Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.01.2021, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 30.01.2021, Qupperneq 4
43 eru í einangrun á Íslandi vegna faraldursins. 17. sæti er staða Íslands á lista Transparency International yfir spillingu og spillingarvitund í 180 ríkjum. 11,2 prósent launþega á Íslandi voru með tímakaup undir lágmarks- launum árið 2018. 139 milljarða króna hljóða áætl- aðar framkvæmdir hins opin- bera á þessu ári upp á. 84 háttsettir Hvít-Rússar, þar á meðal Alexander Lúkasjenkó, mega ekki stíga fæti á íslenska grundu. TÖLUR VIKUNNAR 24.01.2021 TIL 30.01.2021 STJÓRNMÁL Áslaug Arna Sigur- björnsdóttir dómsmálaráðherra telur að frumvarp um breytingar á mansalsákvæði hegningarlaga muni auðvelda saksókn og bæta stöðu þolenda. „Ég tel að með þessu frumvarpi sé stigið stórt skref til að mæta þeim fjölbreytta og sístækk- andi hóp sem getur verið þolendur mansals,“ segir hún. Breytingin á að auka vernd verka- fólks og ná yfir þvingaða brotastarf- semi, svo sem þjófnað, innbrot og smygl á fíkniefnum. „Umræðan um mansal hefur að stórum hluta snúist um vændi, en mansal tengist ýmis- legri skipulagðri brotastarfsemi og frumvarpið er þáttur í að bæta vernd þolenda allra þessara brota,“ segir Áslaug. Aðeins þrjú mansalsmál hafa komið til kasta íslenskra dómstóla og aðeins einu sinni hefur verið sak- fellt fyrir mansal. Árið 2010 voru fimm Litháar dæmdir til fimm og fjögurra ára fangelsisvistar fyrir hlutdeild í vændishagnýtingu 19 ára konu. Mun meiri fjöldi kemur á borð lögreglu, eða 74 mál árin 2015 til 2019. Frumvarpið er samið í kjölfar ábendinga um nauðsyn á úrbótum, meðal annars frá frá eftirlitsnefnd Evrópuráðsins um mansalssamn- inginn frá 2005. Svala Ísfeld Ólafs- dóttir, dósent við lagadeild HR, samdi frumvarpið. „Brotaþolarnir eru oft hræddir við gerendur sína og óttast hefnd- araðgerðir gagnvart þeim sjálfum eða fjölskyldu. Þeir stíga sjaldnast fram sjálfir og eru oft ekki sam- vinnuþýðir. Þess vegna er mikilvægt að ríki myndi skjólvegg í löggjöf sinni um þolendur mansals.“ Málin eru sérstaklega flókin þegar þau ná yfir landamæri eða tengjast skipu- lagðri brotastarfsemi. Þau komast oft ekki upp nema vegna ábendinga borgara eða verkalýðsfélaga. Eða þá eftir frumkvæðisvinnu innlendra eða erlendra lögregluyfirvalda. „Þetta eru brot á helgustu mann- réttindum hverrar manneskju, umráðum yfir lífi hennar og lík- ama,“ segir Svala. Þetta fólk taki jafnvel á sig þunga fangelsisdóma. „Það má alveg spyrja sig hvort þol- endur mansals sitji í fangelsum landsins.“ Þetta getur einnig átt við þó að fólk vitni um þvingun eins og í máli 19 ára spænskrar konu sem sakfelld var fyrir fíkniefnasmygl árið 2013. Dómari taldi vitnisburð hennar um hótanir og of beldi trúverðugan en hlaut hún engu að síður eins árs óskilorðsbundinn fangelsisdóm. Um helmingur mansalsmála sem koma á borð lögreglunnar varðar vinnumansal og þriðjungur kynlífs- þrælkun. Í árlegri skýrslu Ríkislög- reglustjóra frá 2019 er lýst áhyggj- um af því að erlendir borgarar séu fluttir hingað og sæti mansali. „Stóraukin umsvif, svo sem í byggingariðnaði, veitinga- og ferða- þjónustu, hefur í för með sér inn- flutning á verkafólki og lögreglan hefur metið það svo að mansal innan þessara greina hafi vaxið hratt á undanförnum árum,“ segir Áslaug. kristinnhaukur@frettabladid.is Burðardýr og verkafólk njóti verndar ákvæðis um mansal Nýju frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á mansalsákvæði er bæði ætlað að vernda þolendur og auðvelda ákæruvaldinu saksókn. Helmingur mansalsmála, sem koma á borð lögreglu, varðar vinnu- mansal. Þriðjungur kynlífsþrælkun. Stærstur hluti verður að engu því að þolendur óttast afleiðingarnar. Þorbjörg Þorvaldsdóttir formaður Samtakanna ’78 segir svokölluð hýryrði nauð- synleg til að lýsa raunveruleika hinsegin fólks. Þorbjörg, sem er með meistarapróf í málvísindum, sat í dómnefnd Hýryrða 2020. Þar voru meðal annars lögð til orðin kvár, stálp, mágkvár og svilkvár. Eina af ástæðunum að baki nýyrðunum segir Þorbjörg vera að fólk eigi það til að nota for- nafnið hán eins og nafnorð. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir þingmaður Samfylkingarinnar ætlar að hætta á þingi og eignast barn. Hún og eigin- maður hennar Dofri Ólafsson eiga nú von á sínu fyrsta barni en Albertína til- kynnti um fréttirnar á Facebook. Hún segist hafa mikla trú á málum sem Samfylkingin hefur talað fyrir á Alþingi og vonar að stuðningur verði við málstað flokksins í alþingiskosningum í haust. Unnar Þór Sæmundsson eigandi Atomos.is hefur beðið eftir CBD-húðvörum síðan í mars en þá voru þær haldlagðar á Keflavíkurflug- velli. Eigendurnir fengu þær upplýsingar að beðið væri eftir efnagreiningu en handa- hóf ræður hvaða CBD-vörur eru teknar í tollinum. Unnar segist viss um að síðasti söludagur varanna sé liðinn eða nálgist það fljótt. Fimm voru dæmdir fyrir hlutdeild í mansali árið 2010. Er það eina sakfellingin í Íslandssögunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ég tel að með þessu frumvarpi sé stigið stórt skref til að mæta þeim fjölbreytta og sístækkandi hóp sem getur verið þol- endur mansals. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráð- herra Þrjú í fréttum Hýryrði, barneignir og húðvörur RAFMAGNAÐ ÆVINTÝRI MEÐ ALVÖRU 4X4 Einu rafknúnu Plug-In Hybrid jepparnir í sínum stærðarflokki með lágt drif. Ótrúlegt verð á bílum hlöðnum lúxusbúnaði. JEEP COMPASS PLUG-IN HYBRID VERÐ 5.999.000 KR.* JEEP RENEGADE PLUG-IN HYBRID VERÐ 5.499.000 KR.* *G ildir m eðan birgðir endast, hvítur R enegade, svartur Com pass Lim ited. UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 GERIÐ VERÐSAMANBURÐ 3 0 . J A N Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.