sinn var Gunni fall- inn á tíma þannig að ég tók við bílnum í Staðarskála og áfram var haldið norður sem er svo sem ekki í frásögur færandi en þegar við erum rétt komnir fram hjá Blönduósi bað höfð- inginn mig um að hægja á mér sem var ekki tiltökumál því að klukkan var orðin margt og engin umferð, eftir smátíma segir hann stoppaðu núna sem og ég geri og hann opnaði hurðina og vatt sér út og sá ég á eftir honum út fyrir veg. Eft- ir smátíma kemur hann aftur og heldur á hjólkoppi og segir: ég var viss um að ég hefði tap- að honum hér í gær (talandi um að þekkja vegina). Að koma í Grænugötuna til Gunna og Svövu var alltaf fast- ur liður þegar norður var kom- ið og þaðan fór enginn svangur enda bæði tvö höfðingjar heim að sækja og skemmtilegar stundir sem var eytt við eld- húsborðið með spjalli og hlátri og alltaf var gengið inn bak- dyramegin, ég held að ég hafi bara einu sinni orðið svo fræg- ur að hafa komið aðaldyra- megin. Reglustarfið, söngurinn og síðast en ekki síst Húninn voru áhugamálin sem upp úr stóðu og veittu Gunna ómælda gleði og var ég svo heppinn að ná að fara einu sinni í skemmtisigl- ingu með þeim þegar hann var í áhöfn Húna og var ég að sjálf- sögðu látinn vera á spottanum með honum. Nú er komið að leiðarlokum í bili og án efa er Gunni farinn að flytja vörur í Sumarlandinu á A1860 og ef mikið liggur við er líklegast „ein gjöf staðið flatt“. Ég læt nokkrar línur eftir Magnús Eiríksson vera mín lokaorð þó svo að ég gæti skrif- að miklu, miklu meira. Alltaf fjölgar himnakórnum í og vinir hverfa koma mun að því. En þegar lýkur jarðlífsgöngunni, aftur hittumst við í blómabrekkunni. Elsku Bjögga, Bóbó, Gunni Viðar, Lauga og fjölskyldur, megi Hinn hæsti umvefja ykk- ur og styrkja í sorginni. Minningin um góðan mann lifir. Víðir Guðmundsson. „Gunni Árna er kominn“ … Í okkar fjölskyldu þýddi það að nú var eitthvað að fara í gang. Oftast eitthvað tengt flutning- um á fólki eða dóti, jafnvel bú- slóð, innanbæjar eða lands- horna á milli. Og alltaf fylgdi fjör og kraftur. En líka voru það innlitin í kaffi, endalaust góðar og skemmtilegar sögur og alltaf fylgdi sama fjör og kraftur. Stórfjölskyldan okkar var svo lánsöm að kynnast Gunnari Árnasyni snemma þegar hann ungur gerðist vinnumaður á Gautlöndum, og fyrir okkur var hann órjúfanlegur hluti af fjöl- skyldunni með sínum sterka og sanna karakter, ætíð reiðubú- inn að leggja sitt af mörkum, en ekki síður sem sá hjartahlýi maður sem maður treysti al- gjörlega fyrir öllu, jafnvel lífi sínu. Hann tengdist Gautlanda- heimilinu sterkum böndum og ræktaði vinskap við allar kyn- slóðirnar. Minningar hrannast upp, oft fengum við af yngri kynslóðinni far með honum milli Akureyrar og Reykjavíkur þegar við vor- um í námi og vinnu. Stundum fylgdi það með að ferma og af- ferma flutningabílinn sem var lengst af hans vinnutæki, og öll áttum við dásamlegar stundir sitjandi við hlið hans í framsæt- inu, spjallandi saman um heima og geima. Við fengum líka að koma með honum í bílstjóramat í Staðarskála eða Hvalfirðinum, og manni virtist hann þekkja nánast alla landsmenn. Gunni var alveg óbundinn aldri. Var vinur jafnt ungra