Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.01.2021, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 30.01.2021, Qupperneq 26
Tinna Garðarsdóttir var stödd í Nettó með syni sína tvo í júní í fyrra þegar hún fékk símtal sem hefur haft mikil áhrif á líf hennar og margra annarra. Símtalið var frá bestu vinkonu Tinnu, Stellu, sem sagði henni að hún hefði greinst með krabbamein. „Þetta var algjört sjokk,“ segir Tinna. „Ég mun aldrei gleyma þessu augnabliki og í rauninni vissi ég hvað hún var að fara að segja en samt brá mér,“ bætir hún við. Stella hafði eignast dóttur í nóv- ember 2019 og var enn með hana á brjósti þegar hún greindist með krabbameinið. „Hún heldur að hún sé með stíf laðan mjólkurkirtil eða eitthvað svoleiðis, en þegar hún er komin með verk upp í holhönd- ina fer hún til læknis. Hún hélt að læknirinn væri bara að fara að segja að þetta væri ekkert en þegar hún er búin að fara til hans verður hún svolítið hrædd,“ segir Tinna. „Hún hringdi í mig og sagði mér frá því að hún væri orðin hrædd þannig að þegar hún hringir í mig til að segja mér að hún sé með krabbamein þá kom það ekki beint á óvart,“ útskýrir hún. Tinna og Stella hafa verið vin- konur frá því að þær voru tólf ára. Þær kynntust á leiklistarnámskeiði fyrir rúmum 20 árum og þrátt fyrir að hafa ekki búið í sama hverfi eða gengið í sama skóla voru þær alltaf vinkonur. „Þegar ég fékk þetta símtal meðtók ég ekki alveg strax hvað væri í gangi en ég vissi bara að ég ætlaði að standa með henni hundrað prósent. Ég held að ég sé bara mjög heppin með það hversu nánar við erum, ég hef aldrei þurft að meta hvert mitt hlutverk í þessu er, ég bara veit það,“ segir Tinna. Greiningin hefur áhrif á marga Á hverju ári greinast um 70 ungir einstaklingar hér á landi með krabbamein. Greiningin hefur áhrif á þann greinda og fjölmarga sem að honum standa. Ætla má að krabbameinsgreining einstaklings hafi áhrif á um sjö til tíu einstakl- inga í kringum hann. Því hafa sjötíu greiningar ungs fólks áhrif á allt að 700 manns hér á landi á hverju ári. Tinna segir að greining Stellu hafi haft mikil áhrif á hennar líf en að opin og hreinskilin samskipti þeirra vinkvennanna hafi auðveld- að margt. „Við erum mjög opinskáar við hvor aðra og það er mjög gott, ég get ímyndað mér að þetta sé jafnvel erfiðara fyrir þau sem eru kannski aðeins lengra frá henni,“ segir Tinna. „Það hefur verið mjög gott fyrir okkur að geta sagt hvor annarri hvað við viljum og þurfum og ég get spurt hana hvað hún vilji,“ segir Tinna. „Hún hikar ekki við að segja mér það og það kom til dæmis tímabil þar sem hún vildi ekkert tala um þetta og þá töluðum við bara um eitthvað annað. Það var ekkert mál af því ég vissi það,“ segir Tinna. „Svo skammaði hún mig líka um daginn,“ bætir hún hlæjandi við og blaðamaður spyr um hæl fyrir hvað hún hafi uppskorið skammirnar. „Hún skammaði mig af því að ég hlífði henni. Henni fannst hún ekki lengur vita hvað væri í gangi í mínu lífi og hvernig mér liði,“ segir Tinna. „Það var alveg rétt hjá henni, ég hafði ekkert verið að taka upp sím- ann og segja henni frá einhverjum vandamálum í fjölskyldunni eða einhverju veseni í vinnunni, bæði af því ég vildi hlífa henni en líka af því að öll önnur vandamál blikna í samanburði við krabbameinið og maður er ekkert að kvarta yfir því sem skiptir ekki máli í stóra sam- henginu,“ bætir Tinna við. Fallegt augnablik þegar hárið fór Tinna segir að þegar Stella greindist hafi hún vitað af ákveðnum hlutum sem biðu þeirra í náinni framtíð. „Ég vissi að hún myndi missa hárið, þyrfti að fara í aðgerð og lyfjameð- ferð og mér fannst ég einhvern veginn undirbúin fyrir þetta allt en samt var ég kvíðin. Ég kveið því til dæmis mikið að hún myndi missa hárið,“ segir hún. „Ég var búin að sjá það augnablik fyrir mér þar sem allir væru grát- andi og allt væri ömurlegt en hún gerði það of boðslega fallegt, segir Tinna og bætir við að þegar Stella hafi áttað sig á því að hún væri að missa hárið hafi hún hringt í vin- konur sínar og sagt þeim hvað væri að gerast, svo bauð hún þeim að koma til sín. „Hálftíma seinna erum við komn- ar heim til hennar, hátt í tíu stelpur, allar á inniskónum með ælu og slef á öxlinni af því að við bara löbb- uðum út um leið og hún hringdi,“ segir Tinna. „Ein kom með kampavín og við bara skáluðum og tókum fullt af myndum af Stellu með alls konar mismunandi klippingar og svo var hárið rakað af henni og syni hennar sem vildi vera eins og mamma sín,“ segir Tinna og brosir. „Þetta var ótrúlega skemmtileg og falleg stund en þegar ég kom út í bíl brotnaði ég saman og grét alla leiðina heim.“ Mikilvægt að taka þátt í lífinu „Ég hef lært hversu mikilvægt það er að vera til staðar og hversu mikilvægt það er fyrir alla að fá að taka þátt í lífinu, líka fyrir þau sem eru veik, segir Tinna. „Ég hef ekki eins mikla þörf fyrir að pirra mig á litlu hlutunum og ég finn mjög mikla væntumþykju gagnvart fólk- inu mínu, bæði öðrum vinkonum mínum og fjölskyldunni minni af því ég veit hversu viðkvæmt lífið getur verið og hvernig það getur breyst á einu augnabliki.“ Tinna segist hafa upplifað hinar ýmsu tilfinningar á þeim rúmu sjö mánuðum sem Stella hefur glímt við krabbameinið. Hún hafi til að mynda fundið fyrir vanmætti, sektarkennd og hræðslu. „Van- máttur er mjög erfið tilfinning en krabbamein er þannig að maður getur ekkert gert. Ég hef alveg upplifað það að ég sé ekki að gera nóg, sérstaklega í COVID þegar ég fæ enn færri tækifæri til að hitta hana,“ segir Tinna. Hún segir að fyrstu mánuðina eftir að Stella greindist hafi hún passað sig að vera alltaf með sím- ann á sér. „Ég þorði ekki að leggja hann frá mér ef hún myndi hringja og ef hún hringdi þá svaraði ég allt- af, labbaði út af fundum ef ég þurfti þess,“ segir hún. „En núna er ég aðeins rólegri með þetta og þó ég hafi oft verið hrædd þá hef ég eiginlega aldrei verið hrædd um líf hennar. Hún er bara með krabbamein núna og svo ætlar henni að batna,“ segir Tinna. Nú stendur yfir átak og fjáröf l- unarherferð Krafts, stuðnings- félags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein. Átakið, sem ber yfirskriftina Lífið er núna, stendur til 4. febrúar og fer söfnun fram með sölu á húfum hönnuðum af Heiðu Birgisdóttur og framleidd- um af Varma. Húfuna má nálgast í vefverslun Krafts eða í verslunum Símans og Geysis. Ég ætlaði að standa með henni Tinna Garðarsdóttir lærði að meta litlu hlutina í lífinu þegar besta vinkona hennar greindist með krabbamein. Hún ákvað að standa þétt við bakið á henni og styðja hana. Greiningunni fylgdu ýmsar ólíkar tilfinningar. Tinna Garðarsdóttir hefur upplifað ýmsar tilfinningar frá því að Stella, besta vinkona hennar, greindist með krabbamein síðasta sumar. Hún segist hafa lært hversu mikilvægt það sé að vera til staðar fyrir fólkið í kringum sig og finnur fyrir aukinni væntumþykju til fjölskyldu og vina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Tinna hafði kviðið fyrir því að Stella myndi missa hárið, stundin varð þó falleg og minningin eftirminnileg. Stella og Tinna fóru saman á línuskauta á Ægisíðunni í ágúst í fyrra, stuttu eftir að Stella hóf lyfja- meðferð. Þær skemmtu sér konunglega og segir Tinna að þetta sé í fyrsta og eina skiptið sem hún hafi verið í betra formi en Stella. Tinna og Stella hafa verið vinkonur frá því að voru 12 ára gamlar. Hér eru þær fjórtán ára. MYND/AÐSEND Birna Dröfn Jónasdóttir birnadrofn@frettabladid.is 3 0 . J A N Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.