Fréttablaðið - 30.01.2021, Blaðsíða 37
Söluráðgjafi
Idex sem er fyrirtækin á byggingamarkaði
óskar eftir að ráða öflugan sölumann.
Starfssvið:
• Sala og heimsóknir til núverandi og verðandi
viðskiptavina fyrirtækisins.
Hæfniskröfur:
• Sölumannshæfileikar
• Rík þjónustulund og góð mannleg samskipti
• Metnaður til að ná árangri
• Nákvæmni og hugkvæni
• Reynsla í sölumennsku og þekking á byggingum
nauðsynleg.
Umsóknum skal skila fyrir 5. febrúar 2021 með
tölvupósti til idex@idex.is
er þekkt nafn á byggingarmarkaði síðan 1982
og stendur fyrir gæðavöru á góðu verði
Vilt þú slást í hópinn?
Leitað er að faglegum og reynslumiklum einstaklingi í
starf aðstoðarverkstjóra rafmagns í Hafnarfirði.
Á meðal verkefna viðhalds- og eftirlitsteymis eru:
Vinna við nýframkvæmdir
Viðhald, viðgerðir og endurnýjun á dreifiveitubúnaði
Eftirlit með dreifiveitubúnaði
Samskipti við viðskiptavini
Unnið er samkvæmt öryggisstjórnunarkerfi og gæðastjórnunar-
kerfi ISO 9001
Nánari upplýsingar veitir Kristján Örn svæðisstjóri í síma 840 5501
Umsóknir óskast sendar í gegn um heimasíðu HS Veitna
www.hsveitur.is/um-okkur/vinnustadurinn/
storf-i-bodi/
Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar nk.
Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir
sem trúnaðarmál og þeim svarað.
Helstu verkefni felast í daglegu starfi með viðhalds- og eftirlits-
teymi rafmagnssviðs auk þess að leysa verkstjóra af eftir þörfum.
Að auki þarf aðstoðarverkstjóri að ganga bakvaktir.
HS Veitur leggja áherslu á að ráða til sín hæfa, áhugasama og vel
menntaða einstaklinga, óháð kyni.
Við viljum því gjarnan heyra frá þér ef þú;
Hefur lokið sveinsprófi í rafvirkjun, það er kostur ef þú hefur
meistarapróf eða aðra menntun s.s. rafiðnfræði.
Býrð yfir samskiptahæfni, góðri tölvufærni, hefur brennandi
áhuga á tæknimálum og sýnir frumkvæði í starfi
Getur unnið sjálfstætt, axlað ábyrgð á verkum þínum og unnið
undir álagi
Hefur gilt ökuskírteini og hreint sakavottorð
hsveitur.is
HS VEITUR
Nánari upplýsingar veita Stefanía Hildur Ásmundsdóttir, stefania@hagvangur.is og Sverrir Briem, sverrir@hagvangur.is.
Umsóknarfrestur er til og með 10. febrúar. Með umsókn um starfið skal fylgja ítarleg starfsferilskrá. Umsóknir óskast fylltar úr á hagvangur.is.
Nói Síríus leitar að öflugum tæknistjóra til að leiða tæknideild fyrirtækisins sem sér um
rekstur og viðhald á vélum og húsnæði Nóa Síríusar. Framundan eru einnig spennandi
verkefni á sviði upplýsingatækni. Við leitum því að kraftmiklum einstakling til að leiða
fjölbreytt verkefni.
TÆKNISTJÓRI
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
• Dagleg stjórnun og rekstur tæknideildar
• Ábyrgð á rekstri og viðhaldi véla og tækja Nóa
Síríusar
• Umsjón með framþróun tæknibúnaðar og
húsnæðis
• Ábyrgð á innkaupum véla, tækja og varahluta
• Áætlanagerð, samskipti við birgja og
samningagerð
• Þátttaka í innkaupum og uppsetningu á
tölvubúnaði
• Rekstur öryggiskerfa og búnaðar ásamt setu í
öryggisnefnd
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólanám á sviði rafmagnsverkfræði,
vélaverkfræði eða tæknifræði er skilyrði
• Iðnmenntun, t.d. vélvirkjun, rafvirkjun eða
sambærilegt er mikill kostur
• Reynsla af viðhaldi fasteigna er kostur
• Reynsla af rekstri UT kerfa er kostur
• Góð þekking á Windows umhverfi og
notendabúnaði er kostur
• Reynsla af verkefnastjórnun, hóp- eða
deildarstjórnun er kostur
• Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum
samskiptum
Nói Síríus er öflugt fyrirtæki á matvælamarkaði.
Um 120 manns vinna hjá Nóa Síríusi og þar
af um 80 við framleiðslu. Fyrirtækið framleiðir
fjöldann allan af sælgætistegundum af mörgum
stærðum og gerðum í um 8.000 fermetra
húsnæði sínu að Hesthálsi 2-4.
Nói Síríus einsetur sér að vera í hópi leiðandi
fyrirtækja á sínu sviði með því að bjóða
eftirsóknarverða gæðavöru og þjónustu sem
stenst ítrustu kröfur viðskiptavina á alþjóðlegan
mælikvarða. Nói Síríus kappkostar að öll tengsl
við fyrirtækið einkennist af ánægju. Á það
jafnt við um upplifun viðskiptavina af vörum
og þjónustu, líðan starfsfólks á vinnustað og
allra hagsmunaaðila fyrirtækisins. Nói Síríus
telur að bestum árangri sé náð í starfi þegar
þekking og færni starfsfólks fær að njóta sín og
einstaklingurinn finnur til ábyrgðar.
Mest lesna atvinnublað Íslands*
Atvinnublaðið
Sölufulltrúar: Hrannar Helgason, hrannar@frettabladid.is 550 5625, Arna Rut Kristinsdóttir, arnarut@frettabladid.is 550 5621
*Neyslukönnun Gallups 2018, allt land, 18-80 ára