Fréttablaðið - 30.01.2021, Side 80
Næturvæta er mjög útbreit t va nd a-mál hjá börnum, sérstaklega yngri börnum. Viðar Örn Eðvarðsson, sér-
fræðingur í nýrnalækningum barna
á Barnaspítala Hringsins og prófess-
or í barnalæknisfræði við lækna-
deild Háskóla Íslands, hefur fengist
við bæði rannsóknir og lækningar
á næturvætu í nærri aldarfjórðung.
Viðar er einn af höfundum vísinda-
greinar sem birtist í Lancet, en hann
hefur ásamt f leiri barnalæknum
unnið lengi að þessu verkefni með
vísindamönnum Íslenskrar erfða-
greiningar. Hann segir að um það
bil f immtán prósent f imm ára
barna glími við næturvætu, tíu pró-
sent tíu ára barna og hálft prósent
þeirra sem náð hafa átján ára aldri.
Kynjahlutfall þeirra sem leita sér
hjálpar er nokkuð jafnt, en niður-
stöður erlendra rannsókna benda
til þess að næturvæta sé heldur
algengari hjá drengjum en stúlkum.
„Næturvætu fylgir ákveðið óör-
yggi og það hefur áhrif á hvernig
börnin þroska með sér samband
við önnur börn að því leyti að þau
eiga til dæmis oft erfitt með að gista
utan heimilisins,“ segir Viðar. Þetta
geti meðal annars, í alvarlegustu
tilfellunum, haft áhrif á þátttöku
barna í íþróttastarfi. „Foreldrarnir
þurfa stundum að leggja nokkuð á
sig til þess að halda þessu leyndu
fyrir öðrum í hópnum.“ Viðar
bendir þó á að þetta sé auðvitað
einstaklingsbundið og sumir með
næturvætu séu auðvitað áræðnari
en aðrir þegar kemur að því að gista
utan heimilis.
Næturvæta getur einnig tekið
sinn toll af sjálfsálitinu. „Ef þetta
er útskýrt fyrir börnunum af nær-
gætni líður þeim yfirleitt vel, en
þegar börnunum hefur batnað
kemur þó oft í ljós að þetta ástand
hefur legið svolítið þungt á þeim,“
segir Viðar. „Það er því mikilvægt
að læknar bregðist vel við þegar
fólk leitar sér lækninga með börn
sem glíma við næturvætu.“
Vandi sem fer sínar eigin leiðir
Viðar leggur áherslu á að tilhneiging
til næturvætu sé klárlega arfgeng en
auðvitað geta umhverfisþættir eða
áunnin vandamál í vissum tilfellum
gert ástandið erfiðara viðureignar.
„Tilfinning mín er að næturvæta er
vandamál sem fer sínar eigin leiðir,“
segir hann. „Sumir byrja jafnvel
ekki að pissa undir fyrr en við fimm
eða sex ára aldur. Stundum gengur
vel og stundum illa en yfirleitt
læknast þetta af sjálfu sér með tíma,
en biðin eftir sjálfkrafa bata getur
verið mjög löng fyrir suma. Meðal
annars þess vegna er mikilvægt að
leita sér hjálpar fyrr en síðar.“
Í vísindarannsókninni kemur
meðal annars fram að næturvæta
er algengari í sumum fjölskyldum
en öðrum. Viðar segir að börn pissi
ekki undir vegna kvíða eða annarra
geðrænna vandamála, heldur geti
óöryggi og kvíði í vissum aðstæð-
um verið af leiðing af næturvæt-
unni. Utanaðkomandi þættir eins
og fráföll nákominna, breytingar á
högum eða slíkt valdi ekki nætur-
vætu nema í undantekningartilfell-
um. Heldur ekki aðrir sjúkdómar,
og er því alls ekki ráðlagt að leggja
umfangsmiklar rannsóknir á börn
sem pissa undir. Leiðrétting líkam-
legra þátta eins og blöðruvanda-
mála og hægðatregðu skipta þó
miklu máli, og eru lykilþættir þegar
kemur að meðferð næturvætu.
Samkvæmt alþjóðlegum ráðlegg-
ingum um meðferð næturvætu er
ekki mælt með virkri meðferð fyrr
en við fimm ára aldur. Hundruð
barna leita árlega til læknis á
Íslandi vegna næturvætu, ef laust
eru þó margir sem ekki koma til
viðtals, „en vonandi erum við að
minnsta kosti að sjá þau börn sem
eru með mestu einkennin.“ Flest
börn og unglingar með næturvætu
pissa undir f lestar eða allar nætur,
og mörg þeirra oftar en einu sinni
hverja nótt.
Þetta getur truflað svefninn hjá
fjölskyldum, en alls ekki hjá öllum.
„Mjög margir sofa fast og djúpt og
erfitt er að vekja þá,“ segir Viðar. „Ég
tel reyndar að það sé einmitt hluti
af vandanum og samrýmist því
sem kemur fram í rannsókn okkar
með dönsku vísindamönnunum.
Eitt af þeim þremur megingenum
sem fram komu í rannsókninni,
stjórna því hversu djúpt fólk sefur
og hversu auðveldlega það vaknar
eða grynnir svefn við áreiti eins og
fulla blöðru.“
Rannsóknin fann einnig gen sem
hefur áhrif á getu heilans til þess
að stjórna því hversu mikið þvag
myndast á nóttunni, og annað
gen sem mögulega hefur áhrif á
vöðvaspennu þvagblöðrunnar og
f leiri þætti sem gætu aukið hættu
á næturvætu. „Sagan er ekki öll
sögð og þörf er frekari rannsókna
á erfðafræði næturvætu með það
í huga að finna f leiri leiðir til með-
ferðar. “
Lyf eða næturþjálfi
Þeir sem leita til læknis vegna
næturvætu glíma einnig í mörgum
tilfellum við blöðruvandamál yfir
daginn líka. Viðar segir að brýnt
sé að takast á við blöðruvandann
til þess að hámarka árangur með-
ferðar við næturvætu. Hjá sumum
kemur þetta í bylgjum, og oft koma
nokkrar þurrar nætur eða jafnvel
vikur inn á milli. „Það er erfitt að
spá fyrir um hvernig bataferli hvers
einstaklings verður, nánast ómögu-
legt,“ segir Viðar. „En ef rétt meðferð
er notuð, og nokkur heppni með í
för, lagast þetta iðulega nokkuð
hratt og vel.“
Aðspurður um hvað sé hægt að
gera segir Viðar meðhöndlunina
tvenns konar. Annars vegar er
það lyfjagjöf, sem gefin er rúmum
hálftíma fyrir svefn. En lyfjagjöfin
hefur þó sýnt sig að virka aðeins á
um helming barnanna. „Lyfjameð-
ferðin virkar þó oftast mjög vel fyrir
þá sem á annað borð svara henni og
aukaverkanir eru fáar,“ segir Viðar.
„En með lyfjum er í raun ekki verið
að taka á vandamálinu sjálfu heldur
stöðva einkennin. Barnið hættir að
pissa undir, en ef það hættir á lyfj-
unum koma einkenni oft aftur.“
Hin meðferðin er atferlismeðferð,
næturþjálfameðferð, sem virkar í 80
til 90 prósentum tilvika mjög vel, að
sögn Viðars. Meðferðin hentar best
börnum sem hafa náð minnst 6 til 7
ára aldri, en hún tekur að minnsta
kosti nokkrar vikur. Fær barnið þá
lítið tæki sem vekur það og foreldr-
ana þegar viðkomandi er að pissa
undir. Þeir sem svara þessu læknast
nær alfarið af næturvætunni, en
bakslag getur þó átt sér stað.
Annað ráð sem hægt er að nota
til hliðar er að barnið drekki ekki
mikið á kvöldin, og þau sem eru á
lyfjum mega alls ekki drekka eftir
lyfjagjöfina. Í sumum tilfellum er
engin meðhöndlun, og eru margar
mögulegar ástæður fyrir því, en í
sumum tilfellum velja foreldrarnir
og börnin að bíða með meðferð.
Snúnara vandamál með ADHD
Háskólinn í Árósum rannsakaði
erfðamengi 3.900 danskra barna
og ungmenna með næturvætu og
bar það saman við erfðamengi 31
þúsund Dana sem ekki kljást við
vandamálið. Til staðfestingar á nið-
urstöðum Dananna var erfðamengi
5.500 Íslendinga rannsakað hjá
Íslenskri erfðagreiningu og sýndi
sú rannsókn sömu niðurstöðu. Í
rannsókninni, koma tengsl nætur-
vætu við ADHD fram, að ræturnar
séu þær sömu, en ekki beint orsaka-
samhengi á milli þeirra.
Tengsl ADHD og næturvætu í
rannsókninni koma Viðari ekki
á óvart og í viðtölum við fólk þarf
meðal annars að fara yfir möguleg-
an brest á athygli. „Það er stundum
snúnara að hjálpa þeim sem glíma
við athyglisbrest eða ofvirkni, en
meðferðin gengur engu að síður
oftast mjög vel,“ segir hann.
ADHD getur haft bein áhrif á
vandann, sér í lagi af því að þau
lyf sem notuð eru við ADHD virka
aðeins á daginn en ekki nóttunni.
Lyfjameðferð vegna ADHD getur þó
hjálpað þeim börnum verulega sem
einnig glíma við blöðruvandamál
yfir daginn.
Næturvæta eldist af langflestum
um kynþroskaaldurinn en sumir
kljást við hana vel fram á unglings-
ár og jafnvel lengur. Örfáir glíma
við vandann alla ævi en þá eru ein-
kennin yfirleitt vægari og fólk lærir
að lifa með vandanum. „Þessir ein-
staklingar geta leitað sér hjálpar og
þá gilda sömu lögmál um meðferð.
Það er aldrei of seint að byrja að
nota næturþjálfa eða aðra meðferð,“
segir Viðar.
Næturvæta
getur tekið toll
af sjálfsálitinu
Vísindamenn háskólans í Árósum hafa í samstarfi við Íslendinga
náð að greina erfðafræðilega þætti sem auka líkur á næturvætu,
sem í daglegu tali er kallað að pissa undir. Einnig kemur fram að
sömu þættir auki líkurnar á athyglisbresti og ofvirkni.
Næturvæta eldist af flestum um kynþroskaskeið en sumir fást við vandamálið alla ævi. Rannsókn bendir til að börnin sofi of fast. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
FORELDRARNIR ÞURFA
STUNDUM AÐ LEGGJA
NOKKUÐ Á SIG TIL ÞESS
AÐ HALDA ÞESSU LEYNDU
FYRIR ÖÐRUM Í HÓPNUM.
Kristinn Haukur
Guðnason
kristinnhaukur@frettabladid.is
Viðar meðhöndlar börn með nætur-
vætu.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK.
3 0 . J A N Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R28 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð