Fréttablaðið - 30.01.2021, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 30.01.2021, Blaðsíða 35
Verkefni ÍSOR eru fjölbreytt og ólík að umfangi en fyrirferðarmest er þjónusta tengd jarðhitavinnslu,“ segir Árni Magnússon, forstjóri Íslenskra orkurannsókna (ÍSOR). Árni tók við sem forstjóri um mitt síðasta ár en hefur frá árinu 2006 starfað að orkumálum, með áherslu á jarðhita, fyrst hjá Íslands- banka en síðar verkfræðistofunni Mannviti. „ÍSOR er sannarlega þekkingar- fyrirtæki og leiðandi fyrirtæki á sviði rannsókna og þróunar í jarð- hita. Það veitir ráðgjafarþjónustu og annast beinar grunnrannsóknir á flestum sviðum jarðhitanýtingar sem og öðrum auðlindum. ÍSOR, og fyrirrennarar þess, tóku þátt í allri jarðhitauppbyggingu hér á landi, en hefur auk þess komið að verk- efnum úti um allan heim, starfað að verkefnum í meira en 40 löndum, svo það er gríðarleg reynsla sem hefur byggst upp hjá fyrirtækinu,“ að sögn Árna. ÍSOR er í eigu ríkisins og starfar samkvæmt lögum um þjónustu og rannsóknir á sviði jarðhita, náttúrufars, orkumála og annarra auðlindamála. Fyrirtækið starfar á viðskiptalegum grundvelli á sam- keppnismarkaði og fær tekjur sínar alfarið með sölu á þjónustu og með öflun rannsóknarstyrkja. „Við höfum í áratugi boðið orkufyrirtækjum, hitaveitum og einkaaðilum í landinu sérhæfða þjónustu á því sviði. Má þar nefna yfirborðsrannsóknir, hugmynda- líkanagerð, staðsetningu borholna, jarðfræðiráðgjöf á borstað og mælingar í borholum, auk vinnslu- eftirlits. Í raun erum við að bjóða alhliða þjónustu og mættum kannski kalla okkur undanfara, þegar kemur að jarðhitanýtingu,“ upplýsir Árni. Ráðgjafi hita- og vatnsveitna Þótt jarðhitarannsóknir hafi verið meginviðfangsefni ÍSOR, gegnir stofnunin einnig veigamiklu hlut- verki á sviði grunnvatnsrannsókna, öflunar neysluvatns og rannsókna á auðlindum hafsbotns. „Þannig hefur ÍSOR og forveri þess verið ráðgjafi flestra hita- og vatnsveitna landsins um öflun og nýtingu vatns og er aðalvísindaráð- gjafi íslenskra stjórnvalda í rann- sóknum á jarðrænum auðlindum,“ útskýrir Árni. Þar að auki hafi ÍSOR lagt til hin vísindalegu rök í baráttu Íslands fyrir hafsbotnsréttindum utan 200 mílna efnahagslögsögunnar. „ÍSOR er vel í stakk búið og hefur tekið að sér fjölmörg verkefni á sviði náttúrurannsókna, svo sem jarðfræðirannsóknir vegna mann- virkjagerðar, skriðufalla, jarð- skjálfta og eldvirkni.“ Á erlendum vettvangi hefur ÍSOR skapað sér sterka stöðu og komið að grunnrannsóknum og þróun jarðhitaverkefna utan land- steinanna. „Sérfræðingar ÍSOR hafa margir áratuga reynslu af verkefnum við ólíkar aðstæður um allan heim, meðal annars með vinnu fyrir þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins, kennslu við Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna, sem og beina ráðgjöf til erlendra einkafyrirtækja og ríkis- stofnana,“ greinir Árni frá. Borað niður á 2.000 m dýpi Íslendingar hafa náð miklum árangri í nýtingu endurnýjanlegra orkulinda, og verður svo vonandi lengi enn, segir Árni. „Það má segja að ÍSOR hafi skapað hinn jarðvísindalega grunn að nýtingu jarðhita til raf- orkuframleiðslu og hitunar ýmiss konar, en það þarf stöðugt að vera með umhverfiseftirlit, fylgjast með breytingum og ekki síst tækni- nýjungum.“ Árangur af lághitaborun hefur verið góður. Á árunum 1928 til 2017 voru alls um 450 vinnslu- holur boraðar á lághitasvæðum á Íslandi. Af þeim holum uppfylltu nærri 90 prósent þeirra kröfu um 60°C heitt vatn og um 65 prósent þeirra gáfu 80°C heitt vatn, sem hentar mjög vel til húshitunar. „Ef litið er til árangurs út frá holum sem gáfu vatn, það er þær hitta sprungu sem leiðir vatn óháð hitastigi, er hann yfir 90 prósent,“ útskýrir Árni. „Þessar tölur sýna skýrt hvernig uppbygging jarð- vísindalegrar sérfræðiþekkingar hefur skilað sér í góðum árangri sem segja má að Íslendingar séu orðnir vanir að sjá.“ Eftirspurn eftir heitu vatni, bæði til baða og húshitunar, hefur aukist í landinu, vegna fólks- fjölgunar og fjölda ferðamanna á undanförnum árum. „Það er vert að nefna að borun er í gangi núna við Ósa- botna fyrir Selfossveitur. ÍSOR hefur verið ráðgjafi og haft eftirlit með jarðvarmavinnslu Selfoss- veitna um árabil. Holan er orðin 1.732 metra djúp. Ætlunin er að fara eitthvað lengra niður í þeirri von að fá meira heitt vatn inn í holuna, jafnvel niður í 2.000 metra,“ segir Árni. Líkön spá 50 ár fram í tímann ÍSOR hefur lagt mikla áherslu á nýsköpun, rannsóknir og þróun í starfsemi sinni og mun halda því áfram. Þar starfa nú ríflega 60 manns og er meirihluti starfs- fólks háskólamenntaður, eða 94 prósent. „Sé litið á síðasta ár hefur það kennt okkur að mikil þörf er á sérfræðiþekkingu,“ segir Árni og heldur áfram: „Það þarf ekkert að minnast á alheimsfaraldurinn í þessu samhengi, heldur benda á ýmsa náttúruvá. Grunnrann- sóknir tengdar náttúru landsins, þar með talið jarðhita og eðli jarð- skorpunnar, eru frumforsenda árangursríkrar og hagkvæmrar nýtingar jarðhita til orkufram- leiðslu. Það er vert að benda á að jarðfræði landsins hættir ekki við ströndina. Þar þarf að ef la grunn- rannsóknir, kortleggja, leggja mat á auðlindir hafsbotnsins og svo framvegis.“ Á hverju ári tekur ÍSOR þátt í mörgum rannsóknarverkefnum. Verkefnin eru ýmist styrkt af orkufyrirtækjum og/eða inn- lendum og erlendum rannsóknar- sjóðum, eins og sjóðum Evrópu- sambandsins. „ÍSOR nýtir þátttöku í styrktar- verkefnum til að ef la eigin rann- sóknarfærni og til að af la grunn- þekkingar á sviði jarðvísinda og jarðhita, sem og að aðstoða við að þróa nýjar aðferðir til rannsókna og nýtingar auðlinda,“ gerir Árni grein fyrir. „Hugbúnaðarþróun er þáttur sem fylgir þekkingarfyrirtæki eins og ÍSOR, og því fer fram stöðug vinna við að þróa hug- búnað fyrir okkar sérhæfðu starfsemi. Í gegnum tíðina hefur veruleg áhersla verið lögð á að þróa hugbúnað til að hægt sé að spá fyrir um vinnslugetu jarð- hitasvæða, það fer auðvitað eftir vinnslusögunni en líkönin geta spáð allt að 30 til 50 ár fram í tímann.“ Gott samstarf um nýtingu ÍSOR leggur mikla áherslu á að þjónusta hitaveitur landsins og hefur meðal annars fjárfest í búnaði sem mun nýtast vel við prófanir á lághitaholum. Einnig er í gangi þróunarverkefni, sem er meðal annars styrkt af EFTA og er í samvinnu við Pólverja. Þar er verið að þróa hugbúnað sem verður notaður við að herma viðbrögð jarðhitageymisins við vinnslu. „Með þessum nýja hugbúnaði verður hægt að sjá fyrir áhrif af niðurdælingu og borunum nýrra borholna. Hægt verður að nýta þennan hugbúnað við borun nýrra borholna, hvar best er að dæla niður og hvar má auka vinnslu og staðsetja eftirlitsholur. Þessi hugbúnaður er byggður á eldri hugbúnaði sem hefur nýst mjög vel í gegnum árin, en nú eru f leiri og f leiri hitaveitur með nokkrar holur og margir að velta fyrir sér að dæla niður vatni til að auka vinnslugetu svæðanna,“ segir Árni og bætir við: „ÍSOR leggur mikið upp úr góðu samstarfi við hitaveitur lands- ins og hefur mikinn áhuga á að vinna með þeim að góðri nýtingu svæðanna og ef la eftirlit, þannig að hægt verði að nýta þau á sjálf- bæran hátt.“ Aðalskrifstofa ÍSOR er á Grensás- vegi 9 í Reykjavík. Útibú er á Rangárvöllum 2 á Akureyri. Sími 528 1500. Sjá nánar á isor.is Jarðfræði landsins hættir ekki við Íslandsstrendur ÍSOR er leiðandi fyrirtæki á sviði rannsókna og þróunar í jarðhita og hefur einnig skapað sér sterka stöðu erlendis. Forstjórinn Árni Magnússon segir mikla þörf á sérfræðiþekkingu á jarðhitanýtingu. Árni Magnússon tók við starfi forstjóra ÍSOR um mitt ár 2020. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Jarðskjálftastöð. MYND/STEFÁN AUÐUNN STEFÁNSSON Unnið að rannsóknum á jarðhita í Náma- skarði. MYND/SIGURÐUR G. KRISTINSSON Lághitaborun við Ósabotna. MYND/HEIMIR INGIMARSSON KYNNINGARBLAÐ 5 L AU G A R DAG U R 3 0 . JA N ÚA R 2 0 2 1 ORKA ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.