Fréttablaðið - 30.01.2021, Side 29
MariCell Xma fyrir viðkvæma húð
MariCell Xma er sérþróað til meðhöndlunar á þurri,
rauðri og bólginni húð og mildum einkennum
exems. MariCell Xma inniheldur mOmega3TM fjöl
ómettaðar fitusýrur og þegar Xma er borið á húðina
reglulega slaknar á húðinni og hún fær meiri fyll
ingu. Meðhöndlunarefnið gefur húðinni raka, sefar
erta húð og dregur úr kláða. Xma er mjög gott gegn
þurrki í kaldri tíð.
„MariCell Xma kremið er sérstaklega hannað fyrir
viðkvæma húð og inniheldur virka efnið mOmega3.
Kremið inniheldur ekki rakahaldandi eða húð
mýkjandi efni eins og karbamíð og ávaxtasýrur, því
exemhúðin þolir þau efni ekki. Málið með það sem
við köllum exemhúð, er að hún er afar gisin sem gerir
hana mjög viðkvæma. Þá er nauðsynlegt að þétta
hana. Þar kemur mOmega3 inn í ferlið, en það er
einmitt virkni fitusýrunnar að þétta húðina. Einnig
getur notkun kremsins hjálpað til við að laga bólgu
og roða á byrjunarstigi.“
MariCell kremin eru framleidd á Ísafirði og byggja á einkaleyfavarinni tækni.
MariCell vörulínan er CEmerkt,
f lokkuð sem lækningavara og með
ávísun læknis greiða Sjúkratrygg
ingar Íslands hluta kostnaðarins.
„Omega3 er fitusýra sem maður
inn framleiðir ekki sjálfur og
þarf því að fá annars staðar frá.
Vandinn við Omega3 í kremformi
er lyktin sem stafar af fitusýrunni
og þess vegna er ekki algengt að
sjá þetta innihaldsefni í kremum
almennt. Eftir sem áður er fitu
sýran afar virk og getur gert gæfu
mun gegn ýmiss konar húðvanda
málum. Við unnum því gífurlega
þróunarvinnu til þess að draga úr
lyktinni af mOmega3 í MariCell
kremunum þannig að hún sé ekki
truflandi,“ segir Baldur.
MariCell kremin koma í fjórum
styrkleikum. XMA kremið sem
er mildast, PSORIA kremið,
FOOTGUARD og svo SMOOTH
sem er virkasta kremið og hentar
til notkunar gegn almennum
húðþurrki á til dæmis olnboga,
handarbökum og þurrkblettum.
Þá er það sérstaklega virkt í þeim
kulda og þurrki sem gengur yfir
okkur núna í upphafi árs.
Eins og að vera með
pappírsskurði
Guðlaug Erla Fjeldsted hafði þjáðst
af miklum og svæsnum fótaþurrki
alveg frá því hún var lítil, en eftir
að hafa prófað Footguard segir hún
að vandamálið hafi snarlagast.
„Ég var alltaf slæm á hælunum
og iljunum öllum alveg frá því ég
man eftir mér. Sem krakki voru
hælarnir grófir og sprungnir og
það er ekkert eðlilegt að barn þurfi
að raspa á sér fæturna. Þetta gerði
það að verkum að það var helsárt
að stíga í fæturna. Þá hef ég alltaf
verið sérstaklega slæm á veturna
enda fer kuldinn og þurrkurinn í
andrúmsloftinu illa með húðina.
Ég hef líka fundið fyrir auknum
þurrki eftir meðgöngu og nú
eftir síðustu meðgöngu þá voru
sprungurnar á hælunum orðnar
það djúpar og húðin á iljunum
orðin það þurr að það var eins og
ég væri með pappírsskurði eftir
allri ilinni,“ segir Guðlaug.
Henni hafði ekki tekist að finna
neinar vörur eða lausnir sem virk
uðu. Þá hafði hún prófað öll fóta
kremin á markaðnum, bæði hér
heima og erlendis. „Ég skammaðist
mín og veigraði mér við að fara í
fótsnyrtingu. Þegar ég hætti mér
einu sinni þurfti snyrtifræðingur
inn að tvöfalda tímann. Hún mælti
svo með einhverju þýsku kremi
fyrir mig sem átti að vera ægilega
gott, en það gerði ekkert fyrir mig.“
Það var ekki fyrr en Guðlaug var
stödd síðasta sumar í apóteki í
Mosfellsbæ að starfsmaður þar,
sem er eldri kona, benti henni
á Footguard kremið frá Mari
Cell. „Hún sagði að þetta krem
hefði virkað ótrúlega vel fyrir sig.
Kremið var í dýrari kantinum, en
það eru líka fleiri lausnir eins og
til dæmis Baby foot maskinn, sem
ég hafði verið að nota áður sem
fjarlægði vissulega dauðu húðina,
en leysti ekki vandamálið. Svo ég
ákvað því að prófa Footguard.
Eftir að hafa notað Footguard í
tvo daga fann ég strax mun á mér.
Húðin var strax byrjuð að mýkjast.
Þetta var ótrúlegt. Ég var farin að
halda að ég þyrfti að fara í ein
hverja massíva meðferð gegn húð
sjúkdómi, en svo var þetta bara
svona rosalegur þurrkur. Kremið
svínvirkar og húðin á iljunum og
hælunum hefur aldrei verið svona
góð. Það er ekki lengur sárt að stíga
í fæturna og ég þarf varla að raspa
á mér lappirnar lengur.“
Gífurlega virk krem í kulda og þurrki
MariCell vörulínan inniheldur íslensk húðmeðhöndlunarefni þróuð af dr. Baldri Tuma Baldurssyni
húðsjúkdómalækni. Kremin innihalda mOmega-3 fjölómettaðar fitusýrur unnar úr sjávarfangi.
Baldur Tumi Baldursson húðsjúk
dómalæknir þróaði fyrst MariCell
Footguard kremið með sykursýki
sjúklinga í huga, en fótaþurrkur er
þekkt vandamál sem fylgir þessum
hópi sjúklinga. MYNDIR/AÐSENDAR
Guðlaug Erla
Fjeldsted
hafði þjáðst
af gífurlegum
fótaþurrki og
sprungnum
hælum síðan
hún var ung.
Engar vörur
virtust vinna á
vandamálinu
fyrr en hún
kynntist Mari
Cell Footguard.
MariCell húðmeðhöndlunarlínan samanstendur af fjórum græðandi og virkum kremum fyrir ýmsa húðkvilla. XMA kremið er mildast. PSORIA kremið
kemur næst og hentar þeim sem kljást við hreistraða húð og einkenni sóríasis. FOOTGUARD er til að vinna á móti siggi, þykkri húð og sprungnum hælum.
SMOOTH er svo virkasta kremið og hentar til notkunar gegn almennum húðþurrki. Kremin innihalda öll hina græðandi fjölómettuðu mOmega3 fitusýru.
MariCell Footguard
MariCell Footguard er sérþróað til meðhöndlunar
á siggi, þykkri húð og sprungnum hælum. Að sögn
Baldurs var kremið sérstaklega hannað og sett á
markað fyrir hartnær níu árum með sykursýkisjúk
linga í huga. „Það er þekkt vandamál hjá sykursýki
sjúklingum að þeir þjást margir hverjir af þurri og
sprunginni húð á hælum sem getur haft slæmar
afleiðingar í för með sér ef það er ekki meðhöndlað,“
segir Baldur. „Það er samt þannig að stór hluti frísks
fólks getur varla gengið út af svona fótþurrki og hefur
þá haft mikið gagn af kreminu,“ bætir Baldur við.
MariCell Footguard inniheldur mOmega3, karb
amíð (10%) og ávaxtasýru (7%). Virkni Footguard er
því þríþætt, þar sem mOmega3 fitusýrurnar við
halda heilbrigði ysta lags húðarinnar, karbamíð gefur
húðinni raka og eykur vatnsbindigetu og ávaxtasýran
mýkir efsta lag húðarinnar. Með þessari þríþættu
virkni getur Footguard meðhöndlað og komið í veg
fyrir sigg, þykka húð og sprungna hæla.
FÓLK KYNNINGARBLAÐ 3 L AU G A R DAG U R 3 0 . JA N ÚA R 2 0 2 1