Morgunblaðið - 23.11.2020, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.11.2020, Blaðsíða 19
þeim hjónum og voru hún og vin- konur hennar oft með ýmsar uppákomur sem yfirleitt var vel tekið. Eitt sinn hafði Grétar lánað Unni og Ingu vinkonu hennar 200 kr., sem var mikill peningur þá og þóttust þær sniðugar þegar þær settu peningana í póstkassann ásamt bréfi þar sem greiðinn var þakkaður. Eftir einhvern tíma fékk Inga ábyrgðarbréf sem þurfti að sækja á pósthús. Í um- slaginu voru 200 krónurnar ásamt bréfi sem hófst á þessum orðum: „Þið uppþornuðu piparjónkur“ (við vorum ca. 19 ára). Í bréfinu var okkur var tjáð að hann hefði aldrei gert okkur „greiða“ og myndi aldrei gera. Einnig er okk- ur minnisstætt þegar Júlíana dóttir Unnar var ein heima hjá sér og hringdi í Grétar til að vita hvað hún ætti að gera. Mamma hennar var ekki komin heim og hana vant- aði nærbuxur. Grétar bauðst strax til að senda henni nærbuxur af sér og bauð hann Júlíönu nærbuxur lengi vel eftir það þegar hann hitti hana eða heyrði í henni. Já margs er að minnast en látum staðar numið. Sérstakar kveðjur eru frá Dæju, Júlíönu og Tomma með þökkum fyrir góðar og skemmti- legar stundir. Sendum Auði, börn- um, tengdabörnum og barnabörn- um innilegar samúðarkveðjur. Þökkum af alhug samveruna. Unnur og Alda Baldursdætur. Þá er genginn góður maður og ég get ekki látið hjá líða að minn- ast vinar míns með stuttum og fá- tæklegum orðum eftir að hafa starfað með honum í lögreglunni allt frá árinu 1968, en þá vorum við saman í umferðardeild lögregl- unnar í Reykjavík er hægri um- ferðin tók gildi. Síðan lágu leiðir okkar saman rúmum áratug seinna, hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins (RLR) og þá í rannsókn- ardeild lögreglunnar í Kópavogi til starfsloka. Hægt væri að rifja upp marga minnisstæða atburði í samvinnu við Grétar á þessum tíma, en hann tók öll verkefni, stór sem smá, mjög alvarlega og innti þau vel af hendi svo eftir var tekið. Dómstólar minntust á góð vinnu- brögð hans. Alltaf fór sama orðið af honum, hæglátur, öðlingur, sanngjarn, lét lítið yfir sér og átti auðvelt með að ná tengslum við aðra. Það var mér mikill heiður að hafa kynnst honum og ég fylgdist með baráttu hans við veikindin, sem hann tók með æðruleysi alveg til hins síðasta og votta ég að- standendum samúð mína. Þórir Steingrímsson. var elst fjögurra systkina og var oft glatt á hjalla á heimilinu. Við brölluðum margt saman á æsku- árunum og leigðum meðal ann- ars saman íbúð í miðbæ Reykja- víkur, ungar konur, fullar eftirvæntingar um hvað fram- tíðin bæri í skauti sér. Þegar Tóta eignaðist dótturina Þóru fannst mér ég eiga hluta í henni og þegar ég eignaðist mína dótt- ur þremur árum seinna um- gengumst við mikið og Hjördís reyndist dóttur minni eins og besta amma. Það hefur alltaf verið mikill samgangur á milli heimila okk- ar, við hjónin höfum litið á Þóru sem fósturdóttur og glaðst með Tótu þegar hún eignaðist dótt- urdætur sínar sem hún var svo stolt af. Tótu var margt til lista lagt, hún var vel gefin og glæsileg, listfengur fagurkeri og matgæð- ingur, hún var traust og góð vinkona. Um tvítugt fór hún að finna fyrir liðagigt sem versnaði með hverju árinu, að lokum var hún orðin svo illa farin að hún þurfti að notast við hjólastól. Ég dáðist oft að æðruleysi hennar gagnvart þessum þungbæra sjúkdómi sem litaði líf hennar og tilveru mörg síðustu ár. Blessuð sé minning góðrar vinkonu. Sigurlín Scheving. MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2020 ✝ Sigurður Jó-hannes Nordal Ingólfsson fæddist á Ólafsfirði 19. september 1933. Hann lést á Land- spítala Fossvogi 10. nóvember 2020. Hann var sonur hjónanna sr. Ing- ólfs Þorvaldssonar prests á Ólafsfirði, f. 20.7. 