Morgunblaðið - 10.12.2020, Page 8

Morgunblaðið - 10.12.2020, Page 8
4 stk. andabringur 6 litlar timjangreinar 4 stk. hvítlauksgeirar  Andabringurnar þerraðar, himn- urnar hreinsaðar af, rákir skornar í fituna á bringunni og hún söltuð lítillega.  Bringan er þá steikt á þurri pönnu með fitu- hliðinni niður á meðalháum hita.  Þegar fitan er farin að bráðna er timjan og hvítlauk bætt út á pönnuna og síðan er bringan steikt þar til hún er orðin gullinbrún og stökk, snúið við og steikt í sirka 45 sek- úndur.  Þá er henni vakúmpakkað eða sett í renni- lásapoka með fitunni og kryddunum og elduð í sous vide í 90 mínútur á 58°C.  Þá er bringan aftur tekin og steikt með fitu- hliðinni niður á pönnu en við þetta verður fitan extra stökk og góð. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sous vide-andabringa með pikkluðum fennel, flamberuðum fíkjum og fersku káli 8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020 400 g smælki kartöflur 400 g gulrætur salt pipar  Kartöflurnar soðnar þar til mjúkar, en þá kældar og kramdar.  Gulræturnar flysjaðar og skornar í bita.  Síðan er fitan af pönnunni eftir öndina nýtt til að steikja kartöflurnar og gulræt- urnar og þá þarf einungis salt og pipar á grænmetið. Steikt grænmeti 3 stk. meðalstórar rauðrófur 1 dl gróft salt  Saltið sett í tvær hrúgur í eldfast mót, skor- ið er neðan af rauðrófunum og sárin sett á saltið.  Álpappír settur yfir eldfasta mótið og rauð- rófunar bakaðar á 180°C í rúman klukkutíma eða þar til þær eru mjúkar í gegn, tími fer al- veg eftir stærðinni á rauðrófunum.  Síðan eru þær kældar niður. 3 msk. hunang 2 msk. hvítvínsedik ½ dl fræblanda 1 dl pekanhnetur 1 stk. klementína steinselja salt  Rauðrófurnar eru skornar í litla bita og þær kryddaðar með hunangi og ediki.  Pekanhneturnar eru skornar smátt og rist- aðar á pönnu með fræblöndunni, klementínan afhýdd og skorin í litla bita og steinseljan skorin smátt.  Þá er öllu blandað saman og smakkað til með salti. Rauðrófu- salat

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.