Lögmannablaðið - 2020, Page 24

Lögmannablaðið - 2020, Page 24
24 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/20 STARFS ÁBYRGÐAR- TRYGGINGAR LÖGMANNA ARNA PÁLSDÓTTIR LÖGMAÐUR SKRIFAR LÖGMENN VERÐA HINS VEGAR AÐ VERA MEÐVITAÐIR UM TRYGGINGAR SÍNAR EFTIR AÐ ÞEIR LÁTA AF STÖRFUM EÐA LEGGJA INN MÁLFLUTNINGSRÉTTINDI SÍN EN BÓTAKRAFA GETUR VERIÐ HÖFÐ UPPI EFTIR ÞANN TÍMAPUNKT. Eru lögmenn meðvitaðir um reglurnar? Hildur: Já, ég held að lögmenn séu almennt meðvitaðir um að þeir hafi starfsábyrgðartryggingar og út á hvað þær ganga. Björk: Það er allur gangur á því hversu vel lögmenn þekkja til þegar kemur að þeim reglum og kröfum sem gilda um starfsábyrgðartryggingar. Almennt má þó segja að þekkingin sé nokkuð góð, eins og við á um aðra sérfræðinga og það finnum við sérstaklega þegar kemur að tjónamálum. Lögmenn verða hins vegar að vera meðvitaðir um tryggingar sínar eftir að þeir láta af störfum eða leggja inn málflutningsréttindi sín, því bótakrafa getur verið höfð uppi eftir þann tímapunkt. Þannig þurfa lögmenn að huga að tryggingum sínum eftir að þeir hætta að starfa, en eðlilegt væri að miða þann tíma við hefðbundinn kröfufyrningafrest. Hvað er það sem lögmenn ættu helst að varast? Eru tiltekin tilvik sem leiða til skaðabótaábyrgðar lögmanna? Hildur: Af þeim dómum sem fallið hafa á æðri dómstigum síðustu 20 ár má sjá að þau mál sem varða lögmenn lúta aðallega að málum þar sem umbjóðandi telur lögmanninn hafa gert mistök við hagsmunagæslu, svo sem að kröfur hafi fyrnst eða að ekki hafi verið gerður fyrirvari við uppgjör slysabóta. Þá hafa nokkur mál varðað ágreining um þóknun til lögmannsins. Mál hafa einnig sprottið í kjölfar þess að lögmaður hefur tekið að sér að gera kaupsamning um fasteign þegar aðilarnir höfðu áður komið sér saman um kaupin. Björk: Algengustu tilvikin á undanförnum árum varða mál þar sem krafa um bætur er að fyrnast í höndum lögmanna. Einnig reynir reglulega á mál þar sem krafa Lögmannablaðið fékk þær Björk Viðarsdóttur lögmann og framkvæmdastjóra tjónasviðs TM og Hildi Ýr Viðarsdóttur lögmann til að ræða skaðabótaábyrgð lögmanna og starfsábyrgðartryggingar. Enda þótt fá mál hafi ratað fyrir dómstóla þar sem reynir beinlínis á gildissvið eða umfang starfsábyrgðar tryggingar innar er afar brýnt að allir þekki vel þær reglur sem gilda um starfsábyrgðartryggingar.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.