Lögmannablaðið - 2020, Page 36

Lögmannablaðið - 2020, Page 36
36 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/20 Leikið var í einum riðli og enduðu leikar þannig að lið Friday sigraði alla sína andstæðinga og varð Jólasnapsmeistari LMFÍ árið 2019. Lokastaðan varð þessi: Friday 4 0 0 14:2 12 Snaps 3 0 1 11-2 9 Logos 2 0 2 6-9 6 Þrum-Grín 1 0 3 6-9 3 Krimmar 0 0 4 3-19 0 JÓLASNAPSMÓTIÐ Í FÓTBOLTA Föstudaginn 20. des. 2019 fór fram hið árlega Jólasnapsmót lögmanna í fótbolta, að venju í Fram húsinu við Safamýri. Mótið hefur frá upphafi, eða frá árinu 1995, verið haldið í þessu húsi Frammara, enda nálægðin við heimavöll LMFÍ að Álftamýri 9 ákveðin tenging. Félagið hefur einnig staðið fyrir mótum utanhúss og voru þau haldin reglulega áður fyrr en hafa lagst af undanfarin ár. Fyrir 15 árum var undirritaður beðinn um að taka saman pistil um sögu knattspyrnumótanna en árið 2005 voru rúm 10 ár frá því fyrsta knattspyrnumót lögmanna á vegum LMFÍ var haldið. Þegar sú samantekt var rifjuð upp var eins og ár og öld væru frá því fyrsta mótið var haldið árið 1995. Fyrsta mótið var líka haldið á síðustu öld og 24 ár eru liðin. Ár og öld Fróðlegt er að lesa samantektina frá 2005 en þar eru t.d. taldir upp sigurvegarar frá upphafi. Undirritaður hafði ekki tækifæri á að taka saman sigurvegara síðustu 14 ára, en ef ritnefnd lögmannablaðsins veitir styrk til þess verkefnis væri fróðlegt að leggjast í þá rannsóknarvinnu. Þannig væri hægt að halda sögu knattspyrnumótanna á lofti og taka saman alla sigurvegara frá 2005. Til gaman má geta þess að Lögmannablaðið kom fyrst úr árið 1995, og er blaðið því tvíburi knattspyrnumótsins svo að segja. Því hefur verið haldið fram að Lögmannablaðið hafi sérstaklega verið sett á laggirnar til að halda utan um greinar tengdar fótboltamótum LMFÍ. Er það sérstakt rannsóknarverkefni. Næsta jólasnapsmót Lögmannafélagsins, sem haldið verður þann 18. desember 2020 í Framheimilinu að sjálfsögðu, verður því mót nr. 25 í röðinni. Stórafmæli á þessu ári og ljóst að afmæli Lögmannablaðsins gæti fallið í skugga 25 ára afmælismótsins í fótbolta. Anno 2019 Hvað mótið í desember á síðasta ári varðar þá mættu 5 lið til leiks. Oft hefur þátttaka verið betri en hvert lið var skipað góðum hópi af báðum kynjum, utan þess að lið Þrumunnar-Grínarafélagsins var skipað sínum einvala hóp með 7 leikmönnum að vana og allir af kyni karla. Besti leikmaðurinn og Alexandra frá Mundiavocat. Það er ótrúlegt að hugsa til baka þegar ég startaði þessum mótum árið 1995 hvað tíminn líður, og að margir, eins og kjarninn úr Þrumunni hafi tekið þátt öll árin, kannski ekki fyrstu 1-2.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.