sem gamalla og sýndi áhuga á því sem við tókum okkur fyrir hendur, fylgdist með, og þótt það liði tími milli funda fannst manni alltaf eins og við hefðum síðast hist í gær. Ein með ánægjulegri minn- ingum okkar systkina voru inn- lit hans heim á Spítalaveginn á aðfangadag. Jólin okkar byrj- uðu eiginlega þegar hann og nokkrir aðrir heimilisvinir komu í heimsókn upp úr hádeg- inu á aðfangadag. Hangikjöt og laufabrauð, smákökur og brún- terta voru á eldhúsborðinu, allt óformlegt í baukum og á brett- um enda hátíðin ekki gengin í garð, en þétt setið og dásam- lega skemmtilegar, kraftmiklar umræður, hlátur, góðar sögur og væntumþykjan alltumlykj- andi. Þessar stundir fylgja okk- ur alla tíð. Við þökkum Gunnari Árna- syni fyrir mikilvægan og dýr- mætan þátt í lífi okkar og send- um aðstandendum hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Systkinin á Spítalavegi 13, Geirfinnur Jónsson, Sólveig Anna Jónsdóttir, Herdís Anna Jónsdóttir. Það kom mér ekki alveg á óvart þegar frétt barst um það að Gunni Árna væri látinn. Hann hafði um margra ára skeið barist við manninn með ljáinn en alltaf haft betur þar til fyrir nokkrum dögum. Hann var hinsvegar dauðanum viðbú- inn og þar hjálpaði honum hans einlæga barnatrú sem hann rækti alla ævi. Það er hins vegar alltaf svo að dauð- inn er mikið áfall fyrir þá ætt- ingja og vini sem eftir standa jafnvel þótt allir hafi vitað að hverju stefndi. Ég man fyrst eftir Gunna í Versluninni Eyja- fjörður þar sem hann var inn- anbúðarmaður og bílstjóri en fljótlega og mjög ungur fór hann til sjós og var á togurum ÚA um margra ára skeið. Eitt sinn þegar ég var á næturvakt hjá lögreglunni kom inn ÚA- togari síðla nætur. Ég renndi niður á bryggju og hitti þá Gunna sem spurði mig hvort ég gæti skutlað sér heim sem var sjálfsagt. Hann hafði með sér nokkrar spyrður af signum fiski sem hann hafði gert að og sagðist ætla að gefa þetta nokkrum vinum sínum. Hann keypti sér nokkrum árum síðar flutningabíl og hóf að flytja vörur á milli Reykjavíkur og Akureyrar og einnig til ann- arra staða á landinu. Þetta var erfitt starf og þurftu menn að vera vel hraustir til að stand- ast það. Oft voru veður oft vá- lynd og snjór gat verið mikill á leiðum þessara bíla og þá gátu líka pyttirnir í vorleysingum verið erfiðir. Gunni taldi það vera mikið lán fyrir sig þegar hann gekk til liðs við Frímúr- araregluna en það stundaði hann af miklum dugnaði og áhuga. Þar eignaðist hann góða og einlæga vini sem nú sjá á bak góðum bróður. Reglubræð- ur kunnu vel að meta áhuga og dugnað Gunna og naut hann mikils trausts hjá þeim öllum. Hann var sérstaklega heiðrað- ur fyrir sín góðu störf. Um margra ára skeið starfaði Gunni í Húnafélaginu svokall- aða en þar eins og annars stað- ar vann hann öll störf af dugn- aði og mikilli skyldurækni. Nú kveðjum við frímúrarabræður góðan bróður og við biðjum hinn hæsta höfuðsmið að vaka yfir velferð fjölskyldu Gunna um alla eilífð. Ég þakka þér, kæri vinur, fyrir öll þau góðu ár sem við áttum saman. Far þú í friði og hafðu þökk fyrir allt og allt. Ólafur Ásgeirsson. Gunnar Árnason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.