Morgunblaðið - 23.11.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.11.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2020 DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 6006 - SVÆÐISMEÐFERÐ Í örfáum einföldum skrefum geturðu sett upp rúmið þitt til að mæta þörfum þínum. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ert fær um að afla þér tekna með því einu að opna munninn. Fólk tekur mikið mark á ráðum þínum. 20. apríl - 20. maí  Naut Frelsi þitt skiptir þig miklu máli og í dag hefurðu þörf fyrir að sinna þínum eig- in málum. Fyrir liðsheildina væri ekkert betra en að þú létir flakka nokkra góða brandara. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert svo heillandi og sannfær- andi þessa dagana að þú getur selt næst- um hverjum sem er hvað sem er. Vertu uppörvandi í samskiptum við aðra. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þér gengur allt í haginn og aðrir undrast velgengni þína. Njóttu velgengn- innar en láttu hana ekki stíga þér til höf- uðs. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það freistar þín mjög að reyna eitt- hvað nýtt svo þú skalt fyrir alla muni láta það eftir þér. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Leggðu þig fram um að vera sér- staklega skýr í öllum samskiptum þínum við aðra. Tiltekt og skipulagning reynast besta hugleiðslan í dag. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þeir hlutir sem þú hefur látið þig dreyma um svo lengi, eru ekki eins fjar- lægir og þú vilt vera láta. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ekki láta aðra þagga niður í þér, þegar þú vilt tjá tilfinningar þínar í orðum. Reyndu samt ekki að gera allt upp á eigin spýtur í dag. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Einbeittu þér að því sem þú ert að fást við og leyfðu engum að trufla þig á meðan. Komdu jafnvægi á þetta svo þú getir komið einhverju í verk. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það getur verið flókið að tjá sig. En innst inni veistu hvað þér er fyrir bestu og þá er bara að sýna kjark og kjósa rétt. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Sinntu endurbótum á heimilinu eða liðkaðu fyrir samskiptum á milli fjöl- skyldumeðlima. Hikaðu ekki við að tala við yfirmann þinn eða einhvern sem er í for- svari. 19. feb. - 20. mars Fiskar Nú skiptir öllu máli að halda þétt utan um budduna ef ekki á illa að fara. Sýndu öðrum ástúð og vinarhót og þá muntu fá það sama á móti. inn til Raunvísindastofnunar HÍ. Þetta var rannsóknarstaða með kennsluskyldu. Árið 1985 varð Jak- ob prófessor í kennilegri eðlisfræði við HÍ og gegndi hann þeirri stöðu til ársins 1996. „Ég kenndi mjög mikið fyrstu árin, fyrst í stærð- fræðiskor og svo í eðlisfræðiskor, en ég var alltaf í miklu sambandi við Þýskaland og kollega mína í faginu svo ég einangraðist ekkert hér heima.“ Það má segja að Jakob Göttingen og segir Jakob að það hafi verið haft á orði meðal kenn- ara hvað Íslendingarnir væru vel undirbúnir undir háskólanámið. Árið 1968 kynntist Jakob eigin- konu sinni, Guðrúnu Kvaran, og giftu þau sig haustið 1969. Þau bjuggu í Göttingen til loka ársins 1977 þar sem Jakob hafði fengið stöðu að loknu doktorsprófi. Þegar Jakob og Guðrún komu heim með nýfæddan son sinn var Jakob ráð- J akob Yngvason fæddist í Reykjavík 23. nóvember 1945. Hann ólst upp í Vesturbænum og gekk í Melaskóla, Hagaskóla og Gagnfræðaskólann við Vonarstræti og síðan í Menntaskólann í Reykja- vík þaðan sem hann lauk stúdents- prófi árið 1964. Jakob vissi snemma hvert hugurinn stefndi. „Ég fékk áhuga á eðlisfræði strax sem unglingur, eiginlega í barnaskóla, og ætlaði alltaf að verða vísindamaður. Eitt sem hafði mikil áhrif á mig var barnabókin Ferðalangar eftir Helga Hálfdan- arson, sem var gefin út árið 1939. Sagan er um tvö börn sem eru að velta fyrir sér úr hverju eldurinn sé gerður. Þeim birtist þá lítill dvergur sem fer með þau út í geim og sýnir þeim tunglið, sólkerfið og stjörnuþokur. Næsta dag fer hann með þau inn í efnisheiminn og hann bendir þeim á sambærileika atóm- anna og sólkerfisins. Þessa bók eignaðist ég vegna þess að öðru barni úr fjölskyldunni hafði fundist hún afspyrnu leiðinleg, en fyrir mér var hún algjör opinberun.