Fréttablaðið - 30.01.2021, Síða 94
Berangur er yfirskrift sý ningar á verkum Georgs Guðna (1961-2011) sem verður opnuð í dag, laugardag, í Lista-safni Íslands. Sýningar-
stjóri er Einar Garibaldi Eiríksson.
„Á sýningunni gefur að líta valin
verk frá síðustu fimm starfsárum
Georgs Guðna, en hann varð bráð-
kvaddur sumarið 2011. Á henni
er gerð tilraun til að líta yfir þetta
lokatímabil á ferli hans og gefa sýn
inn í þær breytingar sem voru að
eiga sér stað í list hans. Verkin eru
ríf lega fjörutíu, f lest í einkaeign
en nokkur úr opinberri eigu. Sum
verkanna hafa ekki komið fyrir
almenningssjónir áður, bæði verk
sem unnin voru vorið áður en hann
fellur frá, auk nokkurra verka sem
aðeins voru sýnd á einkasýningum
hans í galleríum á Norðurlöndum á
þessum sama tíma,“ segir Einar.
Síðasta landslagsmyndin
Yfirskrift sýningarinnar, Berangur,
tengist nafninu á landspildu sem
Georg Guðni keypti ásamt fjöl-
skyldu sinni vorið 2004, en þar
reistu þau sér heimili og vinnustofu
þar sem hann vann að nokkrum
þeirra verka sem finna má á sýn-
ingunni. „Nafngift staðarins er
ákaflega vel til fundin því að þegar
maður kemur á Berangur þá svipar
náttúrufari þar til eins og við þekkj-
um staðhætti úr fyrri verkum hans.
Vegna þessa hef ég leyft mér að segja
að þessi landspilda hafi í raun og
veru verið hans síðasta landslags-
mynd,“ segir Einar.
Spurður hvað einkenni verkin
á sýningunni segir Einar: „Það er
erfitt að tilgreina eitthvað sérstakt,
því sem fyrr þá gerðust breytingar
í verkum Georgs Guðna ævinlega
hæglátlega, ef eitthvað var þá er
það svolítið eins og hæg veðra-
brigði væru að eiga sér stað. Georg
Guðni er auðvitað kunnur fyrir
þessi loftkenndu og gagnsæju verk
sem unnin voru í mörgum lögum
og oft á tíðum á gríðarlega löngum
tíma, en verk þessa tímabils eru
að mörgu leyti efniskenndari og
þyngri, auk þess sem að finna má í
þeim meira af teikningu smáatriða.
Sömuleiðis ríkir í þeim mun meiri
ákefð og hraði en í eldri verkum
hans. Hann dvaldi oftast lengi við
gerð fyrri verka sinna, en þessi
verk eru augljóslega unnin á mun
styttri tíma. Þau bera þess merki að
vera unnin á meiri hraða og vegna
þessa má greina ríkari blæbrigði á
milli þeirra. Það er meira eins og
dagsformið verði sýnilegt í þeim í
stað hins langa meltingartíma sem
maður finnur svo vel fyrir í fyrri
verkum hans. Það er því líkt og að
í þessum hinstu verkum hans sé
slegið ákveðið upphafsstef að ein-
hverju nýju, sem maður sér þó ekki
fyrir hvernig hefði getað þróast.“
Opnaði nýjar stöðvar
Verk Georgs Guðna hafa verið sýnd
víða um lönd og honum hlotnuðust
ýmiss konar viðurkenningar fyrir
framlag sitt til alþjóðlegrar mynd-
listar. „Hann er einn af okkar allra
mikilvægustu listamönnum á síð-
ustu áratugum. Með fyrri landslags-
verkum sínum markaði hann sér
f ljótlega sérstöðu, með þeim nýja
og óvænta tón sem birtist í verkum
hans. Með þeim markaði hann ekki
aðeins svæði fyrir komandi lista-
menn, heldur opnaði hann fyrir
algerlega nýjar stöðvar í upplifun
okkar af umhverfi okkar. Í kjarna
sínum hafa þau í raun hjálpað
okkur við að endurskilgreina sýn
okkar og skilning á íslenskri nátt-
úru.“ segir Einar.
Í marsmánuði gefur Listasafn
Íslands út bókina Berangur, með
verkum Georgs Guðna á sýning-
unni auk þess sem Jón Kalman Stef-
ánsson og Harpa Rún Kristinsdóttir
rithöfundar rita texta.
