Málfríður - 15.11.1993, Page 25

Málfríður - 15.11.1993, Page 25
AFSTAÐA NEMENDA TIL FRÖNSKU OG ÁSTÆÐUR FYRIR VALI Stundum heyrist sagt að franska sé stelpufag, hún sé svo „kvenlegt mál“. Því mætti ætla að stelpur veldu frekar frönsku í framhaldsskóla og strákarnir þá þýsku, sem stundum er talað um sem „tæknimál". I námskeiðinu Þroski og mennt- un unglinga í HI síðastliðið vor, unnu undirrituð verkefni sem fjall- aði um kynferði og frönsku í fram- haldsskólum. Hluti af verkefninu var könnun þar sem athuguð var afstaða nemenda til frönsku og ástæður þeirra fyrir vali. Til að kanna ástæður fyrir því af hverju nemendur hefðu frekar valið frönsku heldur en þýsku og til að kanna hugsanlegan kynjamun í Jjví tilliti, lögðum við spurn- ingalista fyrir alla nemendur í frönsku 103 og 203 í áfangaskóla, þ.e. þeim áföngum sem samsvara fyrsta ári í hefðbundnum bekkja- kerfisskóla, og alla nemendur á fyrsta ári í bekkjaskóla. Könnunin var lögð fyrir þessa hópa sama daginn. Af 58 nem- endum í frönsku 103 og 203 í áfangaskólanum svöruðu 45. í bekkjaskólanum tóku samtals 59 nemendur af 68 á fyrsta ári þátt í könnuninni. í áfangaskólanum varð fram- kvæmd úrvinnslunnar aðeins flóknari en í bekkjaskólanum, því að nemendur ráða að ein- hverju leyti sjálfir hvenær þeir hefja nám í 3. og 4. erlenda tungumálinu. Einnig er þeim vel mögulegt að hefja nám í 4. mál- inu áður en þeir byrja á 3. máli. Inn í könnunina urðum við því að koma með spurningu um hvort nemendur hafi valið frönsku sem 3. mál, 4. mál eða hvort það sé ekki enn ákveðið en þeirri spurningu er sleppt í bekkjaskólanum þar sem hún á ekki við. Síðan þurftum við að taka þá út sem höfðu frönsku sem 4. mál, því að þeir hafa auðvitað ekki valið frönsku, heldur þýsku. 1. Kyn: a) karl, b) kona. í fyrsta lagi spurðum við auð- vitað um kyn viðkomandi, því það var eitt af meginmarkmiðum þessarar könnunar að kanna hugsanlegan kynjamun. I áfanga- skólanum voru strákarnir sem svöruðu 20 og stelpurnar voru 25, eða alls 45 nemendur, eins og áður segir. I bekkjaskólanum svöruðu 16 strákar og 43 stelp- ur, eða 59 alls. 2. Eg valdi frönsku sem: a) 3. mál, b) 4. mál, c) ekki ákveðið enn. Af nemendunum 45 í áfanga- skólanum völdu 30 frönsku sem 3. mál, 16 stelpur og 14 strákar. Aðrir, þ.e. þeir sem völdu þýsku sem 3. mál, voru ekki taldir með nema í spurningum 7, 8 og 9. Þannig að í spurningunum sem hér fara á eftir, spurningum 3 til 6, teljast 30 nemendur úr áfanga- skólanum. Hvað varðar spurningar 3, 4 og 5 varð niðurstaðan eftirfarandi: 3. Höfðu foreldrar þínir áhrif á að þú valdir frönsku frekar en þýsku? Áfangaskólinn: Bekkjaskólinn: stelpur strákar stelpur strákar engin: 15 (94%) 12 (86%) 36 (84%) 15 (94%) lítil: 0 0 4 (9%) 0 nokkur: 1 (6%) 2 (14%) 3 (7%) 1 (6%) mikil: 0 0 0 0 4. Höfðu félagar þínir áhrif á að þú valdir frönsku frekar en þýsku? Áfangaskólinn: Bekkjaskólinn: stelpur strákar stelpur strákar engin: 13 (81%) 10 (72%) 36 (84%) 12 (76%) lítil: 1 (6%) 3 (21%) 6 (14%) 2 (12%) nokkur: 2 (13%) 0 1 (2%) 2 (12%) mikil: 0 1 (7%) 0 0 25

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.