Fréttablaðið - 30.01.2021, Síða 16

Fréttablaðið - 30.01.2021, Síða 16
Auglýst er tillaga að viðauka við stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs, vegna Breiðamerkursands Umsagnarfrestur er til 14.mars. Eintök munu liggja frammi í Gömlubúð, Skaftafellsstofu, Ráðhúsi Hornafjarðar og í afgreiðslu Náttúrufræðistofnunar Íslands í Garðabæ. Munum að huga að persónulegum forvörnum. Umsagnir berist á póstfangið info@vjp.is Ósk um tilboð í leigu á veiðirétti í Ytri Rangá og vesturhluta Hólsár Veiðifélag Ytri Rangár óskar eftir tilboðum í leigu á öllum veiðirétti félagsins í Ytri Rangá og vesturhluta Hólsár fyrir veiðitímabil áranna frá og með árinu 2022 til að lágmarki þriggja ára með almennu útboði. Útboðsgögnin fást afhent með rafrænum hætti hjá Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, stjórnarmanni veiðifélagsins. Vinsamlegast hafið samband á netfangið gunnarjohann@gmail.com. Tilboðsfrestur er til 16. febrúar. Áskilinn er allur réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum. PENINGAR Vinnumálastofnun hefur opnað fyrir umsóknir vegna endur­ greiðslu launakostnaðar og verk­ takagreiðslna á tímum kóróna­ veirufaraldurs. Það var Ásmundur Einar Daðason, félags­ og barna­ málaráðherra, sem fól stofnuninni að fylgja málinu eftir. Með lögum um endurgreiðslu launakostnaðar og verk t aka­ greiðslna er stuðlað að því að íþróttafélög geti hafið óbreytta starfsemi að nýju eftir að þeim var gert að fella niður starfsemi á til­ teknu tímabili, að hluta eða jafn­ vel öllu leyti vegna opinberra sótt­ varnaráðstafana. Markmiðið með endurgreiðsl­ unni er að draga úr röskun á íþróttastarfi á Íslandi vegna farald­ ursins. Lög um endurgreiðslu launa­ kostnaðar og verktakagreiðslna taka til greiðslna vegna launa­ kostnaðar og verktakagreiðslna íþróttafélaga, sem hófu störf fyrir 1. október 2020 og vegna félaga sem þurftu að fella niður starfsemi tímabundið, að hluta eða öllu leyti, vegna opinberra sóttvarnaráðstaf­ ana á tímabilinu 1. október 2020 til og með 30. júní 2021. – bb Opnað á umsóknir um endurgreiðslu til félaga Við viljum að þessi mál séu á yfirborð- inu og séu rædd. Þegar ekkert er að frétta þá hefur maður meiri áhyggjur. Sigurbjörg Sigurpálsdóttir, sam- skiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðs- starfs hér á landi Greiðsla fer ekki yfir 400 þúsund á mánuði fyrir hvern launaaðila. 3 0 . J A N Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð ÍÞRÓTTIR Vettvangur fyrir alla í skipulögðu íþrótta­ og æskulýðs­ starfi að leita til ef þau fá óviðeigandi skilaboð og vilja að sendandi hætti áreitni, auk annars konar óviðeig­ andi hegðunar, er til. Sigurbjörg Sigurpálsdóttir er samskiptaráð­ gjafi íþrótta­ og æskulýðsstarfs hér á landi og tekur við ábendingum, tilkynningum og kvörtunum sem varða einelti, of beldi og áreitni í íþrótta­ eða æskulýðsstarfi. Starfið var sett á fót í fyrra og hefur það verið kynnt fyrir þeim samtökum og félögum sem um ræðir en sökum COVID hefur umfjöllun og kynning á úrræðinu verið minni en best væri á kosið. Þrátt fyrir það er nóg að gera. Töluvert hefur verið rætt og ritað um óviðeigandi skilaboð sem virðast hafa komið upp í körfu­ boltasamfélaginu hér á landi, eftir að dómari var settur af vegna slíkra skilaboða til leikmanns. Við nánari eftirgrennslan hefur komið í ljós að það hafi gerst að aðrir dómarar og þjálfarar hafi sent skilaboð til leik­ manna kvennaliða og fylgist jafn­ vel með þeim á samfélagsmiðlum. Þó svo að umræðan snúi að einum vettvangi núna þá er hægt að gera ráð fyrir því að svipuð dæmi finnist annars staðar. Sigurbjörg segir að allir eigi rétt á því að geta stundað sitt íþrótta­ og/eða æskulýðsstarf í öruggu umhverfi. Hún sé óháður aðili sem styður við, leiðbeinir og aðstoðar þá sem hafa upplifað einhvers konar of beldi eða einelti í slíku starfi og er þjónustan frí. Hún vonar að hlut­ leysi úrræðisins hvetji fólk til þess að hafa samband ef þörf er á aðstoð. „Því miður er alveg nóg að gera. Þannig viljum við samt eiginlega hafa það. Við viljum að þessi mál séu á yfirborðinu og séu rædd. Þegar ekkert er