1896, d. 15.9. 1968, og Önnu Nordal húsfrúar, f. 21.11. 1897, d. 4.1. 1986. Bræður Sigurðar voru Vilhjálmur, f. 1922, d. 1993, og Ragnar, f. 1925, d. 1997. Eiginkona Sigurðar var Jó- hanna Guðmundsdóttir, f. 9.12. 1939, d. 29.10. 2001, þau gengu í hjónaband 27.12. 1957. For- eldrar Jóhönnu voru Guð- mundur Jóhannesson bóndi, f. 13.6. 1908, d. 5.5. 1997, og Ólöf Pétursdóttir húsmóðir, f. 28.2. 1919, d. 17.5. 2009. Synir Sigurðar og Jóhanna eru: 1) Þorsteinn V., f. 29.12. 1959. Eiginkona hans er Hrefna G. Magnúsdóttir, f. 30.9. 1966. Börn Þorsteins frá fyrra hjónabandi með Hansínu S. Steingrímsdóttur eru a) Sig- ríður Þóra, f. 2.8. 1980, eigin- firði en fluttist til Reykjavíkur 17 ára að aldri og kom sér á námssamning í gullsmíði. Það nám átti ekki við hann og hóf hann því eftir það nám í húsa- málun hjá bróður sínum Vil- hjálmi málarameistara en lauk náminu hjá Bjarna Karlssyni málarameistara. Sigurður hóf fljótlega sinn eigin rekstur í húsamálun. Sigurður útskrifaði marga menn af námssamningi og viðhélt hann þannig faginu með góðum fagmönnum. Sig- urður rak sitt fyrirtæki allt fram til ársins 2000 er hann ákvað að tímabært væri að lækka flugið í vinnu eftir meira en 40 ár í rekstri. Sigurður tók virkan þátt í störfum Mál- arameistarafélagsins, gegndi þar mörgum trúnaðarstörfum, var í stjórn félagsins í fjölda ára og formaður þess í þrjú ár. Hann var heiðursfélagi Mál- arameistarafélagsins. Sigurður gekk til liðs við Oddfellowregl- una 1976 er hann vígðist inn í stúkuna nr. 11 Þorgeir og gegndi hann þar ýmsum trún- aðarstörfum. Útför Sigurðar fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag, 23. nóvember 2020, klukkan 13. Henni verður streymt á slóð- inni: https://www.sonik.is/ sigurdur/. Einnig er hægt að nálgast streymið á: https:// www.mbl.is/andlat/. Vegna að- stæðna í þjóðfélaginu verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir útförina. maður hennar er Pétur Þór Guð- jónsson, f. 6.9. 1976, börn þeirra eru Kristófer Ar- nes, sambýliskona Helga Sif, Sunneva Sjöfn, Pétur Arnar og Natalía. b) Fanney Rut, f. 17.5. 1984, sam- býlismaður hennar er Bjarki Heiðar Sveinsson f. 5.8. 1982, börn þeirra eru Tristan Adriano, Eva Natalía og Logi Baltasar. Börn Hrefnu frá fyrra hjóna- bandi eru: a) Rakel Ósk Jóels- dóttir, f. 19.1. 1991, sambýlis- maður hennar er Jónas Birgir Jónasson, f. 20.12. 1988, börn þeirra eru Viktoría Mjöll og Lovísa Nótt. b) Magnús Hlífar Jóelsson, f. 12.9. 1993. 2) Ing- ólfur, f. 24.11. 1962, var kvænt- ur Þuríði Ó. Valtýsdóttur, f. 12.6. 1963, börn þeirra eru: a) Sólveig f. 13.7. 1980, börn hennar eru Elín Ósk og Julie. b) Berglind Ósk, f. 9.6. 1985, son- ur hennar er Adam Berg. c) Kristín Nordal, f. 29.4. 1988. d) Ingibjörg, f. 19.3. 1992. e) Fre- drik, f. 6.8. 