Fréttablaðið - 30.01.2021, Qupperneq 34
Margir velta því eflaust fyrir sér af hverju vindorka er ekki nýtt betur hér á
þessu vindasama landi. Þröstur
Þorsteinsson jarðeðlisfræðingur
segir að fyrir því séu nokkrar
ástæður.
Helsta ástæða þess að vindorka
hefur lítið verið nýtt hérlendis
er sennilega sú að kostnaður við
að framleiða rafmagn með henni
hefur verið mun meiri en fyrir
vatnsafls- og jarðhitavirkjanir, að
sögn Þrastar.
„Það hefur hins vegar breyst
hratt á undanförnum árum. Með
hærra raforkuverði, þróun aðferða
og bættri tækni, meðal annars
betri nýtni vindmylla, verður
vindorka sífellt raunhæfari val-
kostur. Fleiri þættir hafa einnig
áhrif, til dæmis hefur hingað
til ekki skort endurnýjanlega
virkjanakosti á Íslandi; hvorki
í vatnsafli, né jarðhita. Síðan
má nefna að nokkuð vantar af
rannsóknum á mögulegum stað-
setningum, sér í lagi með tilliti til
fugla og umhverfis, meðal annars
sjónrænna áhrifa,“ útskýrir hann.
Þröstur er prófessor í umhverfis-
og auðlindafræði við Háskóla
Íslands og hefur einnig unnið að
rannsóknum á dreifingu H2S frá
jarðhitavirkjunum og auk þess
kennt námskeið um endurnýjan-
lega orkuvalkosti og þekkir því
vel til málsins. Hann segir það fara
eftir tegund og líka eftir því við
hvað er miðað hvort kostnaðar-
samt sé að setja upp vindmyllur.
„Í MS-ritgerð Kristjáns Gunnars-
sonar frá árinu 2014 kemur fram
að kostnaðarverð vindorku getur
verið samkeppnishæft við jarð-
varmavirkjanir en heldur hærra
en í vatnsorku,“ segir hann, en
spurður hvort þær séu umhverfis-
vænar segir hann að stutta svarið
sé já.
„Það er engin bein losun vegna
reksturs eða framleiðslu á vind-
orku. Auðvitað þarf efni í þær en
samanborið við jarðefnaeldsneyti
er mjög lítil losun gróðurhúsa-
lofttegunda tengd vindmyllum,
eins og kemur út úr lífsferilsgrein-
ingum.“
Stöðugur vindur bestur
Þröstur segir að mörg svæði á
Íslandi ættu að vera góð til að nýta
vindorku.
„Nýting vindmyllanna sem
Landsvirkjun rekur, Hafið, virðist
mjög góð og hærri en meðaltöl.
Það er sagt að hún sé um 40%.
Vindmyllur virka til dæmis hvorki
í logni né í of miklu roki, oft hættir
framleiðsla við vindhraða upp á
25-30 m/s. Hámarksafköst fást
við stöðugan og nokkuð háan
vindhraða; framleiðslugetan fylgir
vindhraða í þriðja veldi,“ útskýrir
hann.
„Upplýsingar um vindafar hér
á landi gefa sterka vísbendingu
um að hér á Íslandi geti vindorka
keppt við aðra virkjunarkosti.“
Spurður að því hversu mikið
rafmagn vindmylla getur framleitt
í samanburði við vatnsvirkjun
segir Þröstur að uppsett afl vind-
myllu sé breytilegt. „Þær sem eru
við Búrfell eru tæplega 1 MW hvor.
Allra nýjustu vindmyllurnar eru
nú orðnar 13 MW. Búrfellslundur
er hugsaður með 30 vindmyllum
sem eru um 4 MW hver, samtals
120 MW – eða 440 GWst á ári.
Til samanburðar er fyrirhuguð
Hvammsvirkjun með uppsett
afl 93 MW og orkugetu upp á 720
GWst á ári.“
Er þörf á meiri raforkufram-
leiðslu á Íslandi?
„Það þyrfti eiginlega að spyrja
raforkuframleiðendur að því til
að fá nákvæm svör. En samkvæmt
raforkuspá til 2060 var heildar-
notkun raforku á árinu 2019 um
19,5 TWst og búist er við að hún
verði orðin um 21,5 TWst á árinu
2030. Undir lok spátímans 2060 er
gert ráð fyrir að notkun raforku
verði nærri 24 TWst.“
Eru aðrir kostir en vindorka betri
ef framleiða á rafmagn á annan
hátt en með vatnsaf li?
