Morgunblaðið - 23.11.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.11.2020, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2020 Elísabet Gunnarsdóttir bætti fjöður í hatt sinn í þjálfuninni í gær þegar hún var útnefnd þjálfari ársins í sænsku knattspyrnunni. Er þetta í annað sinn sem Elísabetu hlotnast þessi heiður en hún varð einnig fyr- ir valinu árið 2017. Kristianstad hafnaði í 3. sæti undir stjórn Elísabetar á nýaf- stöðnu tímabili. Er það besti árang- ur í sögu liðsins og mun það leika í Meistaradeild Evrópu í fyrsta skipti á næsta ári. Glódís Perla Viggós- dóttir, hjá Rosengård, var tilnefnd sem besti varnarmaðurinn. Elísabet heiðr- uð í annað sinn Ljósmynd/@_OBOSDamallsv Svíþjóð Elísabet Gunnarsdóttir nýt- ur mikillar virðingar í Svíþjóð. Seltirningurinn Viggó Kristjánsson er kominn í hóp þeirra Íslendinga sem skorað hafa 10 mörk eða fleiri í leik í efstu deild þýska handboltans. Viggó skoraði ellefu mörk gegn stórliði Flensburg á útivelli í gær. Það dugði ekki Stuttgart til sigurs því Flensburg sigraði 34.30. Viggó skoraði mörkin 11 úr 16 skottilraunum og var auk þess með fjórar stoðsendingar. Viggó hefur skorað 71 mark á tímabilinu, jafnmörg og Austurrík- ismaðurinn Robert Weber hjá Nordhorn og eru þeir markahæstir. Ljósmynd/Stuttgart Þýskaland Viggó Kristjánsson rað- ar inn mörkunum fyrir Stuttgart. Stórleikur gegn stórliðinu FRÉTTASKÝRING Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Áfrýjunardómstóll Knattspyrnu- sambands Íslands kvað upp dóma í málum Fram og KR gegn stjórn sambandsins á föstudaginn en hann felldi þar úr gildi úrskurð aga- og úr- skurðarnefndar og vísaði málunum aftur til nefndarinnar. Margir eru þessum málum vel kunnugir en málavextir eru stuttlega þeir að bæði félög kærðu stjórn KSÍ til aga- og úrskurðarnefndar eftir að hún tók ákvörðun um að hætta keppni á Íslandsmótum sínum þann 30. október síðastliðinn. KR-ingar töldu að stjórninni hefði verið óheim- ilt að setja á laggirnar bráðabirgða- reglugerð vegna kórónuveirufarald- ursins en hætt var keppni á grund- velli hennar. Töldu KR-ingar stjórnina hafa farið gegn lögum sam- bandsins. Framarar kröfðust þess að ógilt yrði sú ákvörðun að veita Leikni úr Reykjavík sæti í úrvals- deild á sinn kostnað en bæði lið voru jöfn að stigum þegar keppni var hætt. Töldu Framarar að stjórnina hefði skort heimild í reglugerðinni til að taka umrædda ákvörðun. Nefndin úrskurðaði í málum félag- anna mánudaginn 16. nóvember og vísaði þeim báðum frá, enda taldi hún það ekki á valdsviði sínu að beita stjórn KSÍ viðurlögum og vísaði meðal annars til þess að stjórnin gæti samkvæmt lögum ekki verið varnaraðili í málum innan sam- bandsins. Framarar og KR-ingar gagnrýndu þessa niðurstöðu og töldu það ekki boðlegt að stjórn KSÍ gæti tekið ákvörðun sem síðan eng- inn aðili gæti tekið til endurskoð- unar, sér í lagi í ljósi þess að aðild- arfélögunum er einnig óheimilt að bera ágreiningsmál sín innan vé- banda sambandsins undir almenna dómstóla. Báðir aðilar áfrýjuðu mál- um sínum til dómstólsins og sagði Páll Kristjánsson, formaður knatt- spyrnudeildar KR, að Vestur- bæingar myndu ekki una því að mál- ið fengi ekki efnislega meðferð, jafnvel ef það þýddi að leita þyrfti út fyrir dómstól sambandsins. „Það er oft þannig í íþróttunum að stjórnskipulagið er öðruvísi, sér- samböndin setja sér eigin lög og reglur sem virðast stundum vera óháðar því sem gildir í samfélaginu,“ sagði Ragnar Baldursson, lögmaður með meistaragráðu í íþróttarétti frá De Montfort-háskólanum á Eng- landi, við Morgunblaðið sem sló á þráðinn til hans til að ræða málaferl- in stuttlega. Hann segist fagna því að málin fái efnislega meðferð innan KSÍ en annars hefðu félögin senni- lega getað leitað réttar síns annars staðar. Bitist um 1. desember „Þetta er eitt af þeim atriðum sem hefur oft reynt á erlendis, þ.e. hvort almennir dómstólar geti fjallað um mál sérsambanda í íþróttahreyfing- unni. Almennt hefur verið talið, ef málið varðar mikla hagsmuni og skipti einstaklinga verulegu máli, að þá geti dómstólar tekið málið fyrir. Þetta á ekki síst við ef íþrótta- samböndin hafa hugsanlega brotið gegn eigin lögum.