Lögmannablaðið - 2020, Page 12

Lögmannablaðið - 2020, Page 12
12 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/20 dómstóla á hinum Norðurlöndunum. Varð málflutningur þá ýmist með þremur eða fimm dómurum og frá árinu 1979 var gert ráð fyrir að í mikilvægustu málum gætu sjö dómarar tekið sæti í dómi. Í upphafi var hæstaréttarritari eini fasti starfsmaður réttarins auk dómaranna. Framan af hafði rétturinn sendisvein í hlutastarfi og um miðja öldina var ráðinn dómvörður. Á síðustu áratugum tuttugustu aldar fjölgaði smám saman í starfsliðinu, meðal annars voru ráðnir löglærðir aðstoðarmenn dómara. Nú eru starfsmenn Hæstaréttar sjö auk dómaranna. Breytingar á dómstólaskipan Á níunda og tíunda áratug tuttugustu aldar voru gerðar veigamiklar úrbætur á íslensku réttarfari og dómstólaskipan sem höfðu bein og óbein áhrif í Hæstarétti, leiddu meðal annars til hraðari og markvissari málsmeðferðar. Af ein- stökum breytingum á dómskerfinu á þessum árum ber helst að nefna aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds (þ.e. framkvæmdarvalds) í héraði. Þá var dómsvaldið tekið úr höndum sýslumanna og fært sérstökum héraðsdómstólum. Þessi breyting var til að styrkja mjög sjálfstæði dómsvaldsins í landinu. Hinn 1. janúar 2018 tók nýr áfrýjunardómstóll, Landsréttur, til starfa. Þar með urðu dómstigin þrjú á nýjan leik, það er að segja átta héraðsdómstólar, Landsréttur og Hæstiréttur Íslands. Tilgangurinn með stofnun millidómstigs var ásamt öðru að létta álagi af Hæstarétti og stuðla að réttarbótum en tveggja þrepa dómskerfi hafði vissa annmarka, meðal annars með tilliti til Mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð. Fyrir tilkomu Landsréttar var úrlausnum héraðsdómstóla, að fullnægðum tilteknum skilyrðum, skotið beint til Hæstaréttar með áfrýjun eða kæru en eftir tilkomu Landsréttar er grundvallarreglan sú að úrlausnum héraðsdómstóla er skotið til Landsréttar. Skjóta má úrlausnum Landsréttar til Hæstaréttar að uppfylltum tilteknum skilyrðum og í flestum tilvikum að fengnu leyfi Hæstaréttar. Eins og að var stefnt með þessari breytingu á dómstólaskipaninni koma nú mun færri mál til meðferðar í Hæstarétti. Því getur hann betur sinnt hlutverki sínu sem fordæmisgefandi og stefnumarkandi dómstóll, eins og tíðkast með æðstu dómstóla á hinum Norðurlöndunum og víðar. Sett lög ná aldrei til alls þess sem kemur til kasta dómstóla, auk þess sem löggjöfin fylgir ekki alltaf eftir breyttum aðstæðum í þjóðfélaginu og réttarvitund. Því ber Hæstarétti að skýra lög og túlka og auka almennum reglum við löggjöfina eftir því sem við á. Stofnun Landsréttar hefur leitt til minna álags á Hæstarétt og því hefur dómurum réttarins verið fækkað úr níu í sjö. Einnig hafði breytingin í för með sér að fimm eða sjö dómarar skipa dóm en þrír dómarar standa ekki lengur að dómum. Fjölskipaður dómstóll eykur tvímælalaust vægi fordæmisgefandi dóma. Hæstiréttur starfar í samræmi við lög og ákvæði í stjórnarskrá Íslands. En stjórnarskráin er fáorð um dómsvaldið og í henni er hvorki að finna almenna skilgreiningu á dómsvaldinu né hlutverki Hæstaréttar eða dómstólanna yfirleitt. Við endurskoðun stjórnarskrárinnar, sem nú stendur fyrir dyrum, væri mikilvægt að bæta við hana ýtarlegri ákvæðum um skipan dómsvaldsins, hlutverk þess og stöðu gagnvart öðrum handhöfum ríkisvaldsins, það er að segja löggjafarvaldinu og framkvæmdarvaldinu.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.