Lögmannablaðið - 2020, Page 35

Lögmannablaðið - 2020, Page 35
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/20 35 sem myndi eyða þessu misvægi hvað varðar búsetu. Þá finnst okkur breytingin að afleggja heitin héraðsdóms – og hæstaréttarlögmaður, og taka upp lögmaður í staðinn, hafi verið misráðin þar sem einstaklingar átta sig síður á því hvort að lögmaður hafi réttindi til þess að reka mál fyrir þá á öllum dómstigum eða bara einu. Þetta er ný áskorun sem við höfum þurft að takast á við í rekstrinum. En kostnaður við reksturinn? Ferðakostnaður og kostnaður við að koma gögnum til áfrýjunardómstólanna er almennt meiri heldur en á höfuðborgarsvæðinu. Á móti kemur að húsnæðiskostnaður getur að sjálfsögðu verið lægri en það fer að sjálfsögðu eftir staðsetningu, tegund og stærð húsnæðis. Það hefur skipt okkur máli að LMFÍ hefur boðið upp á námskeið í gegnum fjarfundarbúnað sem stofan hefur verið dugleg að nýta sér. Þetta veitir okkur aukna möguleika í að nýta sér námskeið félagsins án þess að þurfa að eyða tíma og kostnaði í ferðalög. Þá höfum við viðskiptavini sem hafa verið duglegir að nýta sér fjarfundarbúnað til þess að funda sem sparar tíma og kostnað og ég held að slíkt muni sífellt færast í aukana. Juris er leiðandi lögmannsstofa sem leggur áherslu á þjónustu á sviði viðskipta og fjármála. Stofan nýtur viðurkenningar fyrir þekkingu og reynslu lögmanna sinna sem kappkosta að veita snögga og hagnýta þjónustu með hliðsjón af viðskiptalegum hagsmunum viðskiptavinarins. Á skrifstofu Juris starfa íslenskir og enskir lögmenn, með lögmannsréttindi í báðum löndum, og þannig getur stofan veitt skilvirka og hagkvæma þjónustu til aðila sem hafa starfsemi í báðum ríkjum. Borgartúni 26 105 Reykjavík Sími 580 4400 www.juris.is Andri Árnason, lögmaður Andri Andrason, lögmaður, LL.M. Bjarni Aðalgeirsson, lögmaður Dr. Finnur Magnússon, lögmaður, LL.M. Edda Andradóttir, lögmaður, LL.M. Halldór Jónsson, lögmaður Lárus L. Blöndal, lögmaður Sigurbjörn Magnússon, lögmaður Simon David Knight, lögmaður Stefán A. Svensson, lögmaður, LL.M. Vífill Harðarson, lögmaður, LL.M. Hildur Þórarinsdóttir, lögmaður Hólmfríður Björk Sigurðardóttir, lögmaður Jenný Harðardóttir, lögmaður Katherine Nichols, sérfræðingur Sigrún Magnúsdóttir, lögfræðingur Sigurður Helgason, lögmaður Torfi Ragnar Sigurðsson lögmaður.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.