1995. Sigurður ólst upp á Ólafs- Það er með sorg og trega sem ég kveð nú föður minn en jafn- framt þakklæti fyrir örlögin að haga því þannig að ég fengi að eiga foreldra eins og mína. Mér var það snemma ljóst að þeirra forgangur í lífinu var að greiða götu okkar bræðra eins og þeim var mögulega unnt án þess þó að hlífa okkur við að þurfa að standa á eigin fótum í lífinu. Pabbi sagði stundum þegar uppeldismál bar á góma að meginhlutverk foreldra væri að sjá til þess að þegar barn- ið væri sprottið úr grasi og orðið fullorðinn einstaklingur þá gæti það séð um sig sjálft, tekið sjálf- stæðar ákvarðanir og kynni fót- um sínum forráð. Þegar ég hugsa til baka þá var svo margt sem pabbi innrætti mér sem ég sé í dag að renndi þeim stoðum undir mig sem ég stend á í dag. Pabbi mat heiðarleika og traust manna ávallt mikils, fyrir honum var það fastmælum bundið ef menn tók- ust í hendur og orð skyldu standa, það þurfti ekki undirritaðan samning í þríriti eins og hann sagði stundum. Pabbi var alla tíð mjög sjálfstæður í hugsun, hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum en reyndi ávallt að vera sanngjarn og réttsýnn. Ég var ekki nema 7-8 ára gamall þeg- ar hann fór að láta mig hjálpa sér að taka til á málningarlagernum hans á Barónsstígnum, sameina málningarafganga og henda því sem ekki var hægt að nota, laun voru greidd, kók og prins, sem ég var hæstánægður með. Foreldrar okkur byrjuðu snemma að inn- prenta það í okkur bræðurna að ef við ætluðum að afreka eitthvað í lífinu þá þyrfti að hafa fyrir hlut- unum, það væri ekki margt sem gerðist án fyrirhafnar og af sjálfu sér. Þetta hefur reynst mér gott veganesti út í lífið. Þegar ég fór að hugsa mér hvað ég ætlaði að læra þá vildi ég læra húsamálun, ég hafði unnið hjá pabba nokkur sumur og kunni því vel, pabbi var nú ekki alveg á því að taka mig á samning þar sem hann vildi að ég færi í eitthvað annað, en það end- aði nú samt á því að hann gaf eft- ir. Að vinna hjá föður mínum kenndi mér margt og má kannski segja að þar kynntist ég honum almennilega, því eins og var á þeim árum þegar ég var að alast upp þá voru feður ekkert mikið inni á heimilum því mikið þurfti að leggja á sig til að sjá fyrir heimilinu og oft var fyrirvinnan bara ein. Það var mikið áfall þeg- ar mamma lést langt fyrir aldur fram, eitthvað sem þau hjónin voru alls ekki búin að reikna með, frekar á hinn veginn, pabbi var því hálfvegalaus er hann skyndi- lega var orðinn einn. Síðustu nítján árin hefur pabbi búið á neðri hæðinni hjá okkur hjónum og hefur það verið góð tilfinning að geta tryggt honum það öryggi sem allir þurfa á að halda í ellinni. Ég kveð pabba með þakklæti fyr- ir allt sem hann hefur gert fyrir mig og mína fjölskyldu. Minning um góðan mann lifir í huga mér. Þorsteinn V. Sigurðsson. Tengdapabbi minn hefur nú kvatt þennan heim. Hugur minn reikar til okkar fyrstu kynna, ég var 32 ára einstæð móðir með tvö börn, 6 og 8 ára, þegar ég kom inn í fjölskylduna. Fyrstu tvö árin var tengdamóðir mín á lífi og var mín tenging við nýja tengdaforeldra nær eingöngu við hana, en tengdapabbi var meira til hlés en strax löðuðust börnin mín að hon- um og voru þau farin að kalla hann afa áður en ég vissi af. Son- ur minn hafði vikið sér að honum og spurt hvort hann væri ekki afi