Víðförli - 15.11.1987, Blaðsíða 3
Þið hafið enn tíma — sagði David Matthews frá breska heil-
brigðis og tryggingarmálaráðuneytinu en hann var aðalfyrirlesari
á ráðstefnu sem Landlæknisembættið og Félagsvísindadeild
Háskólans gengust fyrir um félagslegar afleiðingar eyðni og
úrræði þar.
Þið
hafið enn tíma
Meginhluti fundarmanna voru fé-
lagsráðgjafar og hjúkrunarfræðing-
ar en prestar voru þar að beiðni land-
læknis „með hliðsjón af samþykkt-
um kirkjunnar um alnæmi“ eins og
það var orðað. Ráðstefnan stóð í
viku og varð mikil reynsla þátttak-
endum, svo yfirþyrmandi og ágeng
eru vandamálin sem fylgja þessum
sjúkdómi. Töldu fundarmenn sig
sjaldan hafa orðið svo þreytta á ráð-
stefnum sem þessari.
David Matthews og ýmsir aðrir
fyrirlesarar sýndu fram á það með
tölfræðilegum rökum, hversu
óhemju brýnt er að takast á við
þennan sjúkdóm af fullum krafti.
Samkvæmt erlendum stöðlum tvö-
faldast fjöldi eyðnismitaðra ár hvert,
a.m.k. fyrsta kastið. En svo stutt er
síðan að farið var að fylgjast með
sjúkdómnum að slíkar tölur eru að
sjálfsögðu aðeins til umhugsunar.
Fyrsta tilfellið fannst í Bretlandi
1981. Nú hafa fundist 32 íslendingar
með eyðnismit, en talið er, enn skv.
erlendum stöðlum, að smitaðir séu
10 sinnum fleiri en þeir sem fundist
hafa. Samkvæmt þessu ættu tæp-
lega 1000 manns að hafa fundist hér-
lendis innan fimm ára, tæplega
helmingur ætti að þurfa spítalavist,
eða sem svarar öllum sjúkrarúmum
Borgarspítalans. Mætti ætla að um
10.000 manns hafi þá smitast. Ef
þróun sjúkdómsins heldur áfram
með þessum hætti springur heil-
brigðiskerfið einfaldlega.
Frá því að eyðnisjúklingur fær
lokaeinkenni sjúkdómsins, alnæmi,
Og þá var eftir einn... úr frœðsluriti um
eyðni frá breska heilbrigðisráðuneytinu.
líða að meðaltali 2 ár þar til hann er
allur. Sjúkrakostnaður við legu hans
þennan tíma er a.m.k. 6 milljónir
króna og eru þá ekki reiknuð nema
bein útlát vegna sjúkdómskostnað-
ar. Þá er ónefndur hinn personulegi
þáttur: andleg og líkamleg þjáning,
einsemd og djúpstæð vandamál
eyðnisjúklings og aðstandenda hans.
Fordómar þjóðfélagsins gagnvart
eyðni eru slíkir að eyðnismituðum
finnast þeir dæmdir og jafnvel út-
skúfaðir félagslega, svipað og þekkt-
ist með holdsveikisjúklinga.
Engin lyf eru enn til við eyðni.
Forvörnin er eina leiðin til þess að
hefta útbreiðslu hans, og þar er
fræðsla með sem margvíslegustum
hætti vænlegust til árangurs. Flestir
þeirra sem fengið hafa eyðni til þessa
eru úr hópi homma og eyiturlyfja-
neytenda, hópa sem ekki njóta
mestrar virðingar eða hylli samfé-
lagsins. Viðhorf þjóðfélagsins hefur
markast af þessu, athygli almenn-
ings og þar með fjármunir til for-
varnarstarfs hafa verið í lágmarki.
Hinsvegar kom það fram á ráð-
stefnunni að gagnkynhneigðir smit-
ist í vaxandi mæli, og sérstaklega
mætti benda á sem áhættuhóp það
fólk sem mest stundar skemmtana-
lífið og vandar ekki val á bólfélaga
enda oftlega undir miklum áhrifum
áfengis.Á ráðstefnunni var einnig á
það bent að eyðni kallar karlmenn til
ábyrgðar í kynlífi, en hingað til hafa
konur orðið að axla þá ábyrgð, t.d.
varðandi getnaðarvarnir og fóstur-
eyðingar. Kom einnig fram að ábyrg
kynlífshegðun væri besta forvörnin
og fræðslan hlyti að undirstrika það,
ekki síst á forsendum ábyrgðar og
virðingar fyrir öðrum. Þar væri hlut-
verk kirkjunnar mikið.
Fjármunir hafa verið mjög af
skornum skammti til fræðslu og for-
varnarstarfs hérlendis. Benti David
Matthews á þann þátt sérstaklega
þar sem aðstæður hérlendis eru
þannig að mikið forvarnarstarf
mætti vinna, fengist fé og mannafli
til þess. Hinsvegar er fjöldi eyðni-
smitaðra á íslandi sá áttundi hæsti
meðal þjóða heimsins miðað við
fólksfjölda.
Þið hafið enn tíma — sagði David
Matthews, flestar aðrar þjóðir virð-
ast vera komnar í kaf. Holbylgjan
hefur skollið yfir þar.
VÍÐFÖRLI — 3