að frétta þá hefur maður meiri áhyggjur,„ segir hún. Hún bætir við að allir iðkendur, starfs­ menn og sjálf boðaliðar, hvort sem það séu börn eða fullorðnir, eigi rétt á því að leita sér aðstoðar eða geti leitað réttar síns vegna atvika sem eiga sér stað, án þess að þurfa að ótt­ ast afleiðingar. „Tölfræðin sýnir okkur að áreitni, of beldi og einelti kemur upp á alls konar vettvangi,“ segir hún, en Sigurbjörg getur, samkvæmt lögum sem sett voru um samskiptaráð­ gjafa, krafið þá sem skipuleggja eða bera ábyrgð á íþrótta­ eða æskulýðs­ starfi um allar þær upplýsingar sem hún metur nauðsynlegar til að hún geti sinnt hlutverki sínu. Er viðkom­ andi aðilum skylt að láta ráðgjaf­ anum í té umbeðnar upplýsingar. Hún segir að þó umfjöllunin snúi oft að óviðeigandi framkomu gagn­ vart stúlkum eða konum þá lendi karlmenn líka í einelti, áreitni og ofbeldi. Þeir séu, sem sé miður, ólík­ legri að segja frá. „Mitt starf varðar einelti, áreitni og of beldi og karl­ menn tilkynna slíkt síður. Það er alveg til tölfræði um það. Karlmenn lenda vissulega í þessum atriðum en tilkynna síður almennt séð.“ Hún segir þó að unga fólkið sé opnara og tilbúnara til að láta vita af óviðeigandi hegðun, en þjónusta samskiptaráðgjafa er fyrir alla sem sækja skipulagðar æfingar eða félagsstarf hjá skátunum, KFUM og KFUK, Landssambandi ungmenna­ félaga, íþróttafélögum eða banda­ lögum sem tilheyra UMFÍ og ÍSÍ. „Þetta er vonandi merki um breytta tíma og breytt viðhorf. Vonandi erum við búin að færa normið. Þegar ég hugsa til baka þá upplifði ég fullt af óviðeigandi framkomu, snertingu eða orðalagi. En ég er líka fegin að þetta var ekki verra. Vonandi er normið okkar í þessum atriðum að breytast. Okkur finnst ekki lengur í lagi að einhver komi fram við annan einstakling á ósæmilegan hátt, kalli einhvern nöfnum, sé með einhvern klúran brandara eða athugasemdir. Það eiga allir að geta sinnt sínu íþrótta­ og æskulýðsstarfi þannig að hægt sé að njóta, en ekki hafa í koll­ inum hvernig verði komið fram við viðkomandi á næstu æfingu. Aukið öryggi eykur ánægju og trú­ lega skilar betri einstaklingum og íþróttamönnum.“ Hún segist stefna á kynningar­ ferð í kringum landið sem fyrst, en COVID hafi hamlað för þannig að hún sé ekki búin að ná að fara í þá ferð enn þá. „Það er eitt af því sem mig langar að gera að fara í heima­ byggðir. Ég vil ekki að landsbyggðin verði út undan í neinu og ég vil ekki að neinn þurfi að líða fyrir stað­ setningu sína á landinu. Þegar mál hafa komið upp, þá hef ég farið á staðinn. Fjarviðtöl bjarga ýmsu en það er öðruvísi en að mæta á stað­ inn og mikilvægt að mínu mati.“ benediktboas@frettabladid.is SPORT Mikið hefur verið fjallað um óviðeigandi skilaboð sem konur í körfubolta fá frá þjálfurum og dómurum innan stéttarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hún segir að allir eigi rétt á að geta stundað íþróttir í öruggu umhverfi. Nóg að gera en þannig viljum við hafa það Sigurbjörg Sigurpálsdóttir, sem starfar sem samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs, aðstoðar þá sem hafa upplifað ofbeldi, áreitni, einelti eða telja sig hafa tekið eftir slíku í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi á Íslandi. Ókeypis ráðgjöf Þeir sem telja sig hafa orðið fyrir ofbeldi eða einelti í sínu íþrótta- og æskulýðsstarfi eða eru ekki vissir og vilja fá ráðgjöf varðandi slík mál, geta haft samband við Sigurbjörgu á sigurbjorg@dmg.is. UMFÍ einnig með vettvang Æskulýðsvettvangurinn er samstarfsvettvangur UMFÍ, Skátanna, KFUM og KFUK og Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Æskulýðsvettvangurinn vinnur að sameiginlegum hagsmuna- málum barna og ungmenna í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Þar er hægt að tilkynna um óæskilega hegðun, einelti, áreitni og margt fleira. Þar er líka verkfærakista sem félagasamtök og starfsfólk þeirra geta nýtt sér til að stuðla að heilbrigðum, uppbyggjandi og jákvæðum aðstæðum. Æskulýðs- vettvangurinn er líka með nám- skeið og leggur um þessar mundir áherslu á neteinelti.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.