“ Jakob segir að önnur bók, Undur veraldar, sem gefin var út í kring- um 1950 með þýddum greinum um alls konar fyrirbæri í náttúrunni, hafi líka haft áhrif á sig og hann hafi verið heillaður af heimi vís- indanna. Á þessum árum var ekki hægt að læra raunvísindi við Háskóla Ís- lands nema í verkfræðideildinni, því það var ekki fyrr en sex árum síðar sem verk- og raunvísindadeildin var stofnuð við skólann. Þeir sem vildu læra eðlis- og stærðfræði á háskólastigi þurftu því að sækja sér menntunina erlendis. Jakob fór strax um haustið eftir mennta- skólann til Göttingen í Þýskalandi og lauk þar diplom-prófi 1969 og doktorsprófi árið 1973. „Það var af- skaplega gott að vera í Göttingen. Borgin er lítil háskólaborg, u.þ.b. 100 þúsund íbúar og sennilega 30 þúsund stúdentar. Það var mjög þekktur háskóli þarna frá fornu fari, sérstaklega í stærðfræði.“ Margir Íslendingar hafa lært í hafi þá verið kominn með annan fótinn til útlanda, því að í rann- sóknarleyfum var hann reglulega í Þýskalandi og fleiri löndum. Hann hafði þó aldrei hugsað sér að flytja aftur utan, enda Guðrún prófessor í íslenskum fræðum og börnin orð- in tvö. En stundum koma tækifæri sem erfitt er að sleppa. „Þannig var að í Vínarborg fór mjög þekkt- ur eðlisfræðingur á eftirlaun árið 1995. Auk þess að auglýsa stöðuna var leitað persónulega til mögu- legra kandídata, og ég var einn þeirra sem leitað var til. Ég hugs- aði með mér að mér yrði örugglega boðið til Vínarborgar til að halda kynningarfyrirlestur um störf mín og að það gæti nú verið gaman að koma þangað, enda hafði ég þá að- eins rétt tyllt fæti þar áður og langaði að sjá meira af borginni. Mér datt ekki í hug að ég fengi starfið, enda voru 70 kandídatar um stöðuna. Svo gerist það að mér er boðin staðan og ég hugsaði að þetta væri tækifæri sem byðist að- eins einu sinni á ævinni.“ Jakob er búinn að vera prófessor í stærðfræðilegri eðlifræði við Há- skólann í Vínarborg frá árinu 1996 og emeritus frá því í október 2014. Hann var forstöðumaður Erwin Schrödinger stofnunarinnar í stærðfræðilegri eðlisfræði 1998- 2011 og í stjórn sömu stofnunar 2011-2014. Hann hefur verið forseti Erwin Schrödinger-félagsins í Vín- arborg frá 2017. „Vín er alveg stór- kostleg menningarborg og stutt að fara í allar áttir í Evrópu. Mér hef- ur þótt mikill fengur að eiga hana sem bækistöð á meginlandinu.“ Guðrún flutti ekki með til Vínar- borgar og þau hafa verið í nokkurs konar fjarbúð í nær aldarfjórðung, eins og ekki er óalgengt meðal fræðimanna erlendis. „Við höfum mikla ánægju af því að fara í gönguferðir um Ísland á sumrin, en göngum ekki lengur með allt á bakinu, eins og við gerðum í yfir 20 ár. En við höfum líka farið í marg- ar skoðanaferðir til fjarlægra landa og farið í gönguferðir í Ölpunum og víðar.“ Jakob er vel þekktur í vísinda- Jakob Yngvason prófessor emeritus – 75 ára Ein bók getur breytt miklu Hjónin Jakob og Guðrún með dótturdóttur sinni, Ylfu Björk Andradóttur. Gönguferð Hér eru Guðrún, sonarsonurinn Einar Hugi og Jakob við norð- urhlið Alpanna í hinum fræga Dólómítafjallgarði Norður-Ítalíu árið 2017. Til hamingju með daginn Reykjavík Amelía Ýr Stefánsdóttir fæddist 16. janúar 2020 kl. 12:49 á fæðingardeild Landspítalans í Reykja- vík. Hún vó 4.000 g og var 51 cm á lengd. Foreldrar Amelíu eru Elva Björk Kristjánsdóttir og Stefán Örn Krist- jánsson. Amelía á þrjú systkini: Andra Frey (14 ára), Anítu Sól (níu ára) og Alexander Kristján (fjögurra ára). Nýr borgari 30 ára Samúel ólst upp á Húsavík en býr núna á Akureyri. Hann er húsasmiður og vinnur hjá Lækj- arseli. Helstu áhuga- mál hans eru skot- veiði, almenn útivera og samvera með fjölskyldunni. Maki: Elísa Rún Gunnarsdóttir, f. 1989, vinnur í verslun og er náms- maður. Börn: Guðjón Leó M. Þórdísarson, f. 2012 og Júlía Fanney Samúelsdóttir, f. 2010. Foreldrar: Sigrún Jóna Samúelsdóttir, f. 1972 og Sveinn Aðalsteinsson, f. 1968, húsasmiður hjá Slippnum á Ak- ureyri. Samúel Jón Sveinsson 30 ára Sigurrós Harpa er fædd og uppalin á Akranesi og býr þar enn og er kölluð Harpa af öllum sem þekkja hana. Harpa vinnur í Grundaskóla á Akra- nesi. Helstu áhugamál hennar eru hannyrðir og samvera með fjölskyldu og vinum. Maki: Ingibjörn Þórarinn Jónsson, f. 1985, rafvirki, sem vinnur í Veitum í Reykjavík og keyrir á milli. Börn: Vigdís Bríet, f. 2012, og Ólafur Bragi, f. 2018. Foreldrar: Ásta María Einarsdóttir, f. 1959, húsmóðir og Sigurður Björn Þórð- arson, f. 1957, vélvirki. Þau búa á Akra- nesi. Sigurrós Harpa Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.