“ Ragnar telur að það sé nú aga- og úrskurðarnefndarinnar að meta hvort 44. grein laga KSÍ hafi veitt stjórninni vald til að taka umrædda ákvörðun. Í því ákvæði segir að „stjórn KSÍ hefur lokaákvörðun um öll þau málefni varðandi knattspyrn- una innan vébanda ÍSÍ, sem lög þessi eða reglugerðir KSÍ ná ekki sérstaklega til eða þegar meiriháttar utanaðkomandi atburðir krefjast þess“. „Í mínum huga snýst þetta um hvort þessi 44. grein leyfi mönnum að grípa inn í mótahaldið,“ sagði hann en stjórn KSÍ taldi sig, með vís- an til þessarar lagagreinar, hafa haft skýra tilvísun og lagastoð til að grípa til aðgerða enda flestum ljóst hvaða áhrif kórónuveiran hefur haft í sam- félaginu og á sviði íþrótta innanlands sem erlendis. „En svo er auðvitað spurning hvort það hafi legið svona mikið á eða hvort eðlilegra hefði verið að kalla aðildarfélögin saman,“ bætti hann við og vísar þar til þess að síð- ustu mögulegu mótslok Íslandsmóts- ins voru ákveðin 1. desember 2020 í bráðabirgðareglugerðinni. KR-ingar telja að sú dagsetning hafi enga þýð- ingu, að stjórn KSÍ hafi ekki heimild til að breyta lokadegi mótsins og að 44. lagagreinin, sem var tíunduð hér að ofan, hafi ekki veitt henni heimild til að fara gegn skýrum ákvæðum laga sambandsins um mótslok. Gott að fá efnislega meðferð Ragnar segist ekki geta svarað því af hverju KSÍ miðaði við 1. desember en benti á hvað gerðist víða í Evrópu í sumar þegar keppni fór að dragast á langinn vegna veirunnar. „Eitt af stóru vandamálunum sem víða þurfti að leysa var að leikmannasamningar á lokaári gildistíma síns runnu út 30. júní en á því tímamarki voru nokkrar umferðir óleiknar. Meira að segja FIFA blandaði sér í málið og setti meðal annars fram leiðbeiningar um hvernig sambandið teldi best að standa að málum varðandi leik- mannasamninga sem voru að renna út. Það er ákveðið grundvallaratriði hjá FIFA og UEFA að tímabil séu kláruð með þeim leikmannahópum sem byrjuðu það. Ef Íslandsmótið á að hefjast aftur næsta vor þá verða mörg félög komin með allt annan leikmannahóp og jafnvel nýjan þjálf- ara.“ Á Íslandi er algengt að leikmanna- samningar renni út 16. október og þó KSÍ geti óskað eftir að tillit sé tekið til aðstæðna til skamms tíma að því markmiði að ljúka mótum, þá er það auðvitað alltaf ákvörðun félags og leikmanns hvað skal gera að samn- ingi loknum. „Félagaskiptagluggar eru í raun takmarkanir á atvinnufrelsi, knatt- spyrnumenn geta ekki farið á milli vinnuveitenda eins og í öðrum störf- um í Evrópu. En þessar takmark- anir voru heimilaðar vegna þess að það er talið gríðarlega mikilvægt að halda leikmannahópum liða yfir tímabilið svo að deildirnar séu trú- verðugar,“ sagði Ragnar. .„Það verður skemmtilegt fyrir okkur sem fylgjumst með að fá efn- islega meðferð á þessu máli,“ bætti hann við og eru það viðeigandi loka- orð. Niðurstaða er í augsýn Morgunblaðið/Íris Úrlausn Stjarnan fékk sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð en KR sat eftir með sárt ennið þegar keppni var hætt. Liðin áttu eftir að mætast innbyrðis.  Fagnaðarefni að mál Fram og KR gegn stjórn KSÍ fái efnislega meðferð England Fulham – Everton.................................... 2:3  Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á hjá Everton á 76. mínútu. Leeds – Arsenal ....................................... 