Morgunblaðið - 23.11.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.11.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2020 er bæði spennandi og ógnvekjandi Bókin fæst í Eymundsson UNGMENNABÓKIN Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Kanaríeyjar eru öruggar og ferða- vilji fólks er alveg greinilegur,“ segir Þráinn Vigfússon, framkvæmda- stjóri ferðaskrifstofunnar VITA. „Við höldum okkar striki og verðum með þrjár ferðir fyrir jólin; tvær til Tenerife og eina til Gran Canaria, og er mikill áhugi á ferðunum.“ Hópurinn sem ætlar út er á bilinu 350-400 manns, að sögn Þráins. „Gjarnan er þetta fólk sem ætlaði með okkur í vetur í ferðum sem var aflýst þegar kórónuveiran var farin af stað, en jólin eru alltaf vinsælust á Kanaríeyjunum enda eini staðurinn í Evrópu þar sem sumar og sól er á þessum árstíma,“ segir Þráinn. „Á Kanaríeyj- um hefur tekist að halda veirunni í skefjum og staðan er allt önnur en á meginlandi Spán- ar. Á eyjunum er nú í sólarfríi mik- ill fjöldi fólks víða að úr Evrópu, m.a. frá Norður- löndunum. Allt gengur vel með góðum smitvörnum, grímuskyldu og fleiru slíku.“ Vikulegar ferðir í vor Sem stendur liggja allar ferðir VITA til Kanarí niðri, en jólaferðirn- ar marka nýtt upphaf. „Eftir nýár og fram á vor, þegar bóluefnið gegn veirunni er vonandi komið, erum við með vikulegar ferðir suður í sólina. Í venjulegu árferði værum við hins vegar með 3-4 flugferðir til Kanarí- eyjanna á viku. Framboð sæta og hótelrýma verður því ekki nema 30- 40% af því sem venjan er á þessum árstíma. Við viljum fara rólega af stað og sjá hvernig viðbrögðin verða. Áhugi og eftirvænting fólks eru þó greinileg,“ segir Þráinn. Nýir áfangastaðir Hann kveðst bjartsýnn á að fljótt rætist úr þegar veiran hefur verið brotin á bak aftur. Til vitnis um það hafi VITA kynnt nú í vikunni þrjá nýja áfangastaði á sólarsvæðum. Það séu Lanzarote í Kanaríeyjaklasan- um, Costa del Sol á Suður-Spáni og Albufeira í Portúgal. Þá mun VITA á nýju ári bjóða upp á beint flug með Icelandair til grísku eyjarinnar Krítar; áfangastaðar sem Íslendingar þekkja vel. Góð viðbrögð hafi verið við þessu nýmæli. Ferðavilji landans greinilegur  Útlönd eru að opnast  Kanaríeyjar koma sterkar inn  Tenerife og Gran Canaria um jólin  VITA bindur vonir við vorferðirnar  Góð viðbrögð við nýjum áfangastöðum sem kynntir hafa verið Þráinn Vigfússon AFP Kanaríeyjar Landinn þráir sólarlíf og senn verður fært að nýju í þá sælu. Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is Vinna fjárlaganefndar hefur gengið vel en önnur umræða um fjárlög frestast um allavega viku. Þetta segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hafi boð- að kalli á frekari vinnu áður en hægt sé að ganga endanlega frá nefndaráliti meirihluta. Fjárheimildir fyrir aðgerðirnar sem kynntar voru á föstudaginn munu rata ýmist í breytingartillög- ur við fjárlög eða fjáraukalög. Gert var ráð fyrir annarri um- ræðu um fjárlög samkvæmt starfs- áætlun Alþingis á morgun. Willum segir líklegt að hún fari fram um 2. desember gangi allt eftir. „Nefndin þarf að taka mið af því sem ríkisstjórnin gerir og kann að gera til viðbótar, þess vegna bíð- um við,“ segir Willum Þór. Ekki setið auðum höndum Fjárlaganefnd mun ekki sitja auðum höndum á meðan beðið er eftir fjáraukafrumvarpi frá ráð- herra. Fyrir fjárlaganefnd liggur, auk fjárlaga næsta árs, ný fjármálaáætl- un fyrir 2021-2025, breytingar á lög- um um opinber fjármál þar sem lagðar eru til breytingar á skilyrði um heildarjöfnuð og skuldahlutfall. Þá liggur staðfesting ríkisreikings einnig fyrir. Sem fyrr segir er einn- ig von á fjáraukafrumvarpi sem verður þá hið fimmta á þessu ári. Ágúst Ólafur Ágústsson, þing- maður Samfylkingarinnar og nefnd- armaður í fjárlaganefnd, hefur gagnrýnt frumvarpið og tiltekur sérstaklega fjárfestingu í nýsköpun. Hann hefur bent á að fjárfest- ingarátak ríkisstjórnarinnar er 1% af landsframleiðslu og að 85% starfa sem við það skapast verði karla- störf. Þá segir Ágúst að aðhaldskrafa á skóla og sjúkrahús sé ólíðandi á þessum tímum. „Ég veit að það er verið að bæta í en það er líka verið að taka á móti,“ segir Ágúst. Nokk- uð hefur verið rætt um aðhalds- kröfu á Landspítalann að undan- förnu og deilt um tilgang hennar þegar verið er að auka fjárframlög. Fjárlög frestast um viku  Formaður fjárlaganefndar segist horfa til 2. desember fyrir aðra umræðu um fjárlög 2021  Aðgerðir ríkisstjórnar rata ýmist í fjárauka eða breytingartillögur Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fjárlög Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar. Nú styttist í aðventuna og þarf þá að huga að ýmsum verkum, eins og því að setja upp skauta- svellið á Ingólfstorgi, en það hefur skemmt íbú- um höfuðborgarsvæðisins undanfarin ár. Þurfti m.a. að festa jólaseríur á topp skauta- svellsins, enda lítið jólalegt án þeirra. Morgunblaðið/Eggert Skautasvell á Ingólfstorgi sett upp Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- GRO, þurfti að sinna fjórum útköll- um um helgina, einu á laugardag og þremur á sunnudaginn. Ásgeir Erlendsson, upplýsinga- fulltrúi Landhelgisgæslunnar, sagði í samtali við mbl.is að útköllin hefðu verið óvenjumörg um helgina, en til samanburðar fóru þyrlur Gæslunnar aðeins í eitt útkall á undanförnum tveimur vikum. TF-GRO er eina þyrlan sem nú er starfhæf, en vegna verkfalls flug- virkja hjá ríkinu liggur fyrir að hún verði óstarfhæf í miðri viku vegna reglubundins viðhalds. Sagði Ásgeir þann möguleika einnig vera fyrir hendi að þyrlan yrði ónothæf fyrr, ef hún kæmi biluð úr útkalli. alexander@mbl.is Fjögur útköll um helgina  Styttist í viðhald Morgunblaðið/Árni Sæberg Þyrla TF-GRO þurfti að fara í fjögur útköll og styttist í viðhald.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.