„Jarðhita má nota til raforku-
framleiðslu til dæmis eins og
Hellisheiðarvirkjun. Eins og kom
fram að ofan er kostnaður við
vindorku sennilega lægri en raf-
magn framleitt með jarðhita. Auk
þess er orðið umdeildara en áður
að taka svæði undir orkuvinnslu.
Það hefur ekki verið vinsælt í
umræðunni að stækka jarðhita-
svæði og erfiðlega gengur að finna
vindmyllum stað sem ekki er
umdeildur. En ný tækni gæti auð-
vitað breytt hlutum hratt.“
Vindorka raunhæfur valkostur
Margir velta því eflaust fyrir sér af hverju vindorka er ekki nýtt betur hér á þessu vindasama
landi. Þröstur Þorsteinsson jarðeðlisfræðingur segir að fyrir því séu nokkrar ástæður.
Kostnaður við
að framleiða
rafmagn með
vindorku hefur
verið mun meiri
en fyrir vatns-
afls- og jarð-
hitavirkjanir.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANDRI MARINÓ
Þröstur Þorsteinsson, prófessor í
umhverfis- og auðlindafræði.
Meðal verkefna sem stofan sinnir eru undirbúnings-rannsóknir fyrir litlar
vatnsaflsvirkjanir ásamt mati á
hagkvæmni, mati á umhverfis-
áhrifum og öflun tilskilinna leyfa
fyrir framkvæmdum.
Sverrir Óskar Elefsen efnatækni-
fræðingur hóf störf hjá Mannviti
árið 2006 en hann var áður hjá
Orkustofnun. „Ég hef leitt upp-
byggingu á þjónustu Mannvits
við vatnamælingar og tengdar
rannsóknir, sem fela meðal annars
í sér mælingar á eðlis- og efnaeigin-
leikum grunnvatns, yfirborðs-
vatns, sjávar, fráveituvatns og
veðurs. Síðan tengjast þessu starfi
til dæmis litlar vatnsaflsvirkjanir
þar sem við önnumst ákveðnar
forathuganir eins og mælingar á
rennsli og aurburði vatnsfalla. Sam-
hliða stillum við upp ákveðnum
drögum að virkjun og metum orku-
getu og hagkvæmni mismunandi
virkjunarkosta.“
Viðskiptavinir Mannvits í
umræddum verkefnum eru úr
öllum geirum atvinnulífsins. „Við
erum að vinna fyrir orkufyrirtæki
og veitufyrirtæki, stór og smá,
sveitarfélög og iðnfyrirtæki.“
Tímafrekt ferli
Eitt af því sem Sverrir fæst við í sínu
starfi eru undirbúningsrannsóknir
fyrir byggingu vatnsaflsvirkjana.
Hann segir áríðandi að hefja
rennslismælingar snemma í ferlinu.
„Það er vegna þess að öll hönnunar-
vinna, leyfismál og mat á umhverf-
isáhrifum er vinna sem tekur mjög
langan tíma. Það er því mikilvægt
að láta tímann vinna með sér og
safna rennslisgögnum á meðan, en
breytileiki í rennsli innan árs og
milli ára getur verið bæði mikill og
lítill eftir vatnsföllum,“ segir hann.
„Í sumum tilfellum höfum við
verið í samstarfi við verkfræði-
stofuna Vatnaskil um mat á tiltæku
rennsli, einkum þegar um stærri
virkjanir er að ræða. Síðan sjáum
við einnig um alhliða hönnun á
virkjunum og erum með svið innan
fyrirtækisins sem taka að sér til
dæmis mat á umhverfis áhrifum,
deiliskipulagsvinnu, öflun til-
skilinna leyfa, að ógleymdri rann-
sóknarstofu byggingarefna.“
Sverrir segir að líta þurfi í mörg
horn áður en ákvörðun er tekin um
byggingu vatnsaflsvirkjunar. „Það
er fjölmargt sem þarf að gera áður
eins og að kanna aðstæður, jafnt
tiltækt rennsli sem landfræðilegar
aðstæður. Svo þarf að frumhanna
virkjun, meta hagkvæmni og
umhverfisáhrif og afla tilskilinna
leyfa. Það eru svona okkar helstu
verkþættir á þessu stigi málsins.“
Mat á hagkvæmni
Þá sinnir Mannvit einnig mati á
hagkvæmni. „Í tilfelli vatnsafls-
virkjana eru það þá forsendur um
virkjanlegt rennsli og í framhaldi
af því orkureikningar út frá for-
sendum um fallhæð og mögulega
miðlun jafnvel. Mat á hagkvæmni
felst í því að sjá hvaða orku maður
fær úr viðkomandi mannvirki,
hversu langt þarf að flytja orkuna,
hvaða kostnaður er við að tengjast
inn á dreifikerfið og síðan hvaða
tekjur mögulega fást. Þetta eru
hlutir sem við erum að skoða,“
útskýrir Sverrir.
„Varðandi litlar vatnsaflsvirkj-
anir þá höfum við tekið að okkur
fleiri en eitt verkefni sem ganga
út á að gera það sem við köllum
skrifborðsvinnu. Í því felst að safna
saman gögnum um landfræði-
legar aðstæður, hæðarlínugrunna,
vatnafarsgrunn og meta hvar
væri mögulega hægt að vera með
vatnsaflsvirkjunina. Þá höfum við
safnað saman tilteknum gögnum
um vatnafar á svæðunum og metið
hvað sé raunhæft, virkjanlegt
rennsli fyrir þessar virkjanir og
reiknað þannig út orkugetu og hag-
kvæmni.“
Mælingar og gagnaöflun
Vinnan á þessu stigi er yfirgrips-
mikil. „Það eru ákveðin landsvæði
sem við erum að skoða, eins og
til dæmis á Norðvesturlandi og í
Dalvíkurbyggð, þar sem við höfum
í raun skannað allt sveitarfélagið
og listað upp jafnvel einhverja
tugi smávirkjunarkosta. Síðan
velja menn úr þessu en það kemur
oft í ljós strax að einhverjir kostir
eru óraunhæfir og svo eru sett
spurningarmerki við aðra, og síðan
eru einhverjir kostir sem líta vel út.
Sveitarfélögin, eins og Dalvíkur-
byggð eða samtök sveitarfélaga á
Norðurlandi vestra, hafa kostað
þessa vinnu og fleiri sveitarfélög
sem hafa kostað sambærilega
vinnu sem aðrir hafa unnið, sér-
staklega á norðanverðu landinu.“
Þá taka við frekari rannsóknir
og mælingar. „Næsta skref er þá
að skoða þetta betur og það er þá í
fyrsta lagi að byrja á rennslismæl-
ingum, en samhliða því að huga að
öflun nákvæmari gagna þannig að
það sé hægt að fara í ákveðna frum-
hönnun á virkjun og meta jafnvel
umhverfisáhrif, skoða leyfismál og
gera samninga við landeigendur. Á
þessu stigi þarf að koma til einhver
ákveðinn verkkaupi sem getur þá
komið með fjármagn inn í verk-
efnið.“
Fjölbreytt þjónusta
Mannvit fæst við ýmis annars
konar verkefni. „Við erum til
dæmis að þjónusta veitufyrirtæki
með fráveitumælingar og líka
iðnfyrirtæki. Við höfum einnig
verið að rannsaka vatnsöflun fyrir
fiskeldisfyrirtæki og veitt ráðgjöf á
því sviði.“
Sverrir segir sérstöðu Mannvits
meðal annars felast í yfirgrips-
mikilli þekkingu á langtímagagna-
söfnun ásamt því að eiga og útvega
tæknibúnað fyrir verkefni í lang-
tímavöktun. „Auk þess erum við,
ásamt Landsvirkjun og Veðurstof-
unni, einu aðilarnir á landinu sem
nýta gagnavinnslukerfið Wiski,
en það nýtist vel við úrvinnslu og
greiningu á vatnafarsgögnum og
öðrum tímaháðum mælistærðum.
Samhliða þessu veitum við okkar
viðskiptavinum aðgang að gögn-
unum á vefsíðu þannig að þeir
geti fylgst með framgangi sinna
verkefna.“
Ráðgjöf byggð á reynslu og þekkingu
Mannvit veitir tæknilega ráðgjöf á sviði orku, iðnaðar og mannvirkjagerðar. Stofan sérhæfir sig í
verkfræði, jarðvísindum, umhverfismálum, upplýsingatækni og byggingarefnisrannsóknum.
Sverrir Óskar Elefsen starfar hjá Mannviti en fyrirtækið veitir alhliða tækni-
lega ráðgjöf sem byggir á hálfrar aldar reynslu og þekkingu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
4 KYNNINGARBLAÐ 3 0 . JA N ÚA R 2 0 2 1 L AU G A R DAG U RORKA ÍSLANDS