0:0  Rúnar Alex Rúnarsson var á vara- mannabekknum hjá Arsenal. Newcastle – Chelsea ................................ 0:2 Aston Villa – Brighton ............................ 1:2 Tottenham – Manchester City................ 2:0 Manchester United – WBA..................... 1:0 Sheffield United – West Ham ................. 0:1 Liverpool – Leicester............................... 3:0 Staðan: Tottenham 9 6 2 1 21:9 20 Liverpool 9 6 2 1 21:16 20 Chelsea 9 5 3 1 22:10 18 Leicester 9 6 0 3 18:12 18 Southampton 8 5 1 2 16:12 16 Everton 9 5 1 3 19:16 16 Aston Villa 8 5 0 3 19:11 15 West Ham 9 4 2 3 15:10 14 Crystal Palace 8 4 1 3 12:12 13 Manch.Utd 8 4 1 3 13:14 13 Arsenal 9 4 1 4 9:10 13 Wolves 8 4 1 3 8:9 13 Manch.City 8 3 3 2 10:11 12 Leeds 9 3 2 4 14:17 11 Newcastle 9 3 2 4 10:15 11 Brighton 9 2 3 4 13:15 9 Fulham 9 1 1 7 9:18 4 WBA 9 0 3 6 6:18 3 Burnley 7 0 2 5 3:12 2 Sheffield Utd 9 0 1 8 4:15 1 B-deild: Millwall – Cardiff..................................... 1:1  Jón Daði Böðvarsson kom inn á hjá Mill- wall eftir 76 mínútur. C-deild: Peterborugh – Blackpool ....................... 1:2  Daníel Leó Grétarsson lék allan leikinn með Blackpool. Þýskaland Mönchengladbach – Augsburg.............. 1:1  Alfreð Finnbogason lék fyrstu 65 mín- úturnar með Augsburg. B-deild: Aue – Darmstadt...................................... 3:0  Guðlaugur Victor Pálsson lék ekki með vegna meiðsla. Ítalía Sampdoria – Bologna.............................. 1:2  Andri Fannar Baldursson var á vara- mannabekknum hjá Bologna. B-deild: Brescia – Venezia .................................... 2:2  Birkir Bjarnason kom inn á eftir 70 mín- útur hjá Brescia en Hólmbert Aron Frið- jónsson er meiddur.  Óttar Magnús Karlsson kom inn á eftir 70 mínútur hjá Venezia en Bjarki Steinn Bjarkason var ekki í hópnum. Frakkland Montpellier – Le Havre........................... 3:1  Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir léku allan leikinn með Le Havre. Rússland CSKA Moskva – Sotsjí ............................ 1:1  Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn. Arnór Sigurðsson lék fyrstu 69 mínúturnar og skoraði mark CSKA. Holland AZ Alkmaar – Emmen ............................ 1:0  Albert Guðmundsson lék fyrstu 78 mín- úturnar fyrir AZ. Kasakstan Shakhtar Karagandy – Astana.............. 3:1  Rúnar Már Sigurjónsson lék fyrstu 69 mínúturnar með Astana. Grikkland PAOK – Giannina .................................... 2:1  Sverrir Ingi Ingason var á varamanna- bekknum hjá PAOK. Olympiacos – Panathinaikos.................. 1:0  Ögmundur Kristinsson var varamark- vörður hjá Olympiacos. Katar Al-Arabi – Al-Sadd .................................. 1:4  Aron Einar Gunnarsson lék fyrstu 90 mínúturnar og skoraði fyrir Al-Arabi. Heimir Hallgrímsson þjálfar liðið. Danmörk Vejle – Bröndby ....................................... 0:2  Hjörtur Hermannsson kom inn á hjá Bröndby á 78. mínútu. AGF – Midtjylland ................................... 1:2  Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á hjá AGF á 71. mínútu.  Mikael Anderson kom inn á hjá Midt- jylland á 71. mínútu. OB – SönderjyskE ................................... 1:1  Aron Elís Þrándarson og Sveinn Aron Guðjohnsen komu báðir inn á hjá OB á 78. mínútu.  Ísak Óli Ólafsson var á varamanna- bekknum hjá SönderjyskE. B-deild: Esbjerg – Skive ........................................ 2:1  Andri Rúnar Bjarnason lék fyrstu 60 mínúturnar og skoraði fyrir Esbjerg. Ólaf- ur H. Kristjánsson þjálfar liðið. Silkeborg – Helsingör............................. 3:3  Stefán Teitur Þórðarson kom inn á eftir 78 mínútur hjá Silkeborg. 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.