Upphafsstef að einhverju nýju
Berangur er yfirskrift sýningar í Listasafni Íslands með
verkum frá síðustu starfsárum Georgs Guðna. Sum hafa ekki
verið sýnd áður. Sýningarstjóri er Einar Garibaldi Eiríksson.
Einar Garibaldi Eiríksson er sýn-
ingarstjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Án titils, olíumálverk frá árinu 2011.
Georg Guðni við vinnu sína, en listunnendur geta skoðað málverk hans í Listasafni Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
HANN ER EINN AF
OKKAR ALLRA
MIKILVÆGUSTU LISTAMÖNNUM
Á SÍÐUSTU ÁRATUGUM.
Í ár munu glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn verða veitt í fjórða sinn. Umsóknarfrestur í ár hefur
verið færður til 1. mars og miðað
er við að verðlaunabókin komi út
snemma hausts. Verðlaunin nema
500.000 krónum, auk þess sem höf-
undi býðst samningur við umboðs-
manninn David Headley, en tíma-
ritið Bookseller útnefndi hann sem
einn af 100 áhrifamestu mönnum
breskrar bókaútgáfu árið 2015.
Eva Björg Ægisdóttir hlaut fyrst
allra Svartfuglinn fyrir Marrið í
stiganum. Eiríkur P. Jörundsson bar
sigur úr býtum í samkeppninni árið
2019 fyrir bók sína Hefndarenglar.
Katrín Júlíusdóttir fyrrverandi
ráðherra og alþingismaður hlaut
Svartfuglinn árið 2020 fyrir glæpa-
söguna Sykur. Erlendir útgefendur
hafa sýnt bókinni áhuga og verið er
að vinna að útgáfusamningum við
erlend forlög.
Samkeppnin um Svartfuglinn
er ætluð höfundum sem hafa
ekki áður sent frá sér glæpasögu.
Höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir
og Ragnar Jónasson stofnuðu til
verðlaunanna í samvinnu við
útgefanda sinn, Veröld. Yrsa og
Ragnar skipa dómnefndina ásamt
Bjarna Þorsteinssyni, útgáfustjóra
Veraldar.
Leit að nýjum glæpasagnahöfundi
Katrín Júlíusdóttir glæpasagnahöfundur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Ingvar Valgeirsson leiðir söng-stund í Hannesarholti sunnu-daginn 31. janúar kl. 14. Ingvar
hefur starfað sem trúbador í fjölda-
mörg ár og leikið um allt land. Þetta
er í annað sinn sem Ingvar stjórnar
Syngjum saman í Hannesarholti.
Streymt er frá stundinni á fés-
bókarsíðu Hannesarholts, en einn-
ig eru gestir velkomnir þegar sótt-
varnir leyfa. Frítt fyrir börn í fylgd
með fullorðnum, sem greiða 1.000
króna aðgangseyri.
Ingvar leiðir söngstund
Ingvar syngur í Hannesarholti.
Bókmenntaverðlaun
Tómasar Guðmundssonar 2021
Reykjavíkurborg auglýsir hér með eftir óprentuðu handriti að ljóða-
bók, frumsömdu á íslensku, til að keppa um Bókmenntaverðlaun
Tómasar Guðmundssonar sem verða til úthlutunar á síðari hluta árs
2021.
Verðlaun að upphæð ein milljón krónur verða veitt fyrir eitt handrit.
Þriggja manna dómnefnd metur verkin. Útgáfuréttur verðlauna-
handrits er í höndum höfundar eða þess forlags sem hann ákveður
að starfa með. Sé dómnefnd á einu máli um að ekkert þeirra verka
sem borist hafa fullnægi þeim kröfum sem hún telur að gera verði til
verðlaunaverka má fella verðlaunin niður þetta árið. Handritum sem
keppa til verðlaunanna þarf að skila í þríriti merktum dulnefni, en nafn,
heimilisfang og símanúmer höfundar fylgi með í lokuðu umslagi.
Handrit berist í síðasta lagi þriðjudaginn 1. júní 2021.
Utanáskrift:
Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar
b.t. Reykjavíkur bókmenntaborgar UNESCO
Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnargötu 11, 101 Reykjavík
Ragnheiður Lárusdóttir hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar
Guðmundssonar 2020 fyrir handrit að ljóðabókinni 1900 og eitthvað.
Aðeins var opnað umslag með nafni verðlaunahafa og verður öðrum
handritum eytt sé þeirra ekki vitjað fyrir 16. febrúar 2021. Senda þarf
póst á bokmenntaborgin@reykjavik.is áður en handrit eru sótt.
3 0 . J A N Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R42 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING