Víðförli - 15.11.1987, Side 10

Víðförli - 15.11.1987, Side 10
Sorgin gleymir enguin — Hvernig á að svara spurningum barna um dauðann? — Er erfiðara að missa barn heidur en maka? — Hvað á að gera þegar barn dregur sig inn í skel við danðsf all- ið? Þeir Páll Eiríksson geðlæknir og sr. Sigfinnur Þorleifsson sjúkrahús- prestur svara spurningum á fundi fjölda fólks sem kominn er saman til að ræða sorg og sorgarviðbrögð. Þetta er annar fundurinn af þessu tagi og þörfin er augljós. Tíu manna hópur hefur hist reglubundið undan- farna mánuði og hefur skipulagt fundina. Þar er fólk sem hefur orðið fyrir þungum missi og styður nú hvert annað til að vinna úr sorg sinni. Séra Sigfinnur segir að nauðsyn sé að hlusta vel á spurningar barna. Þær greiða fyrir útrás sorgarinnar. Að byrgja hana inni skapar erfið- leika til lengri tíma. Börn geta hjálp- að fullorðnum í sorg. Þau er frjálsari og ræða um hluti sem foreldrarnir þora ekki að tæpa á. Teikningar barna gefa oft skýra hugmynd um líðan þeirra. Það þarf að taka börnin gild í sorg þeirra. Páll Eiríksson tekur undir. Börnin gleymast allt of oft þegar skugga dauðans leggur yfir. Þau tjá sig þá gjarnan með atferli heldur en orðum til þess að fá athygli fólks. Þau taka oft upp á óknyttum eða loka sig inni. Og alltof oft sitja þau ein með sínn missi við dauða eða skilnað og skilja ekki hvers vegna pabbi er farinn. Enginn skýrði það fyrir þeim. Erfið- ast eiga 5—7 ára börn. Hjá þeim er svo skammt milli raunveruleika og fantasíu. Oft telja þau sig eiga sök á dauðsfallinu, vegna ljótra orða eða hugsana. Því er nauðsynlegt að gera þeim ljósan raunveruleika þessa missis þeirra, þótt það sé erfitt. Slíkt forðar hnútum í sálarlífi þeirra, sem torveldar börnum samskipti við fólk síðar meir. Það er aldrei of miklum tíma varið í að sinna barni í sorg. Þeir félagar benda á ráðleggingar frá samtökum foreldra sem misst hafa ung börn, um hvað á að gera og hvað á ekki að gera gagnvart foreldr- um í sorg. Það á að láta foreldrana vita að viðkomandi sé ekki sama og gefa kost á sér til hjálpar. Það á að minn- ast á barnið að fyrra bragði, minnast á sérkenni þess og gefa foreldrum kost á að tjá sorg sína og tala um barnið eins oft og þau þurfa, full- vissa þau um að þau hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð. Það á ekki að forðast foreldra í sorg, ekki segjast vita hvernig þeim líður eða segja þeim hvað þau eigi að gera. Það á ekki að forðast að nefna nafn barnsins, eða gagnrýna um- Páll Eiríksson önnun spítalans, sektarkenndin er nóg fyrir. Það á ekki að benda á eitt- hvað jákvætt við dauðann eða benda á eftirlifandi börn, það kemur eng- inn í staðinn fyrir dána barnið. Hjálparleysi okkar á ekki að hindra að við réttum út höndina. — Páll Eiríksson — Hvað veldur því að þú vinnur svo mikið að mál- um sorgar og missis? Það samverkar sennilega margt. En það gerðust atburðir um líkt leyti í lífi mínu sem kveiktu áhuga minn. Ég var mikið í íþróttum en varð fyrir því fljótlega eftir læknapróf að háls- brotna og lá á sjúkrahúsi og átti á hættu að verða lamaður til lífstíðar. Um svipað leyti greindist hjá ungum syni okkar mjög alvarlegur sjúk- dómur. Mér varð því all hastarlega ljóst hvað felst í missi, í þessu tilfelli heilsunnar og jafnvel barnsins og hafði góðan tíma til að hugsa um það. Þetta blasir við mér í vinnu minni, því að margir sjúklingar lifa með missi, margskonar missi. Það er hægt að missa barnið sitt á ýmsan hátt. Ég hef síðan verið með fast pró- gram um sorg og sorgarviðbrögð hér á dagdeild Borgarspítalans, eftir að ég tók við henni og flutt fyrirlestra allvíða fyrir ólíkustu hópa um efnið og haldið stutt námskeið. S.l. vetur var ég svo með þennan stuðningshóp fyrir fólk í sorg, sem hefur auk hins innra starfs skipulagt þessa opnu fundi, í vor var t.d. yfir 200 manns á fundi. — Hvernig verður framhaldþessa starfs? Ég vona að við getum stofnað fé- lagsskap sem kemur á laggir stuðn- ingshópum fyrir fólk í sorg, veitir hagnýtar ráðleggingar, styður fólk til að koma í meðferð hjá sérþjálf- uðu fólki. Slíkt félag gæti líka gengist fyrir þjálfun þeirra sem hafa unnið úr eig- in sorg og vilja vinna með slíkum hópum. En þetta má ekki verða með neinum flumbrugangi, við flýtum okkur hægt, en verkefnin eru sann- ast sagna ærin, því sorgin gleymir engum. 10 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.