Lögmannablaðið - 2020, Síða 19

Lögmannablaðið - 2020, Síða 19
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/20 19 Erlend áhrif og Mannréttindadómstóllinn Markús telur að það hafi dregið aðeins úr þeirri skandinavísku samstöðu sem áður var þegar íslensk lög voru sniðin að norskum og dönskum fyrirmyndum en núorðið sé það frekar Evrópusambandið sem hafi áhrif á vissum sviðum. Skandinavísku áhrifin séu nú meira í formi samvinnu heldur en eftirlíkinga. Allur fjölskyldurétturinn og klassískur fjármunaréttur sé þó eftir sem áður mjög svipaður hér og á Norðurlöndum. Íslensk löggjöf sé þó orðin sjálfstæðari og ekki eins mikið verið að kanna hvað verið sé að gera á öðrum Norðurlöndum þegar leysa eigi úr ágreiningi fyrir íslenskum dómstólum. Hann bætir við að mál þar sem fyrst og fremst reyni á mannréttindareglur séu afskaplega fá og lítill hluti af heildarmálafjölda í Hæstarétti eins og rétturinn var lengst af þegar Markús var dómari, þ.e. áður en rétturinn fékk nýtt hlutverk með tilkomu Landsréttar. Þegar reyni á mannréttindi opnist þó að sjálfsögðu allur sá heimur. „Það getur verið erfitt að átta sig á því hvað Mannréttindadómstóllinn ætlast til að maður geri. Auðvitað er það skrítin veröld þegar íslenska ríkinu er dæmt áfelli, út af til að mynda tjáningarfrelsi, vegna þess að Hæstiréttur Íslands fylgdi ekki kríteríunum frá Mannréttindadómstólnum, en bara óvart voru þessar kríteríur ekki til þegar málið var dæmt. Það er erfitt að reyna að fylgja svona línu. Þróunin hefur verið mikil og mér hefur fundist nokkuð um að úrlausnirnar hjá Mannréttindadómstólnum séu klæðskerasaumaðar fyrir viðkomandi deilumál en ekki þannig að það sé hægt að draga einhvers konar línu eða lærdóm út úr málinu. Það gæti svo kannski verið rannsóknarefni út af fyrir sig hvað felst í þessari stefnu hjá Mannréttindadómstólnum að hann segist búa til viðmið og sjónarmið sem eru þó ekki alltaf augljós þó sjálfsagt geti lögfræðingar fundið út hver þau eru. Það var nú til dæmis farið í þá vinnu í Hæstarétti fyrir nokkrum árum að greina nákvæmlega hvaða sjónarmið Mannréttindadómstóllinn gerði í málum er varða tjáningarfrelsi. Tveimur mánuðum eftir að sú greining lá fyrir var hún orðin úrelt. En gott og vel, þeir ætlast til þess að menn fylgi einhverjum viðmiðunarreglum við úrlausn mála og ef landsdómstóllinn hefur gert það þá er allt í lagi. Alveg sama hver endanleg niðurstaða málsins er, bara ef dómstóllinn fer í gegnum kríteríurnar og er ekki alveg augljóslega að fara rangt með matið á grundvelli þeirra, þá skiptir dómstóllinn sér ekki frekar af málinu. En svo á hinn bóginn segir Mannréttindadómstóllinn í öðru málum; Þið fylgduð ekki viðmiðunum, þið lituð ekki til þessa atriðis og því var brotið gegn mannréttindum. Í mörgum tilvikum mætti fylgja með: Að vísu skipti þetta atriði engu máli í þessu tilviki en þið nefnduð þetta samt ekki og úr því að þessi krítería var ekki tekin til skoðunar þá var brotið gegn mannréttindum. Þetta er orðin allt önnur veröld en hún var og í raun má spyrja hvernig Mannréttindadómstóllinn lítur á sitt eigið hlutverk. Er hann orðinn einhvers konar höfuðsmiður laga eða reglna sem veitir öllum landsdómstólum leiðsögn um það hvernig þeir eiga að gera hlutina og ef því er ekki fylgt er allt ómögulegt. Þetta eru formleg mannréttindi sem felast í því að fólk telst hafa fengið réttindi sín ef farið var í gegnum kríteríur alveg sama hver niðurstaðan var. Ef þetta eru mannréttindin þá hlýtur mannréttindaverndin að líða fyrir það. En í einhverjum tilvikum þá fá menn vissulega út þá niðurstöðu að það hafi verið brotin mannréttindi á þeim. Í öðrum tilvikum geta menn aftur á móti lent í því að verða fyrir órétti ef svona leiðir eru farnar við mannréttindaverndina. En þetta er bara þróun eins og gerist alltaf, kannski verður búið að bakka frá þessari stefnu eftir einhver ár og eitthvað allt annað komið upp úr hattinum.“ Markús segir að í „Landsréttarmálinu“ sem nú er til meðferðar hjá Yfirdeild Mannréttindadómstólsins sé dómstóllinn farinn að fjalla um hluti sem séu rammpólitískir. Hann kveðst frekar hafa haldið að dómstóllinn vildi forðast slíkt eins og heitan eldinn. „Þetta mál er afskaplega erfitt og mikil raun fyrir íslenskt réttarkerfi. Það er búið að grafa illa undan almenningsáliti og dómstólar eru alltaf viðkvæmir fyrir því að verða fyrir einhvers konar skeinum og sárum sem geta breyst í ígerð út frá almennri umfjöllun. Vandinn er ekki síst hvernig eigi að leysa þetta ef upphaflegi dómur Mannréttindadómstólsins stendur óbreyttur hjá Yfirdeildinni, eða þess vegna ef Yfirdeildin gengur lengra og telur alla fimmtán dómarana ranglega skipaða. Hvernig á að vera hægt að leysa úr þessu í kjölfarið gagnvart íslenskum réttarreglum? Það er ekki hægt að víkja þessum dómurum frá, það eru engar sakir þarna til að reka þá, þeir eru komnir undir stjórnarskrárvernd. Í dómi Hæstaréttar í þessu máli var nálgunin sú að fyrsti punkturinn var að enginn hefði MÉR HEFUR FUNDIST NOKKUÐ UM AÐ ÚRLAUSNIRNAR HJÁ MANNRÉTTINDA- DÓMSTÓLNUM SÉU KLÆÐSKERASAUMAÐAR FYRIR VIÐKOMANDI DEILUMÁL EN EKKI ÞANNIG AÐ ÞAÐ SÉ HÆGT AÐ DRAGA EINHVERS KONAR LÍNU EÐA LÆRDÓM ÚT ÚR MÁLINU.

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.