Fréttablaðið - 30.01.2021, Page 12
Gunnar
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is
Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir
Það er ekki
sérstaklega
góð saga út
af fyrir sig
að auðug
þjóð í
norður-
höfum
ryðjist fram
fyrir í röð
þjóða sem
bíða eftir
bóluefni.
Jón
Þórisson
jon@frettabladid.is
Sagan hefst á fallegum haustdegi árið 1995. Deborah Lipstadt virðir fyrir sér gróðurinn sem skiptir óðar litum á lóð Emoryháskóla í Georgíu
fylki í Bandaríkjunum. Hún fetar sig í átt að skrifstofu
sinni. Deborah er prófessor í sagnfræði við skólann
og kennir sögu helfararinnar. Ritari Deboruh bíður
hennar á skrifstofunni með bréf sem var að berast
frá Bretlandi með hraðpósti. Doborah opnar bréfið.
Hún skellir upp úr og segir: „Þetta er klikkað.“ Bréfið
er frá útgefanda bóka hennar í Bretlandi. Umdeildur,
sjálftitlaður sagnfræðingur, David Irving, hefur hótað
að fara í mál við hana fyrir að halda því fram í nýjustu
bók sinni að hann afneiti helförinni. Irving sakar
Deboruh um að hafa með fullyrðingunni brotið gegn
mannorði sínu og æru sem sagnfræðingur.
Deborah kastar bréfinu án umhugsunar í pappírs
hafið á skrif borðinu sínu. Árum saman hefur Irving
dregið í efa sannleiksgildi útrýmingarherferðar nas
ista. Hann kallar helförina „goðsögn“ í ræðu og riti og
segir „ekki nokkrar heimildir sýna fram á að helförin
hafi átt sér stað“. Deborah álítur að um innihaldslausa
hótun sé að ræða.
Ályktunin reynist röng. Irving höfðar meiðyrðamál
gegn Deboruh í Bretlandi. Í næstum hálfan áratug fara
kraftar Deboruh í að undirbúa vörn sína svo hún megi
sýna fram á að hún hafi verið í fullum rétti þegar hún
kallaði David Irving afneitara helfararinnar. Eftir tíu
vikna réttarhöld í London veturinn 2000 féll dómur
Deboruh í vil.
Dimmur dalur óminnis
Annan haustdag, árið 2005, áratug eftir að Deborah
fékk bréfið örlagaríka, ekur David Irving eftir götum
borgarinnar Hartberg í Austurríki. Lögregla stöðvar
skyndilega för hans. Hann er handtekinn og ákærður
fyrir að flytja ræðu í Austurríki og afneita þar helför
inni en slíkt varðar við lög í landinu. Irving er fundinn
sekur og dæmdur í þriggja ára fangelsi.
Ein af þeim sem komu Irving til varnar eftir dóminn
var, ótrúlegt en satt, Deborah Lipstadt. „Það gleður
mig aldrei þegar ritskoðun ber sigur úr býtum; ég
tel að enga sigra sé hægt að vinna með ritskoðun ...
Eina vopnið sem gagnast í baráttunni gegn þeim sem
afneita helförinni er sagan og sannleikurinn.“
Í síðustu viku var lagt fram frumvarp á Alþingi um
bann við afneitun helfararinnar. Tilgangurinn er
góður. Meðalið er hins vegar banvænt.
David Irving var flestum gleymdur þegar hann
var handtekinn í Austurríki. Réttarhöldin björguðu
honum úr dimmum dal óminnis. Í stað þess að kveða
niður málstað hans með aðgerðum sínum eins og til
stóð hófu austurrísk yfirvöld Irving upp á stóra sviðið,
skipuðu hann í hlutverk brjóstumkennanlega píslar
vottsins og réttu honum hljóðnemann.
Skoðanir Irving eru óverjanlegar. Rétt hans til að
hafa þær þurfum við hins vegar að verja með kjafti og
klóm.
Í greinargerð með frumvarpinu sem liggur fyrir
Alþingi segir að tilgangur þess sé að vernda „æru
og mannorð fólks“. Æra og mannorð voru forsenda
tilraunar David Irving til að hefta tjáningarfrelsi
Deboruh Lipstadt. Fáir efast um rétt Deboruh til
að kalla Irving afneitunarsinna. Það er nefnilega
auðvelt að styðja tjáningarfrelsi þess sem maður er
sammála. En tjáningarfrelsi Deboruh Lipstadt og
tjáningarfrelsi David Irving eru tvær hliðar á sama
peningi.