hans og svaraði tengdapabbi því til að hann væri það svo sannar- lega, mikið sem móðurhjartað tók kipp og vissi ég þá að þarna væri góður maður. Tengdaforeldrar mínir voru Oddfellowar og var ég kynnt fyrir Oddfellowreglunni fljótlega. Tengdamamma var mjög upptekin á þessum tíma í störfum sínum fyrir regluna enda var hún yfirmeistari þegar hún lést og einkenndist heimili þeirra af Oddfellowstarfinu. Minnist ég þess þegar hún bauð mér ásamt tengdapabba á skemmtun í henn- ar stúku niður í Oddfellowhús þar sem tengdapabbi fór með mig í sýningarferð um allt húsið og var ég alveg heilluð af þessu virðu- lega og mikla starfi sem þar fer fram, leyndi sér ekki stolt hans og virðing fyrir því öllu. Það var hon- um hjartans mál að við hjónin gengjum í regluna. Þegar tengdamamma lést var það hans ósk að við myndum kaupa hús saman þar sem hann vildi ekki búa einn. Kom það mér í opna skjöldu þar sem við Steini vorum í tiltölulega nýju sambandi, en hann sannfærði okkur og úr varð að við keyptum Fornastekkinn saman. Við höfum búið undir sama þaki í 19 ár, má því segja að nær allt mitt hjónaband hafi tengdapabbi verið mjög nálægur í daglegu lífi okkar hjóna, verið hjá okkur á öllum hátíðum og tek- ið þátt í bæði gleði og sorg. Ég minnist þeirra gleðistunda sem við þrjú áttum saman á skemmt- unum bæði hjá Oddfellow og árshátíðum Málarameistara- félagsins þar sem hann naut sín vel. Það leyndi sér ekki stoltið hjá honum þegar sonur hans gegndi formennsku í Málarameistara- félaginu enda hafði hann áður staðið í þeim sömu sporum. Tengdapabbi var mikil félagsvera og hafði gaman af veislum enda þekkti hann marga í gegnum lífið og ræktaði samband við fólk. Lýsandi fyrir hann var það þegar hann ákvað að hætta að skrifa jólakort og hringja frekar í vini og ættingja. Áramót voru mikil hátíð hjá honum, þá vildi hann hafa svínabóg í matinn og til að tryggja að svo yrði keypti hann kjötið fljótlega í desember svo ég færi nú ekki að breyta út af van- anum, eftir miðnætti varð að vera hlaðborð með harðfiski, ostum, heitum réttum, snakki og hákarli. Þetta elskuðu krakkarnir mínir, enda þegar þau uxu úr grasi fóru þau að bjóða vinum sínum að koma. Ekki leiddist afa í neðra, eins og hann kallaði sig, enda var hann hrókur alls fagnaðar. Ég minnist tengdapabba míns sem manns sem var vandur að virð- ingu sinni, snyrtimenni með sterkar skoðanir á mönnum og málefnum, kom hreint og fölskva- laust fram án dómhörku með mikla réttlætiskennd og húmor að leiðarljósi. Blessuð sé minning hans, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín tengdadóttir, Hrefna G. Magnúsdóttir. Yndislegi afi minn og besti vin- ur hefur nú kvatt þennan heim. Það eru varla til orð sem geta fyllilega lýst því hversu vænt mér þótti um hann. Hann var einstak- ur. Þegar ég var lítil var ég mikil ömmu- og afastelpa en við systur vorum svo heppnar að fá að eyða mörgum helgum og sumarfríum hjá þeim. Það var gott að vakna snemma og skríða upp í hlýja rúmið til þeirra og kúra, alltaf umvafðar skilyrðislausri ást og umhyggju. Á daginn hlustuðum við á plötur, fórum í göngutúra, spiluðum ólsen og fylgdumst með ömmu strauja, hún straujaði allt! Á kvöldin fengum við okkur kvöldsull, kex og te fyrir svefn- inn, og á meðan lét ég móðan mása og þau