Lögmannablaðið - 2020, Page 37
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/20 37
2005. Fjórtán mót hafa verið haldin eftir að greinin var
skrifuð og enn eru leikmenn með sem spiluðu á fyrsta
mótinu 1995 eða í 24 ár samfleytt.
Leikmenn Þrumunnar hafa verið með næstum frá upphafi
og ef Lögmannafélagið stofnar Heiðurshöll geri ég það að
tillögu minni að þeir félagar sem mynda kjarna Þrumunnar
verði fyrstir teknir inn í Heiðurshöll LMFÍ.
F.h. Jólasnapsanefndarinnar
Smári Hilmarsson
Sigurvegarar 2019.
Lið Þrumunnar sem hefur verið með frá upphafi.
Mótið fór í alla staði vel fram og hart var tekist á en enginn
rekinn af velli. Að lokinni verðlaunaafhendingu var létt á
nokkrum jólabjórum og ein snapsaflaska sást á sveimi sem
væntanlega hefur endað tóm í endurvinnslunni daginn
eftir.
Alexandra Ruzza, fulltrúi Mundiaavocat, sem er óopinber
heimsmeistarakeppni lögmanna í knattspyrnu mætti sem
fulltrúi keppninnar og veitti verðlaun fyrir leikmann
mótsins. Þann heiður hlaut Vilmar Freyr Sævarsson, sem
hún valdi sjálf. Vildu einhverjir leikmenn Þrumunnar
meina að Alexandra hefði ekki metið leikni í knatttækni
nægjanlega vel og að fegurð af öðru tagi hefði verið metin
ofar öðrum gildum. Er ekki vitað hvort Alexandra studdist
við reglur nefndar um mat á hæfi dómara í mati sínu, en það
var samdóma álit að Vilmar hefði verið vel að tilnefningunni
kominn. Þá afhenti Alexandra liði Friday sigurlaunin.
Lögmenn í fótbolta í Marokkó?
Mikill áhugi er hjá Mundiaavocat að fá íslensk lið til keppni,
en mótið verður haldið í borginni Marrakesh í Marakkó
í júní næstkomandi. Vonandi sjá einhver íslensk lið sér
fært að mæta, en leikið er í hinum ýmsu aldursflokkum.
Væri upplagt að sigurvegarar hvers árs í Jólasnapsmótinu
öðluðust keppnisrétt á mótinu og fengju ferðastyrk frá
LMFÍ, en allir mega senda lið.
Svona í lokin er gaman að geta þess að í greininni frá 2005
er minnst á það sérstaklega að ákveðinn hópur lögmanna
hafi tekið þátt í mótinu öll 10 árin, þ.e. frá 1995 til ársins