Málfríður - 15.11.1993, Side 32

Málfríður - 15.11.1993, Side 32
Nýtt kennsluefni í dönsku, frönsku og spænsku: Brugsdansk e. Auði Hauksdóttur og Elísabetu Valtýsdóttur Brugsdansk fjallar um hagnýta málnotkun, eins og nafnið gefur til kynna. Bókin sameinar það að vera handbók og vinnubók og er ætluð framhaldsskólanemum. Efnið er sett fram á einkar aðgengilegan hátt og fjölmargar teikningar auðvelda notendum að skilja málfræðireglur og setja sig inn í margvíslegar aðstæður málnotkunar. Efninu er í hagræðingarskyni raðað í kafla eftir orðflokkum en höfundarnir leggja þó mikla áherslu á að orðin séu ekki einangruð fyrirbæri, heldur fá merkingu í því samhengi sem þau eru notuð hverju sinni. Auður og Elísabet kenna dönsku í framhaldsskólum. Mál og menning hefur áður gefið út tvö verk eftir þær: Dansk det er dejligt og Lœrerens trost. 4 propos 1 A propos 1 er frönskukennsluefni handa byrjendum. Efnið er talið henta nemendum í fyrstu tveimur áföngum frönskunámsins í íslenskum framhaldsskólum. I lesbókinni er að finna fjölbreytta leskafla, ítarefni af ýmsu tagi, framburðarleiðbein- ingar, málfræðiágrip og fransk-íslenskan orðaiista. Textarnir í bókinni eru valdir með það að markmiði að skapa málfarslegan grunn fyrir samskipti við frönskumælandi fólk, en jafnframt fræða lesendur um Frakkland og vekja áhuga á landi þjóð og tungu. Vinnubókin geymir fjölbreyttar hlustunaræfingar, verkefni við leskaflana, málfræði- verkefni, upprifjunarkafla, kaflaskiptan orðalista með framburðarleiðbeiningum og íslensk-franskan orðalista. Kappkostað er að hafa viðfangsefnin eins fjölskrúðug og kostur er og jafnframt að hvetja nemendur til þess að nota tungumálið á skapandi hátt strax frá upphafi. Jórunn Tómasdóttir íslenskaði. e. Önnu Katrínu Árnadóttur og Hólmfríði Garðarsdóttur Myndbandsefnið Viaje alespaholv2.t samið og tekið upp á Spáni. Markmiðið var að færa spænskan veruleika nær þeim nemendum sem læra spænsku fjarri hinum spænskumæl- andi löndum. Islenska vinnubókin var samin til þess að tryggja markvissa notkun á myndbandsefn- inu, tengja það við annað kennsluefni og hnykkja á þeim atriðum sem reynast íslenskum nemendum þyngst í skauti. Þær Anna Katrín og Hólmfríður hafa báðar kennt spænsku í framhaldsskólum. Viaje al espanol Mál og menning

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.