Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.01.2021, Qupperneq 85

Fréttablaðið - 30.01.2021, Qupperneq 85
Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Í vinnustofu sinni á Korpúlfsstöð-um stendur Lilý Erla Adamsdóttir við strekktan striga og skapar listaverk – ekki með málningu og pensli heldur náttúrulegu garni og nál sem knúin er rafmagni og loftpressu. Verkfærið líkist byssu og Lilý Erla stendur við bakhlið verksins þegar hún vinnur. Þræðirnir skjótast út hinum megin. „Þessi aðferð kallast tuft á ensku og ég hugsa að heitið sé dregið af hljóð- inu sem hún myndar, tuft, tuft, tuft,“ segir Lilý Erla glaðlega. „Það er ekkert íslenskt nafn á aðferðinni en hún er sam- bland af f losi og rýa og áferðin svipuð. Í f losi verða til lykkjur en í rýa er þráður- inn einfaldur – ég get ráðið hvort ég vel.“ Lily Erla býr til mynstrin jafnóðum, sem byggjast mörg á endurtekningu. „Myndmálið sæki ég meðal annars í náttúrufyrirbrigði, stef sem komast nærri eigin kjarna og kannski okkar allra – við göngum gegnum lífið saman og lendum í svipuðum aðstæðum. Ég leitast alltaf við að fara inn á einlægar tilfinningar, f létta þær inn í verkin og kannski snúa upp á þær, þannig að þær mýkist og verði aðeins bjartari fyrir vikið. En svo verða alltaf að vera til and- stæður, birta og myrkur.“ Lærði margt hjá ömmu Hún kveðst snemma hafa byrjað að föndra með garn. „Ég lærði að prjóna fimm, sex ára hjá ömmu minni sem er alnafna mín og býr á Akureyri. Hún hefur kennt mér ótrúlega margt sem hefur fylgt mér.“ Frekari námsferli lýsir hún svo: „Ég fylgdi vinum mínum gegnum Menntaskólann á Akureyri, en leiddist, fór bara í allt félagslíf sem í boði var. Svo tók ég alla verklegu kúrs- ana í Verkmenntaskólanum sem ég gat á einum vetri. Þaðan fór ég í Listaháskól- ann og tók BA próf í myndlist, svo í Text- íldeild Myndlistaskólans í Reykjavík og tók diplóma og síðast í meistaranám í listrænum textíl í Textílháskólanum í Borås í Svíþjóð. Í þeirri borg er rík saga af textíliðnaði og -hefð og háskólinn er f lottur og framúrstefnulegur.“ Samhljómur þess ytra og innra Lilý Erla stýrir textíldeild Myndlista- skólans í Reykjavík og þegar hún hefur lausan tíma kveðst hún vera á vinnu- stofunni. Nú er það sýningin í Hannes- arholti sem hún einbeitir sér að. „Verkin eru stíluð inn í rýmið þar og eru smærri í sniðum en þau sem ég hef oftast fengist við. Túlka samt sterk öfl, því sýningin heitir Undiralda og er óður til orkunnar sem býr í undirdjúpum alls, öf lug og sterk og getur hvoru tveggja – kraumað undir eða brotist upp á yfirborðið. Þannig leik ég mér að samhljómi þess innra og ytra á ljóðrænan hátt.“ Sýningin verður opnuð klukkan 15 í dag. Vegna sóttvarna er fólk beðið að bóka skoðun í síma 511-1904 eða á hann- esarholt@hannesarholt.is. gun@frettabladid.is Sterk öfl undiröldunnar Lilý Erla Adamsdóttir textíllistakona opnar sýninguna Undiröldu í dag í Hannesar- holti við Grundarstíg. Hún segir hana óð til orkunnar sem búi undir yfirborðinu. Lilý Erla gerði verkin á sýninguna í Hannesarholti með veggrýmið þar í huga. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR Okkar ástkæra eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, Jenný Anna Baldursdóttir Herjólfsgötu 38, Hafnarfirði, lést á Landspítala Hringbraut, fimmtudaginn 28. janúar. Útför mun fara fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Einar Vilberg Hjartarson Sara Hrund Einarsdóttir María Greta Einarsdóttir Ari Benóný Malmquist Helga Björk Laxdal Björn Axelsson og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir og mágur, Heiðar Árnason Southport, Englandi, lést þriðjudaginn 12. janúar á sjúkrahúsinu í Southport, Englandi. Útför Heiðars fer fram frá kapellu bálstofunnar í Southport þann 4. febrúar kl. 11. Streymt verður frá athöfninni: www.wesleymedia.co.uk/webcast-view Order ID: 69838; Password: csbbesmw Virkan hlekk á streymi má finna á: www.mbl.is/andlat Ouza Kwanashie Helena Rún Heiðarsdóttir Lucas Árni Heiðarsson Árni Ragnarsson Ásrún Guðmundsdóttir Laufey Árnadóttir Kristinn Harðarson Ingvar Árnason Sigríður Anna Ólafsdóttir Gauti Árnason Okkar heittelskaða eiginkona, móðir, tengdamóðir, dóttir, systir, mágkona og barnabarn, Sigríður Guðmundsdóttir Sigga okkar, viðskiptafræðingur, Lækjarvaði 11, Reykjavík, lést á Landspítalanum deild 11E að kvöldi 23. janúar. Útför fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 4. febrúar kl. 13. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast Siggu er bent á Minningarsjóð Sigríðar, 0331-13-905355, kt. 160166-5419, v/gjöf til styrktar Landspítala Íslands. Streymi: youtu.be/RoU6YEldGpI Bjarni Einarsson Guðmundur Bjarnason Esther Friðriksdóttir Dagur Bjarnason Birta Bjarnadóttir Guðmundur Egilsson Hulda Pétursdóttir Helga Guðmundsdóttir Jón Gunnlaugur Sævarsson Fanney Guðmundsdóttir Svavar Már Gunnarsson Jóhanna Einarsdóttir Hilmar Sæmundsson Sumarliði Gísli Einarsson Sveinbjörn Einarsson Sigríður Skarphéðinsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Þorsteinn Jónsson skipstjóri og stýrimaður, Hólagötu 11, Sandgerði, lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu, miðvikudaginn 27. janúar. Útförin fer fram frá Sandgerðiskirkju, föstudaginn 5. febrúar kl. 14. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á facebook.com/groups/ thorsteinnjonsson/ Sólveig Halla Þorsteinsdóttir Steinunn Þorsteinsdóttir Bjarki Jakobsson Guðrún Kristín Høier Ove Høier Þórir Þorsteinsson Elín Katrín Rúnarsdóttir Pálmar Þorsteinsson barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Pétur Jósefsson Fróðengi 9, Reykjavík, lést á Landspítala, Fossvogi, miðvikudaginn 27. janúar. Útförin fer fram fimmtudaginn 4. febrúar kl. 13 frá Fossvogskirkju. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu ættingjar og vinir viðstaddir. Athöfninni verður streymt á vefslóðinni youtu.be/Sl8Zts7gfRM Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítala á deild B4 fyrir alúð og stuðning. Helgi Pétursson Lísa María Pétursson Halldór Pétursson Halldóra Ingibergsdóttir Hildur Pétursdóttir Oliver Kentish Hólmfríður Pétursdóttir Arnar Helgi Kristjánsson Arnkell Logi Pétursson Marta María Hafsteinsdóttir Þorkell Máni Pétursson Dröfn Guðjónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, kveðjur og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, Þórönnu Bjarnadóttur (Tótu) sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans þriðjudaginn 12. janúar í faðmi fjölskyldunnar eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Blóð- og krabbameinsdeildar, Geisladeildar, Bráðamóttöku Fossvogi, Bráðalyflækningadeild og Gjörgæsludeild Landspítalans, fyrir ómetanlega aðstoð og stuðning. Róbert Magnús Brink Róbert Aron Róbertsson Elín Guðlaug Stefánsdóttir Rannveig Hrönn Brink Gunnar Örn Helgason Magnús Þór Brink Ragnhildur Edda Tryggvadóttir og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Ármann Gunnarsson Steinsstöðum, Akranesi, lést á Dvalarheimilinu Höfða, þriðjudaginn 26. janúar. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 5. febrúar kl. 13. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu munu einungis nánustu aðstandendur verða viðstaddir. Útförinni verður streymt frá vef Akraneskirkju. www.akraneskirkja.is Þeim sem vilja minnast hans er bent á Dvalar- og hjúkrunarheimilið Höfða á Akranesi. Helga Sólveig Bjarnadóttir Kristín Ármannsdóttir Guðgeir Svavarsson Gunnar Már Ármannsson Anna Kristjánsdóttir Bjarni Ármannsson Helga Sverrisdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Lilly Jónsdóttir Fjallalind 12, lést á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði 28. janúar sl. Útförin fer fram í kyrrþey. Erlendur Guðmundsson Guðmundur Erlendsson Birna Metúsalemsdóttir Kolbrún Júlía Erlendsdóttir Þorvaldur Guðmundsson Hrafnhildur Björg Erlendsdóttir Gunnar Sigurbjörnsson barnabörn og barnabarnabörn. T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 33L A U G A R D A G U R 3 0 . J A N Ú A R 2 0 2 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.