Lögmannablaðið - 2020, Side 20

Lögmannablaðið - 2020, Side 20
20 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/20 leitað ógildingar á skipununum og fyrir vikið stóðu þær óhaggaðar. Næsta skref var þá að líta svo á að þetta fólk væri komið í stöðu dómara í skilningi stjórnarskrárinnar og laga. Skipun þeirra er í gildi og hafi einhver annmarki verið á skipunarferlinu þá getur sá annmarki ekki leitt til þess að þetta sé allt bara markleysa. Það hlýtur að þurfa að horfa á málið þannig að skipunin þurfi að vera ógilt ef þetta á að útiloka viðkomandi frá dómstörfum. Þetta er allt önnur nálgun en Mannréttindadómstóllinn beitti. Hann segir bara einfaldlega að út af því að ranglega var staðið að þessari skipun þá er þetta fólk ekki dómarar.“ Þróun í dómum Hæstaréttar Mikill munur er á Hæstaréttardómum í dag frá því sem var fyrir nokkrum tugum ára þegar dómarnir voru í mörgum tilvikum aðeins nokkrar setningar. „Að einhverju leyti er þetta afleiðing af vinnubrögðum á lægra dómstigi. Þegar veröldin breyttist frá kúluritvélum í tölvur með copy og paste var eins og sumir dómarar hefðu glatað niður áratuga reynslu og lærdómi sínum í því hvernig ætti að semja dóma. Það var allt í einu ekki til nein samandregin málsatvikalýsing af hálfu dómarans, bara orðrétt tekið upp úr stefnunni og svo eitthvað orðrétt upp úr greinargerð stefnda. Í sinni verstu mynd var þetta jafnvel orðið að „málsatvikum stefnanda“ og „málsatvikum stefnda“. Síðan komu þessar óheyrilegu langlokur þar sem verið var að rekja allar málsástæður aðila. Auðvitað er alþekkt að stefnur og greinargerðir hafa lengst og þá hafa dómarnir lengst þegar þetta er allt tekið upp. Því miður hefur þetta leitt til þess að Hæstiréttur hefur oft talið sig knúinn til að endurgera lýsingu á málinu því hún er oft nánast óskiljanleg fyrir lesandann eins og hún kemur fram í héraðsdómi. Má því segja að klassískur hæstaréttardómur síðustu ára og áratuga byrji með innleiðingu þar sem verið er að draga saman málsatvik með allt öðrum hætti en gert er í héraðsdómi. Síðan er ekkert verið að velta upp málsástæðum að heitið getur heldur farið beint í niðurstöðuna. Þetta er ekki skemmtileg þróun og auðveldar sannarlega ekki lífið í Hæstarétti. Þetta er í flestum tilvikum ekki mikið verk en hundleiðinlegt nokkur hundruð sinnum á ári.“ Aðspurður hvort Hæstiréttur hafi náð að vera fordæmis- gefandi dómstóll eða bara leyst úr einstökum málum fyrst og fremst telur Markús of mikið gert úr því að tala um fordæmisgefandi dómstól eins og Hæstiréttur hafi aldrei verið það en nú sé hann það allt í einu með tilkomu Landsréttar. „Satt að segja finnst mér þetta ekki alveg réttmætt og rangt að tala um gerbreytt eðli Hæstaréttar að þessu leyti. Fordæmi felst í því að dómurinn er lokaorð sem svarar þeirri spurningu sem er í málinu. Það hefði verið mjög óheppileg þróun ef Hæstiréttur hefði farið að detta ofan í þá gryfju að klæðskerasauma lögfræðina fyrir hvert tilvik. Ég held það hafi verið gegnumgangandi stefna alla tíð að dómarar virða fyrir sér heildarmyndina og hugsa hvaða afleiðingar hefur þetta svar almennt séð og er eitthvað varhugavert við svarið í því tilliti. Stundum þurfti þó auðvitað að reyna að þrengja niður punktinn sem fordæmið laut að þannig að ekki yrðu dregnar of víðtækar ályktanir. Óneitanlega varð maður þó var við það stundum þegar maður var búinn að reyna að gera akkúrat þetta að næst þegar sambærilegt mál kom í flutning höfðu lögmenn dregið allt aðrar ályktanir en maður hélt að væri hægt. En ég hef aldrei litið á þetta öðruvísi en svo að hver dómur sé út af fyrir sig fordæmi. En hversu merkilegt það er hverju sinni það er svo allt annað mál. Oft geta minnstu og skrítnustu mál búið til tækifæri til að gefa einhvern almennan dóm. Ég get nefnt sem dæmi mál sem til kom af því að krakki fór út í sjoppu og keypti sælgætisúða en endaði á því að fá af því lungnamein. Úr verður skaðabótamál sem veitir í sjálfu sér ekkert merkilegt svar um skaðabótarétt en leiðir til svara um hvernig eigi að beita 3. grein EES laganna.“ Handhafi forsetavalds Markús var handhafi forsetavalds þegar hann var forseti Hæstaréttar og forseti Íslands var erlendis. Hann segir að þetta hafi alls ekki verið tímafrekt starf. „Það voru kannski fimm til tíu mínútur á svona þriggja daga fresti sem fóru í

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.