Málfríður - 15.11.1993, Side 20

Málfríður - 15.11.1993, Side 20
NAMSKEIÐ UM MYNDLIST Laugardaginn 2. október sl. var haldið endurmenntunarnám- skeið um myndlist í tungumála- kennslu á vegum STIL. Leiðbein- andi var Marie-Alice Séférian, prófessor í frönsku við Dan- marks Lærerhöjskole. Hún vinn- ur að bók um van Gogh og hvernig nota má myndir hans í tungumálakennslu. Námskeiðið var fjölsótt af grunn- og fram- haldsskólakennurum víðs vegar að af landinu. I upphafi lýsti Marie-Alice Séférian hvernig henni fyndist kennsla/nám tungumála eiga að vera fyrst og fremst og nefndi fjögur atriði: 1. Andstæður. Samanburður á tungumáli 1 og 2 og á menning- aratriðum, venjum eða hugs- unarhætti sem tengjast þeim mun (t.d. kl. 2 að nóttu vs. 2 o'clock in the morning, sólar- hringur vs. 24-hours o.fl.). 2. Boðskipti. Nemendur þurfa að geta tekið þátt í samræð- um. Nemendur þurfa að geta tjáð sig. 3. Innihald. Það þarf að vera raunveruleg merking í boð- skiptunum. Nemendur lesa til að öðlast vitneskju eða reynslu. 4. Áhugavekjandi. Ytri áhuga- vaki (svo sem hugsanlegt starf o.þ.h.). Innri áhugavaki (eftirvænting). Því næst fjallaði Marie-Alice um „myndir, orð og raunveru- leika". Hún rakti hvernig barnið þroskast í skynjun sinni á um- heiminum gegnum sjón, heyrn, snertingu, bragð o.s.frv. og myndar innri myndheim sem hefur að geyma tákn fyrir ýmsa hluti, ímyndunaraflið verður skapandi afl, hvað er list og hvað er veruleiki Qá, hún kom víða við, hún vitnaði í Emile Zola sem sagði að listin væri hluti heims- ins séður í gegnum manneskju). Hún talaði um að myndlist getur ásamt fagurbókmenntum átt þátt í að auka skilning okkar á erlen- dum tungumálum og menningu annarra þjóða. Einnig að mynd- list og bókmenntir gætu hjálpað til að setja hlutina í það sögulega samhengi sem oft vantar. Þar að auki getur listin speglað neman- dann í sínu menningarumhverfi - hvað merkir það að vera Dani, ís- lendingur..., gæti þetta verið ís- lenskt...? I öðrum hluta fyrirlestrarins ræddi Marie-Alice Séférian um „myndlist í skólastofunni“. Hún nefndi fjöldamörg hagnýt dæmi. Fyrst taldi hún upp hentugan efnivið svo sem málverk, svart- hvíta grafík, ljósmyndir, skyggn- ur og póstkort og benti á að margræðar myndir eru best fallnar til að skapa umræðu. Hún sagðist sjálf einna mest hafa notað ljósrit af svart-hvítum grafíkmyndum, þannig að hver nemandi hefði sitt eintak. Hjá okkur var hún með litskyggnur með myndum eftir van Gogh en hún helgaði honum síðasta hluta fyrirlestrarins og svo í vinnu- hópnum eftir hádegið var unnið með póstkort, ljósmyndir og listaverkabækur. Áhugamál kenn- arans hafa mikil áhrif á verkefna- val. Leiðbeinandinn bjó í Alsír í tvö ár og sérsvið hennar er als- írskar bókmenntir (á frönsku). Hún nefndi dæmi um hvernig það getur nýst í frönskukennslu. Áður er minnst á áhuga hennar á van Gogh og hún notar bæði verk hans, æviágrip og sendibréf sem gefin eru út á ýmsum tungu- málum. Hún notar myndabók í frönskukennslu sem hún skrifaði um föður sinn t.d. til að varpa Ijósi á 19. öldina og Austurlönd. En þeir sem ekki búa svona vel geta samt sem áður haft eitt- hvert gagn af hugmyndum henn- ar, svo sem að nemendur: - lýsa mynd (byrja með óskýra skyggnu, smáskýra, nemend- ur giska hvað er) - segja sína skoðun á myndinni - bera saman tvær myndir - bera saman mynd og ljóð - skrifa ljóð um mynd (líkja e.t.v. eftir ljóði sem þau velja) - segja sögu um mynd - skrifa og leika stuttan leikþátt (t.d. um tvo vini sem eru ósammála um myndir á sýn- ingu) - setja fram tilgátu út frá smá- atriði í mynd - velja mynd og segja hvað þeim finnst um hana. Byrjend- ur: Er hún góð? Já, nei..., lengra komnir: Hvers vegna finnst þér hún góð/léleg... - skrifa eintal eða samtal. Hér lýsti Marie-Alice hvernig nem- endur hennar lásu fyrst sögu frá Alsír, skoðuðu því næst mynd frá landinu og lögðu per- sónum á myndinni orð í munn. Þau settu sig þá jafnvel í spor fólks með aðra trú, menningu o.s.frv. og lærðu þar með ýmislegt annað en orðaforða, málfræði og framburð. Að velja sér mynd til að fjalla um getur leitt talið að stórmál- um sem snerta nemandann per- sónulega, minntist hún á, svo sem dauðann, ástina, sorgina o.fl. Það er umdeilt hversu langt menn telja heppilegt að fara út í þá sálma með hóp nemenda. Auk ofannefnds viðraði pró- fessor Séférian hugmyndir um samþættingu námsgreina á sviði móðurmáls, erlendra tungumála og listasögu, listfræði, menn- ingarsögu, mannkynssögu, trú- arbragða og heimspeki. Þá lýsti hún hugsanlegu stærra verkefni sem nemendur ynnu um ákveð- inn listamann og samtíð hans eða um eina tegund mynda svo sem landslags-, andlits-, kyrra- lífsmyndir... Sem dæmi tók hún van Gogh og rakti æviferil hans með glærum og sýndi litskyggn- ur af verkum frá mismunandi æviskeiðum hans. Hún gat þess önnum köfnum kennurum til huggunar að mikið af slíku efni væri mjög aðgengilegt. Eftir hádegið unnu kennarar að ýmsum verkefnum. Skipt var 20

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.