Lögmannablaðið - 2020, Page 34
34 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/20
LÖGMENNSKA
Á LANDS-
BYGGÐINNI
Í þessu viðtali er rætt við lögmanninn Torfa Ragnar
Sigurðsson einn meðeigenda að Lögmönnum Suðurlandi,
á Selfossi. Torfi hefur starfað á stofunni meðfram laganámi
frá árinu 2000 og síðan í fullu starfi frá útskrift úr laga-
deild Háskóla Íslands árið 2005. Hann hlaut réttindi til
málflutnings fyrir héraðsdómi árið 2006 og fyrir Hæstarétti
árið 2012, auk þess sem hann lauk á árinu 2018 MBA gráðu
frá Háskólanum í Reykjavík.
Hvernig er rekstrarumhverfið á Suðurlandi?
Rekstrarumhverfið hér á Suðurlandi er almennt gott. Hér á
svæðinu hefur verið jöfn og þétt fólksfjölgun og uppbygging
sem kallar á aukna þörf fyrir þjónustu lögmanna. Á svæðinu
er hins vegar mikil samkeppni. Hér er nokkur fjöldi
lögmannsstofa sem eru að bítast um verkefnin þannig að
það er mikilvægt að vera samkeppnishæfur. Þá má heldur
ekki gleyma því að nálægðin við höfuðborgarsvæðið er
nokkur hluti af samkeppninni og stutt að sækja þjónustu
þangað, við finnum fyrir því - en það virkar líka í hina
áttina þar sem við erum líka að sækja viðskiptavini á
höfuðborgarsvæðið og þjónum því.
Hverjir eru helstu kostir við að reka stofu á landsbyggðinni?
Helsti kosturinn að mínu mati er að verkefnin sem við fáum
hér inn á borð eru mjög fjölbreytt og við erum að veita alhliða
lögfræðilega þjónustu fyrir viðskiptavini okkar. Kannski má
segja að sérhæfingin sé því nokkuð minni en þó erum við
að sinna verkefnum á sviði eignaréttar sem færri stofur í
bænum hafa sérhæft sig í. Við höfum kannski meira verið
að sinna verkefnum fyrir fyrirtæki og lögaðila en þó er fjöldi
viðskiptavina okkar einstaklingar. Þá skiptir máli að vera á
Selfossi þar sem hér situr Héraðsdómur Suðurlands og hér
er aðalskrifstofa Sýslumannsins á Suðurlandi. Af því leiðir
jafnframt að við höfum lengi verið með mætingarþjónustu
fyrir lögmenn og viðskiptavini annars staðar – en það gera
líka flestar aðrar lögmannsstofur hér á svæðinu.
Hverjar eru þá helstu áskoranir í þessu umhverfi?
Ég myndi telja að það séu fáar eiginlegar áskoranir enda
felast iðulega í áskorunum tækifæri. Það skiptir máli að vera
með sýslumann og héraðsdóm á staðnum en hins vegar er
það nokkuð meiri áskorun að vera með mál fyrir Hæstarétti
og Landsrétti þegar kemur að því að skila gögnum. Við
nýtum okkur sannarlega þjónustu sendla eða póstsins eða
förum sjálfir með gögn og reynum þá að nýta ferðina. En
óneitanlega styttir þetta þá fresti sem umbjóðendum okkar
eru veittir í slíkum málum til þess að skila gögnum þannig
að kannski mætti segja að það ríkti ekki fullt jafnræði milli
landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis hvað það varðar. Þetta
skiptir hins vegar stofur sem eru lengra frá Reykjavík mun
meira máli en okkur. Ég held að það sé mjög mikilvægt að
taka sem fyrst upp rafræna málsmeðferð fyrir dómstólum
og sýslumönnum, þannig að skila megi gögnum rafrænt
LÖGMANNABLAÐIÐ FJALLAR UM
LÖGMANNSSTOFUR Á LANDSBYGGÐINNI OG
REKSTRARUMHVERFI ÞEIRRA MEÐ ÞVÍ AÐ
RÆÐA VIÐ LÖGMENN VÍTT OG BREITT UM
LANDIÐ.
ARI KARLSSON LÖGMAÐUR SKRIFAR