Tjáningarfrelsið tryggir okkur réttinn til að segja
skoðanir okkar. Tjáningarfrelsið tryggir okkur
réttinn til að hafa rangt fyrir okkur. Tjáningarfrelsið
tryggir okkur réttinn til að vera fáfróð fífl kjósum
við svo. Ef við tökum að beita tjáningarfrelsinu eftir
hentisemi í stað þess að beita því af ófrávíkjanlegri
samkvæmni er stutt í veröld þar sem „æra og mann
orð“ koma í veg fyrir að kalla megi mann sem afneitar
helförinni sínu rétta nafni.
„Þetta er klikkað“
Fimbulvetur stendur enn þó daginn sé tekið að lengja. Víða ógna snjóalög byggð og samgöngum og íbúar byggðarlaga eru innilokaðir dögum saman. Síðasti vetur var þungur og erfiður og þessi ætlar ekki að gefa honum
mikið eftir. Eitt sker hann þó frá hinum fyrri. Baráttan
við faraldurinn.
Allir vita að það eina sem frelsar okkur úr prísund
inni er bóluefni, sem beðið er nú í ofvæni um allan
heim. Á óvart kom hversu stuttan tíma tók að þróa
bóluefni. Það vísindaafrek lofuðu allir fyrir örfáum
vikum en síðan hafa fréttir af dreifingu þess verið
eintóm vonbrigði. Öll áform um víðtækar og skjótar
bólusetningar virðast vera í uppnámi. Afhendingar
áætlanir framleiðendanna hafa allar gengið úr lagi
og horfur eru á að aðeins verði mögulegt að bólusetja
hluta þjóðarinnar á þessu ári. Miðað við það sem fyrir
liggur um afhendingaráætlanir, sem reynslan sýnir að
treysta þarf varlega, mun nást að bólusetja innan við
100 þúsund manns á árinu, eða innan við þriðjung.
Það dugar ekki til hjarðónæmis. Þrátt fyrir þetta segir
heilbrigðisráðherra að búið verði að bólusetja meiri
hluta þjóðarinnar um mitt ár. Eitthvað er óútskýrt svo
hægt sé að láta það reikningsdæmi ganga upp.
Því verður ekki með góðu móti haldið fram að bólu
efnasamningsgerð Íslendinga sé samfelld sigurganga.
Í stað þess að treysta á kunnáttu og reynslu þeirra sem
fást við lyfjaframleiðendur alla daga, var samningsum
boðið fært til embættismanna, þar sem þekking á við
fangsefninu er mun fábrotnari. Auðvitað skipti máli að
hafa samflot með öðrum þjóðum í Evrópu um öflun
bóluefnis en enginn reki gerður að því að afla þess
samhliða á eigin spýtur í upphafi.
Upp skaut svo kollinum sú hugmynd að lyfjafram
leiðendur kynnu að hafa áhuga á að hér færi fram svo
nefnd fjórða fasa prófun, þannig að með einu bóluefni
yrði meginþorri þjóðar bólusettur.
Forystu um þessar viðræður við lyfjaframleiðand
ann Pfizer hafa Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Þær hafa staðið í nokkrar vikur en ekki verið leiddar til
lykta, eftir því sem best er vitað.
Það er ekki sérstaklega góð saga út af fyrir sig að
auðug þjóð í norðurhöfum ryðjist fram fyrir í röð
þjóða sem bíða eftir bóluefni. Við höfum skyldur í
samfélagi þjóða til að stuðla að jöfnum aðgangi að
vörn gegn vágestinum, óháð efnahagsástandi.
En fjórða fasa prófun bóluefnis styður einmitt að við
rækjum þessar skyldur. Tæplega 380 þúsund manna
þjóð á eyju sem fremur auðvelt er að einangra. Af
niðurstöðu þeirrar prófunar myndu allir hafa gagn,
jafnt Íslendingar, bóluefnaframleiðandinn, aðrir
bóluefnaframleiðendur og aðrar þjóðir. Ekki er víst að
annað og betra tækifæri gefist til þess.
En þó hjarðónæmi yrði náð hér á undan öðrum
þjóðum er björninn ekki unninn. Atvinnugreinin sem
þurrkaðist nær út réttir ekki úr kútnum við það. Til
þess þarf að ná sambærilegri stöðu í okkar helstu við
skiptalöndum.
Miðað við blúsinn í afhendingu bóluefna almennt
í heiminum þarf að bíða þess lengur en við leyfðum
okkur að vona.
Bóluefnablús
Raforkukaupendur ON eru hæstánægðir
annað árið í röð.
Okkar er ánægjan!
3 0 . J A N Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN