Fréttablaðið - 30.01.2021, Side 42
Framkvæmdastjóri
Laust er til umsóknar starf framkvæmdastjóra á Eir. Starfið er tvískipt. Annars vegar er um að ræða 20%
framkvæmdastjórastarf hjá Eir öryggisíbúðum ehf. sem er 100% í eigu Eirar ses. og hins vegar 80% starf
framkvæmdastjóra innan Eirar samstæðunnar.
Með umsókn skal fylgja starfsferilsskrá, ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðum umsóknar og hvernig um-
sækjandi uppfyllir hæfniskröfur.
Starfið er laust frá 1. júní 2021 eða eftir samkomulagi.
Upplýsingar um starfið veitir Sigurður Rúnar Sigurjónsson forstjóri srs@eir.is sími 898 1592.
Umsókn skal skila rafrænt á netfangið srs@eir.is
Umsóknarfrestur er til og með 12. febrúar 2021
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
• Eignaumsýsla og samningagerð
• Lögfræðileg úrlausnarefni
• Undirbúningur stjórnarfunda, fundarritun, aðstoð við for-
stjóra og stjórnarformenn
• Halda um um fulltrúaráðsfundi
• Ýmis rekstrarsverkefni
• Innra eftirlit
• Stjórnun og stefnumótun
• Annað
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Lögfræðimenntun
• Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er æskileg
• Færni í mannlegum samskiptum auk forystu- og skipulags-
hæfileika
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
• Þekking á sviði rekstrar og stjórnunar
• Stjórnunarreynsla skilyrði
• Þekking á málefnum aldraðra er kostur
• Góð tölvukunnátta
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Gott vald á íslensku
Húnaþing vestra auglýsir starf skipu-
lags- og byggingarfulltrúa laust til
umsóknar. Um er að ræða 100% starf
með starfsstöð á Hvammstanga.
Starf byggingarfulltrúa er lögbundið, sbr. 8. gr. mann-
virkjalaga nr. 160/2010. Hlutverk hans er að veita embætt-
inu faglega forystu og móta framtíðarstefnu innan ramma
laga og reglugerða. Jafnframt að hafa eftirlit og eftirfylgni
með að lögum um mannvirki nr. 160/2010, reglugerðum og
öðrum lögum byggingarmála sé framfylgt.
Starfssvið:
• Framkvæmd skipulags- og byggingarmála.
• Áætlanagerð og eftirfylgni, mælingar og úttektir.
• Undirbúningur og eftirfylgni funda skipulags- og
umhverfisráðs.
• Byggingarfulltrúi ber m.a. ábyrgð á skráningu mann-
virkja, úttektum, staðfestingu eignaskiptayfirlýsinga,
gjaldtöku, skráningu, varðveislu og miðlun upplýsinga
um mannvirki til íbúa.
• Samstarf við aðila utan og innan stjórnsýslunnar sem
sinna verkefnum á sviði byggingarmála.
• Önnur verkefni sem viðkomandi er falið hverju sinni og
undir embættið heyra.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun á sviði byggingarmála skv. 8. gr.
mannvirkjalaga nr. 160/2010.
• Þekking og reynsla á sviði byggingarmála
• Þekking og reynsla á sviði skipulagsmála
• Þekking og reynsla af úttektum og mælingum.
• Þekking á lögum um mannvirki, skipulagslögum og
byggingarreglugerð.
• Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu.
• Hæfni í mannlegum samskiptum, góðir samstarfs-
og samskiptahæfileikar.
• Góð íslenskukunnátta og hæfni til þess að tjá sig í ræðu
og riti.
• Góð almenn tölvukunnátta.
Með umsókn skal fylgja greinargóð starfsferilsskrá og
kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu um-
sóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar
Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttar-
félags.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ragnheiður Jóna Ingi-
marsdóttir sveitarstjóri í síma 455 2400 eða á netfanginu
rjona@hunathing.is.
Umsóknarfrestur er til og með 19. febrúar.
Umsóknir skulu berast á netfangið rjona@hunathing.is
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um
ráðningu liggur fyrir.
Húnaþing vestra er afar víðfemt landbúnaðarhérað í alfaraleið, miðja vegu
milli Akureyrar og Reykjavíkur. Hvammstangi er stærsti þéttbýliskjarni
sveitarfélagsins með um 600 íbúa en heildarfjöldi íbúa er um 1.220. Sveit-
arfélagið er fjölskylduvænt samfélag með hátt þjónustustig, metnaðarfullu
leik- og grunnskólastarfi ásamt því að rekin er dreifnámsdeid frá FNV á
staðnum. Sveitarfélagið er útivistarparadís, með góða sundlaug, íþrótta-
hús og ýmsa möguleika til félagsstarfa. Blómlegt menningarlíf er til staðar.
Ármúli 2 ı 108 Reykjavík ı Sími 480 6000
Samgöngustofa leitar að öflugum
einstaklingi í starf deildarstjóra lögfræðideildar
Deildarstjóri ber ábyrgð á og hefur yfirumsjón með starfi lögfræðideildar sem heyrir
undir stjórnsýslu– og þróunarsvið Samgöngustofu. Deildarstjóri ber ábyrgð á að
starfsemi Samgöngustofu eigi stoð í lögum, skipuleggur og þróar starfið og verkefni
deildarinnar. Deildarstjóri vinnur náið með starfsfólki og stjórnendum stofnunarinnar.
Um er að ræða krefjandi starf sem reynir á frumkvæði, skipulagshæfileika og
samskiptahæfni. Viðkomandi er í samskiptum við innlend stjórnvöld og hagsmunaaðila
og tekur þátt í alþjóðlegu starfi. Starfshlutfall er 100%. Æskilegt er að viðkomandi
geti hafi störf sem fyrst.
Í boði er spennandi starf hjá metnaðarfullri stofnun í alþjóðlegu umhverfi.
Við bjóðum upp á góða starfsaðstöðu og frábæra vinnufélaga.
Deildarstjóri
lögfræðideildar
Umsóknarfrestur
er til 8. feb. 2021
Hægt er að sækja
um starfið rafrænt á
samgongustofa.is/storf
Upplýsingar um
Samgöngustofu má finna
á samgongustofa.is
Menntunar- og hæfniskröfur
Grunn- og meistaranám í lögfræði. Framhaldsmenntun
í Evrópurétti er kostur.
Haldgóð starfsreynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu
og/eða úr atvinnulífinu er nauðsynleg.
Reynsla eða þekking á stjórnsýslu samgöngumála
er kostur.
Stjórnunarreynsla og leiðtogahæfni.
Frumkvæði, skipulögð og nákvæm vinnubrögð.
Mikil hæfni í mannlegum samskiptum nauðsynleg.
Reynsla af ferla- og umbótastarfi er kostur.
Mjög gott vald á íslensku og ensku í rituðu
og töluðu máli er nauðsynlegt.
Góð færni í einu Norðurlandamáli er æskileg.
intellecta.is
RÁÐNINGAR
6 ATVINNUAUGLÝSINGAR 3 0 . JA N ÚA R 2 0 2 1 L AU G A R DAG U R