Lögmannablaðið - 2020, Page 30

Lögmannablaðið - 2020, Page 30
30 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/20 sé að taka fyrir eitt eða fleiri atriði í einu. Jafnframt má álykta að framlagning samantektar á kröfum máls sem og málsástæðum myndi veita dómara enn betri yfirsýn yfir málið, og þá sérstaklega í yfirgripsmiklum og lagalega flóknum málum. Helstu rök gegn viðbótargreinargerðum er meginreglan um hraða málsmeðferð einkamála. Aðilar fá að meginreglu tvær til fjórar vikur til að útbúa og leggja fram greinargerðir, þar sem markmiðið er að koma í veg fyrir óhóflega langan málsmeðferðartíma, en getur óneitanlega lengt meðferð máls um nokkra mánuði. Meðalhraði einkamáls í Danmörku árið 2018 var 16,4 mánuðir 8, en meðalhraði einkamáls á Íslandi árið 2018 var rétt undir 12 mánuðum eða 351 dagur.9 Því má jafnframt velta því upp hversu mikið lengri málsmeðferðartíminn væri ef framlagning viðbótargreinargerða væri heimil? Því skal þó haldið til haga að meðalhraði einkamáls ræðst af mörgum breytum, og framlagning málsskjala er aðeins einn liður í slíkum samanburði. Engu að síður er vert að hafa í huga ástæðurnar sem lágu að baki því að fjarlægja heimild til framlagningu viðbótar- greinargerða, og hvort ástæðurnar séu enn fyrir hendi. RÉTTUR LÖGMANNA Í KJÖLFAR BREXIT Dómsmálaráðuneytið hefur tilkynnt Lögmannafélaginu að meðan á aðlögunartímabili útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu stendur, þ.e. til loka árs 2020, verði engin breyting á heimild íslenskra lögmanna til að starfa í Bretlandi eða breskra lögmanna til að starfa hér á landi. 8 Danmarks Domstole - Statistik fra Civil Sager 2018. Sjá: https://www.domstol.dk/om/organisation/domstolsstyrelsen/ organisationsdiagram/Documents/Civile%20sager%20-%20byretter%20-%20afg%C3%B8relsestid%20-%20alm%20 sager%20med%20hfh.pdf 9 Domstolar - Útgáfa og fræðsla - Tölfræði. Sjá: https://www.heradsdomstolar.is/tolfraedi/ BROTTHVARF VARA-STJÓRNARMANNA Sú óvenjulega staða hefur komið upp innan stjórnar Lögmannafélagsins að tveir af þremur varastjórnar- mönnum hafa horfið á braut í kjölfar innlagnar á mál- flutn ings réttindum vegna breytinga í starfi. Brotthvarf þessara varamanna hafa enn sem komið er ekki haft áhrif á störf stjórnar félagsins þar sem þriðji varamaður hefur getað mætt á stjórnarfundi í forföllum aðalmanna.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.