hlustuðu á hvert orð eins og þau hefðu aldrei heyrt neitt jafn mikið og merkilegt áð- ur. Ég er svo þakklát að hafa átt þennan tíma með þeim sem barn, þá mynduðust sterk og órjúfan- leg tengsl. Tengsl okkar afa urðu dýpri með árunum og þá sérstaklega eftir að amma kvaddi árið 2001. Eftir því sem ég varð eldri og erf- iðleikar lífsins gerðu vart við sig gat ég alltaf leitað til afa, hann gaf mér góð ráð eða hlustaði bara og faðmaði mig, stundum var það það eina sem ég þurfti. Þegar eitthvað bjátaði á var oftast mín fyrsta hugsun sú að ég yrði að komast til afa, til að núllstilla mig. Ég var alltaf velkomin til hans og þegar ég steig inn um dyrnar hjá honum fékk ég alltaf að heyra „mikið er gott að sjá þig“. Afi sem ég þekkti var mjúkur og hlýr maður með ákveðnar skoðanir sem hann lá oftast ekki á. Hann var mikill húmoristi og það var oft sem við vorum bæði í hláturskasti, yfirleitt eftir ein- hverja skemmtilega athugasemd frá honum, sem féll beint að okk- ar einkahúmor. Við brölluðum mikið saman við afi, við nutum þess að fara á sin- fóníutónleika, út að borða, helst alltaf á Laugaás, og svo fórum við saman nokkrum sinnum til Nor- egs. Við gátum endalaust spjallað um allt og ekkert og alltaf fannst mér hann jafn merkilegur og skemmtilegur. Elsku afi minn, þó ég viti að það hafi verið best fyrir þig að fara get ég ekki annað en hugsað um hversu sárt það er að heyra aldrei í þér aftur, sjá þig aldrei aftur, faðma þig aldrei framar, þú varst svo stór partur af mínu lífi, elsku besti afi, þú áttir engan þinn líka og það getur enginn komið í staðinn fyrir þig. Ég hugga mig við það að þú sért kominn í fangið á ömmu og ég trúi því að þið vakið yfir og vernd- ið okkur sem eftir lifum. Ég kveð þig með sömu orðum og í okkar síðasta símtali, daginn áður en þú kvaddir. Ég elska þig, þú ert bestur, bless í bili. Þín afarós, Sigríður Þóra. Elsku yndislegi afi minn. Nú kveðjum við þig í hinsta sinn, mikið ofboðslega er það sárt og erfitt. Þið amma áttuð mikið í okkur systrum, alltaf áttum við öruggt athvarf hjá ykkur og eigum við óteljandi margar minningar um ykkur. Ég var aldrei mikið fyrir að gista annars staðar en heima hjá mér þegar ég var lítil stelpa en að koma til ykkar var eins og að koma heim, sjaldan leið mér jafn vel og hjá ykkur og með ykkur. Þegar amma féll frá og þú fluttir í Fornastekkinn breyttist það ekki. Örugga athvarfið var jafn öruggt því þar varst þú elsku afi minn. Að fara í te til afa var orðið frægt, alltaf áttir þú til Melrose- te og hvergi var betra að drekka það en hjá þér. Endalaust var hægt að sitja og spjalla um allt milli himins og jarðar. Stundum var jafnvel lítið talað, en alltaf gat maður treyst á að fá einhver gull- korn frá þér og ráð. Börnin mín voru vön að kalla þig gull-afa, einfaldlega vegna þess að þú varst svo mikið gull. Sjaldan hefur viðurnefni átt jafn vel við. Ég vil trúa því að þú sért kom- inn til ömmu og er ákveðin hugg- un í því. Nú hef ég ykkur bæði til að passa upp á mig og mína, og betri verndarengla er vart hægt að hugsa sér. Takk fyrir öll árin afi minn, all- ar minningarnar, faðmlögin, ráð- in og hláturinn. Ég elska þig og við sjáumst seinna. Þó sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý, því burt varst þú kallaður á örskammri stundu í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða svo fallegur, einlægur og hlýr en örlög þín ráðin - mig setur hljóða við hittumst ei aftur á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma gæta að sorgmæddum, græða djúp sár þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ókunnur) Þín afarós, Fanney Rut. Mikill sjarmör hefur yfirgefið þessa jarðvist og farið á vit æv- intýra í „sumarlandinu í efra“. Á sama tíma og við félagarnir í Múlakaffi syrgjum Sigga munu miklu fleiri í himnaríki gleðjast að hafa fengið til sín góðan dreng. Kynni okkar Sigga hófust fyrir mörgum áratugum er ég leitaði að vandvirkasta málara sem hægt væri að fá til að mála íbúð mína í vandaðasta íbúðarhúsi borgar- innar, Kanslarahöllinni við Víði- mel. Þegar menn vissu hvert verk- efnið og kröfurnar mínar um verkgæði voru, bentu allir sem einn á Sigga. Mér varð strax ljóst að þarna var kominn hæverskur, listrænn fagurkeri og einstakt snyrtimenni. Í marga áratugi var hann síðan „málarinn minn“ og alveg þar til hann sagðist hættur – hefði lagt pensilinn á hilluna. Ég hlustaði ekki á það og síðasta verk hans fyrir mig, þá löngu hættur, var að mála skrifstofu mína í Heilsu- verndarstöðinni. Þeir hafa ekki átt sjö dagana sæla hjá mér eft- irkomendur hans í málaravinnu. Ég vil fá vinnubrögðin og efnin sem Siggi notaði, segi ég er ég sýni þeim vinnubrögðin hans. „Það er ekki heiglum hent að fara í buxurnar hans.“ Síðustu áratugina höfum við verið félagar á borði 1 í Múlakaffi. Sá félagsskapur gengur undir nafninu „Múlakaffimafían“. Við, „stofnfélagarnir“, erum farnir að týna tölunni en þetta var öflugur félagsskapur. Við nutum lífsins saman, í allskonar gleðskap, ferðalögum og heimsóknum hver til annars. Alltaf bar Siggi af okk- ur hinum. Siggi var besti kokk- urinn, alltaf toppsnyrtilegur til fara. Borðaði vínarbrauðin með hnífapörum, – stýfði ekki úr hnefa. Margt fleira gæti ég nefnt um ágæti Sigga. Sérstaklega er minnisstætt þegar við skelltum okkur saman á dansleiki, þá stóð maður eins og þvara á dansgólf- inu meðan hann sveiflaði, algjör- lega átakalaust, jafnvel þrem glæsikonum kringum sig. Siggi átti gólfið og auðvitað þar með hylli kvennanna. Hvílíkur sjarm- ör! Siggi sýndi mér, óafvitandi og óumbeðið, margháttaða um- hyggju sem ekki kom í ljós fyrr en löngu síðar, fylgdist með heilsu minni, spurði lítils en las í líðan mína. Í tvígang komst ég að því að hann hafði beitt sér fyrir að ég kæmist fram fyrir langa bið- lista lækna, líklega hefur það ver- ið oftar. Það læddist að Sigga grunur um að ég yrði einn heima á síðustu Þorláksmessu og fengi þá ekki kæsta skötu og hnoðmör. Hann linnti ekki látum, krafðist þess að ég kæmi með sér og fjöl- skyldu sinni niður í Oddfellow og nyti matar, guðaveiga og sam- veru þeirra. Fyrir allar ánægju- stundir, umhyggju og þjónustu Sigga við mig þakka ég nú. Siggi var umhyggjusamur, hógvær sómamaður. Við Múlakaffifélagarnir sem eftir lifum söknum hans sárt en yljum okkur við að rifja upp gleði- stundir og góðar endurminningar í máli og myndum. Öllum aðstandendum sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Múlakaffimafían, Þorsteinn Steingrímsson. Sigurður Jóhannes Nordal Ingólfsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.